Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.05.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 33 Færeysk guösþjónusta þriöju- dagskvöld kl. 20.30. Jakub Kass sóknarprestur í Nesi á Austurey messar. Föstudagur 18. maí, kl. 14.30 síödegiskaffi. Sr. Ingólfur Guömundsson. NESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Orgol og kórstjórn Reynir Jón- asson. Kaffisala á vegum kvenfé- lagsins í safnaðarheimilinu aö lokinni messu. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Miövlkudagur, fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11.00. Ath. breyttan messutima. Fyrirbæna- samvera Tindaseli 3, fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sóknar- prestur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumenn Einar J. Gíslason og gestir frá Svíþjóö. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. í maímánuöi er lesin Rósakransbæn eftir lág- messuna kl. 18. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkomu- og skemmtiferö til Akraness veröur farin kl. 10 árdegis meö Akraborg. Almenn samkoma veröur kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2 B. Guöni Gunn- arsson talar 03 tvísöngur veröur. KIRKJA ÓHADA safnaðarins: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Baldur Kristjánsson. HJÁLPRÆDISHERINN: Helgun- arsamkoma kl. 11. Kl. 20 bæn og Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Kommandör Will og Kathleen Pratt frá Bandaríkjunum og kommandör Solhaug frá Noregi tala. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Margrét Jónsdóttir for- stööukona á Löngumýri prédik- ar. Organisti Þorvaldur Björns- son. — Kaffisala Kvenfél. Garöa- bæjar á Garðaholti eftir messu. Sr. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an messutíma. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa KL. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarguösþjónusta kl. 14. Sókn- arprestur. ÞORLÁKSHÖFN: Fermingar- guösþjónusta kl. 11 og kl. 13.30. Sr. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Ferm- ingarguösþjónusta kl. 13.30. Sr. Úlfar Guömundsson. SELFOSSKIRKJA: Fermingar- guösþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guósþjón- usta kl. 14. Heimsókn Fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfiröi. Sr. Jón Helgi Þórarinsson prédikar. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Vorferö sunnudagaskólans til Hvanneyr- ar. Lagt af staö frá kirkjunni kl. 13. Kvöldguösþjónusta í Akra- neskirkju kl. 20.30. Sr. Björn Jónsson. Vordagar á Bolungarvík Bolungarvík, 10. maí. * DAGANA 13.—20. maí munu Bol- víkingar efna til svokalladra vor daga hér í Bolungarvík. Vordagar er heiti á menningarviku, sem Bolvík- ingar efna til, og boðið verður upp á menningardagskrá alla daga vik- unnar. Dagskráin hefst með hátíðar- messu í Hólskirkju kl. 14 sunnu- daginn 13. maí. Um kl. 16 þann sama dag verða opnaðar sýningar sem hér segir: í Ráðhússal verður myndlistarsýning Baltasars, í grunnskólanum verður opnuð handmenntasýning og í skóla- húsnæði grunnskólans við Hafn- argötu verður myndlistar- og ljósmyndasýning heimamanna. Á meðal þeirra, sem koma fram á þessari menningarviku, verða eftirtaldir tónlistarmenn: Halldór Haraldsson, píanóleikari, séra Gunnar Björnsson, sellóleikari og Ágústa Ágústsdóttir, söngkona, auk þess sem jassistar frá Bolung- arvík, ísafirði og Reykjavík koma fram. Um miðja vikuna, á miðviku- og fimmtudag, mun leikfélag Bolung- arvíkur sýna finnskt barnaleikrit undir stjórn Svanhildar Jóhann- esdóttur. Þarna er á ferðinni bráð- skemmtilegur gamanleikur, sem höfðar til allra, ungra sem ald- inna. Vortónleikar Tónskóla Bolung- arvíkur verða fléttaðir inn í þessa viku og á þeim tónleikum og skóla- slitum munu koma fram 60—70 nemendur skólans. Tuttugasta starfsári TB er nú að ljúka. Af því tilefni verða sérstakir tónleikar, þar sem fram koma eldri nemend- ur Tónskólans, bæði þeir, sem hafa stundað nám hér og eru að ljúka því, sem og nemendur, sem stundað hafa nám f Reykjavík og erlendis. Vordögunum lýkur hinn 19. maí en þá mun hið nýja íþróttahús Bolvíkinga verða vígt. Við það tækifæri mun lúðrasveit Mos- fellssveitar leika. Þá verður íþróttasýning og sundmót í Sundhöll Bolungarvíkur. Um kvöldið verður síðan skemmti- kvöld og dansleikur í félagsheimil- inu. — Gunnar. Safnaðardagur í Ásprestakalli ÁRLEGUR kirkjudagur Safnaðar- félaga Ásprestakalls er nk. sunnu- dag, 13. maí. Við guðsþjónustu í Áskirkju, sem hefst kl. 14. munu hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir cellóleikari og Hörður Askelsson organisti flytja list sína og kirkju- kór Áskirkju syngja undir stjórn Kristján Sigtryggssonar organista. Eftir messu verður veizlukaffi reitt fram í Safnaðarheimili Áskirkju í kjallara kirkjunnar, en þetta er í fyrsta sinn sem dagskrá kirkjudagsins fer fram í eigin húsakynnum safnaðarins. Verður húsið opið fram til kl. 17. Er ekki að efa að margir vina og velunnara Áskirkju munu koma til kirkjunnar þennan dag og fagna því mikla sem áunnist hefur í byggingarmálum safnað- arins og neyta þeirra veitinga, sem fram verða bornar, en veizluborð Safnaðarfélagsins eru kunn að ágætum. Ferðir verða frá Hrafnistu og Norðurbrún 1 kl. 13.15 og íbúum þaðan ekið heim aftur síðar um daginn. Von ég að sem flestir leggi leið sína í Áskirkju á sunnudaginn til að gleðjast með glöðum og styðja gott málefni. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Kaffisala Eyjakvenna KVENFÉLAGIÐ Heimaey heldur boðnir velkomnir, en borð verða sína árlegu kaffisölu á Hótel Sögu á hlaðin kræsingura. Allur ágóði renn- morgun, sunnudaginn 13. maí. Vest- ur til líknarmála. manneyingar og aðrir gestir eru Kynna verk sín í Gallerí Langbrók í GALLERÍ Langbrók stendur yf- ir kynning á verkum þeirra Stein- unnar Bergsteinsdóttur og Kol- brúnar Björgólfsdóttur. Steinunn sýnir handmálaðan bómullarfatn- að og ullarfatnað og Kolbrún sýnir skartgripi úr postulíni. Kynningin er opin frá klukkan 12—18 virka daga, en kl. 14—18 um helgar. Útflutningsbætur á landbúnaðar- vörur verði felldar niður AÐALFUNDUR starfsmannafélags- ins Sóknar, sem haldinn var 8. maí sl., ályktaði að skora á flytjendur „bandormsins“ svonefnda að fella niöur eða breyta ákveðnum atriðum frumvarpsins. í fyrsta lagi vilja Sóknarmenn að allar útflutningsbætur á land-“ búnaðarvörur verði felldar niður og þeim fjármunum sem þannig sparast verði varið til að greða niður mjólk og dilkakjöt á innan- landsmarkaði. Ennfremur var samþykkt að skora á flytjendur „bandormsins" að nema þegar í stað á brott úr frumvarpinu hækkun á gjaldi að göngudeildum og sérfræðingaþjónustu, þar sem slík gjöld bitni fyrst og fremst á fólki með skerta starfsorku. Þá benti fundurin á að vanda ríkissjóðs væri hyggilegra að leysa með því að fresta opinberum framkvæmdum en skerða kjör launafólks. Þú svalar lestrarþckf dagsins y ásíðum Moggans! m °T| AF HVERJU MALLORKA í FRÍINU? Því er fljótsvarað! Vegna þess að þar er veðurlag gott, sólskin og heitur sjór, rólegheit eða fjör, bara eftir því hvað þú vilt. Atlantik býður upp á frábæra gististaði sem henta allri fjölskyldunni, og leggur kapp á að gera dvölina sem þægilegasta fyrir gesti sína, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Það fara allir ánægðir og sólbrúnir frá Mallorka, með góðar endurminningar um dvölina og sumir eru þegar farnir að hugsa um hvenær þeir komist aftur til Mallorka. Mallorka er málið! OTCÉKVm Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhusmu. Hallveigarstig 1 simar 28388 og 28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.