Morgunblaðið - 12.05.1984, Page 27
27
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAl 1984
Uttekt á framleiðsluráðslögum:
Aukið verzlunar-
frjálsræði - aðhald
með vinnsluaðilum
Kjartan Jóhannsson og fleiri þing-
menn Alþýðuflokks hafa flutt tillögu
til þingsályktunar um fimm manna
þingkjörna nefnd til að endurskoða
lög nr. 95/1981 um Framleiðsluráð
landbúnaðarins „með það að
markmiði að auka frjálsræði 1 við-
skiptum, tryggja viðskiptalegt að-
hald að vinnsluaðilum og að sem
stærstur hluti hins endanlega sölu-
verðs afurðanna skili sér til bænda“.
Nefndin skili Alþingi áliti sínu fyrir
1. janúar 1985. Kostnaður við störf
nefndarinnar veriði greiddur úr rík-
issióði.
I greinargerð segir að vinnslu-
og stjórnkerfi landbúnaðarins
sæti vaxandi gagnrýni. Verð til
neytenda sé hátt en skilaverð til
bænda lágt. Verðmyndun sumrar
búvöru fáist ekki upplýst. Vitnað
er til greinargerðar Þorvalds Búa-
sonar um duldan hagnað slátur-
húsa. Vinnslustöðvar byggi stór-
hýsi án sýnilegs fjárskorts þrátt
fyrir þrengingar á öðrum sviðum
þjóðarbúskapar.
Skálatúnsheimilið
heldur sölusýningu
í DAG, laugardag 12. maí, verður
haldin sölusýning á listvefnaði og
handunnum vegg- og gólfteppum og
mottum.
Allt eru þetta verk unnin af
heimilisfólki Skálatúns, undir
leiðsögn þeirra Þóru Svanþórs-
dóttur, handavinnukennara og
Margrétar Finnbogadóttur vefn-
aðarkennara.
Sýningin stendur frá kl.
14.00—17.00 á laugardeginum í
vinnu- og vefstofu Skálatúns I
Hamrahlíð, þar á staðnum. Jafn-
framt heldur íþróttafélagið Gáski
kökusölu til fjáröflunar fyrir
starfsemi félagsins, á sama stað.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frásögn af and-
láti séra Garðars Svavarssonar I
Mbl. í gær, að hann var sagður 78
ára. Hið rétta er að hann var 77 ára
er hann lést, hefði orðið 78 ára síðar
á árinu. Þá var einnig ranghermt, að
hann hefði átt fjögur börn með fyrri
konu sinni. Þau voru þrjú. Morgun-
blaðið biður hlutaðeigandi velvirð-
ingar á mistökunum.
Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
Frá blaðamannafundi sem Samhygð á íslandi efndi til í Reykjavík á fimmtu-
daginn.
Samhygð safnar undirskriftum til
að mótmæla atvinnuleysi:
Takmarkið að fá þrjár
milljónir nafna í Evrópu
SAMHYGÐ safnar nú undirskrift-
um til að mótmæla og vekja athygli
á atvinnuleysi í Evrópu.
Á blaðamannafundi sem Sam-
hygð á Islandi boðaði til nú fyrir
skömmu kom fram að takmarkið
er að safna þremur milljónum
undirskrifta í þeim Evrópulöndum
þar sem Samhygð er starfandi. Að
undirskriftasöfnuninni lokinni
verða viðkomandi ríkisstjórnum
afhentir listarnir og að lokum á að
afhenda sameiginlega undir-
skriftalista allra þátttökulanda til
Sameinuðu þjóðanna. Með söfnun
þessara undirskrifta er ætlunin að
vekja athygli á því böli sem at-
vinnuleysi í mörgum Evrópulönd-
um er og krefjast þess að lausn
verði fengin á þeim málum og þau
látin njóta forgöngu annarra
verkefna hjá ríkisstjórnum við-
komandi landa.
Samtölin um
Rithöfundasambandið:
Leiðrétting
ÞAU mistök uröu við frágang viðtals
blm. Morgunblaðsins í gær við Sigurð
Pálsson, nýkjörinn formann Rithöf-
undasambands íslands, og Njörð P.
Njarðvík, fráfarandi formann, að þar
slæddust inn meinlegar villur.
1 viðtalinu við Sigurð er kafli, sem
ekki átti að vera þar. Er það sá hluti, “
sem kemur næst á undan spurning-
unni um það hver skoðun hans sé á
þeim klofningi, sem komið hafi upp í
Rithöfundasambandinu. Hefst sá
hluti á orðunum: „Þá hef ég mikinn
áhuga á því,... “ . Eins og sjá má á
svari Sigurðar við spurningunni á
þessi hluti ekki heima í viðtalinu.
I niðurlagi viðtalsins við Njörð er
haft eftir honum: „Það er fráleitt að
tala um það, að Rithöfundasam-
bandið sé einhvers konar vinstri-
mannafélag, þar sem allir helztu rit-
höfundar, sem orðaðir hafa verið við
borgaralegar skoðanir, eru félagar í
því.“ Þarna er orðinu allir ofaukið og
á setningin að vera á þessa leið:
... þ a r sem helztu höfundar, sem
orðaðir hafa verið ...
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum um leið og það
leiðréttir þau.
INNLENT
12. mai
1984 ^
%
er i dag
HJÓLAÐ í ÞÁGU ÞEIRRA
SEM GETA EKKI HJÓLAÐ
Mæting kl. 12 í eftirtöldum skólum þar sem lögregla skoðar hjólin:
Melaskóli, Hvassaleitisskóli, Hliðarskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli, Laugames-
skóli, Breiðholtsskóli, Árbæjarskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Kópavogsskóli og Kárs-
nesskóli.
Friðarfundur á Húsavík
Morgunblaðinu hefur borizt
fréttatilkynning frá Friðarhreyf-
ingu Þingeyinga, þar sem segir
m.a.:
„I framhaldi af blysförinni
fyrir friði á Þorláksmessu ’83 og
Friðarpáskum ’84 á Húsavík er
nú boðað til allsherjarfundar í
Félagsheimilinu nk. laugardag
kl. 2 e.h.
Umræður verða um starfið
framundan, ræddar starfsreglur
hreyfingarinnar og kosin fram-
kvæmdanefnd.
Á eftir fundinn verður ungl-
ingaskemmtun og hefst hún kl. 4
e.h.“
Félagsstarf aldraðra í Reykjavík
Orlofsdvöl
Eins og undanfarin sumur efnir Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar í samstarfi viö íslensku Þjóökirkj-
una til orlofsdvalar aö Löngumýri í Skagafiröi.
í sumar hafa eftirfarandi tímabil veriö ákveöin:
1. 28. maí — 8. júní.
2. 25. júní — 6. júlí.
3. 9. júlí — 20. júlí.
4. 23. júlí — 3. ágúst.
5. 20. ágúst — 31. ágúst.
6. 5. sept. — 16. sept.
Innritun og allar upplýsingar veittar á skrifstofu fé-
lagsstarfs aldraöra, Noröurbrún 1, símar 86960 og
32018.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar.
Lagt veróur af staö kl. 13.30 og hjólaö að Lækjartorgi.
Þeim börnum sem óska verður séö fyrir fari heim.
Útihátíð á Lækjartorgi.
Allir krakkar fá Coke, Frón- og Holtakex.
Icebrakers dansar.
Alli og Olla skemmta.
• Skólahljómsveit Kópavogs leikur.
Lúörasveit Laugarnesskóla leikur.
Fimleikaflokkur frá Gerplu sýnir.
Við hvetjum ykkur enn til aö taka tillit til hjólreiðafólksins sem
hjólar í þágu þeirra sem ekki geta hjólað.
Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra,
kvennadeild.
Varmárskóii Mostellssveit
Mæting í Reykjadal, Reykjum, Hlíðartúni, Shell- og Olís-bensínstöövum.
Lagt af staö kl. 14.00.
Viö Varmárskóla verður á dagskrá m.a. leikur skólahljómsveitar, hjólreiöarþrautir,
boöhlaup o.fl.
Barnakórinn hefur til sölu heitar pylsur og gos i anddyri skólans.