Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 25. MAl 1984 23 20 búfræðingar brautskráð- ir frá Hólum B*‘, Hörðaströnd. SKÓLASLIT Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal fóru fram viA hátíðlega athöfn í Hóladóm- kirkju fóstudaginn 11. maí síð- astliðinn að viðstöddum fjölda gesta. Prófastur Skagafjarðar- prófastsdæmis, séra Hjálmar Jónsson, prédikaði. I ræðu skólastjóra kom fram, að 39 nemendur stunduðu nám við skólann i vetur og þar af út- skrifuðust 20 búfræðingar, 6 stúlkur og 14 piltar. Skólastarfið var með hefðbundnum hætti og eins og undanfarin ár var nem- endum gefinn kostur á valgrein- unum fiskrækt, fiskeldi, loðdýra- rækt og hrossarækt. Þá var nemendum og starfsfólki gefinn kostur á að taka áfanga fram- haldsskóla í ensku og mæltist það vel fyrir" Söng og tónmennt efldist mjög á staðnum í vetur. Frú Anna Einarsdóttir, prests- frú á Hólum, er kennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar- sýslu og stunduðu nokkrir nem- endur Bændaskólans nám við þann skóla. Auk þess æfði hún skólakór Bændaskólans. í desember síðastliðnum var fluttur inn blárefur frá Noregi á loðdýrabú skólans, en minkur hafði áður verið fluttur inn frá Danmörku í fyrravor. Er nú að- staða til kennslu í loðdýrarækt góð, svo má einnig telja í fisk- rækt, fiskeldi og hrossarækt. 18.—20. mars var kynningar- námskeið í fiskeldi og var mikil aðsókn að því. Einnig verða í sumar starfræktar sumarbúðir fyrir börn í samvinnu við Þjóð- kirkjuna. Þá er ætlunin að halda námskeið í reiðmennsku síðar í sumar. Húsnæðisskortur háir veru- lega starfsemi skólans. Nauðsyn er á auknu heimavistar- og kennslurými og íbúðum fyrir starfsfólk. Nokkuð mun úr ræt- ast með kennslurými í sumar, en þá verður lokið við 3. áfanga hesthúsbyggingarinnar, en þar fær inni fyrst um sinn ýmis verkleg kennsla. Af þeim tuttugu búfræðingum sem útskrifuðust hlutu tveir 1. ágætiseinkunn og sjö 1. einkunn. Hæstu einkunn hlaut Heiða Lára Eggertsdóttir, Ingveldar- stöðum, Hjaltadal, 1. ágætis- einkunn, 9,1, og hlaut hún fyrir það viðurkenningu frá Búnaðar- félagi íslands. Jón Gíslason, Hofi í Vatnsdal, hlaut 1. ágætis- einkunn, 9,0. Stéttarsamband bænda veitti Heiðu Láru Eggertsdóttur viður- kenningu fyrir hæstu einkunn á bústjórnarsviði. Ennfremur hlaut hún viðurkenningu frá Landssambandi veiðifélaga fyrir hæstu einkunn í fiskrækt og ásamt Jakob Jóhannssyni, Garðabæ, viðurkenningu frá Hólalax hf. fyrir góðan árangur í fiskeldi. Þá hlaut hún einnig við- urkenningu skólans fyrir hæstu einkunnir í jarðrækt og verk- námi. Hæstu einkunn í loðdýrarækt hlaut Jón Gíslason og jafnframt viðurkenningu frá Sambandi ís- lenskra loðdýraræktenda. Enn- fremur hlaut Jón viðurkenningu skólans fyrir hæstu einkunnir í bútækni og búfjárrækt. Hrossa- ræktarsamband Skagfirðinga veitti Höskuldi Jónssyni, Akur- eyri, verðlaun fyrir bestan árangur í hrossarækt. Viður- kenningu skólans fyrir góða um- gengni hlutu Helga Svanhvít Þrastardóttir, Ásgerður Jóns- dóttir og Bjarney Vala Stein- grímsdóttir. 7. apríl fór hin árlega skeifu- keppni fram og veiting Morgun- blaðsskeifunnar fyrir bestan árangur í tamningum. Hana hreppti að þessu sinni Grímur Guðmundarson frá Lundar- brekku í Biskupstungum. Viður- kenningu frá Félagi tamninga- manna fyrir bestu ásetu hlaut Höskuldur Jónsson, Akureyri, og Eiðfaxabikarinn, fyrir góða um- hirðu á hesti sínum, hlaut Guðni Þór Guðmundsson, Reykjavík. I ræðu sinni sagði skólastjóri m.a.: „Enn í dag stendur land- búnaöurinn frammi fyrir krefj- andi viðfangsefnum. Erfitt tíð- arfar undanfarinna ára og minnkandi þjóðartekjur hafa valdið bændum þungbærum erf- iðleikum. Framleiðsla kjöts og mjólkur er umfram það sem fullt verð fæst fyrir. Aukin togstreita milli atvinnuvega, ágreiningur um gildismat bitnar á landbún- aðinum og hinum dreifðu byggð- um í æ ríkara mæli. Við verðum að horfast í augu við þessar staðreyndir. Við meg- um ekki stinga höfðinu í sandinn og vona að þetta líði hjá. Við verðum að líta upp, horfa fram og berjast sameinaðir. Við eigum auðlindir og möguleika, sem enn eru ekki nema að litlu nýttir vítt og breitt um landið. Landbúnaðurinn er atvinnuveg- ur en ekki alfarið lífsform, sem menn hafa fæðst eða hreiðrað um sig i. Við getum nýtt betur og hag- kvæmar tún okkar og engi. Við getum aukið hagkvæmni í hinum hefðbundna búskap. Við eigum ónýtta möguleika í loðdýrarækt, eldi vatnadýra, garðyrkju, smá- iðnaði, ferðamannaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Búnaðarmenntunin hefur fylgt þróuninni eftir og bent á nýjar leiðir. Aðsókn að búnað- arskólanum síðustu árin sýnir að vaxandi hópur ungs fólks trú- ir því að þar sé verk að vinna, þar séu möguleikar. Hlutverk búnaðarmenntunar er að vera í fararbroddi, styrkja grundvöllinn, benda á leiðir, hlúa að vaxtarbroddum. Það ætti að vera krafa bænda- stéttarinnar, að þeir sem koma nýir í atvinnuveginn hafi aflað sér tækniþekkingar og reynslu jafnframt aukinni almennri menntun." Að lokinni skólaslitaathöfn- inni í kirkjunni þáðu gestir veit- ingar í boði skólans. Björn í Bæ. Fullveldishátíð ís- lendinga í Flórída í tilefni 40 ára afmælis íslenzka lýðveldisins gengst íslendingafélag- iö í Mið-Flórída fyrir fullveldishátíð 16. júní fyrir alla íslendinga og vel- unnara landsins í Flórída. Hátíðin fer fram á Internation- al Inn, 6327 International Drive í Orlando og hefst kl. 18:30. Reiknað er með, að landar, víða að úr fylk- inu, muni gista á hótelinu og eru herbergi fáanleg á sérstöku verði. Margt verður gert til að halda upp á afmælið, en svo verður snæddur veizlumatur og dans stiginn. Nán- ari upplýsingar gefa Bill og Didda Schrader, 1777 W. Chapel Drive, Deltona, Fl. 32726; sími (904) 789- 6323. yyy BÚVÖRUSYNING I REYKJAVIK 21.-30 SEPT 1984 Búvörusýning í Reykjavík Undirbúningur fyrir búvörusýn- ingu í Reykjavík, sem haldin verð- ur i nýja Mjólkursamsöluhúsinu við Bitruháls dagana 21. til 30. september nk. stendur nú yfir. Sýningin verður fyrst og fremst sölusýning á landbúnaðarafurðum en einnig verður þar ýmislegt til skemmtunar. Framkvæmdastjóri sýningarinnar hefur verið ráðinn Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna en formaður framkvæmdanefndar er Svein- björn Dagfinnsson ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Pessi með skottið! PiMmmM SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.