Morgunblaðið - 12.05.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
3
„Eg rétt náði
taki á honum“
— sagði Páll Ragnarsson, sem bjarg-
aði frænda sínum frá drukknun
„Ég var aö sækja strákana á rólu-
völíinn og í bakaleiðinni kom ég viö
hjá systur minni sem býr viö læk-
inn,“ sagöi Matthildur Pálsdóttir,
móöir piltsins sem bjargaði frænda
sínum frá drukknun.
„Þeir voru úti aö leika sér í
garðinum en hann liggur að lækn-
um og er girtur af. Við systurnar
vorum að spjalla saman og vissum
við þá ekki fyrr til en litli strákur-
inn minn kom hlaupandi inn og
sótti hjálp.“
„Þeir eru ekki vanir því að fá að
leika sér við lækinn heldur eru
þeir á dagheimili eða þá að þeir
leika sér þar sem þeir mega,“
bætti Matthildur við.
„Ég vissi ekki af því að Svanur
hefði dottið í lækinn því ég þurfti
aðeins að fara frá og svo þegar ég
kom til baka var hann í læknum,"
sagði Páll Ragnarsson, er bjargaði
frænda sínum. „Ég rétt gat náð
taki á höndunum á honum og
haldið í hann á meðan Róbert
hljóp inn að sækja mömmu," sagði
Páll.
Matthildur sagði að þegar hún
hefði komið að þeim hefði Páll
kropið við lækinn og haldið í Svan,
og voru einungis hendur og höfuð
hans upp úr vatninu. „Ég var fljót
að koma mér til þeirra og kippa
Svan upp úr læknum og var hann
þá alveg stjarfur af hræðslu,"
sagði Matthildur að lokum.
Atvinnuleysið fer minnkandi:
600 færri voru án at-
vinnu í apríl en marz
í aprílmánuöi síöastliðnum voru
skráðir 25.000 atvinnuleysisdagar
á landinu öllu, sem svarar til þess,
að tæplega 1.200 manns hafi verið
á atvinnuleysisskrá allan mánuð-
inn. Jafngildir þaö um einum
hundraðasta af mannafla sam-
kvæmt áætlun Þjóöhagsstofnunar.
í marzmánuði síðastliönum voru
skráöir 38.500 atvinnuleysisdagar
og hefur þeim því fækkað um
13.500 frá fyrra mánuöi og at-
vinnulausum á skrá fækkaö um
600 manns á landinu.
Þegar á heildina er litið var
atvinnuástandið í april mjög
svipað og í sama mánuði í fyrra,
en þá voru skráðir 21.500 at-
vinnuleysisdagar, sem svarar til
0,9% af mannafla. Af einstökum
stöðum er atvinnuástandið lak-
ast á Akureyri, en þar voru í
mánuðinum skráðir 4.500 at-
vinnuleysisdagar eða sem næst
jafnmargir og í marz. í Reykja-
vík fækkaði hins vegar skráðum
atvinnuleysisdögum um tæpa
4.000 daga frá fyrra mánuði, en
voru þó um 2.000 fleiri en í sama
mánuði i fyrra.
Á höfuðborgarsvæðinu voru
atvinnulausir í mánuðinum 461
(724), þar af konur 205. Á Vest-
urlandi voru 72 (116) atvinnu-
lausir, þar af 39 konur. Á Vest-
fjörðum voru 8 (18) atvinnulaus-
ir, engin kona. Á Norðurlandi
vestra voru 121 (170) atvinnu-
lausir, þar af 57 konur. Á Norð-
urlandi eystra voru 282 (435) at-
vinnulausir, þar af konur 127. Á
Austurlandi voru 87 (124) at-
vinnulausir, engin kona. Á Suð-
urlandi voru 97 (111) atvinnu-
lausir, þar af konur 53. í Vest-
mannaeyjum var enginn at-
vinnulaus en á Reykjanesi 48
(77), þar af 35 konur. Svigatölur
eru frá marz 1984.
Flugleiðir:
Fyrsta Detroit-
flugið í gær
FLUGLEIÐIR flugu 1 fyrsta sinn
áætlunarflug til Detroit í Bandaríkj-
unum í gær, en flug þangaö er liöur í
sumaráætlun félagsins. Flugstjóri í
þessari fyrstu ferð var Jóhannes
Markússon og farþegar voru bókaö-
ir 209 meö boðsgestum.
Farið var frá Keflavíkurflug-
velli klukkan 17.00 f gær og áætlað
að vera í Detroit klukkan 23.15 að
íslenzkum tíma eða 18,15 að stað-
artíma. Eins og áður sagði er
Detroit-flugið liður í sumaráætlun
Flugleiða og verður flogið þangað
einu sinni í viku, á föstudögum.
Fer vélin beint þaðan til Luxem-
borgar og kemur síðan við í Kefla-
vík á leið sinni vestur um haf að
nýju.
Humarverð hækk-
ar um 23,5 %
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins hefur ákveðið lágmarks-
verð á ferskum og slitnum humri á
komandi humarvertíð. Nemur
hækkunin 23,5% að meöaltali og
er byggö á hækkun dollars og
endurmati launakostnaöar frá síö-
ustu vertíð.
Samkvæmt ákvörðun yfir-
nefndar verður verð á fyrsta
flokks humarhölum, óbrotnum
og 25 grömm að þyngd eða
meira, 215 krónur fyrir hvert
kíló, annars flokks humarhölum,
óbrotnum og 10 til 25 grömm að
þyngd, 105 krónur hvert kíló og
þriðja flokks humarhölum, 6 til
10 grömm að þyngd, 45 krónur
hvert kíló.
Verðflokkun byggist á gæða-
flokkun Framleiðslueftirlits
sjávarafurða og miðast verðið
við, að seljandi áfhendi humar-
inn á flutningstæki við hlið
veiðiskips. Verðið var ákveðið af
oddamanni yfirnefndarinnar,
Bolla Þór Bollasyni, og full-
trúum seljenda, Ágúst Einars-
syni og Ingólfi Stefánssyni, gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda,
Árna Benediktssonar og Eyjólfs
Isfeld Eyjólfssonar.
Á myndinni eru dreng-
irnir ásamt móöur
sinni og frænku,
Matthildi Pálsdóttur
en hún kippti drengn-
um upp úr læknum.
Taliö frá vinstri: Rób-
ert sem hljóp inn í hús-
ið og sótti hjálp,
Matthildur sem heldur
á Svani og Páll sem
hélt honum uppi.
ERTUB0INN
AÐSKOÐA
FtAHŒWA?
AUÐV/m, EN
HEFUR Þ0 KEYRT]
HANN?
framlijóladrifnm FIAT gœðingur
“•“OCfiQTQ ee eétta
KCV7n i n valið
hann er
— aíburða sparneytinn
— rúmgóður með „risaskott"
— frábœr í akstri
— á mjög góðu verði
Sex ára ryóvarnarábyrgð
KYNNINGARVERÐ - OG KJÖR
Á þessari fyrstu sendingu bjóðum við sérstakt kynningarverð og reynum
að haía hátíðaryíirbragð á kjömnum. Útborun í REGATA getur verið allt
oían í 100.000,- krónur og verðið er hreint ótrúlegt íyrir rúmgóðan,
íramhjóladriíinn glœsivagn.
kr. 329.000,-
(gengi 2/5 '84)
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.