Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
Höfundarlög:
Endurgjald fyr-
ir upptöku efnis
Gjald á auð hljód-
og myndbönd
EFTIR aðra umræðu og afgreiðslu í
efri deild hljóðar frumvarpsgrein í
frumvarpi að höfundarlögum, er
varðar endurgjald til höfunda verka,
vegna upptöku á hljóð- eða mynd-
bönd, svo:
„Höfundar verka, sem útvarpað
hefur verið eða gefin hafa verið út
á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt
Ranglega sagt
frá ferðum
ferðafélaganna
í ÞÆTTINUM „Hvað er að gerast
um helgina" í gær var ranglega sagt
frá ferðum Ferðafélags fslands og
ferðafélagsins Útivistar um helg-
ina. Það rétta er að Útivist fer á
sunnudag í gönguferð á hábungu
Esjunnar kl. 10.30 og kl. 13.00 verð-
ur fjölskylduferð, ekið í Kollafjörð
og komið viö á Álfsnesi. Ferðafélag
íslands fer hins vegar í sína fyrstu
fuglaskoðunarferð á sunnudag og
hefst hún kl. 10.30. Farið verður um
Miðnes , Hafnarberg og víðar um
Suðurnes, undir leiðsögn fjögurra
fararstjóra. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á mistökunum.
á sérstöku endurgjaldi vegna upp-
töku verka þeirra á hljóð- eða
myndbönd til einkanota með
heimild 11. mgr. þessarar greinar.
Greiða skal gjald af tækjum til
upptöku verka á hljóð- og mynd-
bönd til einkanota, svo og af auð-
um hljóð- og myndböndum og öðr-
um böndum sem telja má ætluð til
slíkra nota. Gjaldið skal greitt af
tækjum og böndum sem flutt eru
til landsins eða framleidd eru hér
á landi og hvílir skylda til að
svara gjaldi þessu á innflytjend-
um og framleiðendum. Gjald af
tækjum nemi 4% af innflutnings-
verði eða framleiðsluverði ef um
innlenda framleiðslu er að ræða.
Gjald af auðum hljóðböndum
nemi kr. 10,00,- en kr. 30,00,- ef um
auð myndbönd er að ræða.
Menntamálaráðherra setur nánari
reglur um gjald þetta, þ.á m. um
verðtryggingu gjaldsins.
Sameiginleg innheimtumiðstöð
samtaka rétthafa, þar með talinna
listflytjenda og framleiðenda, inn-
heimtir höfundarréttargjald sam-
kvæmt næstu málsgr. hér á undan
og ráðstafar því. Innheimtumið-
stöðinni skulu settar samþykktir í
samvinnu við menntamálaráðu-
neytið og þær vera háðar staðfest-
ingu þess. í samþykktum þessum
skal meðal annars ákveða skipt-
ingu tekna með aðildarfélögum og
þar má einnig mæla fyrir um
framlög til styrktar útgáfu hljóð-
og myndrita."
Borö fyrir
skermtölvur
Borö fyrir
tölvuvinnu
Vinna viö skermtölvur og innsláttarborö krefst
sérstakrar vinnuaöstööu. Komiö í húsgagnadeild
okkar, Hallarmúla 2, og skoöiö B8 tölvuboröin.
Skrifborð á sérstöku afsláttarverði í nokkra daga.
SYSTEM
\^KRIFSTOFUm^2^ji
Hallarmúla 2 - Sími 83211
Frá riðstefnunni, frá vinstri: Wilhelm V. Steindórsson, formaöur SÍH, Eggert Ásgeirsson, fundarstjóri, Sigtryggur Maríus-
son, Hitaveitu Suðurnesja.
Ráðstefna um hönnun og rekstur hitaveitna:
Átak verði gert í að auka
hagkvæmni hitaveitna
SAMBAND íslenskra hitaveitna
gekkst nýlega fyrir ráðstefnu um
hönnun og rekstur hitaveitna.
Tilgangur ráðstefnunnar var
fyrst og fremst sá að gefa þeim sem
vinna við hitaveitur, verktökum og
ráðgjöfum við hönnun og gerð hita-
veitumannvirkja, tækifæri til að
hittast og bera saman bækur sínar í
þeim tilgangi að finna með sameig-
inlegu átaki leiðir til að tryggja
framfarir byggðar á fenginni
reynslu.
Eggert Ásgeirsson skrifstofu-
stjóri SÍH var inntur eftir tíðindum
af ráðstefnunni.
— Segja má að ráðstefnan hafi
fallið í góðan jarðveg hjá þeim sem
að hitaveitumálum vinna þar sem
um 100 manns tóku þátt í henni.
Vinnan á ráðstefnunni gekk vel og
lögðu allir sig fram um að gera
árangur hennar sem mestan og
móta tillögur sem leitt gætu til
framfara.
Samband islenskra hitaveitna
hefur gert rannsóknir á tæringu og
útfellingu í íslenskum hitaveitum.
Kom í ljós að hönnun hitaveitna er í
ýmsu ábótavant og er ráðstefna
þessi framhald þeirrar viðleitni að
stuðla að endurbótum. Nú eru fyrir-
Leiðrétting
í MYNDATEXTA með frétt af
blaðamannafundi, sem forsvars-
menn Grænmetisverslunar landbún-
aðarins héldu í fyrradag og birt var í
blaðinu í gær, var farið rangt með
föðurnafn eins stjórnarmanna sem
sat fundinn. Gisli Andrésson frá
Hálsi var sagður Gunnarsson og er
Gísli hér með beðinn velvirðingar á
þessum mistökum.
hugaðar enn frekari rannsóknir á
því sviði og SÍH hefur fengið styrk
frá Norræna iðnþróunarsjóðnum til
að gangast fyrir rannsókn á tær-
ingarvanda af völdum súrefnis i
hitaveituvatni í tengslum við rann-
sóknaraðila á öðrum Norðurlöndum.
Nemur styrkurinn til þessa verkefn-
is um 600 þús. kr. og skal verkinu
lokið á næsta einu og hálfu ári.
Framsögumenn fundarins lögðu
áherslu á að átak verði gert í þá átt
að auka hagkvæmni hitaveitna með
hagkvæmari framkvæmdum, sparn-
aði og bættum sölumælingum.
í umræðum var því fagnað að
starfsmenn hitaveitna og hönnuðir
þeirra væru leiddir saman og talið
að það geti leitt til góðs. Mikið var
rætt um mikilvægi þess að nýta sem
allra best hita vatnsins, en á síðustu
árum hefur komið fram ný og betri
tækni sem miðar að því. Einnig voru
ræddar aðferðir við bætta nýtingu á
raforku en raforkukostnaður er vax-
andi í sambandi við dælingu á heitu
vatni enda sífellt sótt lengra eftir
Elísabet Waage
vatninu niður í jörðina. I sambandi
við raforkukostnað má geta þess að
hitaveitur þurfa að greiða mikla
skatta og tolla bæði af raforku-
kostnaði sínum og einnig af efni til
veitna sem hækkar verð þeirra og
gerir það stundum ósamkeppnisfært
við niðurgreitt rafmagn til húshit-
unar. Þannig getur jafnvel svo farið
að álögur séu hamlandi á ýmsar
hagkvæmnisbreytingar hjá hita-
veitum.
Ekki verður getið um fleiri atriði
sem komu fram í umræðum en þess
getið að farið var fram á það við
Samband íslenskra hitaveitna að
það gengist fyrir frekari fundum af
þessu tagi, héldi námskeið fyrir
starfsmenn hitaveitna, gengist fyrir
samræmdum reglum og ynni að
bættum hönnunarleiðum og stöðlun
vissra þátta og auknum kröfum til
orkumæla.
Segja má að ráðstefna þessi hafi
tekist mjög vel og er merkur áfangi
í sögu SlH sem stofnað var fyrir
liðlega þrem árum.
Burtfararprófs-
tónleikar
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík
heldur tónleika í sal skólans að
Skipholti 33 sunnudaginn 13. maí kl.
17.00.
Elísabet Waage, mezzósópran,
nemandi Sieglinde K. Björnsson,
syngur lög eftir m.a J.S. Bach,
Emil Thoroddsen og Dvofak og
aríur eftir Mozart og Verdi. Þetta
eru burtfararprófstónleikar henn-
ar. Jónas Ingimundarson leikur
með á píanó.
Hjólreiðadagurinn í dag:
4.000 börn í söfnuninni
Takmarkið að safna 1 milljón króna
UM 4.000 börn á aldrinum 10—12
ára munu koma hjólandi í miðbæ
Reykjavíkur um kl. 14 í dag. Hér
er um að ræða skipulagða söfnun-
arherferð á vegum kvennadeildar
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
og hafa börnin safnað áheitum,
sem þau munu síðan afhenda.
Að sögn Helgu Jóhannsdóttur,
formanns kvennadeildarinnar,
hefur undirbúningur gengið vel
og er þátttakan í ár ívið meiri en
í fyrra þrátt fyrir þá staðreynd,
að nú eru aðeins 10, 11 og 12 ára
börn með í söfnuninni. I fyrra
voru engin aldursmörk. Tak-
markið sagði Helga vera að
safna 1 milljón króna.
Hjólreiðadagurinn hefst um
hádegið, þar sem börnin safnast
saman við eftirtalda skóla: Mela-
skóla, Hvassaleitisskóla, Hlíða-
skóla, Langholtsskóla, Réttar-
holtsskóla, Laugarnesskóla,
Breiðholtsskóla, Árbæjarskóla
og Selja- og Fellaskóla. Einnig
munu börn safnast saman við
Kópavogs- og Kársnesskóla, svo
og við skóla í Garðabæ og Hafn-
arfirði. Hjólreiðaskoðun verður
framkvæmd við alla skólana í
Reykjavík áður en börnin leggja
af stað niður í miðborgina um kl.
13.30.
Til þess að forðast umferð-
artruflanir eins og þær, sem
urðu i fyrra af völdum reiðhjóla-
fjöldans, er öllum börnunum
bent á að geyma hjól sín í Kola-
portinu á meðan skemmtunin á
Lækjartorgi fer fram. Hún hefst
um kl. 14.15 og verður þar ýmis-
legt til skemmtunar. Má t.d.
nefna, að lúðrasveitir Kópavogs
og Laugarnesskóla leika, Olla og
Alli koma fram, Icebreakers-
hópurinn úr Bústöðum sýnir
dans og Hrím-tríóið leikur. Þá
verður krökkunum boðið upp á
kók og kex frá Frón og Holta-
kexi. Kynnir á skemmtuninni
verður Páll Þorsteinsson.