Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 7

Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 7 Cherokee 1980 til sölu Jeppi í sérflokki — einn meö öllu. Bílasala Eggerts, sími 68-77-66. Margar geröir og stæröir. Opið laugardag 10—16 sunnudag 14—16 Húsgagnaveralun, Raykjavfkurvagi 68, Hafnarfir6i, a. 54343. Neyzluskattar heppilegri en tekjuskattar Gunnar G. Schram hafdi framsögu á Alþingi fyrir til- lögu sinni og fleiri þing- manna SjáÍfsUeöisflokks um afnám tekjuskatts í áföngum. Hann taldi betur vid hæfi að skattleggja eyðslu en vinnuframlag fólks. enda hafi reynzt erf- itt „að leggja hann á með jafnræði, sem væri grund- vallarregla skattaiaga“. Sjálfstæðisflokkurinn hafi því sett sér það mark að afnema tekjuskatt af al- mennum launatckjum í landinu í áfongum. Tillaga sú, sem hér var verið að mæla fyrir, felur f sér að sérstök nefnd verði sett á laggir til að gera til- lögur um „á hvern hátt megi spara í rekstri ríkis- ins og Hkisstofnana með tilliti til þess að tekjuskatt- urinn verði afnuminn f áföngum af almennum launatekjum. Skuli tillögur nefndarinnar lagðar fyrir Alþingi í upphafi næsta þings.“ Gunnar kvað mikilvægi tekjuskatts í ríkissjóðstekj- um hafa farið minnkandi, enda kæmi yfir 80% ríkis- sjóðstekna af óbeinum sköttum (neyzlusköttum). Tekjuskattar einstaklinga nema 1790 m.kr. en óbein- ir skattar 14.500 m.kr. Tekjuskattur er því innan við 10% af tekjum ríkis- sjóðs. Afnám tekjuskatts í áfongum mætti fram- kvæma í áföngum á nokkr- um árum, svo aðveldara verði fyrir ríkissjóð að mæta honum, annarsvegar með sparnaði og hagræð- ingu en hinsvegar hugsan- lega með nýrri tekjuleið. Hvert söluskattsstig gefur td. ríkissjóði 300 m.kr. Alþýðuflokkurinn flytur og tillögu af svipuðum toga. Uklegt er því að þing- vilji standi til þessarar þróunar. Tekjur hjóna jafnaðar fyrir skattlagningu Gunnar minnti á annað Tekjuskatturinn — launþegaskattur „Tekjuskatturinn er ranglátasti skatturinn," sagöi Gunnar G. Schram er hann mælti fyrir tillögu sjálfstæöismanna á Alþingi um afnám tekjuskatts í áföngum, „hann er fyrst og fremst skattur á launþega, ekki sízt starfsmenn ríkis og bæjarfélaga". Ennfremur: „Ýmsir aðrir hópar í þjóðfélaginu borga minni tekjuskatt en þeim ber og raunar sumir alls engan ...“ Undir þetta skal tekið. Það er hyggilegra frá þjóðhagslegu sjónar- miði að skattleggja eyðslu fólks en vinnuframlag. Þar að auki virðast margir geta „faliö“ tekjur sínar. Hinsvegar felur enginn eyðslu sína, skattalega séö. stefnuskrármál Sjálfstæð- isfiokks; að tekjur hjóna verði jafnaðar fýrir skatt- lagningu. Hann tók dæmi af tvennum hjónum sem hefðu haft samtals 550.000 króna tekjur 1983. Gf fyrir- vinnan væri ein yrði tekju- skattur að viðbættu sjúkra- tryggingargjaldi kr. 110.000.— Ef á hinn bóg- inn annað hjóna hefði 300.000 króiia árstekjur, hitt 250.000.— yrðu sömu skattar heimilisins kr. 70.000.—. Hér skakkar hvorki meira né minna en kr. 40.000.— í tekjuskatti með sjúkratrvggingargjaldi tveggja heimila með sömu tckjur. Hér er því að ferð óþolandi óréttlæti, raunar refsing fyrir vinnuframlag, sem er víðs fjarri skatta legu jafnræði. Hér þarf skjótiega úr að bæta. Þingsíða Morgun- blaðsins Guðmundur Kinarsson, alþingismaður, sagði f þingræðu sl. fimmtudag: „Núna í vetur gerðist sá hörmulcgi atburður að i Morgunblaðið eiginlega felldi niður einu nothæfu þingfréttasíðuna, sem var á dagblaðamarkaðinum hérna, og þaö er mikill at- burður, þannig að við erum kannski verr stödd heldur en nokkru sinni fyrr.“ Hér á þingmaðurinn við al- menna upplýsingamiðhin ura störf Alþingis, en hann var að mæla fyrir hugmynd um daglegt útvarp frá Al- þingi. Morgunhlaðið hefur ekki fellt niður þingsíðu sína. Hinsvegar valda tæknileg atriði því að þing- fréttum, sem og öðrum fréttum og þjónustuþáttum við lesendur, hefur verið þrengri stakkur skorinn um sinn. 1‘etla stendur þó til bóta. I»egar ný prentvél Morgunblaðsins kemst í gagniö, sem verður, mun það bæta þjónustu við les- endur sína á þessu frétta- sviði sem öðrum. Morgunblaðið tekur að sjálfsögðu undir orð fyrr- nefnds þingmanns Banda- lags jafnaðarmanna um þingfréttirnar, enda hefur blaðið kappkostað að rækta þessa fréttamiðlun eins vel og frekast er kost- ur — og allir helztu þættir í störfum Alþingis undan- farnar vikur hafa komizt til I skila, en betur má ef duga skal. Kn á hitt er einng rétt að benda að oft fer óþarf- lega mikill tími þingmanna í léttvægt karp, á meðan mikilvæg mál bíöa af- greiöslu vikum og jafnvel mánuðum saman. I>ing- fréttir myndu batna viö það ef alþingismenn litu í eigin barm og tækju mál- efnin fostum tökum, utan þess raunverulega þing- tíma, sem blasir oft við með broslegum hætti — og er hér átt við þær tvær vik- ur í lok þingtímans, þegar Ijúka á ficstum mikilvæg- um málum í einu „drullu- hasti“ fyrir þinglausnir. Kn þá kemur einnig í Ijós að einhvcrjir smákóngar, sem hefðu átt að vera uppi á lénstímanum, eyða dýr- mætum tíma í aö koma í veg fyrir afgreiðslu mála, sem þeim eru ekki að skapi og hindra þannig að vilji þingsins, og jafnvel þjóðarinnar, nái fram að ganga. Kn Morgunblaöið mun að sjálfsögöu taka kurteis- leg orð Guðmundar Kin- arssonar til athugunar og flýta fyrir því að virðu- legasta stofnun þjóðarinn- ar fái þá meðferð hér í blaöinu sem hún að sjálf- sögðu á skilið, öðrum ! stofnunum freniur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.