Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 20

Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 20
MCHtGUHBL/AÐIÐ,LAUOARDACUR»12. MAÍ1984, 2<£ Áttrœðisafmœlið 18. mars sl. Mínar innileyustu fxikkir til allra sem að því stóðu að yera mér dayinn sem ányæjuleyastan oy allra er ylöddu miy með heimsókn- um, yjöfum oy heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Þess biður. Gudný Guðjónsdóttir, Álfheimum 17. Kúajörð Hjón sem eru aö missa leigujörö sína óska eftir kúa- jörö til leigu. Til greina kemur aö kaupa. Lysthafendur leggi inn nafn og síma á augl.deild Mbl. fyrir 30. maí merkt: „J — 84“. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Sumarferðir j sumar eru áætlaöar stuttar feröir innanlands á veg- um Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Upplýs- ingar eru í sumardagskrám félagsstarfs aldraöra. Dagskrárnar fást í Furugeröi 1, Lönguhlíö 3, Norður- brún 1, Tjarnargötu 11 og Vonarstræti 4. Athugiö vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu félags- starfs aldraöra Noröurbrún 1, símar 86960 og 32018. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Kramhúsið dans og leiksmiðja Við opnum 14. maí Þá hefst 15 daga námskeiö í leikfimi — danti og fimleikum. Byrjenda og framhaldsflokkar. Kennarar: Hafdís Árnadóttir og Bryndís Bragadóttir kenna musikleikfimi og dans. Sðren Petersen kennir fimleika og dans. Fimleikafólk Sören hefur verið þjálfari syningaflokks í Danmörku, hjá honum íærió þiö aö tengja saman fimleika og dans. Innritun daglega frá kl. 13.00. Simi 15103. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS NÁMSKEIÐ í VÉLRITUN Byrjendanámskeið 24 kennslustundir: Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur. Kennt veróur þrisvar í vlku: Mánud . þriójud., miövikud , tvær kennslustundir i senn. Nemendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af heimavinnu. A námskeióinu eru nemendur þjálfaóir i blindskrift og kennd undirstöðuatriói i vélritunartækni Nemendur á byrjendanámskeiöi geta valiö um tima milli kl. 13—15 eóa frá klukkan 17—19. Kennsla hefst mánudaginn 21. mai. Framhaldsnámskeið 24 kennslustundir. Námskeióiö stendur yfir í fjórar vikur. Kennt veróur þrisvar í viku, á mánudögum, þriójudögum og miövikudögum, tvær kennslustundir í enn. Nemendur þurfa afcki að hafa ISayggjur af heimavinnu. A namskeiöinu veröur lögó áhersla á uppsetningu bréfa samkvæmt íslenskum staöli og kennd skjalavarsla Nemendur á framhaldsnámskeióinu geta valið um tima milli kl. 17—19 eóa milli kl. 19—21. Kennsla hefst mánudaginn 21. mai. Þátttökugjald á námskeiöunum er kr. 1.200,- Verzlunarmannaféiag Reykjavikur, Starfsmannafélag Reykjavikurborgar og Starfsmenntunarsjóóur starfsmannafélags rikisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiöunum og veröa þátttakendur aó sækja beiöni þar aó lutandi til vióeigandi félags. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Verslunarskóla Islands, Grundarstig 24, Reykjavik, simi 13550. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR i —»■»•»»»' ’»»»»»»*'»»»i ‘»»»»^»»•►»»1 •>»»»»»»»»•»». ^rmrv'Þ'i Viðrædurnar viö Deng voru &n efa mikilvegasUr í augum Kínverja. Heimsókn Reagans til Kína markar ekki þáttaskil en andrúmsloftið milli þjóðanna er sennilega hlýrra eftir AÐ LOKINNI ferð Ronald Reagans Bandarfkjaforseta til Kína, ber að vísu öllum saman um að heimsóknin hafi verið velheppnuð í sjálfu sér. En menn greinir nokkuð á um það, hversu mikil áhrif hún skilji eftir og hvort hún marki þau þáttaskil í samskiptum þjóðanna tvcggja sem Reag- an varð tíðrætt um í förinni. Forsetanum, frú hans og fylgdarliði var hvarvetna sýndur hinn mesti sómi og heiður og kínverska fréttastofan orðaði það svo „að heimsókn hans væri merkilegt skref fram á við“. Und- irritaðir voru ýmsir misjafnlega merkilegir samningar og síðasta ræða Reagans flaut óritskoðuð í gegn. Samt finnst sumum, sem heimsóknin hafi ekki rist djúpt og muni ekki leiða til neinnar um- talsverðrar breytingar. Hins veg- ar hafi hún verið Reagan ágætt innlegg í forsetakosningabarátt- una síðar á þessu ári og er það þá út af fyrir sig væntanlega ánægjuefni fyrir Ronald Reagan. Sumir fréttaskýrendur eru raun- ar ekki að hika við að halda því fram og gefa ( skyn, að heimsókn- ir Ronald Reagans geti aldrei orð- ið öðruvísi en maðurinn sjálfur — yfirborðskenndur en snjall fjöl- miðlamaður fram í fingurgóma. Kínverjar tóku á móti Reagan með hinum mesta fögnuði, eins og áður er getið. Móttökuathöfnin var viðhafnarmeiri en hefur farið fram á þeim bæ síðan í menning- arbyltingunni. Fimm samningar milli ríkjanna voru undirritaðir og Den Xiaoping, mestur valda- maður í Kína, lét í ljós virðingu sína og ánægju með því að bjóða Nancy Reagan að koma aftur í heimsókn méð barnabörn forseta- hjónanna. Það sem þótti þó af Kínverja hálfu bera vott um hvað jákvæðastan hug var að Hu Yao- bang, aðalritari kínverska komm- únistaflokksins, þáði umsvifa- laust boð um aö koma í heimsókn til Bandaríkjanna. En þrátt fyrir að allt gengi vel og snurðulítið fyrir sig segja sér- fræðingar um málefni Kína, að Kínverjar hafi í mörgu látið í ljós að þeir kærðu sig ekki um að Bandaríkjamenn hefðu of háar hugmyndir um algera endurlífgun vináttu þjóðanna. Deng var áfram um að ekki yrði svo geyst farið, að ýmsir grannar Kínverja, yrðu tor- tryggnir og fyndist sem Kínverjar og Bandaríkjamenn hefðu endan- lega og í eitt skipti fyrir öll jafnað ágreiningsmál. I fréttatil- kynningu sem kínverskir embætt- ismenn gáfu út til vestrænna fréttamanna fyrir heimsóknina var minnt á margþættan ágrein- ing milli Bandaríkjanna og Kína, allt frá Taiwan-málinu til banda- rískra eldflauga í Evrópu, og minnzt var á stefnu Reagans í Mið-Ameríku sem ekki samræmd- ist hugmyndum Kínverja. Þótti sumum sem Kínverjar tækju óþarflega mikið upp í sig. Skömmu áður en Reagan kom til Peking komust þær sögusagnir á kreik, að forseti Norður-Kóreu, Kim II Sung, væri væntanlegur í heimsókn þangað, þá fyrstu í átján ár. Þann 31. marz flutti sov- ézka fréttastofan Tass langt og mikið viðtal við Kim II Sung, þar sem norður-kóreski leiðtoginn réðst harkalega á japanska út- þenslustefnu og lofaði hinn nýja forystumann Sovétmanna, Chern- enko. Það vakti athygli í þessu viðtali að Kim II Sung hallaði í engu á Kínverja í þessu viðtali. Diplómatar í Kína eru þeirrar skoðunar, að ótti valdamanna þar í landi við að Kim gengi endan- lega Sovétmönnum á hönd hafi ekki sízt átt þátt í því að kín- verskir ráðamenn ákváðu að halda fjarlægðinni hæfilegri þeg- ar Reagan kæmi til Kína. Það hefur svo varla verið tilvilj- un að sama dag og Bandaríkja- forseti kom til Kína tilkynntu stjórnvöld að aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, Ivan Arkhipov, myndi koma í opinbera heimsókn síðari hluta maímánað- ar. Ekki hefur jafn háttsettur sovézkur ráðamaður sótt Kína heim í tuttugu ár. í sama frétta- tíma og sagt var frá þessu var einnig notað tækifærið til að gagnrýna Bandaríkin fyrir að hafa herstöðvar í Suður-Kóreu og ýmislegt fleira í þeim dúr. Ákefð Kínverja í að gera ekki of mikið veður út af heimsókn Reag- ans kann svo að hafa valdið því að klipptir voru kaflar úr ræðum hans, eins og frá hefur verið sagt í fréttum. Þetta var raunar brot á samkomulagi sem hafði verið gert fyrir heimsóknina og síðasta ræða Reagans fékk raunar að berast óritskoðuð til Kínverja þar sem hann fjallaði um málefni sem rík- in eru ósammála um. Furðulítið hefur verið sagt frá því sem þeir Reagan og Deng ræddu þegar þeir hittust. Þó er vitað að þeir fjölluðu um Kóreu- mál, stöðu mála í þróunarlöndun- um og fleiri viðkvæm mál. En ekki hefur verið sent út neitt bita- stætt um hvað hvor þeirra sagði nákvæmlega og hvort einhver von er til að þjóðirnar tvær geti nálg- azt hvor aðra eða jafnað ágrein- ingsmál. Þessar viðræður voru að sjálfsögðu þýðingarmestar í heimsókninni, þó svo að ljós- myndarar og fréttamenn legðu mest upp úr því að mynda for- setahjónin klappandi börnum og björnum eða að skoða fornminjar, horfa á skólabörn dansa og slíkt. Sjálfur virðist Reagan einnig hafa talið það skipta ekki minna máli en viðræðurnar við Deng og hann talaði um það í flestum ræðum sínum, að þó svo að skoðanir væru skiptar og afstaða ólík í ýmsu ætti það ekki að koma í veg fyrir að vinátta væri með þjóðunum. Það er áreiðanlega satt og rétt. Kín- verjar eru áreiðanlega jákvæðari í garð Bandaríkjanna en fyrir heimsóknina. En hún skiptir eng- um sköpum, markar engin þátta- skil. Þrátt fyrir margorðar yfir- lýsingar Reagans þar um munu Kínverjar áreiðanlega telja rétt- ast að halda áfram nokkurri óeig- inlegri fjarlægð við Bandaríkin. (Heimildir Time — Newgweek — F«r Eastern Eeonomie Reriew.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.