Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAl 1984
23
Kanada og Danmörk
deila um eyðieyju
(■rænlandi, 10. maí. Frá Henrik Lund, frétUr. Mbl.
hverjum eyjan tilheyrir, en bæði
Kanadamenn og Danir hafa gert til-
kall til skikans.
Ekki er deilt um eyjunna vegna
landkosta, þetta er 3 ferkílómetra
stór eyðieyja, 300 kílómetra fyrir
KANADAMENN eru í þann mund
að hreppa Hanseyju, deilueyju eina
litla sem er í Kennedy-sundi milli
norðvesturhluta Grænlands og Ell-
emereslands, sem er kanadískt
landsvæði. Enginn veit í rauninni
Konur fá enn ekki
að hempuklæðast
Helsinki, 11. nui. Frá Harry Granberg frétUriUra Mbl.
ENN um sinn vcrða Finnar að sætta
sig við að eiga ekki kvenpresta, því
tillaga um að heimila konum
prestskap náði ekki tilskyldu fylgi á
kirkjuþinginu. Margar konur íhuga
nú að yfirgefa kirkjuna af þessum
sökum.
Tillaga um að leyfa konum að
hempuklæðast var samþykkt með
73 atkvæðum gegn 32, en til þess
að ná fram að ganga verður tillaga
af þessu tagi að hljóta þrjá fjórðu
atkvæða.
Mál þetta hefur lengi verið
deilumál í Finnlandi, og þar sem
sömu fulltrúar sitja kirkjuþing að
ári er fyrst búist við að breytingar
geti orðið að veruleika á kirkju-
þingi 1986.
John Vikström erkibiskup er
talsmaður þess að konum verði
leyft að klæðast hempu, og einnig
Gustaf Björkstrand kirkjumála-
ráðherra, sem er guðfræðingur að
mennt. Finnska þingið getur ekki
tekið fram fyrir hendur kirkju-
þingsins og breytt kirkjulögum án
samþykkis þess.
Leynifélagið veldur
Craxi erfiðleikum
Rómaborg, 11 maí. AP.
BETTINO Craxi, forsætisráðherra
ftalíu, á nú í erfiðleikum með að
halda stjórn sinni saman, en vaxandi
gagnrýni hefur beinst að henni eftir
að formaður þingnefndar sem rann-
sakað hefur starfsemi leynifélagsins
P-2 gaf í skyn að einn af ráðherrum
stjórnarinnar hefði verið í félags-
skapnum.
Umræddur ráðherra er fjár-
málaráðherrann Pietro Longo úr
Sósíaldemókrataflokknum, einn af
þremur ráðherrum þess flokks.
Ráðherramir þrir hafa allir boðist
til að segja af sér vegna ummæla
þingnefndarformannsins, sem
Craxi hefur þegar lýst vanþóknun
sinni á. Formaðurinn heitir Tina
Anselmi og er úr röðum Kristilega
demókrataflokksins, einum af
stjórnarflokkunum í samsteypu
Craxis. 20 þingmenn Kristilega
demókrataflokksins hafa skorað á
forsætisráðherrann að útskýra
hvers vegna hann hafi gagnrýnt
Árásir bannaðar
á farþegaflugvélar
Montrcal, 11. maí. AP.
AUKAFUNDUR Alþjóðanugmála
stofnunarinnar(ICAO) samþykkti
breytingar á stofnskrá sinni sem
bannar notkun skotvopna gegn far-
þegaflugvélum. Ákvörðun þessi er
tekin í framhaldi af því að Rússar
skutu niður suður-kóreska farþega-
þotu.
Þegar breytingarnar höfðu ver-
ið samþykktar tóku rússnesku
fulltrúarnir þátt í fögnuði full-
trúa, sem fögnuðu samþykktinni
með lófataki. Óljóst er hins vegar
hvort Rússar staðfesti hin nýju
ákvæði, en til þess þau öðlist gildi
þurfa tveir þriðju aðildarríkjanna,
sem eru 152, að staðfesta þau.
f nýja kaflanum segir að bannað
sé að nota vopn gegn þarþega-
flugvélum, að hvorki megi stefna
norðan nyrstu byggðu ból í Græn-
landi. Tilkallsaðilar hrukku upp
varðandi tilvist skersins er kanad-
ískur sagnfræðingur að nafni Hen
Harper ritaði í dagblað í Thule, að
Kanadamenn gætu gert tilkall til
eyjarinnar þar sem olíuleit þeirra
á þessum slóðum frá árinu 1980
hefði haft í för með sér búsetu
nokkurra manna þar. Því gætu
Kanadamenn gert tilkall, en Dan-
ir ekki þar sem þeir hefðu aldrei
nýtt sér eyjuna. Danir gerðu auk
þess enga athugasemd við olíuleit
Kanadamanna.
Áður bar eyjuna á góma árið
1971 er rætt var hvað mest um
réttindi þjóða á landgrunni. Var
hún þá minniháttar deilumál milli
Kanada og Danmerkur. Um írafár
var þó ekki að ræða þar sem eyjan
er ekki stærri eða mikilvægari en
raun er. Nú eru Danir hins vegar
að vakna til vitundar um að Kan-
adamenn séu í þann mund að
stinga eyjunni undan þeim.
Grænlandsráðherra þeirra, Tom
Höyem, sagði í blaðaviðtali nýlega
að Danir ættu nú að skjóta Kan-
adamönnum ref fyrir rass með því
að reisa veðurathugunarstöð á
eyjunni og gera í leiðinni tilkall á
móti.
W'A.JUJ""
0 **£*£&ú>
Walter Mondale, sem keppir að tilnefningu sem forsetaframbjóðandi
demókrata í Bandaríkjunum, á kosningaferðalagi í Ffladelfíu. Hann
kom við í ítalska verzlunarhverfinu og þar sem hann gæddi sér á
konfekti.
rannsókn nefndarinnar svo mjög.
Longo hefur neitað því að hafa
nokkru sinni verið félagi í P-2, en
Anselmi sagði að félagaskrá sem
fundist hefði væri „í öllum aðal-
atriðum marktæk". I dag virtist
Craxi reyna að leiða hjá sér gagn-
rýnina og lýsti báðum fyrrnefndu
flokkunum sem nauðsynlegum í
stjórnarsamstarfinu, veittist hins
vegar að kommúnistaflokknum,
næststærsta flokki landsins, fyrir
að „stunda niðurrifsstarfsemi".
Aðstoðarforsætisráðherra
landsins, kristilegi demókratinn
Arnaldo Forlani, gekk í lið með
Craxi í dag er hann lýsti yfir að
viðbrögð við skýrslu þingnefndar-
innar væru „ýkt og óþörf".
Stjórnarandstaðan mun ætla að
nýta sér málið út í ystu æsar, hver
svo sem útkoman verður. Sérfræð-
ingar telja að stjórnin ætti að geta
staðið af sér veðrið. Stjórn Craxis
er 44. ríkisstjórn landsins síðan
síðari heimsstyrjöldinni lauk.
VIDEOVÆDDUR
TTTTTFf il;Kf n ■ ■
Þetta eru tilboð ^
helgarínnar frá
Daihatsu
l?
1 Opió laugardag frá kl. 10 -17
Daihatsu Charmant LTX sjálfsk. Árg. ’83 Litur Vínrauður
Daihatsu Charmant 1300 LC ’82 Silfurblár
Daihatsu Charmant 1400 '79 Vínrauður
Daihatsu Charmant 1400 '79 Ljósbrúnn
Km.
12 þús.
10 þús.
43 þús.
43 þús.
Verð
355 þús.
265 þús.
150 þús.
140 þús.
lífi farþeganna í hættu eða öryggi
flugvélarinnar, þótt hún rekist af
flugleið og herflugvélar fljúgi í
veg fyrir hana.
Akvæði af þessu tagi voru
óskrifuð lög er sovézkar orrustu-
þotur skutu kóresku farþegaþot-
una niður 1. september sl. með
þeim afleiðingum að allir sem um
borð voru, 269 manns, týndu lífi.
Flugvélin var á leið til Seoul frá
New York, villtist af leið og flaug
inn yfir sovézk yfirráðasvæði.
Rússar halda því fram að flugvél-
in hafi verið í njósnaflugi. Fiug-
málastofnunin getur ekki refsað
fyrir verknað af þessu tagi. Hið
mesta sem hún getur er að tak-
marka atkvæðarétt viðkomandi
ríkis.
Daihatsu Charade XTE 4ra dyra Daihatsu Charade XTE 4ra dyra Daihatsu Charade XTE 4ra dyra Daihatsu Charade XTE 4ra dyra ’81 '81 ’80 '79 Rauður Blár Met. Blár Met. Silfurgrár 24 þús. 39 þús. 28 þús. 64 þús. 195 þús. 190 þús.. 160 þús. 140 þús.
Daihatsu Charade Runabout m/sóllúgu '83 Silfurgrár 5 þús. 260 þús.
Daihatsu Runabout sjálfskiptur ’82 Silfurblár 24 þús. 230 þús. /
Daihatsu Runabout sóll. og Turbo ’82 Svartur 36 þús. 280 þús.
Daihatsu Charade Runabout ’81 Blár Met. 30 þús. 190 þús.
Daihatsu Runabout Charade ’80 Kremgulur 42 þús. 160 þús.
VW Golf 3ja dyra ’82 Blár 24 þús. 260 þús.
Mazda 323 3ja dyra ’80 Brúnn 49 þús. 170 þús.
Mazda 323 3ja dyra ’81 Rauöbrúnn 50 þús. 220 þús.
Honda Accord EX sjálfskipt, útvarp, segulband, vökvastýri, rafmagnsrúð- ur, sóllúga ’82 Silfurblár 31 þús. 395 þús.
Dodge Omni framhjólad., sjálfsk. ’80 Blár 59 þús. 200 þús.
Honda Civiv 3ja dyra, sjálfsk. '78 Rauður 60 þús. 125 þús.
Daihatsu Taft Diesel 4 WD ’83 Hvítur 3 þús. 480 þús.
Toyota Carina DX Liftback sjálfsk. ’82 Hvítur 30 þús. 290 þús.
Höfum góða kaupendur að Daihatsu árg. 1980 og 1981
Daihatsuumboðið, Ármúla 23,85870 - 81733.