Morgunblaðið - 20.05.1984, Side 2

Morgunblaðið - 20.05.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Þjónusta Græn- metisins er fyrir neðan allar hellur — segir Jón Pálsson veitingamaður í Gafl-inn „ÞJÓNUSTAN hjá þessu fyrirtæki í gegnum árin hefur verid fyrir neðan allar hellur. I'eir hika ekki við að henda í mann hverskyns drasli, vör- um sem ekki eru einu sinni 3. flokks. Maður hefur að vísu yfirleitt fengið þetta bætt með því að röfla í þeim en það er eins og þeir taki Smyrill heimsækir hafrannsóknaskip Hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son fékk gest um borð, þegar skipið var statt í Hornafjarðardýpi, um 50 mílur frá landi. Þessi gestur var smyrill, sem settist á ankerspilið og hvíldi sig þar næturlangt. Ekki virt- ist hann svangur, því hann leit ekki við kjötmeti, sem skipverjar settu fyrir hann. Þegar morgnaði svo og birti til, flaug smyrillinn frá borði. Ljósmynd: (iuóhjarlur (iunnarsson. áhættuna og treysti því að menn kvarti ekki,“ sagði Jón Pálsson veit- ingamaður í Gafl-inn í Hafnarfirði í samtali við blm. Morgunblaðsins, þegar hann var spurður hvernig hon- um líkaði þjónusta Grænmetisversl- unar landbúnaðarins, en það fyrir- tæki hcfur mikið verið til umræðu undanfarið. „Þeir hafa hagað þessum við- skiptum algerlega eftir sínu eigin höfði og virðist vera nákvæmlega sama um hvort þeir selja vöruna eða ekki, hvernig varan er og á hvaða verði hún er seld. Ég get nefnt mörg dæmi um þessa þjón- ustu þeirra í gegnum árin. í vetur höfum við ekki haft mikið af þess- um kartöfluvandamálum að segja því bökunarkartöflur hefur nán- ast ekki verið hægt að fá í Grænmetisversluninni, en við höf- um getað haft góðar kartöflur á boðstólum með því að kaupa þær í kartöfluverksmiðju, sem hefur bjargað okkur. Núna fyrir helgina standa til dæmis flestir veit- ingamenn á öndinni af reiði, því ekkert hvítkál er hægt að fá og okkur sagt að það komi ekki fyrr en eftir helgi. Mér finnst sjálfsagt að leyfa þeim innflutningsaðilum sem það vilja að veita þessa þjónustu. Það getur vel verið að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt að hafa Grænmetisverslunina í lagi en það er líka jafn sjálfsagt að leyfa öðr- um að spreyta sig. Þetta á ekki aðeins við um kartöflurnar, þeir hafa einkarétt á að flytja þessa vöru til Iandsins, meira að segja laukinn," sagði Jón Pálsson. Ljósmynd N aldimar Kri.slins.son. Hestadagar í Garðabæ Félagar í Félagi tamningamanna sýna samspil manns og hests á Hestadög- um og er ekki annað að sjá en samspil þeirra í milli sé einnig eins og best verður á kosið, því hestarnir virðast ef marka má myndina ganga í takt. Morgunblaðið/Friðþjófur. „Ég veit núna, að þetta er ekki draumur heldur veruleiki," sagði nýkjörin fegurðardrottning íslands, Berglind Johansen, er Morgunblaðsmenn vöktu hana upp snemma í gærmorgun. Er rétt að átta mig á því að titillinn er staðreynd „ÞAÐ ER dásamlegt að vakna upp sem Fegurðardrottning íslands eftir allt þetta umstang, en ég hcfði vissu- lega kosið að sofa lengur, nóttin var bæði erfíð og skemmtileg. Þetta hef- ur verið eins og draumur og ég er rétt að átta mig á því, að titillinn er staðreynd," sagði Berglind Johan- sen, nýkjörin Fegurðardrottning ís- lands, er Morgunblaðið hitti hana á heimili hennar snemma í gærmorg- un. „Þetta kom mér annars á óvart, ég hafði ekkert frekar búizt við þessu og er því bæði glöð og ánægð. Skemmtunin í gærkvöldi og nótt var mjög glæsileg og gekk eins og í sögu. Þá hefur samvinna okkar stelpnanna verið frábær frá — segir nýkjörin fegurðardrottning íslands, Berglind Johansen upphafi og því hefur þetta verið ógleymanlegur tími. Nú taka væntanlega við ferðir á erlenda grund. Ég mun taka þátt í „Miss Universe“-keppninni í Flor- ida í sumar og „Miss World“- keppninni í Englandi í haust. Það er ekki á hverjum degi, sem maður er kosinn Fegurðardrottning Is- lands, svo þetta ruglar dálítið framtíðaráformunum, en ég reyni að stilla þessu þannig upp, að þau ruglist ekki verulega. Markmiðið er að ljúka stúdentsprófinu, en ég lauk verzlunarprófi á föstudag svo það eru enn tvö ár í stúdentinn. Hvað þá tekur við, veit ég ekki enn. Ég vonast bara til að ég verði verðugur fulltrúi þjóðarinnar í þeirri keppni, sem ég tek þátt í á erlendri grund og vil þakka dóm- nefndinni fyrir að sýna mér þetta traust og öllum þeim, sem þátt áttu í að gera þennan tíma, sem liðinn er, eins skemmtilegan og raun bar vitni,“ sagði Berglind Jo- hansen. Skoðanakönnun Hagvangs hf.: 2lÁ atkvæði á Vestfjörð- um á móti 1 í Reykjavík Hæfileg jöfnun atkvæða að mati 41 %aðspurðra UM 41% þátttakenda í nýlegri skoð- anakönnun Hagvangs hf. telja, að hæfílega langt sé gengið til að jafna vægi atkvæða með því að ‘l'/i atkvæði þurfi til þess að fá mann kjörinn á Alþingi í Reykjavík á móti 1 atkvæði á Vestfjörðum. 29,2% töldu ekki nógu langt gengið en !7,3%of langt gengið. í hópi þátttakenda voru 12,4%, sem tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir því hvar það er búsett á land- inu. Þannig töldu 43% þeirra, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, hæfi- lega langt gengið, í öðru þéttbýli 40,1%, en í dreifbýli 35,8%. Hins vegar töldu 8,4% þátttakenda, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, of langt gengið, 27,3% í öðru þétt- býli og 29,4% í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu töldu 38,5% ekki nógu langt gengið í jöfn- un atkvæða með þessu móti, í öðru þéttbýli 17,4% og í dreifbýli 18,3%. Ef miðað er við búsetu eftir kjör- dæmum töldu 46,5% þátttakenda á Vestfjörðum of langt gengið með 2'/2 atkvæði á móti 1 en 7,3% í Reykjaneskjördæmi. í Norður- landskjördæmi eystra töldu 52,4% hæfilega langt gengið en 25,6% á Vestfjörðum og 29,1% í Suður- landskjördæmi. Sjá nánar á bls. 27. Tollpappír- ana vantaði VEGNA ummæia Gísla Blöndal, forstjóra Hagkaups hf., í Mbl. í gær, hafði Guðmundur Sigþórsson í landbúnaðarráðuneytinu sarp- band við Morgunblaðið og kvað ekki rétt, að vantað hefði eitt blað í þá vörupappíra, sem fylgja hefðu átt kartöflunum til fyrirtækisins. Guðmundur sagði að vörupappír- arnir hefðu ekki fylgt sendingunni, þeir hefðu verið sendir með flugi og líklegast ekki borizt vegna truflana á flugsamgöngum til Iandsins. Guðmundur kvað ráðu- neytið alls ekki hafa viljað setja fótinn fyrir innflutning Hagkaups, þvert á móti. Eiríkur Fjal- ar í barna- fararstjórn FERÐASKRIFSTOFAN Úrval flutti höfuðstöðvar sínar um set um helgina — nánar tiltekið 63 skrefum sunnar í Pósthússtræti. í tilefni flutninganna réð ferða- skrifstofan til sín „reyndan og ör- uggan barnafararstjóra", Eirík nokkurn Fjalar, sem stjórnaði nokkrum stuttum ókeypis skoðun- arferðum um borgina í gærmorg- un. Myndin var tekin á Austurvelli þegar lagt var í fyrstu ferðina. MW./ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.