Morgunblaðið - 12.05.1984, Page 17

Morgunblaðið - 12.05.1984, Page 17
MOHÖUNBLAÐTO, LA'UG’ARDAGtJR 12. MAÍ 1984 Yl Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur: Kyrr staður Við túnfótinn á Skálholtsstad, umþaðbil stundarfjórðungsgang í vestur frá kirkju og skóla, una nokkur smáhýsi á grastó undir hæðardragi í skjóli fyrir vindum, mót sól og suðri. I»að eru Skál- holtsbúðir. Þessi hús eru einsog lítil íbúð; stofa, tvö svefnherbergi, eldhús og bað. Kokkhúsin eru búin al- gengum búsáhöldum, heitt og kalt vatn í krönum, eldavélar, kæliskápar. 1 svefnherbergjun- um eru sængur og svæflar. Hús- in standa til boða kirkjufólki til lengri eða skemmri dvalar, við vægu verði. í kring skartar íslensk náttúra tilbrigðum sínum: hólar, dældir, lækir, mýrar, keldur, móar, börð, bringur, flóar, fífusund, klettar, steinar, fell og fjöil. Og gegnum kyrrð þessa staðar má heyra fuglahjörð æfa sumarkonsert- ana guðslangan vordaginn, bæði tjald og mýrisnípu, álft og önd, jaðrakan og stelk, að ógleymdum vorfuglinum heiðló, sem hleypur samsíða göngumanninum og flautar veikt, þó vonglatt á hljóðfæri sitt. Væri ég beðinn að nefna eitt atriði, sem helst af öllu verkar sem hvíld og hressing i þessum stað, mundi ég segja kyrrðin. I örtröð og ærustu okkar daglega lífs, með síma og dyrabjöllu, þar sem orkestur dagsins lætur stundum helsti hátt í eyrum, undur er þá gott að koma í kyrr- an stað, þar sem tími er til að hugsa um sama hlutinn lengi í senn: lita í bók, horfa upp í him- ininn, fága kvæði, hugleiða líf og dauða, mála mynd ellegar jafn- vel reyna að ná skalanum í hljóðfæraleik og söng. Presturinn messar í Skál- holtsdómkirkju hvern helgan dag; manna gagnorðastur. Við þurfum að halda áfram að efia Skálholt. Dálítið lóð á vog- arskálarnar er dvöl til hress- ingar á líkama og sál í þessum kyrra stað. Áöur hét fyrirtæki okkar Lindholms Trælasthandel, og vorum viö Græn- landsdeild Fredericia Trælasthandel a/s. Vegna stööugt vaxandi eftirspurnar. m.a. frá íslandi, höfum viö ákveöiö aö endurskipuleggja starfsemi okkar á Noröur-Atlantshafssvæöinu og höfum við tekið upp nafnið Superbyg. Til þess aö geta veitt gömlum og nýjum viöskiptavinum ennþá betri þjónustu, munum viö koma reglulega til íslands. Ég verð á íslandi frá 7. til 17. maí og mun ég ásamt Hringið eða biöjiö fyrir skilaboö og viö höfum samband. Nýbyggingar, viöbyggingar, endurbyggingar, einangrun og fleira. Viö gerum yöur skuldbindingalaust tilboö út frá teikningum yöar og efnislista. Hringiö til umboösmanns okkar eftir nánari upplýsing- um. Muniö: Flutningar í hverri viku frá Danmörku til islands. Höfum mikla reynslu af vöruflutningum á Atlantshafinu. Sjáum um allt sem snertir flutninginn til islands á hag- stæðasta veröi. Þér getiö einnig haft beint samband viö okkur. Kærar kveöiur, Ole Nielsen. HÚSBYGG JENDUR YERIÐ VELKOMNIR. Asgeiri B. Guölaugssyni, Lágmúla 7, sími 33380, pósthólf 1, 121 Rvík. veita allar upplýsingar um timburvör- ur og byggingarefni. Superbvg Lindhoun Pantanir og lager: Voerbjergvej 40 Postbox 142 9400 Norresundby Simi 08-19 04 00 Telex 69855 Itwood. GOODpYEAR GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ Heíuróu gert þér grein íyrir því að milli bíls og vegar eru aöeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því aöeins á vióurkenndum hjólbóröum, Sértu aö hugsa um nýja sumarhjólbaróa á íólks- bílinn œttiröu aó haía samband vió nœsta umboðsmann okkar. HUGSID UM EIGIÐ ÖRYGGI OG ANNARRA FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRD JAFNVÆGISSTILLING > HF Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080 PU ERT ORUGGUR Á GOODfYEAR PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.