Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 35 Helgi S. Gíslason Tröðum — Minning Fæddur 11. júlí 1913. Dáinn 6. júní 1984. I dag verður Helgi bóndi í Tröð- um og hreppstjóri Hraunhrepp- inga á Mýrum lagður til hinstu hvílu við hlið áa sinna og frænd- liðs í Akrakirkjugarði. Hniginn er svipmikill búhöldur og héraðs- stólpi, félagsfrömuður og tryggða- tröll átthaga sinna og ættar. Frá- fall hans er sjónarsviptir og sökn- uður öllum, sem til þekktu. Helgi Sigurður Gíslason, svo sem var fullt nafn hans, fæddist 11. júlí 1913, eldri sonur hjónanna Gísla Gíslasonar bónda og Krist- ínar Hallbjarnardóttur, sem búið höfðu í Skálanesi frá 1909. Atvikin höguðu því þó svo, að Helgi var fæddur í Hólmakoti. Á uppvaxtar- árunum átti og leið hans eftir að liggja um ýmis býli í sveitinni, Laxárholt, Vogalæk, Litla-Kálfa- læk og Hamra, þar til fjölskyldan staðfestist að Tröðum árið 1926. Hafði yngri bróðirinn, Hallbjörn, þá bæst í hópinn, en þá bræður skilja liðlega 10 ár. Lífshlaup Helga í uppvextinum má teljast dæmigert fyrir líf fólks í þessum sem og væntanlega öðrum íslensk- um sveitabyggðum. Náskylt fólk bjó á grannbæjum og fluttist auð- veldlega milli jarða, eftir því hvernig stóð á um stofnun og slit búskapar, en samhjálp mikil og vistdvalir tíðar. Foreldra Helga bagaði fátækt, sem ekki var auðvelt úr að komast á þeim tíma, enda heilsa föður hans ekki sem best. En þau hjón höfðu orð á sér sem mannkosta- fólk og lögðu mikla rækt við upp- eldi sona sinna. Sjálfur átti ég þess kost að kynnast Kristínu frænku minni aidraðri og ræða við hana um ætt og átthaga. Kom þar glöggt fram, hvern hug hún bar til fremdar og framfara sona sinna sem annarra , og það upplag, er þeim reyndist drýgst veganesti til manndóms og bjargálna. Fara verður fljótt yfir sögu fjöl- mennra og fjölskrúðugra ætta, sem að Helga standa. Gísli faðir hans var sonur Gísla (1828—1917), bónda og skipasmiðs í Skíðsholt- um, Andréssonar bónda á Seljum (1801—1879), Jónssonar, en kona Andrésar var Sigríður Hall- björnsdóttir, bónda í Skutulsey (dáinn 1833). Var þessi föðurætt Helga rakin í 6 þáttum í helgar- blöðum Þjóðviljans í september og október 1983. Kristín móðir Helga var Hallbjörnsdóttir, bónda á Brúarhrauni, er var sonarsonur Hallbjarnar í Skutulsey, en móðir hennar var Guðrún Jónsdóttir, systir Jóns bónda á Skiphyl, tengdaföður Hallvarðs Einvarðs- sonar í Skutulsey og á Fá- skrúðarbakka, afa míns. Þannig fléttast ættirnar margvíslega saman í nálægri fortíð. Nokkru lengra aftur er til ýmissa kunnra Fæddur 31. ágúst 1909 Dáinn 7. júní 1984 Ég vil koma hér á framfæri sfð- búnum þökkum til vinar míns Þorvaldar Thoroddsen, fyrrver- andi hreppstjóra, sem andaðist hinn 7. júní sl. Nú eru níu ár frá því ég kynntist Þorvaldi og var ég svo gæfusamur, að fá að búa í um 12 mánuði á heimili hans og hinn- ar góðu konu hans, Elínar. Varð ég strax var við góðvild og ein- lægni þeirra hjóna. Þau tóku mér, bláókunnugum, sem syni sínum. Á þeim tíma átti ég margar ánægju- stundir með Þorvaldi og fékk að taka þátt i áhugamálum hans. Hann var landsþekktur laxveiði- ættstofna á Vesturlandi að rekja, er bendir til þeirrar atgerviserfð- ar, sem fengið hefur aukið færi á að blómstra í nútímanum. Helgi var aðeins tvítugur, þegar faðir hans féll frá og í hans hlut kom að standa fyrir búinu í Tröð- um, árið 1933. Brátt steig hann það gæfuspor að bindast eigin- konu sinni, Katrínu Guðmunds- dóttur frá Hjörsey og Flesjustöð- um, er kom til hans árið 1935, ágætri og ástúðlegri konu, er stóð fyrir öllu innan stokks af stökum myndarskap og rausn. Bjó hún Helga og bróður hans sérlega fal- legt og vistlegt heimili, annaðist aldraða móður af hlýju, ól upp vænan dætrahóp og stóð að sínum hlut fyrir stækkandi búi með öll- um þeim umsvifum húsmóður, er því fylgja. Voru þau hjón mjög samhent, og veit ég ekkert annað en ástríki í samlifi þeirra. Þeim hjónum varð fjögurra dætra auðið, en einskis sonar, svo sem er þrá flestra, sem bundnir eru jörðinni traustum böndum, en dæturnar hafa allar gefið þeim myndarlega tengdasyni. Hin elsta, Sigrún, fædd 1937, sýndi sérstakar stærðfræðigáfur og gerðist bygg- ingarverkfræðingur og starfar sem slík í Danmörku, gift starfsbróður sínum og tölvufræð- ingi Hans Erik Larsen. Kristín, fædd 1944, á Svein Kristinsson, vélstjóra í Grindavík, Sigurbjörg, fædd 1950, á óskar Þór Óskarsson, vinnuvélstjóra í Borgarnesi og Heiða, fædd 1952, á Birgi Pálsson, bílstjóra í Borgarnesi. Hafa þær dætur verið svo liðtækar við bú- skapinn sem synir væru og tvær hinar yngri enn í seilingarfjar- lægð. Barnabörnin eru nú orðin sjö. Þegar Hallbjörn komst á legg, hófu þeir bræður að reka búskap- inn sem óskipt félagsbú og gengu saman að búverkum og fram- kvæmdum. Að sögn kunnugra var sem sami væri hugur beggja, svo að þegar annar lagði eitthvað til, féll það um leið að vilja hins. Jafn- framt virtu þeir í verkaskiptingu sinni sterkar hliðar hvor annars, svo sem alhliða smíðahæfileika Hallbjarnar og sérstaka hæfni Helga til að beita sér að opinber- um og félagslegum málum. Árang- urinn skilaði sér eftir því í mikilli ræktun og góðum húsakosti, stækkandi og blómlegu búi og rómuðum myndarbrag og snyrti- mennsku í gerð og frágangi mannvirkja og allri umgengni. Það eitt að koma að hliðum þess- ara manna sýndi, hvern manndóm þeir höfðu til að bera. Þótt vítt sé í Tröðum til hafs og himins, varð þar því fljótt þröngt um nytja- land. Eignuðust þeir bræður því með tímanum þrjár nálægar jarð- ir, er farið höfðu í eyði; Skálanes, Skutulsey og Hamraenda, og nytj- uðu með sömu góðu umhirðunni maður og snillingur í að hnýta laxa- og silungaflugur. Sýndi hann næstum ofurmannlega þolinmæði við að kenna mér þessar listir. Þá áttum við margar ánægjustundir við silungsveiðar í Sauðlauks- dalsvatni á sumarkvöldum. Veidd- um silung og ræddum saman. Þorvaldur var mjög vel lesinn og skemmtilegur og hafði ákveðnar skoðánir á mönnum og málefnum. Hann var hagyrðingur góður en flíkaði því ekki. Það er mér ómet- anlegt að hafa átt kost á að kynn- ast Þorvaldi og vera samvistum við hann. Á huga minn leita minn- ingarnar, sem ekki er hægt að rekja hér. Nú er kveðjustund. Þorvaldur er og heima fyrir og með virðingu fyrir minjum mannvistar á þeim. Þessu ágripi búskaparsögu Traðabræðra freistast ég til að láta fylgja ljóðperlu úr erfiljóði Sigurðar Hallbjörnssonar, skáld- bónda á Brúarhrauni, móðurbróð- ur Helga, eftir Jón á Skiphyl, langafa minn. Línur þessar gætu allt að einu verið stílaðar til Helga, um leið og þær túlka al- mennt stöðu bóndans í lífinu og náttúrunni, svo sem verið hefur frá örófi alda. Við stöðuga fræðslu með starfandi hönd stóðstu hvern einasta dag. Þegar að vorbylgjan leið yfir lönd, liljunnar studdir þú hag. Starf það er fagurt sem Ijúfasta ljóð við ljósgeislans græðandi spor. Á jörðinni þinni þú ortir þann óð, sem ilmar hvert einasta vor. Helgi var þeirrar gerðar, að hann ávann sér hvarvetna traust. Gat ég hugsað mér hann vaxa til mikillar ábyrgðar í stærra félags- legu umhverfi en hann bjó við. Virtist mér hann búa yfir upplagi hins góða lagamanns eins og margir af hans ætt fyrr og síðar, og var hreppstjórastaðan nokkur vottur þess. Annars mun ég ekki fjölyrða hér um trúnaðarstörf hans, sem annar mér kunnugri mun greina frá. Fundum mínum og Traðafólks- ins bar fyrst saman í minnisstæð- ri ferð árið 1947 á æskuslóðir föð- ur míns í Skutulsey með viðkomu í Tröðum. Róið var út þangað, en svo vatt Hallbjörn upp segl og fleyið sveif á ölduföldum inn í síð- sumarrökkrið heim um eyja- og skerjatraðir. Árið eftir eignuðust foreldrar mínir jörðina Selja, sem þá fór í eyði, og eftir það var stöð- ugur samgangur við Traðaheimil- ið, frændsemi og vinátta rækt og þangað halds og trausts að leita, þegar við þurfti. Fyrir það allt eru nú færðar alúðarþakkir. Þess er einnig vert að geta, að föðurbræð- ur mínir, Einvarður og Jónatan, héldu jarðarparti af Skutulsey, og voru Traðamenn gæslumenn þeirrar eignar og fúsir ferjunar- menn þeirra bræðra og fjölskyld- unnar. Meðal minnisstæðra ferða, sem Traðafólkið átti sinn góða hlut að, var sú er Jónatan fór með vini sínum Bjarna Benediktssyni, ásamt konum þeirra. I eftirmæl- um sínum eftir Jónatan minntist Bjarni þessa sem mjög ánægjulegs ferðalags, sem þeir hefðu rifjað upp á síðustu samverustund sinni: „Við lögðum þá lykkju á leið okkar niður Mýrar og fórum út í Skut- ulsey, þar sem Jónatan lifði sín fyrstu bernskuár. Nú var eyjan komin í eyði, en Jónatan varð ung- ur í annað sinn, þegar hann sýndi okkur bernskustöðvarnar og hvernig fugl var þar fangaður." Þessi orð hljóta að snerta strengi með öllum, er þekkja slíkt líf af eigin raun. Fáum er gefið að þekkja og meta til fulls þann unað, sem strandlendi Mýra býr yfir, og þá heiðríku fegurð hafs, fjalla og himins, sem yfirskyggir þá staði á góðum stundum. En ég er þess horfinn á fund hins hæsta höfuð- smiðs, en minningar um góðan vin og félaga lifa. Við hjónin vottum þér okkar dýpstu samúð, Elín mín. Ríkharður Másson fullviss, að Helgi var meðal þess- ara útvöldu og hlaut í því sem fleiru umbun fyrir tryggð sína við ættstöðvarnar. Liðið mun hátt á annan áratug síðan beyg setti að vandamönnum um aðsteðjandi heilsubrest Helga. En þá fékk hann hagstæðan úr- skurð, að ekki væri um illkynjaða meinsemd að ræða, og hann fyllt- ist þrótti á ný. En á umliðnum vetri varð ljóst, að alvara var á ferðum. Sumarið hafði verið við- burðaríkt með tugafmælum beggja bræðranna og boðsferð til Danmerkur. Reyndust þeir fagn- aðir því jafnframt kveðjustundir, og er ætíð gott að vera vel kvadd- ur. f marsmánuði lagðist Helgi undir hnífinn, en háði upp frá því æðrulaus sitt lokastríð. Honum gleymdist þrátt fyrir þetta ekki, að vorið sveif að landi með gró- anda og kviknun nýs lífs, og bað konu sína að fara og sinna sauð- burði. Hún náði þó að vera aftur honum nærri, þegar hapn skildi við. Helgi í Tröðum var gæfumaður í faðmi góðrar fjölskyldu og fagurr- ar sveitar og mátti líta ánægður yfir farinn veg. Fyrirbænir fylgja honum fram á veginn og samúð- arkveðjur ættfólksins syðra til Katrínar og allrar fjölskyldunnar. Blessuð sé minning hans. Bjarni Bragi Jónsson. Hniginn er til foldar, eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð, sveitungi minn og vinur, Helgi Gíslason bóndi í Tröðum. Hann var frum- burður foreldra sinna, fæddur í Hólmakoti í Hraunhreppi, 11. júlí 1913. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason frá Skálanesi í Hraun- hreppi og Kristín Hallbjörnsdóttir frá Brúarhrauni í Kolbeinsstaða- hreppi. Helgi ólst upp með for- eldrum sínum, fyrst í Skálanesi í Hraunhreppi og síðar á fleiri bæj- um á Mýrum. Arið 1926 flyst hann með foreldrum sínum og yngri bróður að Tröðum og átti síðan heimili þar til dánardægurs. Eins og algengt var á fyrstu áratugum þessarar aldar ólst Helgi upp við kröpp kjör og kynnt- ist strax á unga aldri hörðum kjörum barna þeirra, er fátækt fólk átti á þeim tímum. Hann tók því ungur þátt í lífsbjargarstriti foreldra sinna og barðist með þeim við fátækt og kreppu. Mér er í minni, að hann sagði mér og konu minni eitt sinn nokk- uð frá uppvexti sínum og m.a. það, að fátæktin hefði farið afar illa í sig og eitt sinn, er hann var barn að aldri, kvaðst hann hafa stigið á stokk og strengt þess heit að berj- ast af alefli við forynju fátæktar- innar. í þeirri glímu hafði Helgi sigur og naut þar aðstoðar bróður síns og dugmikillar konu, en ég hygg að glíman hafi stundum ver- ið nokkuð tvísýn og hörð. Eftirlifandi kona Helga er Katrín Guðmundsdóttir Eyjólfs- sonar bónda á Flesjustöðum og konu hans Ágústu Ólafsdóttur. Hófu þau Helgi og Katrin sambúð árið 1935 og eignuðust fjórar dæt- ur. Helgi tók við búi í Tröðum 1933 að föður sínum látnum og bjó þar með Hallbirni bróður sínum til dauðadags. Þeir bræður byggðu jörðina upp af miklum myndar- skap og hafa rekið þar stórt og gott bú í langan tíma. Mér hefur verið sagt, að hér á árum áður hafi jörðin Traðir verið álitin með rýrari jörðum hér í sveit, en Helgi og hans fjölskylda hafa sýnt og sannað að hægt er að breyta örreytis koti í stórbýli, ef dugnaður, stórhugur og framsýni er annars vegar. Traðir hafa svo lengi sem ég man borið af býlum hér í sveit og þó víðar væri leitað, hvað umgengni og útlit varðar, enda snyrtimennska og reglusemi utan dyra sem innan einstök. Helgi gegndi um árabil ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, átti m.a. sæti í hreppsnefnd óslitið frá árinu 1962 til dauðadags og hreppstjóri var hann frá 1972 til dauðadags. Þessi störf sem önnur rækti hann af einstakri trúmennsku og samviskusemi. Helgi unni mjög sveit sinni og átthögum. Hann var alinn upp við sjó og stundaði sjóróðra fram eftir aldri jafnhliða bústörfunum og þótti vænt um sjóinn. Ég minnist þess, er ég kom að Tröðum einu sinni sem oftar á sl. sumri, að þá var mikil rotnunarlykt úr fjörunni og hafði ég orð á að mér þætti lyktin slæm, en Helgi sagði á sinn skemmtilega hátt, að hún væri fyrir sér sem sætasti hunangsilm- ur. Við Helgi áttum sæti saman í hreppsnefnd Hraunhrepps frá ár- inu 1978 og er margs að minnast úr samstarfi okkar á þeim vett- vangi, sem of langt mál væri upp að telja, en samstarf okkar var mér lærdómsríkt, því slíkur ná- kvæmnismaður var hann í öllu sem hann tók að sér — hjá honum stóð allt sem stafur á bók. Á fyrsta ári mínu í hreppsnefnd og sem oddviti nefndarinnar gerði Helgi sér far um að leiðbeina mér með ýmislegt, sem að hrepps- stjórninni laut og var þá og ávallt gott til hans að leita. Er mér bæði ljúft og skilt að þakka það. Helgi lagði mörgum þörfum framfaramálum lið og er mér minnisstæðastur áhugi hans fyrir lagningu sjálfrennandi vatns um sveitina, en við þá framkvæmd naut hreppsfélagið dyggilega stuðnings Traðabræðra, er þeir lánuðu fé til framkvæmdanna. Við fráfall Helga sjáum við samferðarmenn hans á bak dug- andi drengi og stórt og vandfyllt skarð er höggvið í bændastétt sveitarinnar, en verk hans lifa áfram og verða okkur hinum von- andi hvatning til dugnaðar og trúmennsku í störfum okkar. Að eðlisfari var Helgi alvöru- maður, nokkuð skapríkur og til- finninganæmur, en jafnframt gamansamur og hafði ríkt skop- skyn. Hann var vel lesinn og fróð- ur, minnið gott og sagði sérlega skemmtilega frá. Hann talaði kjarnmikið mál og fallegt, svo eft- ir var tekið, og bar framsetning og málfar glöggt vitni góðrar greind- ar. Helgi var afar trygglyndur, samviskusamur og reglusamur og naut virðingar þeirra er honum kynntust. Hann ræddi ekki oft um einkamál sín, en það duldist eng- um, sem til þekktu, að ást hans og virðing fyrir eiginkonu sinni var einlæg. Það var Helga mikil gæfa að eiga Katrínu að lífsförunaut. í veikindum hans síðasta misseri veitti Katrín honum alla þá ástúð og umhyggju, sem unnt er að veita. Við hjónin minnumst Helga með hlýhug, þakklæti og virðingu og vottum fjölskyldu hans dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefivu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Þorvaldur O. Thorodd- sen fv. hreppstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.