Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Undanfarin ár hafa nokkrar skoðanakannanir verið fram- kvæmdar meðal Reykvíkinga um hundahald. Úrslit þeirra hafa verið á einn veg. Órfáir eru hlynntir hundahaldi, en meginþorrinn andvígur. Hvers vegna tekur Davíð ekki fullt mark á þessum skoðanakönn- unum, fyrst hann getur tekið mark á könnunum um vinsæld- ir stjórnmálaflokkanna? Sýna þær ekki svart á hvítu að álit Reykvíkinga á hundahaldi í borginni er það sama og um 1920 þegar bannið var sam- þykkt? — spyr sá sem ekki veit.“ frá kl. 8.00 - 16.00. Við vonum að þessi breyting komi viðskiptavinum jafnvel og okkur. SIEMENS SIWAMAT þvottavéim frá Siemens • Vönduð. • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. Rússaáróður á Hvolsvelli: Hvað gerðist í Rússlandi ef bækl- ingi frá norska sendiráðinu væri dreift í grunnskólum í Moskvu? Húsmóðir skrifar: „Það spyrjast nú fáheyrð tíð- indi úr Rangárþingi. Skólayfir- völdum þar finnst þau þurfa heldur að taka við fyrirmælum frá erlendu sendiráði í Reykja- vík en fyrirskipunum frá menntamálaráðuneytinu. Er þetta árangur þjóðernisbaráttu Þjóðviljans? Þetta er þeim mun hatrammara þar sem fræðar- arnir eiga að muna Jón Loftsson og höfðu að minnsta kosti getað sagt við MÍR: Heyra má ég erki- biskups boðskap, en ráðinn er ég að hafa hann að engu, því ég veit að hann hvorki veit betur eða vill en Sæmundur fróði og synir hans. Svar sem ekki má gleym- ast með þjóðinni. Það lítur út fyrir að umfjöilun útvarpsins um þá heimsfrægu bók „1984“ hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá skólayfirvöld- um þar í sveit. Þessi fræði eru ágæt með nýju framburðar- kennslunni eða hitt þó heldur. Rússar eru búnir að koma eldflaugum fyrir í allri Austur- blokkinni og öll andspyrna er barin niður. Enn halda þeir áfram að murka lífið úr Afgön- um, ásækja kristna kirkju og vonandi þekkja allir grunnskóla- Gullkorn Mikiimenni glatar aldrei ein- faldleik barnsins. — Mencius (372—289 f. Krist) var kínverskur spekingur — nemendur herforingjastjórnina í Póllandi og fjórar milljónir sem eru í þrælabúðum í Rússlandi. Með þessa þekkingu hafa skóla- yfirvöld á íslandi leyfi til að segja kurteisislega: Við erum lýðræðisþjóð og viljum mann- réttindi öllum til handa og Sov- étstjórnin hefur ekkert með skólamál á íslandi' að gera og engin þjóð hefur skipt sér af þeim málum. Það er til bók sem nauðsynlegt er fyrir börnin að hafa þegar þau eiga að fara að læra sovéskan stóra-sannleika, bók sem heitir „Veldið og þjóðin“ eftir Arnór Hannibalsson og kom út hjá Helgafelli 1964 og er ekki áróðursrit heldur hreinn sannleikur um Sovétríkin. Árni Bergmann getur vottfest það, því þeir voru á sama tíma þar, hann og Arnór. Mér þætti gam- an að vita hvar þeir eru, þessir se’ hafa náð sæmdarheitinu k- nistar. ^em gerðu byltinguna mst ótíndir glæpamenn og „alín kom þeim fyrir kattarnef. Andropov notaði þá fáu mánuði sem hann fór með völdin til að reka embættismenn um allt Rússland fyrir spillingu. Alltaf versna lífskjörin, svo hvar eru góðu verkin? Þá eru það líkiega sendiráðsmennirnir sem eru þessir ágætu menn, en hvernig koma þeir fram við lýðræðis- þjóðirnar? Man nú enginn „Hug- sjónamanninn Arne Treholt"? Skólayfirvöldin á Hvolsvelli og annars staðar eiga að nota tímann til að kenna íslensku og sögu landsins, þá varðveita þau best minningu Sæmundar fróða og sona hans. Hvað gerðist ef einhver skóla- stjóri í Rússlandi tæki á móti 150 síðna bæklingi frá norska sendiráðinu í Moskvu af því að Norðmönnum fyndist börnin í Rússlandi ekkj fá rétta mynd af hættunni sem þeim stafar af vígbúnaði Rússa á Kola-skaga. Svari nú MÍR.“ Afhýði kartöfl- urnar áður en þær eru soðnar Ingibjörg hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Mikið hefur verið rætt um lé- legar og vondar kartöflur upp á síðkastið. Mér finnst þessar kart- öflur ekki vondar. Ég afhýði þær áður en ég sýð þær og salta þær svolítið. Þannig eru þær bara mjög góðar, auk þess sem kart- öflusoðið er svo gott að hægt er að nota það í súpur. i. \\ \ Eitt N eilífðar steinblóm Kíh*t W LAUGAVEGI 40 ‘P REYKJAVÍK SÍMI 16468 Höfðabakka 9, S.85411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.