Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 135. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aukakosningar f Portsmouth: Áfall fyrir íhaldsflokk 1’orLsmouth, Knglandi, 15. júní. AF. KOSNINGABANDALAG írjálslyndra og jafnaAarmanna vann óvæntan sifrur í aukakosningum í Portsmouth í gær en kjördæmið hefur verið gróið íhalds- kjördæmi. Er litið á úrslitin sem alvar- legt áfall fyrir ríkisstjórn Margaret Thatcher. „Úrslitin eru sönnun þess, að kosningabandalagið er helsta stjórn- arandstöðuaflið og það spáir ekki góðu fyrir ríkisstjórnina og Thatch- er,“ sagði David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins, en frambjóð- andi kosningabandalagsins, Michael Hancock, ómerkti allar kosninga- spár með því að bera sigurorð af Ihaldsflokknum. Til kosninganna var boðað vegna láts íhaldsmannsins Ralph Pink, sem hafði verið þing- maður kjördæmisins í 18 ár. í síðustu kosningum sigraði fhaldsflokkurinn með 12.335 at- kvæða meirihluta en nú var meiri- hluti kosningabandalagsins 1.341 at- kvæði. Þessi ósigur íhaldsflokksins skiptir engu máli á þingi þar sem flokkurinn hefur 143 sæta meiri- hluta en er samt verulegt áfall fyrir Thatcher og ríkisstjórnina. Á það einnig við um kosningarnar til Evr- ópuþingsins þar sem Verkamanna- flokkurinn hefur aukið mjög fylgi sitt. Leitað að liðhlaupum AP. Páfi kannar varðliðið Jóhannes Páll páfi II er nú á ferð ( Sviss og var í dag staddur í Einsiedeln, þar sem hann ræddi við presta kaþólsku kirkjunnar í landinu. Báru þeir upp við hann vandkvæði sín og áhyggjuefni, en af þeim má nefna einlífi klerka, þátttöku kvenna í guðsþjónustuhaldi og hvernig kirkjan eigi að koma fram við kaþólikka, sem hafa skilið. Heimsókn páfa lýkur á sunnudag. Þessi mynd var tekin þegar páfi kom á mikinn leikvang í Lugano þar sem hann hélt messu. Hér kannar hann heiðursvörð svissneskra varðliða. Tveir indverskir hermenn, annar með eldvörpu á öxl, gæta þjóðvegar skammt frá Nýju Delhi og leita liðhlaupa úr hernum. Er þar um að ræða hermenn af trúflokki sikha, sem hafa viljað mótmæla aðfórinni að trúbræðrum sínum í Punjab. íranir vilja hætta árásum á olíuskip __ d.l..;. i r. au Manama, Bahrain, 15. júní. AP. ÍRAKAR vöruðu í dag írani við og kváðust mundu hrinda af höndum sér sérhverri sókn þeirra en íranir voru á hinn bóginn fremur hógværir í yfirlýsingum sínum og buðust til að hætta árásum á olíuskip á Persaflóa ef írakar gerðu slíkt hið sama. Ir- anskri farþegaflugvél í innanlands- flugi var rænt í dag og var hún lent í Luxor í Egyptalandi þegar síðast fréttist. Yfirmaður íraska flughersins sagði á blaðamannafundi í Bagdað í dag, að hafnbannið á Kharg- eyju, helstu olíuútflutningshöfn Irana, væri aðeins upphafið að enn víðtækari aðgerðum ef stjórn- in í Teheran „héldi áfram hernað- inum gegn Irak og hagsmunum Arabaríkjanna við Persaflóa". Sagði hann íraska flugherinn full- færan um að verja allt svæðið „gegn ævintýramennsku og árás- um Khomeinis". Hashemi Rafsanjani, talsmaður íranska þingsins, sagði við messu í Teheran í dag, að íransstjórn myndi fagna því ef framkvæmda- stjóri SÞ, Perez de Cuellar, færi fram á, að ekki yrði ráðist á olíu- skip á Persaflóa. Sagði hann, að Kosningarnar til Evrópuþingsins: íhaldsflokkur og andstæðingar EBE sigurvegarar í Danmörku Breski Verkamannaflokkurinn jók verulega fylgi sitt Kaupmannahöfn «g Brus.seI. Krá lb Björnbak, frétlaritara Mbl. og AF. KOSNINGAR til Evrópuþingsins fóru fram í mörgum aðildarlöndum Efna- hagsbandalagsins í gær, fimmtudag, en í sumum verður kosið á sunnudag. Engar tölur verða því birtar fyrr en eftir að kjörstöðum verður lokað þann daginn. Ljóst er þó, að litlar breytingar hafa orðið í kosningunum í gær nema í Bretlandi þar sem Verkamannaflokkurinn jók mjög fylgi sitt á kostnað íhaldsflokksins. ( Danmörku þykir víst, að sigurvegarar kosn- inganna þar hafi verið íhaldsflokkurinn og andstæðingar aðildarinnar að EBE. Skoðanakannanir í Danmörku gefa til kynna, að íhaldsflokkur Poul Schluters, forsætisráðherra, og andstæðingar aðildarinnar að EBE, Sósialski þjóðarflokkurinn og Þjóðarhreyfingin gegn EBE, hafi unnið á í kosningunum en að mestur hafi orðið ósigur Fram- faraflokksins. Mogens Glistrup, fyrrum leiðtogi hans, var í fram- boði og hafði gert sér vonir um að verða kjörinn en af því mun ekk- ert hafa orðið. Sagði Glistrup í dag, að það væri ekki undarlegt þótt kjósendur vildu ekki styðja flokk, sem væri sjálfum sér sund- urþykkur. Dönskum jafnaðarmönnum vegnaði ekki jafn vel og þeir höfðu sjálfir vonað og fá líklega sama fulltrúafjölda og áður og kannski þann fulltrúa, sem losnar þegar Grænlendingar ganga úr EBE um næstu áramót. Samkvæmt skoð- anakönnunum er ekki lengur meirihluti meðal Dana fyrir að- ildinni að EBE en á hinn bóginn er sá hópur mjög stór, sem ekki veit hvað hann vill. Svo virðist sem hann hafi stækkað og þykir það nokkuð hlálegt því að á það var lögð mikil áhersla fyrir kosn- ingarnar, að fólk gerði upp hug sinn til EBE. I gær var einnig kosið í Bret- landi, Hollandi og á írlandi og munu litlar breytingar hafa orðið í tveimur síðastnefndu löndunum. í Bretlandi aftur á móti jók Verkamannaflokkurinn mjög fylgi sitt en íhaldsflokkurinn tap- aði að sama skapi. Er líklegt talið, að þingmannatala Verkamanna- flokksins hafi aukist um 17, úr 16 í 33, en íhaldsþingmönnunum fækkað um 17, úr 60 í 43. Kosningaþátttaka var víðast hvar minni en árið 1979 þegar fyrst var kosið til Evrópuþingsins nema í Danmörku þar sem hún var meiri. í Bretlandi var hún ekki nema um 30% og hvergi minni. Breskur þingmaður sagði í dag, að Bretar mættu skammast sín fyrir áhugaleysið. íranir myndu ekki hleypa af einu skoti á flóanum ef írakar hættu að ráðast á olíuskip. Þessar yfirlýs- ingar eru raktar til þeirra áhyggna, sem íranir hafa af minni olíuútflutningi, en ekki til áhuga þeirra á raunverulegum friðar- samningum. Talið er víst, að þeir séu enn að undirbúa stórárás gegn írökum. transkri farþegaflugvél með 44 farþega innanborðs var í dag rænt og snúið fyrst til Manama í Bahr- ain en síðan til Luxor i Egypta- landi. Eru flugræningjarnir átta talsins, fimm menn úr hernum en þrír óbreyttir borgarar. Munu þeir nú þegar hafa beðið um hæli í Eg- yptalandi sem pólitískir flótta- menn en ýmislegt bendir til, að egypsk stjórnvöld vilji að flugvél- in fari sem fyrst á brott og flug- ræningjarnir með henni. Alsír og Marokkó: Barist við landamæri ALsírborg, 15. júní. AF. TIL bardaga kom með alsirskum og marokkönskum hermönnum með þeim afleiðingum, að tveir marokkanskir hermenn féllu að því er alsírska varn- armálaráðuneytið skýrði frá í dag. f tilkynningu alsírska varnar- málaráðuneytisins sagði, að alsirsk- ur herflokkur hefði komið að 60 marokkönskum hermönnum á als- írsku yfirráðasvæði og þá slegið i brýnu með þeim þar sem tveir Marokkómannanna hefðu fallið, tveir særst og 31 verið tekinn til fanga. Hinir hefðu flúið yfir til Mar- okkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.