Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 Sjöunda úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði: Fimm milljónir króna til náttúru- verndar, fornminja og menningar Sigurfarasjóður á Akranesi hlaut hæstan styrk Þannig leit Kútter Sigurfari út fyrir ári við byggðasafnið að Görðum á Akranesi. Lokið er úthlutun styrkja úr l>jóð- hátíðarsjóði fyrir árið 1984 og þar með sjöundu úthlutun úr sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra að- ila, er hafa það verkefni að vinna að varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðungur af árlegu ráð- stöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar á vegum Náttúruvernd- arráðs, annar fjórðungur skal renna til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem get- ið er hér að framan. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. I stjórn sjóðsins eiga sæti: Björn Bjarnason, aðstoðarrit- stjóri, formaður, skipaður af for- sætisráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka fslands, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, Gils Guðmundsson, fyrrv. forseti sameinaðs Alþingis og Gísli Jónsson, menntaskólakennari, kjörnir af sameinuðu Alþingi. Rit- ari sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur. Stjórn sjóðsins hefur verið óbreytt frá upphafsstarfsári sjóðsins, 1978, en hún var endur- skipuð hinn 9. maí 1982 til fjög- urra ára. í samræmi við 5. gr. skipu- lagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðl- um í lok desember 1983 með um- sóknarfresti til 24. febrúar sl. Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 5.000.000,00 þar af skal fjórð- ungur, 1.250 þús. kr., renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar á vegum Náttúruvernd- arráðs og fjórðungur 1.250 þús. kr., skal renna til varðveislu forn- minja, gamalla bygginga og ann- arra menningarverðmæta á veg- um Þjóöminjasafns, skv. ákvæð- um skipulagsskrár. Allt að helmingi úthlutunarfjár á hverju ári er varið til styrkja skv. umsóknum og voru því allt að kr. 2.500.000,00 til ráðstöfunar í þennan þátt að þessu sinni. Alls bárust 80 umsóknir um styrki að fjárhæð um 10,5 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verkefni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verk- efna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns. Friðlýsingarsjódur Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Friðlýsingar- sjóður verja árlegum styrk til náttúruverndar á vegum Náttúru- verndarráðs. Náttúruverndarráð hefur ákveðið að verja styrknum, eftir því sem hann hrekkur til, í eftirtalin verkefni: 1. Snyrtihús í þjónustumiðstöð- inni í Ásbyrgi. 2. Lagfæringu á prestseturshús- inu á Skútustöðum. 3. Rotþrær við Hæðir og Bölta í Skaftafelli. Þjóðminjasafn Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið verja árlegum styrk til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og voru þessi verk- efni helzt: 1. Framhald fornleifarannsókna að Stóruborg undir Eyjafjöll- um. 2. Kopiering ljósmyndaplatna og önnur vinna við ljósmyndasöfn- in. 3. Viðgerð vörugeymsluhúss frá Vopnafirði í Árbæjarsafni. 4. Viðgerð Grundarkirkju i Eyja- firði. 5. Þjóðháttaskráning. 6. Skráning fornleifa í nágrenni Reykjavíkur. 7. Tækjakaup vegna forvörzlu safngripa. 8. Smíði skápa til geymslu á text- ílum. 9. Ljúka viðgerð bæjarins á Galtastöðum fram. yWlf#, Hverfisgötu 33 — Slmí 20560 — Pótthólf 377 U-BIX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún álls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa og pantanir streyma inn. SKRIFSTOFUVELAR H.F. iUNDLAUG BOLUNGARVÍKUR Kristján Ottósson, formaður Blikksmiðafélags fslands á lögbannsstað í Bol- ungarvík. Bolungarvík: Stöðvuðu framkvæmd- ir við loftræstikerfi í FÓGETARÉTO Bolungarvíkur var sl. fimmtudag tekið fyrir lögbannsmál að kröfu Blikksmiðafélags lslands og Félags blikksmiðjueigenda. Gerð var krafa um stöðvun fram- kvæmda við smíði og uppsetningu loftræstikerfis í sundlaug staðar- ins, er vélaverkstæði hafði unnið að, þar sem blikksmiðir komu þar hvergi nærri. Fór formaður Blikksmiðafélags fslands, Kristján Ottósson, á stað- inn ásamt lögmönnum félaganna, til að stöðva frekari framkvæmdir, en hér er um mikið hagsmunamál stéttarinnar að ræða, að sögn Kristjáns. Eftir þingfestingu málsins í fóg- etarétti urðu sættir á þann veg, að vélaverkstæðið viðurkenndi, að hafa farið inn á lögverndað svið blikksmiða, hætti í verkinu og tók blikksmiðja við. Samþykkti Bolung- arvíkurkaupstaður sem verkkaupi, að nýr aðili tæki við verkinu og féllst á, að hér væri um lögverndað svið blikksmiða að ræða. Kristján Ottósson sagði, að félög- in hygðust f framtíðinni taka fast á ófaglærðum aðilum, sem færu inn á sérsvið blikksmiða. Málið í Bolung- arvík hefði verið prófmál, en ætlað öðrum, sem eins væri ástatt um, til viðvörunar. Stykkishólmur: Varp byrjar snemma Stykkishólmi, 4. maí. ER VORIÐ komið? Þessari spurningu velta ntargir fyrir sér um þcssar mundir. Sumir telja vorboðana ör- ugga, aðrir ekki. Oft er það gott og gilt sem gamlir kveða. Einn góður og gamall vinur minn telur að enn sé að vænta frosta og hrets. 2ja stiga frost var hér í morgun og golan köld, þrátt fyrir að sólin sendi sína geisla á byggðina. Hann hefir oft verið sannspár og veðrið í vetur verið mjög eftir hans spá, en hvað um það. Líf er að færast í allt. Æðurinn er byrjaður að búa um sig og einn lét mig vita að hann hefði farið út í eyjar í gær. Þar voru 4 kollur búnar að verpa og 40 svart- baksegg fann hann. Varpið byrjar því óvenju snemma. Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.