Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 2
* MORGUNBLAÐIÐ. L'AÚGÁRDÁÓtÍRÍél jtí^í 1984
Vatnsveitan 75 ára
75 AR eru í dag liðin frá því að
Vatnsveita Reykjavíkur tók til
starfa. Eyjólfur Halldórsson, fyrr-
um verkstjóri Vatnsveitunnar,
mun vera einn elzti starfsmaður
fyrirtækisins.
Auk þess að gegna þar verk-
stjórastörfum um áratugaskeið
var Eyjólfur einn ötulasti farar-
stjóri Ferðafélags íslands og síð-
an áhugamaður um starfsemi
Útivistar. Eyjólfur lætur sér
hvergi bregða þó allt virðist „á
floti alls staðar". Hann er vanur
volki úr fjölda ferða um fjöll og
firnindi og kann frá mörgu að
segja. Á myndinni er það Þór-
oddur Th. Sigurðsson, vatns-
veitustjóri, sem er áheyrandi
hans.
Sjá grein á blaðsíðu 12.
Sprengjuleitartæki
kosta 6 milljónir kr.
Hótunarmiðinn var merktur „Lfbýau
MIÐINN með sprengjuhótuninni sem
fannst á raiðvikudag í júmbó-þotu Brit-
ish Airways á leið frá London til Los
Angeles og varð til þess að þotan lenti
á Keflavíkurflugvelli var merktur
„Libya“ með stórum prentstöfum á
bakhlið, samkvæmt heimildum Mbl.
Fannst miðinn á milli stæða af
handþurrkum á salerni þotunnar
þegar hún var skammt undan Is-
landi en engar kröfur voru á miðan-
um og enginn hefur sagst bera
ábyrgð á hótuninni sem reyndist
gabb eins og kunnugt er.
Athygli vakti að fengin var bresk
sérsveit til sprengjuleitarinnar með
öll tæki meðferðis. Sveinn Eiríksson
slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug-
velli sagði í samtali við Morgunblað-
ið að varnarliðið væri með sérþjálf-
aða menn til sprengjuleitar og tæki
en Bretarnir hefðu viljað fá sína
menn og sín tæki til leitarinnar og
hefði verið sjálfsagt að verða við því
þar sem þetta var þeirra vél. Áð-
spurður um hvort ekki væri æskilegt
að hafa slík tæki og sérþjálfaða
menn á vegum innlendra aðila sagði
Sveinn að auðvitað væri það æski-
Tryggingabæturnar
hækka um 2% frá 1. júní
Lífeyrisgreiðslur hjá Trygginga-
stofnun ríkisins hækka um 2% frá 1.
júní síðastliðnum að telja, eða jafn
mikið og laun hækkuðu. Reglugerð
um hækkun tryggingabótanna er til-
búin í heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu og veröur hún væntan-
lega gefin út í næstu viku að sögn
Páls Sigurðssonar ráðuneytisstjóra.
Búið er að greiða út bæturnar fyrir
júnímánuð og verður hækkunin fyrir
júní því greidd út með júlíbótunum
þann 10. júlí.
Páll sagði, aðspurður um af
hverju bæturnar hefðu ekki verið
hækkaöar strax þannig að fólkið
hefði fengið hækkunina með júní
greiðslunni, að lögin heimiluðu
ráðherra að gera það innan sex
mánaða frá hækkun launa þannig
að þetta væri ekki seint á ferðinni
nú. Síðast hefði hækkunin komið
mánuði seinna. Sagði hann að ráð-
herra hefði kynnt reglugerðina í
ríkisstjórninni í gærmorgun.
Sumir ráðherranna hefðu haldið
því fram að lífeyrisþegarnir væru
búnir að fá þessa hækkun vegna
þess að lífeyririnn hefði verið
hækkaður frá og með 1. mars um
hærri prósentu en laun hækkuðu.
Þess vegna hefði ráðherra ef til
vill þurft að hafa meira fyrir að fá
hækkunina samþykkta.
legt og þá á vegum Landhelgisgæsl-
unnar þar sem ákveðin reynsla væri
til staðar. Hins vegar væri slíkt fyrir
hendi hjá Varnarliðinu sem hægt
væri að grípa til og reynt hefði á í
Lést af slysförum
fSLENSKUR starfsmaður Flugleiða í
New York, Jón Snorri Halldórsson,
lést af slysrörum þar í borg á fimmtu-
dagsmorguninn. Ekki er með fullu vit-
að hvernig slysið bar að en svo virðist
sem Jón Snorri hafi fallið úr nokkurri
hæð. Fannst hann látinn af fallinu í
húsasundi skammt frá söluskrifstofu
Flugleiða í Rockefeller Center á Man-
hattan.
Jón Snorri Halldórsson, sem var
deildarstjóri á söluskrifstofunni, var
38 ára gamall Reykvíkingur,
ókvæntur og barnlaus. Hann hafði
starfað hjá Flugleiðum í New York
síðan 1976.
fyrri tilvikum og tækin kostuðu mik-
ið. Til dæmis kostuðu þau sprengju-
leitartæki sem Bretarnir komu með í
tækjabílum sínum 150 þúsund pund,
sem samsvarar rúmlega 6 milljónum
íslenskra króna.
Aðspurður um hvort mögulegt
hefði verið að koma í veg fyrir
meiðslin sem fólkið varð fyrir þegar
það renndi sér niður neyðarrenni-
brautirnar á þotunni og lenti á
malbikinu sagði Sveinn að slökkvi-
liðsmennirnir hefðu verið þarna og
reynt að taka á móti fólkinu þar sem
það kom niður brautirnar. Sagði
hann að meiðslin hefðu orðið vegna
þess hversu ört fólkið kom, því hefði
verið ýtt út og það komið allavega
niður. Margir hefðu farið verr ef
slökkviliðsmennirnir hefðu ekki ver-
ið til að taka við þeim. Aðspurður
hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa
dýnur til staðar til að taka fallið af
fólkinu sagði Sveinn að enginn tími
hefði unnist til þess í þessu tilviki.
Þeir hefðu ekið á eftir þotunni og þó
varla verið komnir að henni þegar
fólkið streymdi út.
Fær verðlaun fyrir
starf að öryggis-
og siglingamálum
HJÁLMARl R. Bárðarsyni, siglinga-
málastjóra. hefur verið veitt „Internat-
ional Maritime Prize 1983“ sem eru
alþjóðleg verðlaun veitt vegna fram-
lags einstaklings til siglingamála og
verkefna Alþjóðasiglingamálastofnun-
arinnar, sem einkum varða öryggi sjó-
farenda og varnir gegn mengun sjávar.
Að þessu sinni komu fjórir ein-
staklingar til greina við úthlutun
verðlaunlanna og var Hjálmar val-
inn í leynilegri atkvæðagreiðslu á
ráðsfundi Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar sl. fimmtudag. Áður
hafa þau verið veitt þrisvar sinnum.
Verðlaunin eru peningaverðlaun, um
1.000 dollarar, auk höggmyndar af
höfrungi. „Ég er ákaflega ánægður
með að hljóta þessi verðlaun," sagði
Hjálmar R. Bárðarson er álits hans
á verðlaunaveitingunni var leitað.
„Ég lít á þetta sem mikla viðurkenn-
ingu á starfi mínu að þessum málum
í 30 ár. Afhendingin fer fram við
hátíðlega athöfn í London í haust og
er ætlast til að ég flytji erindi við
KoA f í*»líifí*»ri “ GQrrAÍ UÍÁlmno
Mætti ekki segja frá því þó
ég myndi eitthvað merkilegt
— segir Njörður Snæhólm, en Helgi Daníelsson tekur á næstunni við
störfum hans sem yfirlögregluþjónn Rannsóknalögreglu ríkisins
Njörður Snæhólm og Helgi Daníelsson, fráfarandi yfirlögregluþjónn RLR, og
eftirmaðurinn. Myndin var tekin í hófi, sem rannsóknarlögreglumenn héldu
Nirði til heiðurs á föstudagskvöldið. Mbl / Júllus.
„MÉR FINNST yfirleitt ekkert
merkilegt. Allt sem gerist er frek-
ar eðlilegt í mínum huga, allt sem
Drottin skapar hlýtur að vera eðli-
legt. Ég segi ekki að ég hafi alltaf
verið þessarar skoðunar en eftir
stríðið og allt, sem maður sá þá,
hef ég verið stemmdur á þennan
hátt.“ Þetta segir Njörður Snæ-
hólm, sem senn lætur af störfum
sem yfirlögregluþjónn í Rann-
sóknarlögreglu ríkisins eftir 38
ára starf í lögreglunni.
Hann hefur staðið upp frá
skrifborðinu sínu í síðasta sinn,
þótt hann láti ekki formlega af
störfum fyrr en 1. ágúst næstkom-
andi, en þá sest í stólinn hans
Helgi Daníelsson, lögreglufulltrúi,
sem hefur verið skipaður yfirlögr-
egluþjónn RLR frá og með sama
tíma. Þangað til gegnir stöðunni
Ragnar Vignir, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn og yfirmaður tækni-
deildar RLR.
„Það er bara gott hljóð í mér,“
sagði Njörður Snæhóim þegar
blaðamaður Mbl. ræddi við hann í
tilefni tímamótanna. „Ég er ekk-
ert farinn að hugsa mikið hvað ég
ætla að gera af mér þegar ég er
sestur í helgan stein, eins og það
er víst kallað; og þó, ég ætla að
byrja á að ná mér niður í sköttum.
Svo sé ég til.“
Njörður hóf störf í Reykjavík-
urlögreglunni 1946, þá með lautin-
antstign í norska flughernum, sem
hann barðist með í síðari heims-
styrjöldinni. „Ég nenni nú ekki að
þvæla mikið um veru mína í hern-
um, ég hef gert það svo oft,“ sagði
hann á sinn dæmigerða hátt, sem
er einskonar blanda af hryssingi
og föðurlegri blíðu. „Ég var búinn
að sækja um starf í lögreglunni
fyrir stríð. Þá í augnablikinu átti
ekki að bæta við mönnum, svo ég
fór til Noregs og vann þar í tæp
þrjú ár á hænsna- og svínabúi. í
apríl 1940 átti að bæta við lög-
reglumönnum í Reykjavík og þá
kom ég heim. Skömmu síðar her-
námu Bretar landið og þá var sá
draumurinn búinn. Ég fór þá til
Kanada og settist á skólabekk í
norskum herskóla. Svona, þetta er
nóg um það allt saman. Ég er bú-
inn að vera í lögreglunni í 38 ár og
verð 67 ára í næsta mánuði. Þá
verður samanlagður aldur minn
og starfsaldur 100 ár.“
Hann varð yfirlögregluþjónn við
stofnsetningu Rannsóknarlög-
reglu ríkisins 1977 en hafði áður
verið aðalvarðstjóri í rannsóknar-
lögreglunni í Reykjavík um árabil.
Og honum þykir fátt orðið merki-
legt. En hvað skyldi hafa verið erf-
iðasta viðfangsefnið á löngum
ferli?
„Það er nú alltaf spursmál.
Stóru málin geta reynst lítil þegar
öllu er á botninn hvolft og litlu
málin stór. Þau geta verið alveg
jafn erfið á meðan maður veit ekki
almennilega hvað maður er að
gera. Erfiðast held ég þó að sé, og
hafi alltaf verið, að tilkynna fólki
um dauðsföll ættingja og ástvina.
Það má kannski segja, að það
komist í vana á vissan hátt en það
er þó aldrei eins og að drekka
vatn. Fólk er alltaf misjafnt og
bregst misjafnlega við eins og
eðlilegt er.“
— Bráölega geturðu farið að
fylgjast með störfum RLR úr fjar-
lægð — ertu ánægður með stofnun-
ina núna?
„Já, þetta er gott eins og það er.
Þetta veltur alltaf mikið á yfir- og
undirmönnum, allt þarf að spila
sarnan."
— Manstu eftir einhverju sér-
stöku úr starfinu, sem þú vildir segja
frá í lokin?
„Nei, ég man ekki eftir neinu —
og þó svo væri, þá mætti ekki tala
um það.“
Höfum staðið okkur
nokkuð vel
Helgi Daníelsson, lögreglu-
fulltrúi, sagðist rétt vera að átta
sig á að hann hefði fengið starfið
þegar blm. ræddi við hann. „Þetta
leggst bara vel í mig. Það á auðvit-
að alveg eftir að koma í ljós hvern-
ig þetta verður; ég hef nokkuð
lengi verið við stjórnunarstörf, svo
kannski verður ekki svo mikil
breyting á högum manns eða
starfi. Það skiptir auðvitað mestu
máli í þessu sambandi að starfsfé-
lagarnir eru mjög góðir,“ sagði
hann.
Helgi hefur verið lögreglumaður
í tuttugu ár, þar af átta á Akra-
nesi, þar sem hann gerði garðinn
frægan sem einhver fræknasti
markmaður íslenskrar knatt-
spyrnusögu. Nú er hann hættur í
fótboltanum að öðru leyti en því
að hann á sæti í stjórn KSÍ og
situr í aganefnd sambandsins.
Hann þrætir fyrir það að hann sé
búinn að fá nóg af hinni eiginlegu
rannsóknarvinnu lögreglumanns-
ins. „Nei nei, alls ekki,“ sagði
hann. „Þú verður að gæta að því
að ég er ungur maður — ég er bara
51 árs.“
Lengst af starfsferils síns hjá
rannsóknarlögreglunni hefur
hann haft með afbrot unglinga að
gera. „Það er erfitt og krefjandi
starf," sagði hann. „Það er ótrú-
lega stór hópur ungmenna, sem
hefur farið í gegnum hendurnar á
manni, ef svo má að orði komast,
og allt of stór hópur, sem kemur
aftur og aftur við sögu. Langflest-
ir láta auðvitað af óknyttunum en
aðrir færa sig upp á skaftið. Það
raunaiegasta við þennan mála-
flokk er að vita að þessi börn og
unglingar eru yfirleitt fórnarlömb
aðstæðna, sem þau hafa sjálf á
engan hátt skapað. Níu af hverj-
um tíu eru úr sama umhverfi eða
svipuðu. Þetta eru fyrst og fremst
fjölskyldu- og foreldravandamál,
þar sem aðhaldið er oft afskaplega
lítið. Margir af þessum krökkum
eru vel gert fólk, sem aðstæðurnar
eyðiieggja. Ég hef satt að segja oft
litið í eigin barm og hugsað með
mér hvernig maður væri staddur í
lífinu ef maður hefði sjálfur búið
við slíkar aðstæður í æsku. Ég
hugsa það helst ekki til enda ..."
—Ertu ánægður með stofnunina,
Rannsóknarlögreglu ríkisins?
„Já, ég held að við séum nokkuð
vel í stakk búnir til að gegna
okkar hlutverki og trúi því, að við
höfum staðið okkur nokkuð vel.
Það hefur margt orðið til bóta í
starfinu á undanförnum árum og
vonandi verður þróunin á sama
veg,“ sagði Helgi Daníelsson, hinn
nýi yfirlögregluþjónn Rannsókn-
arlögreglu rfkisins.
— ÓV.