Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI /w TIL FÖSTUDAGS nf r\M Nýju fötin keisarans Yngvi Guðnason skrifar: Heil og sæl, þið sem eruð velvak- andi og ekki síður þið sem sofið. Alltaf er tæknin okkar mannanna að aukast. I rafeindasmásjánni get- um við skoðað ótrúlega smáa hluti, með infra-rauðum geislum getum við tekið myndir í myrkri og með sérstökum útbúnaði getum við jafn- vel skoðað umhverfi okkar í nátt- myrkri. Eitt af nýjustu afrekunum er það, að við hér uppi á íslandi höfum sett upp sýningu á nýju fötunum keisar- ans og birtist jafnvel mynd af þeim á baksíðu Morgunblaðsins 8. júní síð- astliðinn. En eins og í ævintýrinu fræga létu börnin ekki blekkjast. Þau sáu strax að þetta voru bara hrúgur af stein- völum, sem tilvalið var að leika sér að. Mér er bara spurn, hver er að draga hvern á asnaeyrunum? Hvenær eru sund- staðirnir opnir? Klsa l>órey Eysteinsdóttir, tólf ára, skrifar: Kæri Velvakandi. Mig rak í rogastans er ég ætlaði í Laugardalslaugina á annan f hvítasunnu. Þegar ég kom þangað um tólfleytið, var mér sagt að það hefði verið lokað kl. 11.30. Eg taldi víst að það væri annað hvort opið eins og á sunnudögum eða mánu- dögum þ.e. til kl. 17.30 eða léngur. Það kom svo sem til greina að það væri lokað og þess vegna hringdi ég áður en ég fór, en það var alltaf á tali svo að það hlaut að vera opið. En hvers vegna þá til hálf tólf? Hvar kemur það fram? Ég hef í hendi mér- bækling um sumarstarf fyrir börn og unglinga 1984 og þar kemur ekki fram neinn sérstakur opnunartími á annan í hvitasunnu. Sama er að segja um dagbókina á bls. 6 í Morgunblað- inu. Ég vil geta þess að margt fólk var þarna á leið í sund en þurfti frá að hverfa. í framhaldi af þessu vil ég benda á að f Dagbókinni er rangur opnunartími Sundhallarinar og Sundlaugar Breiðholts. Nú er í gildi sumartími en f Dagbókinni virðist enn ríkja vetur. i Ætíð hafa Bandaríkjamenn þurft að koma til hjálpar Húsmóðir skrifar: Afi minn leiddi mig smástelpu niður á bryggju þegar búið var að kasta upp úr bátnum, til að sýna mér að engir tveir þorskar væru eins, þess vegna hlýtur maðurinn að vera misjafn, og hafa sínar per- sónulegu skoðanir. Tvö stjórnmálakerfi hafa komið við sögu á þessari öld og bæði eins hvað það snertir, að maðurinn á að vera réttlaus, eins og skynlaus skepna, eftir kerfisritúalinu. Þegar Hitler ætlaði að leggja undir sig heiminn, þá hrukku lýðræðisþjóð- irnar í Evrópu við, og báðu Banda- ríkjamenn að hjálpa sér. Þeir brugðu skjótt við og sigruðu Hitler, en það kostaði miklar fórnir. Þá „Míg hefur átt i í koti karl“ 6208—9318 skrifar: Kæri Velvakandi. Villt þú gera mér greiða? Ég hef lengi kunnað gátu eftir séra Svein Vlking sem hljóðar svo: Mig hefur ítt f koti karl. Krepptri þritt f hendi falin. Ég er hitt og hnarreist fjall. Hiðung alittumönnum talin. Vilt þú birta þessa gátu f dálkum þfnum og vona ég að einhver komi með ráðninguna sem ég ekki veit sjálf. stolið og eigandi þess getur því leitað til okkar. Það væri synd ef hjólið kæmist ekki í hendur eigenda síns og því vil ég koma þessu á framfæri. Það má geta þess að þetta er grátt karlmannsreiðhjól og er vonandi að eigandi þess reki augun í þessar línur og vitji þess sem fyrst. sendu þeir Marshall-aðstoðina og Evrópa reis úr rústunum eins og fuglinn Fönix. I sigurvímunni gleymdu þjóðirn- ar hinu kerfinu, sem boðaði að kommúnisminn skyldi verða alls- ráðandi, og hvernig er ástandið núna? Strax eftir stríðið reyndu Rússar að halda áfram að leggja undir sig löndin og höfðu stuðning kommúnistanna sem alls staðar fundust, og þeir sviku föðurland sitt í hendur Stalíns, en þegar kom að Vestur-Berlín átti að svelta íbú- ana og koma þeim þannig undir kúgun kommúnismans. Þá sáu Vesturveldin loksins sína sæng upp reidda, og þá máttu Bandaríkja- menn koma aftur, og vegna þess að Leiðakerfi SVK Tvær vinkonur úr Kópavoginum hringdu til Velvakanda og vildu koma eftirfarandi á framfæri: Við erum búsettar í Kópavogi og langar okkur þvf að minnast lítil- lega á leiðakerfi SVK. Við viljum beina þeirri spurn- ingu til þeirra sem sáu um að breyta leiðakerfi SVK hvort kerfið þurfi að vera þannig úr garði gert að allir vagnar gangi á hálftima fresti. Tökum til dæmis farþega sem býr í vesturbæ Kópavogs. Hann þarf fyrst að fara stóran hring í austurbænum áður - en hann kemst leiðar sinnar til Reykjavíkur. í leiðabókinni stend- ur að farþegar úr vesturbænum, sem ætla til Reykjavíkur, skuli fara úr í Hamraborg, en ef það er gert þarf að bíða í hálftíma þar til næsti vagn kemur og það er reyndar sá sami og setti mann út hálfri stundu áður. Við erum mjög óánægðar með þetta kerfi og erum við vissar um að svo er um fleiri Kópavogsbúa. þeir áttu flugvélar sem borið gátu kjarnorkuvopn, þá varð Stalín að láta í minni pokann. Berlínarmúr- inn varð að byggja svo að ekki yrði landauðn í Austur-Þýskalandi. Enn er það svo að til Bandaríkjanna og annarra lýðræðisríkja vilja allir íbúar austurblokkarinnar flýja, en til Rússlands flýja bara landráða- menn. Bandaríkjamenn björguðu mannréttindunum í Evrópu frá nasismanum, og enn heimta þeir að mannréttindum sé komið á, þar sem þeir veita aðstoð. Nú ærast kommúnistarnir hér og víðar, af því að það hillir undir frið og lýðræði í E1 Salvador, og finnst það óbærilegt að skæruliðarnir skuli ekki geta haldið áfram morð- um, ránum, eyðileggingu mann- virkja og eitursölu, sem er aðal- tekjulind þeirra, og þá geta þeir líka borgað Rússum sem heimta svo algjöra undirgefni fólksins, eins og í Póllandi. Stjórnin í Búlg- aríu afgreiðir 50% alls heróíns í Vestur-Evrópu. Það segir frá þessu í nýlegu Úrvali. Er hægt að vera í menningartengslum við svona stjórnvöld? Pakistanar dæma eit- ursalana aftur á móti til lífláts. Hvenær ætla kommúnistar að gera þjóðhetjur úr hryðjuverka- mðnnum, og kenna börnunum slíka hetjudýrkun? Fundið lyklaveski Jón Eiríksson skrifar. Heiðraði Velvakandi. Vinsamlegast, mundir þú viija taka eftirfarandi og birta í hinum víðlesnu pistlum: Lyklavesti fannst laugardaginn 2. þ.m. við Gullfoss. Upplýsingar í sima 12772. Hugheilar þakkirfærum við öllum sem heiðruðu okkur og sýndu okkur vinsemd með heimsóknum, gjöfum og heiUaskeytum á sextugs afmælinu 5. júní sl. Lifið öll heil og sœl. Elsa og Magnús Kjartansson, Hjallanesi. Nýir og notaðir bílar í nýjum og glæsilegum sýningarsal. Golf GTI árg. 1982, svartur. Sapporo 2000 GLS árg. 1981, rauösans. Mazda 626 árg. 1981, blásans. Golf GL árg. 1982, blásans. Colt 1200 GL árg. 1981, blásans. Pajero bensín árg. 1983, rauöur. Buick Riviera árg. 1979, svartur. Jetta CL árg. 1982, hvítur. Audi 80 árg. 1979, grænsans. Audi 100 árg. 1977, blár. Opið ffrá kl. 13—17 í dag ☆ i?itN?TT£&líi?ií ☆ Staðurinnjmm 3 3 3 i i v 4 i i # i Smiðjuyegi FASTIR LIÐIR -tt- ís- -tt- -tt- *- Opiö frá kl. 22.00—03.00 Miðaverö kr. 250 Snyrtilegur klæönaöur Aldurstakmark ’67 (nafnskírteini) Allir keyröir heim Rúta: 1. Breiöh., Árb., Mosfellssv. 2. Kópav., Garöab., Hafnarfj. 3. Um Reykjavík. .ix-&-& i v i # i ☆ i ☆ i ☆ i 17. júní-gleðin hefst í kvöld hjá okkur. ■^^7' iziiN?TTBetff ixix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.