Morgunblaðið - 25.05.1984, Síða 29

Morgunblaðið - 25.05.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAl 1984 29 Ráðstefna iðnrek- enda um iðnhönnun FÉLAG íslenzkra iAnrekenda gekkst fyrir nokkru fyrir ráð- stefnu um hönnun í iðnaði. Gestur ráðstefnunnar var Knut Yran, formaður norska iðnhönnunar- ráðsins. Hann fjallaði um mikil- vægi hönnunar í iðnaði og á hvem hátt hönnun tengist rekstri og stjórnun iðnfyrirtækja. Alls voru flutt sjö erindi á ráðstefnunni. Torfi Jónsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands, fjallaði um menntun í iðnhönnun hér- lendis í dag og væntanlega stofnun og starfsemi iðnhönn- unardeildar við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Gunnar Magnússon, húsgagnaarkitekt og kennari í húsgagnateiknun við Iðnskólann í Reykjavík, fjallaði um hönnun í húsgagna- og innréttingaiðnaði. Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri fataverksmiðjunnar Dúks, fjall- aði um hönnun í fataiðnaði. Elí- as Gunnarsson, vélaverkfræð- ingur og ráðgjafi við hönnun og vöruþróun í málmiðnaði, fjallaði um hönnun í málmiðnaði. Dr. Rögnvaldur Ólafsson, eðlisfræð- ingur, dósent við Háskóla Is- lands, fjallaði um hönnun í raf- tækja- og rafeindaiðnaði. Hilm- ar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri auglýsingastofunnar Arg- us hf., fjallaði um hönnun um- búða. Að lokum fóru fram um- ræður með þátttöku fyrirlesara. Ákveðið hefur verið að gefa út erindin sem flutt voru á ráð- stefnunni. Blönduós: JC Húnabyggð dreif- ir yeggspjaldi gegn misnotkun á lífrænum leysiefnum BlönduóHi. 17. m»í. I KVÖLD hélt byggðamálanefnd JC Húnabyggðar fund, þar sem kynnt var herferð, sem nefndin stendur fyrir, gegn misnotkun líf- rænna leysiefna. Á þessu ári starfar JC ísland undir kjörorðinu andóf gegn vímuefnum og innlegg JC Húna- byggðar er útgáfa á veggspjaldi þar sem er að finna ráðlegg- ingar til forráðamanna barna og unglinga, og annarra þeirra er kunna að koma að einstakling- um undir áhrifum sniffefna og lýsing á einkennum þeirra er hafa misnotað lífræn leysiefni. Landlæknir var byggðamála- nefnd félagsins, sem annast þesa útgáfu, til aðstoðar við að semja lesmál spjaldsins en myndskreytingu annaðist Erla Björg Evensen. Samband ís- lenskra samvinnufélaga, Sápu- gerðin Frigg, Efnaverksmiðjan Sjöfn og Olíufélagið hf. styrkja útgáfu veggspjaldsins, sem prentað er í 10.000 eintökum. Nú á laugardag mun það liggja frammi í stórmörkuðum og nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og á næstunni einnig í kaupfélögum víðs vegar um landið og olíu- stöðvum Esso. Því verður einnig dreift á öll heimili í Austur- Húnavatnssýslu og í haust verð- ur það sent til allra grunnskóla á landinu. Vitað er um skóla, sem íhuga að hrinda af stað verkefnum tengdum efni spjaldsins. Á fundinum var rætt um um- fjöllun fjölmiðla á vímuefnan- otkun og kom sú skoðun fram að oft hefði hún neikvæð áhrif og vekti jafnvel áhuga og vorvitni unglinga. Þetta á ekki síst við þegar blásin eru upp í fréttum vandamál erlendis frá, sem jafnvel hafa verið með öllu óþekkt fram að því hér á landi. Oft er hér um að ræða efni, sem auðvelt er að nálgast og sum hver til á hverju heimili og því ekki óeðlilegt að ætla að börn og unglingar fikti við þau af for- vitni, oft til óbætanlegs tjóns. Lögðu nefndarmenn áherslu á að á veggspjaldinu væru engin ákveðin efni nefnd og að texti þess höfðaði kannski helst til þeirra er standa fyrir utan leik- inn og gætu rétt neytendum hjálparhönd. — BV. Metsölublad á hverjum degi! Bridge Arnór Ragnarsson íslandsmót í tvímenningi íslandsmót í tvímenningi með þátttöku 24ra para verður spilaður á Hótel Loftleiðum um helgina. Spilað verður í þremur lotum og hefst hin fyrsta kl. 13 á laugardaginn. Keppnisformið er barometer og verða spiluð 5 spil milli para. Keppnisstjóri á mótinu verður Agnar Jörgensson og reikni- meistari Vigfús Pálsson. í móts- lok, þ.e.a.s. meðan beðið verður úrslita í tvímenningnum, verða afhent verðlaun fyrir öll mót sem fram hafa farið á vegum BSÍ í vetur. Núverandi Islandsmeistarar í tvímenningi eru Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. BRIDGEDEILD SKAGFIRÐINGA Þriðjudaginn 22. maí var spil- að í tveim 10 para riðlum. Hæstu skor hlutu: A. riðill Björn Hermannsson — Lárus Hermannsson 124 Jóhannes Sigurjónsson — Sveinn Þorvaldsson 118 Ólafur Guðjónsson — Björn Sigurbjömsson 117 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 114 B. riðill Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 153 Högni Torfason — Steingrímur Jónasson 121 Hildur Helgadóttir — Karólína Sveinsdóttir 113 Ólöf Guðbrandsdóttir — Sæbjörg Jónasdóttir 111 Áfram er spilað næsta þriðju- dagskvöld í Drangey, Síðumúla 35 kl. 19.30. Tvímenningsmót Norðurlands vestra 34 pör tóku þátt í tvímenn- ingsmóti Norðurlands vestra á Siglufirði 12. maí sl. og urðu úr- slit þessi: Anton Sigurbjörnsson — Bogi Sigurbjörnss., Sigluf. 314 Ásgrímur Sigurbjörnsson — Jón Sigurbjörnss., Sigluf. 237 Sigurður Hafliðason — Valtýr Jónass., Sigluf. 204 Guðjón Pálsson — Viðar Jónss., Hvammst. 195 Haukur Jónsson — Heiðar Albertss., Fljótum 126 Guðlaug Márusdóttir — Jón K. Ólafss., Fljótum 109 Garðar Guðjónsson — Páll Hjálmarss., Sauðárk. 97 Reynir Pálsson — Stefán Benediktss., Fljótum 93 Einar Jónsson — Örn Guðjónss., Hvammst. 84 Björn Þórðarson — Jóhann Möller, Sigluf. 84 Austurlandsmót í sveitakeppni Austurlandsmót í bridge, sveitakeppni, var haldið á Eski- firði dagana 11.—13. apríl sl. Tóku 19 sveitir, eða á milli 70 og 80 spilarar, þátt í mótinu af svæðinu frá Hornafirði að sunn- an og Vopnafirði að norðan. Mótið hófst með hraðsveita- keppni, sem jafnframt var und- ankeppni. í fjórum efstu sætum hraðsveitakeppninnar urðu þess- ar sveitir: Sv. Aðalsteins Jónssonar Bridgefélagi Reyðarfj./Eski- fjarðar. Sv. Gísia Stefánssonar Bridge- félagi Reyðarfj./Eskifjarð- ar. Sv. Ásgeirs Sigurðssonar Bridgefélagi Vopnafjarðar. Sv. Pálma Kristmannssonar Bridgefélagi Fljótsdalshér- aðs. Þessar sveitir spiluðu síðan til úrslita og varð röð þeirra þessi: Sv. Aðalsteins Jónssonar. Sv. Pálma Kristmannssonar. Sv. Ásgeirs Sigurðssonar. Sv. Gísla Stefánssonar. I sigursveitinni spiluðu Aðal- steinn Jónsson, Sölvi Sigurðsson, Kristmann Jónsson, Sigurður Helgason og Bogi Nilsson. Mótið þótti fara vel fram undir styrkri keppnisstjórn Björns Jónssonar, Reyðarfirði. Næsta Austurlandsmót í sveitakeppni verður haldið á Vopnafirði. Aðalfundur Bridgesambands Austurlands var haldið á meðan mótið stóð yfir og var Björn Pálsson einróma endurkjörinn forseti sambandsins. Á fundin- um kom fram áhugi á að taka upp samskipti við Færeyinga og er stefnt að því að fara í bridge- ferð til Færeyja á komandi sumri. Landsbyggðarkirkjur: Bænadags- messur á sunnudag BÍLDUDALSKIRKJA: Messa nk. sunnudag, hátíðarguðsþjónusta, ferming kl. 14. Við messuna leikur Gísli Bjarnason á gítar. Organisti Hallgrímur Magnússon. Sr. Dalla Þórðardóttir. BLÖNDUÓSSKIRKJA: Guðsþjón- usta nk. sunnudag kl. 11. Sókn- arprestur. BREIÐABÓLSTAÐAKIRKJA í Fljótshlíð: Guðsþjónusta kl. 14 nk. sunnudag. Sr. Bragi Friðriksson prófastur og kór Garðakirkju koma í heimsókn. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður annað kvöld, laugardagskvöldið 26. þ.m. kl. 21 til að biðja fyrir lækningu af böli áfengis og neyslu fíkniefna. Fjöl- skyldan fimm og fleira fólk í Sam- hjálp syngur og talar. ólafur Ág- ústsson prédikar. Eftir guðsþjón- ustuna verður kaffi í kirkjunni, söngur og vitnisburður. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknarprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Bænadagsguðsþjónusta nk. sunnudag kl. 11. Sr. Stefán Lár- usson. VÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 14. Aðalsafnaðar- fundur verður haldinn að guðs- þjónustunni lokinni. Sóknar- prestur. - - Handvafningsvélar og filma til brettapökkunar Ódýr og örugg RUL-LET RUL-LET heimilisfilman • Uppfyllir ströngustu gæöakröfur heilbrigð- isyfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum • Er því örugg til geymslu matvæla • Er nú 33% magnmeiri, en á sama veröi og VELJIÐ ÞAÐ BESTA MilSÍII* lll* Heildsölubirgöir 26 55 Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboðinu til laugardagsins 26. maf nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ath, k.M. Húsgögn Tilboðiö verður ekki endurtekið Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.