Morgunblaðið - 12.05.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 12.05.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 25 s Sólheima í Grímsnesi: im þroskahefta, ' þroskaheftum um að þreifa okkur áfram með leik- inn, ræddum við mikið saman um öll atriðin sem drepið er á og þau skilja um hvað er verið að fjalla og leggja sig því mjög fram við að gera það sem best.“ „Þarna verður líka að koma fram að þessi sýning er ekki fyrir þroska- hefta sem slfk og einungis þroska- heftir sem ekki eru mjög illa á vegi staddir skilja það sem verið er að fara,“ bætti Halldór Kr. Júlíusson við. „Hún er þannig frekar hugsuð fyrir foreldra, vini og aðstandendur og kannski ekki síst fyrir þá sem eng- in kynni hafa af heimi þroskaheftra. Þeir einstaklingar sem leika í sýning- unni eru, ef orða má það svo, okkar sterkasta fólk, enda töluvert álag fyrir þau að leika, svo ég tali nú ekki um þegar við förum af stað í ferðina. Leiklistina notum við hér í Sól- heimum á vissan hátt sem þroska- tæki og útbúum aðrar sýningar, eins og til dæmis jólasýninguna þannig að allir ráði við að leika i henni. Sá mun- ur er einnig á þessari sýningu og öðr- um sem við höfum verið með, að þau eru ein á sviðinu, í stað þess að hafa starfsmenn og vistmenn þar saman. Það er á sinn hátt töluverð ábyrgð fyrir þau, sem þau standa fyllilega undir og sýndu á sýningunni á Isa- firði. Þessi sýning er á vissan hátt fram- hald af leiklistarhefð sem við byrjuð- um með á síðasta ári með sýningu sem hét „Hópurinn". Þar var ákveð- inn söguþráður sem leikararnir fylgdu, en máttu nota eigin orð til að koma honum á framfæri í stað fyrir- fram ákveðins texta. Það tókst mjög vel og því reyndum við núna að æfa upp látbragðssýningu, sem ég held að standi fyllilega fyrir sínu.“ Leikarar í sýningunni eru 13 í 40 hlutverkum, þau Arni Alexanders- son, Helga Alfreðsdóttir, Reynir Ingvarsson, Kristjana Larsen, Rúnar Magnússon, Kristján Már Ólafsson, Gísli Halldórsson, Svandís Sigurð- ardóttir, Hreiðar Gunnarsson, Aðal- Æfingin undirbúin. Ljósm. Mbl./ KÖE. heiður Indriðadóttir, Sigurður Gísla- son, Ólavía Hafliðadóttir og Jón Líndal. Aðstoðarfólk við sýninguna eru þau Hjördís Bergsdóttir, Ólína Guðmundsdóttir, Ólafur Mogensen, Ólavía Vilhjálmsdóttir, Anna Fríða Bjarnadóttir, Gunnhildur Sigur- jónsdóttir, Emil Þór Sigurlaugsson og Halla Vilhjálmsdóttir. Áður en hópurinn heldur upp í ferð sína til Norðurlanda sýna þau leikrit- ið á Akureyri, mánudaginn 28. maí og síðar á Egilsstöðum. - VE Leíkfélag Sólheima í Grímsnesi, leikarar, höfundar og aðstoðarfólk. Höfundarnir sitja sitt hvoru megin við „lækninn", t.v. Magnús J. Magnússon og t.h. Halldór Kr. Júlíusson. Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landakotsspftala, hakkar Unni Sch. Thorsteinsson, formanni Kvennadeildarinnar, fyrir gjöfina. orP”>Wa9i4/KöE. Hluti húsgagnanna, sem gefin voru spítalanum. MorgunblaSið/KÖE. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands: Gefur Landakotsspítala húsgögn fyrir 700.000 kr. ÞANN 11. maí afiienti Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauða kross ís- lands Landakotsspítala að gjöf sjón- varp, húsgögn og gluggatjöld í ganga og setustofur á fimm hæðir sjúkra- hússins. Verðmæti þessarar gjafar er 703 þús. kr. og er þetta ein sú stærsta gjöf sem Kvennadeildin hefur gefið til þessa. Húsgögnin eru flest öll íslensk framleiðsla og sömuleiðis áklæði og gluggatjöld. Kvennadeildin var stofnuð 12. des. 1966, og hefur á undanförnum árum gefið stórgjafir til lækninga og vísindarannsókna og lækninga- tæki á öll sjúkrahús Reykjavíkur- borgar. Ennfremur hefur deildin styrkt Krabbameinsfélag íslands, Gigtarfélag íslands, Þjémustu- miðstöð aldraðra og öryrkja í Ár- múla 34, Hjálpartækjabankann ásamt fjölda annarra félaga og stofnana. Einnig hefur Kvennadeildin lagt fram sinn skerf til hjálpar í nátt- úruhamförum, bæði á veraldlegum og félagslegum grundvelli. Kvennadeildin hefur með hönd- um rekstur sjúkrabókasafna á öll- um sjúkrahúsum borgarinnar og rekur þau á eigin kostnað. Deildin rekur 4 sölubúðir í sjúkrahúsum borgarinnar. Heimsóknarþjónusta til aldraðra og einmana fólks er einnig á vegum deildarinnar, ásamt útkeyrslu á mat til aldraðra. Föndurstarf er einnig mikið inn- an deildarinnar og er föndur og kökubasar ásamt jólakortasölu ár- legur viðburður. Um 350 konur vinna sjálfboða- störf fyrir deildina. Stjórn Kvennadeildarinnar skipa: Formaður Unnur Sch. Thorsteinsson, varaform. Karitas Bjargmundsdóttir, ritari Þórunn Guðnadóttir, gjaldkeri Erla Sch. Thorsteinsson, meðstj. Guðrún Tómasdóttir, Anna Lúðvíksdóttir og Ingunn Egilsdóttir. Varastjórn skipa: Helga Einars- dóttir, Jóna Hansen og Þóra Gisla- dóttir. (KrétUtilkynning.) i eins ii tveimur árum seinna. Mér finnst nú, að hún sé betur unnin og ég hafi þá verið búinn að ná fastari tökum á þessu formi sem ég hafði valið mér og því efni, sem á hugann leitaði. — Síðan kemur engin bók í sextán ár. Hvers vegna svona langt hlé? — Ja, stríðið hefur án efa átt sinn þátt í því. Ég fékkst þá nokkuð við blaðamennsku, skrifaði smágreinar um allt milli himins og jarðar í ýms landsbyggðablöð. Að stríðinu loknu, komu öll frelsishetjuskáldin, allt snerist upp og niður og ég fann mig ekki knúinn til að skrifa í þessum tón. Ég beið átekta unz ég fann að ég var tilbúinn og allt var orðið sæmilega eðlilegt aftur. Ég er að ýmsu leyti ánægður með þessa þriðju bók, „Fjerntog". Þar voru nokkur rímuð ljóð. En ég veik ekki langt frá því sem hefur alla tíð staðið huga mínum næst — vélvæðingin versus hið mann- eskjulega. Ég endurtek, að ég hef aldrei látizt hafa neinar lausnir á takteinum — enda eru nógu margir um það. En ég hef haldið áfram að spyrja. Kannski hef ég stundum spurt óþægilegra spurninga. En það er svo ótal margt sem okkur sést yfir í erli og hraða nútímans og er ekki vanþörf á að vekja athygli á. Ég hef litið á það sem mitt hlutverk og er ánægður með það. Ég heid, að ég hafi kannski í ýmsu haft áhrif á yngri skáld. Komið þeim til að hugsa um þessa litlu at- burði og þessa litlu hluti. Stundum finnst mér ég þekkja myndirnar min- ar í ljóðum þeirra. Ég hyggg, að í öllum bókum mínum hafi ég lagt upp frá sama púnkti — vélin og náttúran. Það sem mér finnst ógna er hinn tæknilegi virkileiki. Vélin er að taka völdin. Við verðum að reyna að halda í það, sem er manneskjulegt og mann- legt og hlú að því. I sæluvímu okkar yfir öllum tækniframförunum megum við ekki gleyma, að án hins mannlega þáttar er. lífið lítils virði. Meðan hungur og náttúrueyðing vofir yfir heimsbyggðinni er verið að þrátta og þrasa. Mér þykir það sorglegt. En ég er ekki svartsýnismaður. Eg er að vaxa úr grasi í fyrri heimsstyrjöld- inni og lifi síðan aðra heimsstyrjöld. Ég er af þeirri kynslóð sem hefur lifað mestar breytingar frá upphafi vega. En ég trúi ekki að það verði gereyð- ingarstríð milli austurs og vesturs. Mér finnst önnur ógnun langtum raunverulegri. Þar á ég við suður- norður löndin. Hungrið sverfur að og bilið breikkar milli rfkra og fátækra. Þetta finnst mér voðalegasta ógnun sem vofir yfir okkur. Og náttúrueyð- ingin, þetta virðingarleysi sem hefur það í för með sér að við erum að eyði- leggja umhverfi okkar, gera jörðina óbyggilega. Þessi ógnn er mér meira áhyggjuefni en atómsprengjan ... — I Noregi eru ljóðskáld að ganga í gegnum umbreyringarskeið. Á sjö- unda áratugnum — í kjölfar stúd- entauppreisna á Vesturlöndum, ruddu pólitisk ljóð sér mjög rúms í Noregi eins og víðar ... allir voru annað- hvort rauðir eða bláir. En margir misstu fótanna í þeirri hugmynda- fræði og mörg þau skáld sem voru j mjög háð sinum pólitísku flokkum, hafa losað um þau tengsl. Svo að það eru miklar hræringar í norskri ljóða- gerð nú um stundir. Ég vildi óska að ég fái að lifa það að sjá, hvað kemur út úr þessum umbrotum. En aukin heldur erum við eins og flest önnur svokölluð velferðarríki í kreppu ... við höfum myndað með okkur þörf fyrir að láta mata okkur á myndum, sjónvarpsefni, það er freistandi að kasta sér niður í stól þegar við kom- um þreytt heim, og horfa á eitthvað efni í sjónvarpinu eða á vídeóinu, frekar en grípa bók i hönd. Þá þyrft- um við að einbeita okkur — nota hugsunina. Og það virðist vefjast fyrir mörgum. Þess vegna er ég áhyggjufullur út af framtíð orðsins. Þessi myndheimur er freistandi í stressuðu nútímaþjóðfélagi. Þar af leiðir að imyndunaraflið fær ekki nóga næringu, þroskast ekki á eðli- legan hátt. — Jú, jú, ég þekki nokkuð til ís- lenzkra nútímabókmennta. ívar Orgland og Knut Ödegaard og fleiri hafa þýtt býsna mikið yfir á norsku. Ég tel mig skynja ákveðinn samhljóm milli norskrar og islenzkrar ljóða- gerðar. Árum saman hef ég haft áhuga á að koma hingað. Þótt ég hafi víða ferðast hefur það ekki orðið fyrr, en er mér mikil gleði. — I öllum meginatriðum er ég ánægður með ævistarf mitt, segir hann aðspurður. — Ég vinn að nýrri bók. Og mig langar til að yrkja ævi- sögu mína. En ég vinn hægar núorðið og ég veit heldur ekki hversu langur tími mér er ætlaður. — Og hvaða aug- um ég lít framtíðina. Eins og ég sagði, hef ég verið svo lánsamur að fá að vera uppi á dramatískasta skeiði i sögu mannkyns. Tarjei Vesaas sagði einhvers staðar að kötturinn væri tal- inn hafa níu líf. En hann hygði, að maðurinn hefði átján. Ég tek undir það. Ég trúi ekki að við förumst vegna kjarnorkusprengingar. En við verðum að huga að bólstað okkar jörðinni. Við verðum að rækta hana, ræktað okkur og allt sem manneskjulegt er. Not- færa okkur tæknina en láta hana ekki taka af okkur ráðin. Ég veit að það gerast hræðilegir atburðir allt í kring um okkur. Og stundum er gott að hugga sig við þau gömlu sannindi, að það fer sjaldan svo að allt verði eins gott og við viljum og vonum, en það verður aldrei jafn slæmt og erfitt og við kvíðum. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.