Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 37 Árne8Íngakórinn ásamt stjórnanda sínum, Guðmundi Ómari Óskarssyni, á Árnesingamóti í vor, þar sem minnst var 50 ára afmxlis félagsins. I.jósmynd: Árnesingafél. i Rvik. Árnesingaf élagið í Reykjavík 50 ára LISTAHÁTÍÐ í reykjavík #117 JÚNÍ1984 Árnesingafélagið í Reykjavik varð 50 ára hinn 27. maí síðastliðinn og eru félagsmenn nú um 400. Auk þess að stuðla að kynningu og samstarfi milli Árnesinga sem búsettir eru í höfuðborginni, hefur félagið beitt sér fyrir varðveislu sögulegra minja úr Árnesþingi og annarra menningarverðmaeta og stuðlað að útgáfu bókmenntaverka, sem tengjast Árnessýslu. Félagið var stofnað 1934 og hef- ur árlega gengist fyrir Arnes- ingamótum í Reykjavík, þar sem þjóðkunnir Árnesingar hafa lagt því lið, auk þess sem Jónsmessu- mót hafa verið haldin heima í hér- aði. Mikið skógræktarstarf hefur verið unnið á vegum Árnesingafé- lagsins í Reykjavik um áratuga- skeið. Félagsmenn hafa plantað tugum þúsunda trjáplantna, eink- um að Áshildarmýri. Félagið fékk fyrir all mörgum árum til umráða hinn forna vor- þingsstað Árnesinga í landi Minna-Hofs í Gnúpverjahreppi og hefur unnið að varðveislu þeirra minja sem þar eru. Árnesingakórinn, sem haldið hefur uppi þróttmiklu söngstarfi um árabil, er ekki formlega tengd- ur Árnesingafélaginu i Reykjavík, en var í upphafi myndaður innan félagsins. Söngstjóri kórsins nú er Guðmundur ömar óskarsson og formaður Þorgerður Guðfinns- dóttir. Hinn 13. april síðastliðinn var efnt til sérstaks Árnesingamóts, sem helgað var hálfrar aldar af- mæli félagsins. Meðal gesta á mót- inu voru fyrrverandi formenn fé- lagsins, sem eru á lifi. Jónsmessu- mót Árnesingafélagsins f Reykja- vík verður að þessu sinni haldið að Flúðum í Hrunamannahreppi hinn 23. júni næstkomandi. Heið- ursgestir mótsins verða Yngvar Þórðarson, Reykjum á Skeiðum, og kona hans, Sveinfríður Sveinsdóttir, og Sigurður Ingi Sig- Guðmundur Jónsson, lórmaður hestamannafélagsins á Höfn, Horna- firði, stendur hér við félagsmiðstöð þá sem hestamenn á Höfn eru að reisa. Homafjörður: Hestamenn undir- búa fjórðungsmót HESTTAMENN á Hornafirði undirbúa nú af kappi fjórðungsmót sitt, sem haldið verður á Fornustekkavelli við Hornafjörð dagana 28. júní til I. júlí. Unnið er nú að framkvæmdum á mótsvæði og ganga þær vel. Félagar í hestamannafélaginu Hornfirðingi eru nú að reisa félagsmið- stöð sína, sem er veglegt hús, um 300 m2 með danssal. Guðmundur Jónsson, formað- stæði góð svo og öll þjónusta. ur hestamannafélagsins, sagðist Þorsteinn Bjarnason, hrossa- gera ráð fyrir að gestir á mótinu ræktarráðunautur, hefur nýlega verði á bilinu 1.000—1.500. Að lokið forskoðun á Austurlandi sögn Guðmundar er aðstaða á vegna fjórðungsmótsins á mótsvæðinu mjög góð, tjald- Fornustekkavelli í Hornafirði. urðsson, fyrrverandi oddviti á Selfossi, og kona hans, Arnfríður Jónsdóttir. Núverandi formaður félagsins er Arinbjörn Kolbeinsson læknir og aðrir í stjórn eru Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, frú Esther Steindórsdóttir, Sigmund- ur Stefánsson framkvæmdastjóri og frú Unnur Stefánsdóttir. MIÐASALA: Gimli v/Lækjargötu: Opið frá kl. 14.00—19.30. Sími 621155. Vörumarkaöurinn Seltjarnarnesi og Mikligaröur v/Sund: Fimmtud. kl. 14:00—10:00 Föstud. kl. 14:00—21:00 Laugard. kl. 10:00—16:00 STÓRVIÐBURÐUR í HEIMI JASSINS THE MODERN JAZZ QUARTETT heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld 16. júní kl. 21.00. Einstætt tækifæri til að heyra jass eins og hann gerist bestur. Kvartettinn skipa: John Lewis píanó, Milt Jackson, vibrafón, Percy Heath, bassa, Conney Kay, trommur. MetsöluUad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.