Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 36
Vff / ________________ ... 36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1984 Jón Gunnlaugsson læknir — sjötugur Eðli veraldar er vandi að skilja og vefst það fyrir flestum mönnum enn í dag. Mannseðlið er þar margslungnast enda maður- inn kóróna lífeðlisins og sköpun- arinnar eða svo er okkur flestum kennt. Hvaðan komum við og hvert förum við, setur enn eins og fleinn í holdi flestra hugsandi manna. Lífsgátuna reynum við að leysa með þrennum hætti í dag: 1. Með vísindalegum rannsókn- araðferðum eða á raunvísinda- legan hátt. 2. Með hugmyndafræði eða heimspeki. 3. Með einlægri trú á guð og okkur æðra og óskiljan- legt vald. Lífsviðhorf og lífssýn flestra mun þó mótað af öllum þessum þáttum, þó að dæmi séu til um það að aðeins einn háttur ráði ríkjum í mati manna. En lffeðlið og maður- inn eru þrátt fyrir allt ekki fræði- greinar, ekki formúla stærðfræð- ings eða fagurfræði listamannsins heldur viðbrögð og svör við þeim vandamálum, sem það að vera til krefst lausnar á. Læknisfræðin er núorðið oftast talin til vísindagreina enda nálg- ast læknar nú verkefni sín á raunvísindalegan hátt. En læknis- fræðin stendur á krossgötum allra annarra vísindagreina. Hún fæst við manninn sjálfan og meðal annars hæfni hans til þess að skynja og skilja, rannsaka sig sjálfan. Það gefur augaleið að mat mannsins á eigin gjörðum hvort heldur ræðir um vfsindi eða annað veraldarvafstur hlýtur að verða vafa undirorpið. En læknir er mannlegra og mýkra hugtak en læknisfræði, því að kaldar yrðu þær lækningar sem fylgdu fræði- greininni f einu og öllu. Maðurinn er ekki úr efni einu saman en það er á efnishluta mannsins sem læknisfræðin hefur helst náð valdi og veit eitthvað um. Maðurinn er gæddur lffi f lfkama, anda í efni, sál sem sér og skynjar vídd og breidd, nánd og firrð. Því er það órafjarri að læknisfræðin hafi skoðað og skilið manninn sjálfan. Hér er þetta gert að umræðu- efni vegna þess að þeir læknar sem fæddir eru í byrjun tuttug- ustu aldar hafa lifað ótrúlega breytingu í starfi sínu. Segja má að þeir hafi breyst úr lækni í Iæknisfræðing en af fræðingum er gnótt til á okkar dögum. Það er trúa min að lækninn megi fólkið þó ekki missa. Jón Gunnlaugsson hefur helgað líf sitt lækningum, nú þegar hann er sjötugur, allt að fjóra áratugi eða meira en mannsaldur f hinni gömlu merkingu þess orðs. I öll þessi ár var viðfangsefni hans fólk, sem til hans hefur leitað vegna sjúkdóms, vanlíðanar eða vonleysis. Það er mikið álag fyrir einlægan lækni að brjótast ára- tugum saman í hyldýpi hins þjáða og sjúka oft með berum höndum og berskjaldaður einn á meðal fólksins. Oftast ekkert sjúkrahús eða stofnun sem hægt var að skýla sér með. Það hefur margur læknir bognað undan þessari byrði en Jón ekki. Hann er við góða heilsu sjö- tugur, beinn í baki, festulegur álit- um, hnarreistur og hispurslaus maður. Lffið hefur leitt hann í sjö áratugi til heilsteyptrar lífssýnar sennilega vegna þess að positiv- isminn hefur haft sterkari tök á honum en negativisminn og að gerðir hans hafa verið eðlinu sam- hljóma. Það er mikið að geta á afmælisdegi mælt svo um mann og vita það að í engu er ofmælt, þó að sagt sé. Lífið hagaði því þann veg að dóttir mín, Guðrún, er gift syni Jóns og Selmu, Gunnlaugi, og því hafa kynni mín af þeim orðið önn- ur en afspurn. Mörg hafa þau átt börnin Jón og Selma Kaldalóns: Karen Oktavía Kaldalóns, ’44, húsmóðir, Noregi, gift Henrik Fries, framkvstj., og eiga þau 2 börn. Þorbjörg Kaldalóns, ’45, fasteignasali, Kanada, gift Edwald Balys, verkfræðingi, og eiga þau 3 börn. Elsa Kristín Kaldalóns, '47, snyrtifræðingur, Noregi, gift Árna Olafssyni, hús- gagnasmið, og eiga þau 4 börn. Sólveig Kaldalóns, ’49, hjúkrunar- fræðingur, Danmörku, gift Helge Grane Madsen, lækni, og eiga þau 1 barn. Gunnlaugur Andreas, ’52, cand. theol., við nám í Lundi, kvæntur Guðrúnu Helgu Bryn- leifsdóttur, lögfræðingi, og éiga þau 2 börn. Sigvaldi Kaldalóns, ’54, símvirki og loftskeytamaður, kvæntur Helgu Kristinsdóttur, húsmóður, og eiga þau 3 börn. Margrét Kaldalóns, ’55, félags- ráðgjafi, hún er ógift, á eitt barn. Þórhallur Kaldalóns, ’57, verslun- armaður, sambýliskona Ólöf Björnsdóttir. Þau eru barnlaus. Eggert Stefán Kaldalóns, ’62, verslunarmaður, ókvæntur, barn- laus. Svo að ættleggnum ætti að vera borgið, þessari austfirsku og sunnlensku blöndu, þar sem að einu verður hljómur slaghörpunn- ar og breiðleit ásýnd austfirskra fjalla og skapfesta. Það er vor í lofti. Fuglarnir eru aftur farnir að syngja og bráðum verður jörðin iðagræn. í maí er mikið að gerast á íslandi. Allt verður nú að gleði og grósku. Sjö- tugur verður þú sigurglaður, Jón, enda mótaður í anda vors og birtu. Heill sé þér og þinni konu og kynkvísl allri. Brynleifur H. Steingrímsson Umboðsmenn um allt land Reykjavík Gúmmívinnustofan hf, SKIPHOLTI 35. S.3J055 & -30360 Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009 Höföadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEEFAN 5. s.33804 Hjólbarðahöllin, FELLSMULA 24. s.81093 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTT, s.66401 Landíð Hjólbarðaverkstæði Björns, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960 Kaupfélag Árnesinga, SELFOSSI, s.99-2000 Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, REYÐARF'IRÐL s.97-4271 Ásbjöm Guðjónsson,STRANDGOTU 15a, ESKIF'IRÐL s.97-6337 Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIKÐL s.94-3501 Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s. 96-22840 Smurstöð Shell - 01is,FJÖLNISGÖTU 4a, AKUREYRL s.96-21325 Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐL s.96-71860 Dagsverk, VALLAVEGL EGILSSTÖÐUM. s.97-1118 Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s.93-1379 Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777 Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911 Aage V Michelsen, HRAUNBÆ, HVERAGERÐL s.99-4180 Bifreiðaverkstæði Bjama, AUSTURMÖRK 11, HVERAGERÐL s.99-4535 Aðalstöðin hf, HAFNARGÖTU 86, KEFLAVÍK. s.92-1516 Reynir sf, HNJÚKABYGGÐ 31, BLÖNDUÓSI, s.95-4400 NORÐDEKK heílsóluð radial dekk, íslensk framíeidsía. Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf, Réttarhálsi 2, R. Við tökum fulla ábyrgð á okkar framleiðslu Toshiba örbylgjuofnarnir eru með fullkominni bylgjudreifingu Deltawave, sem er einkaleyfis- vemduð. Rafknúinn snúningsdiskur tryggir besta árangur. Þú getur valið milli 5 gerða heimilisofna. Fullkomin þjónusta. DBTAWAVE-SFl TOSHIBA Pú getur ekki gefið gagnlegri gjöf EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Með Toshiba örbylgjuofni sparar þú minnst 60% af raf- magnsnotkun við matseld, þú sparar uppþvott, þú nýtir alla matarafganga miklu betur og lækkar þannig matarútgjöld fjöl- skyldunnar. Og síðast en ekki síst, þú styttir þann tíma sem áður fór í matseld, niður í hér um bil ekki neitt. Þér er boðið á matreiðslunámskeið hjá Dröfn Farestveit án endurgjalds, þar sem þú færð íslenskan bækling með matar- uppskriftum. Litprentuð 192 bls. matreiðslubók fylgireinnig. Allar leiðbeiningar á íslensku. Giöfin $em - * ræoir a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.