Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 11 „Hefði gjarnan viljað getað sýnt stærri form“ Sagði Jóhanna Kristín Yngvadótt- ir sem nú sýnir í Listmunahúsinu í Listmunahúsinu stendur nú yfir sýning Jóhönnu Kristínar Yngvadótt- ur á málverkum sem máluð eru á þessu og síðasta ári. Kristín nam mjndlist við Myndlista- og handíðaskólann og útskrifaðist úr grafíkdeild vorið 1976. Síðan hélt hún til Hollands þar sem hún lærði myndlist í fjögur ár. Fyrsta árið var hún í Haag en næstu þrjú árin lærði hún við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Þaðan útskrifaðist hún árið 1980 og kom þá til íslands. Kristín hefur áður haldið tvær einkasýningar, sú fyrri var í Nýlistasafn- inu vorið 1983 og hin síðari var á Landspítalanum í desember á síðasta ári. „Ég útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans en það var vegna hálf annarlegra ástæðna sem það gerðist. Ég hafði alltaf haft mestan áhuga á málverkinu en það gleymdist einn veturinn að ráða kennara við málaradeildina þannig að ég þurfti að taka námskeið úr öðr- um deildum og þau tók ég aðal- lega úr grafíkdeildinni," sagði Kristín í upphafi samtals við blm. Mbl. „Á þessum árum lá straumur- inn aðallega í myndmótunar- deildina sem síðan var breytt yf- ir í nýlistadeild. Síðan þegar ég kom til Hollands voru flestir frekar hissa á því að ég skyldi velja mér málverkið sem við- fangsefni því það þótti á þessum tíma lítt spennandi og í dauða- teygjunum. Samt hélt ég ótrauð áfram náminu og ég er alls ekki á þeirri skoðun að málverkið sé í dauðakippnum. Mér sýnist frek- ar að það sé talsverður áhugi fyrir því að læra listmálun. Samt er ég ekki frá því að sú lista- stefna sem er I hvað mestum uppgangi núna sé „abstract“,“ sagði Kristín. Kennari Kristínar í Amster- dam var prófessor Jakob Kuýper, en hann valdi hún vegna þess hve frjálslegur hann var. „Það var jafnvel þannig að við sáumst ekki í heilan mánuð og hann vissi varla að hverju ég var að vinna, þannig að ég hafði ákaflega frjálsar hendur í náminu í Amst- erdam." Kristín sagði að hún hefði fengið styrk í eitt ár frá hol- lenska ríkinu og boð um að vera eitt ár f viðbót en það hefði hún ekki getað þegið því hún treysti sér ekki til að vera lengur og hafa einungis námslán til að halda uppi fjölskyldu. „Ég kom því heim en fyrstu tvö árin hafði ég ekki neina vinnu- Jóhanna Kristín stendur við eitt verka sinna á sýningunni sem mun standa til 20. maí í Listmunahúsinu. aðstöðu og því voru afköstin á þeim tíma í lágmarki. Við hjónin keyptum síðan hús sem við byggðum vinnustofu við.“ Kristín sagði að þetta væri þriðja einkasýning hennar og hefðu myndirnar á henni aldrei verið sýndar áður. „Ég hefði gjarnan viljað geta sýnt stærra form, en salurinn hér ber stór verk ekki vel, og það má eiginlega segja aö ég hafi málað fyrir hann. Ég er hrifnari af stórum formum en litlum, og einnig mála ég mikið í dökkum litum, en þeir höfða meira til mín en ljósir," sagði Kristín. Aðspurð um hvaðan hún fengi hugmyndirnar að verkum sínum sagði hún: „Ég mála yfirleitt fólk, finnst það skemmtilegasta „mótífið". Annars held ég að listamenn geti ekki talað mikið um verk sín eða útskýrt þau. Mín verk koma eiginlega að sjálfu sér eins og verið sé að vinna í gegn- um mig,“ sagði Jóhanna Kristín að lokum. Kjarvalsstaðir: Sögu- og skipulags- sýning f DAG, laugardag 12. maí kl. 14.00, opnar Davíð Oddsson, borgarstjóri, sögu- og skipulagssýningu í Kjarvals sal á Kjarvalsstöðum í Keykjavík. Markmiðið með sýningunni er að gefa borgarbúum og öðrum landsmönnum tækifæri að kynna sér ýmsa þætti úr skipulagi Reykjavíkur, bæði úr nútíð og fortíð. Sýningin er í 6 deildum: 1. Sögu- leg þróun byggðar — skipulagssaga. 2. Félagsmál og frítímaiðja. 3. íbúar og athafnalíf. 4. Umferðarmál. 5. Nýleg skipulagsverkefni. 6. Fram- tíðarsýn. Sýningin er aðallega í myndrænu formi, þ.e. ljósmyndir, loftmyndir, kort, skipulagsuppdrættir og skýr- ingarmyndir. Sem dæmi um ný skipulagsverkefni sem kynnt eru á sýningunni má nefna skipulag íbúð- arbyggðar við Grafarvog, skipulag nýs miðbæjar í Kringlumýri og skipulagstillögu að Aðalstræti og nágrenni. Sunnudaginn 13. maí kl. 16.00, flytur Páll Líndal, lögmaður, erindi á Kjarvalsstöðum sem hann nefnir: „Aldaskrá, spjall um þróun skipu- lagsmála í Reykjavík undanfarin 100 ár.“ Fimmtudaginn 17. maí kl. 20.30, fjallar Gestur Ólafsson, forstöðu- maður Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins um framtíðarbyggð á höfuðborgars væði nu. Lokadag sýningarinnar, 20. maí kl. 15.00 til 16.30, kynna skipulags- höfundar ný skipulagsverkefni á vegum Reykjavíkurborgar. Eftir þá kynningu verður farið með strætis- vagni frá Kjarvalsstöðum og fyrir- huguð byggingarsvæði skoðuð, und- ir leiðsögn skipulagshöfunda. HHy^rad3flufy eramorgun interflora -Falleg afskorin blóm í miklu úrvali. léiiBWC Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar 36770-86340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.