Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 46

Morgunblaðið - 12.05.1984, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 • Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans í Stuttgart leika gegn Frankfurt í dag á heimavelli sínum. Leikurinn er afar þýö- ingarmikill fyrir Stuttgart-liöið sem má alls ekki tapa stigi í leiknum ef þaö ætlar sér aö sigra í hinni höröu deildarkeppni í ár. Leiknum ekki sjónvarpað beint NÚ ER oröiö Ijóst að leik Stutt- gart og Hamborg 26. maí veröur ekki sjónvarpaö beint í V-Þýska- landi. Ástæðan er sú aö önnur 1. deildarlið sem leika á sama tíma hafa mótmælt því að þaö veröi gert vegna ótta viö að missa aö- sókn aö leikjum sínum. Allt bendir til þess hinsvegar aö leiknum veröi lýst í útvarpi hér heima laugardagseftirmiödaginn þann 26. maí. Ríkisútvarpiö vinnur nú að þeim málum þar sem vitaö er um geysilegan áhuga á leiknum hér á landi. Veröi leiknum lýst veröur þaö í fyrsta sinn sem leik erlendra knattspyrnuliöa veröur lýst beint hér á landi. Þar eö fjölmargir fá ekki miöa á leikinn ytra hefur stjórn Stuttgart brugöiö á þaö ráö aö sýna leikinn á breiötjaldi f risastóru íþróttahúsi viö hliö vallarins. Þar munu 10 þúsund manns geta séö leikinn. ÞR. Norrænt íþróttakennara- og þjálfaranámskeið Eins og undanfarin ár gengst íþróttakennaradeild Luther Coll- ege, Decorah, lowa, fyrir norrænu íþróttakennara-, þjálfara- og leiö- toganámskeiöi dagana 8.-29. júlí nk. Á námskeiöinu veröa kynntar amerískar íþróttir, körfuknatt- leikur, sund, golf, blak, tennis, trimm, hornaknattleikur, bogfimi, frjálsíþr., lyftingar o.fl. Þátttak- endur ióka þessar greinar aó eig- in vali, en auk þess fer fram sýni- kennsla og fyrirlestrarhald. Kennarar á námskeiöinu eru prófessorar og/eöa þjálfarar viö Luther College og víöar aö, læknar viö Mayo-sjúkrahúsiö, skipuleggj- endur íþróttakennslu og stjórn- endur íþróttamannvirkja, sem margir hverjir hafa áratuga reynslu, sem fræöimenn, kennarar og þjálfarar og eru vísindamenn hver á sínu sviöi. Aöalhvatamaöur og stjórnandi þessa námskeiös er prófessor, dr. Kenton Finanger deildarstjóri íþróttakennaradeildar L.C. Hann er íslenskum íþróttamönnum og kennurum aö góöu kunnur. Fin- anger hefur nokkrum sinnum kom- iö til islands ýmist til námskeiöa- og fyrirlestrahalds eöa meö körfu- boltaliöi L.C. sem hann þjálfaði um árabil. Dr. Kenton Finanger er annt um island og islendinga og er ávallt reiöubúinn til aö greiöa götu þeirra þar vestra þegar til hans hefur ver- iö leitaö. Af því höfum viö mörg persónulega reynslu. Þeir, sem heföu áhuga á aö kynna sér þetta námskeiö frekar og athuga möguleika á þátttöku í því, geta snúiö sér til skrifstofu íþróttafulltrúa ríkisins, s. 25000, eða haft beint samband viö Dr. Kenton Finanger, Luther College, Decorah, lowa, 52101, USA. Ásgeir Sigurvinsson: „Megum ekki gera nein glappaskot“ í dag leikur Stuttgart þriöja síöasta leik sinn í 1. deildar keppninni í knattspyrnu í V-Þýskalandi. Eins og fram hefur komíö svo oft þá á liöiö góöa möguleika á að vinna deildar- keppnina í ár en höfuökeppinaut- ar liösins eru núverandi meistar- ar Hamborg S:V. Stuttgart leikur í dag gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli sínum og ef að líkum lætur þá sigrar Stuttgart (leikn- um. En enginn leikur er þó ör- uggur og mikil pressa er núna á leikmönnum Stuttgart þar sem mikiö er í húfi. Viö spjölluöum viö Ásgeir Sigurvinsson, lykilmann Stuttgart, í gærkvöldi og inntum hann eftir því hverning leikurinn legðist ( hann og félaga hans i liöinu. Jafnframt spuróum viö Ásgeir að þv( hvort allir bestu menn liösins yróu meö og hvern- ig undirbúningi fyrir lokasprett- inn yrói hagaö. — Hvaö mig sjálfan varöar þá finst mér leikurinn gegn Frankfurt vera geysilega erfiöur. Ég er hræddur viö hann. Viö veröum aö sigra hvaö sem þaö kostar og viö megum ekki gera nein glappaskot. Ég álít þennan leik erfiöari en leik- inn gegn Werder Bremen um næstu helgi þó svo aö hann sé á útivelli. Viö erum meö eins stigs forystu í deildinni og þaö má ekk- ert útaf bera. Og þegar svona staöa kemur upp þá er mikil pressa á leikmönnum öllum bæöi líkamlega og sálarlega. En viö er- um meö gott liö og leikreynt og ég hef ekki trú á ööru en aö okkur takist vel upp. Okkur hefur gengið mjög vel í síöustu leikjum okkar og vonandi veröa heilladísirnar meö okkur áfram. Viö erum meö sterkt og heilsteypt liö sem á aö geta unniö meistaratitilinn í ár, sagöi Ásgeir. — En þaö er ekki bara pressa á okkur, hin liðin vita aö þau veröa aö standa sig ef þau ætla aö eiga möguleika. Þannig aö segja má aö spennan sé óvenju mikil og þaö hefur ekki gerst hér í V-Þýskalandi i fjöldamörg ár aö síöasti leikurinn í deildinni, þaö er aö segja leikur okkar og Hamborgar, sé hreinn úr- slitaleikur. Stemmingin hér ( Stuttgart er líka mjög mikil. Þaö er mikiö fjallað um liöiö í fjölmiölum og flestir vonast aö sjálfsögðu eftir því aö Stuttgart takist aö vinna tit- ilinn þar sem þaö hefur ekki gerst áöur. Þaö er fyrir löngu uppselt á úrslitaleikinn og miöar ganga nú á háu veröi hér á svörtum markaöi, sagöi Asgeir. Aö sögn Ásgeirs þá mun liöiö leika stífa pressu á leikmenn Frankfurt frá byrjun leiksins og leggja höfuöáhersluna á aö skora snemma í leiknum. Stuttgart-liöinu hefur oft gengiö illa framan af í leikjum sínum en náö sér verulega á strik þegar fyrsta markiö er kom- iö. Og þaö má benda á aö Stutt- gart-liðið er eitt sterkasta heimaliö í deildinni. Þaö heyrir til undan- tekninga ef liðið fær á sig mark á heimavelli. Og i síðustu leikjum hefur Stuttgart rúllaö andstæöing- um sínum upp, eins og stundum er sagt á knattspyrnumáli. Helstu keppinautar Stuttgart, Hamborgarliöiö, leikur á útivelli gegn Nurnberg. Bayern leikur heima gegn Kaiserslautern og Gladbach leikur gegn Uerdingen á heimavelli. En eins og viö skýröum frá í blaöinu í gærdag þá hefur Lárus Guömundsson nú undirritaö tveggja ára samning viö Uerding- en. En þaö er ekki bara nóg fyrir liðin aö sigra i dag. Án efa leggja þau mikla áherslu á aö ná góöri markatölu hún getur nefnilega ráð- iö úrslitum. Og eins og staöan er í dag þá hefur Stuttgart besta markahlutfalliö, hefur skorað 75 mörk en aöeins fengiö á sig 29 mörk í 31 leik. Hamborg hefur skoraö 68 mörk en fengiö á sig 33. — ÞR Meistarakeppni KSÍ í dag FYRSTI stórleikurinn á knatt- spyrnukeppnistímabilinu fer fram í dag á Melavellinum kl. 14.00. Þá leíka lið ÍA og ÍBV í meistarakeppni KSÍ. Má búast viö fjörugum og skemmtilegum leik á milli þessara liöa í dag en þau hafa sýnt góö tilþrif í æf- ingaleikjum sem þau hafa leikið aö undanförnu. Þess má geta aö mótabók KSÍ kom út í gær og er hún mjög vönd- uö í hvívetna aö vanda. í henni er aö finna margvíslegar upplýsingar og fróöleik. Fyrsti leikurinn í 1. deild fer fram á fimmtudag i næstu viku, 17. maí. Þá leika Víkingur og KR og verður sá leikur væntanlega á grasvellin- um í Laugardal. Daginn eftir, föstu- daginn 18. maí, rekur svo hver leikurinn annan. Þá veröa leiknir tveir leikir í 1. deild og sjö í 3. og 4. deild. — ÞR KR-ingar semja viö Þýsk-íslenska verzlunarfélagið: Fjórir leikmenn verðlaunaðir í hverjum mánuði hjá KR Knattspyrnudeíld KR hefur samiö viö Þýsk-íslenska verslun- arfélagiö um auglýsingar á bún- ingum deildarinnar og munu flokkar félagsins auglýsa vörur frá Sadolin og Varta. Samvinna KR-inga og Þýsk- íslenska hófst áriö 1982 þegar samiö var um aö meistaraflokkur karla og kvenna auglýstu Varta- rafhlööur og geyma á búningum sínum. Síöastliöiö ár var geröur viöbót- arsamningur sem fól í sér aö allir flokkar deildarinnar léku meö Varta-auglýsingar. Nú hafa Þýsk-íslenska og KR samiö um enn frekari útvíkkun á samstarfinu. Geröir hafa veriö tveir samningar, annars vegar um meistaraflokk kvenna og 3., 4., 5., 6. og 7. flokk sem munu leika meö Varta-auglýsingar og hinsvegar um meistara, 1. og 2. flokk karla sem munu auglýsa vörur frá Sado- lin-málningarversmiðjunum. Þýsk-íslenska hefur nýlega tekiö viö umboöi fyrir Sadolin sem fram- leiöir m.a. hið heimsþekkta Pino- tex-merki, og er nýi samningurinn því í samræmi viö þá stefnu fyrir- • Sævar Leifsson, einn leik- manna KR, í hinum nýja KR-bún- ingi. tækisins aö auglýsa nýjar vöruteg- undir á búningum 1. deildarliösins. Meö þessum nýju samningum veröur samstarfiö mun víöfeðmara en áöur því auk peningagreiöslna eins og áöur mun Þýsk-íslenska nú taka virkan þátt t ýmissri starfsemi deildarinnar. Má þar nefna stór- mót fyrir 6. og 7. flokk sem haldið veröur í ágústmánuöi þar sem öll- um bestu liöunum veröur boöin þátttaka, stuöning viö knatt- spyrnuskóla KR og ýmsar óvæntar uppákomur á heimaleikjum. Þá mun Þýsk-íslenska taka upp þá nýbreytni aö verölauna í hverjum mánuöi þá 4 leikmenn meistara- flokks sem þótt hafa skara framúr og hefur veriö skipuö nefnd sér- fróöra manna til aö annast valiö. í lok keppnistímabilsins mun nefnd- in velja leikmann ársins og hlýtur hann stórglæsileg verölaun frá Þýsk-íslenska. Samstarf þessarra aöila hefur veriö meö miklu ágætum og er áhugi forráöamanna Þýsk-islenska verslunarfélagsins á eflingu og styrk viö íþróttahreyfinguna eflaust einsdæmi hér á landi. Hér nýtur ekki einungis KR góös af heldur hefur fyrirtækið styrkt á annan tug knattspyrnufélaga um land allt auk keppenda í fjölda annarra íþróttagreina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.