Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1984 fittmsíMaiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þá er fyrst enn meira lesmál um vísuna Sólin gyllir. Oddfríð- ur Sæmundsdóttir í Reykjavík skrifar mér svo: „í gamla vasabók hef ég skrifað: Þrír ferðafélagar stað- næmdust í Tíðaskarði á Kjal- arnesi, þeir horfðu yfir flóann, borgina og fjöllin í fjarlægð. Árni Pétursson læknir var einn þeirra, hann mælti fram þennan vísuhelming: Sólin gyllir haf og hauður heldur svona myndarlega. Guðmundur Sigurðsson bankamaður (einn af Snilling- unum) bætti við: Ekkl er drottinn alveg dauður, ekkert gerir hann kindarlega." Ég þakka Oddfríði þetta bréf. Ef hitt er réttara, um gerð og höfund vísunnar, sem fyrr er fram komið í þáttum þessum, þá er bréf Oddfríðar enn til vitnis um það, hversu góðir höfundar laða að sér góð- ar vísur. ♦ Geir S. Björnsson á Akur- eyri sendir mér þetta ágæta bréf: „Góði Gísli: Það er þetta með rugling á orðunum hurð og dyr, sem spurning er um hvort orðinn sé geigvænlegur (sbr. 244. þátt). Hvað segir þú um þessa setnihgu úr Laxdælu: „Auðr gekk at durum, og var opin hurð ...“? Um þessa setningu segi ég það fyrst, að hún er gott dæmi um það, að málið er duttlunga- fullt og löngum má finna frá- vik hins algenga. í aragrúa dæma um orðið hurð, sem ég tíndi saman í bókum, fann ég annað svipað því sem Geir til- færir. Það er í Fornmannasög- um: „Kerling sat at hurðarbaki; sem hón lítr þenna vánda dreng, grípr hón til hurðarinnar ok slettir opinni... en er óvinr- inn sér, at hurðin lýkst upp ... stökkr hann út af kirkjunni; en eptir þat setr kerling aptr hurðina í stokk með öllum lok- um.“ Ég tek þetta dæmi líka vegna þess, að þar er notuð sögnin að Ijúka(st) = loka(st). Þá gátu menn sagt að hurð væri lokin (aftur). Mér finnst áð opin um hurð, þá sjaldan það kemur fyrir, sé einhvers- konar hliðstæða (og þó and- stæða) við lokin. Frummerking orðsins hurð er víst grind eða fléttuverk, gotn. haurds, lat. crates. Á dönsku er dör haft um hvort tveggja, það sem við köllum hurð og dyr. Líklega hef ég notað orðið geigvænlegur um ruglinginn á þessum orðum, þegar ég heyrði eftir starfs- bróður mínum, að vísu af dönskum uppruna, að hann hefði hótað nemendum sínum að fleygja þeim á hurð. Að sjálfsögðu er það hægt, en ég ímynda mér að hann hafi ætl- að að fleygja þeim á dyr. Um þágufallsmyndina í sambandinu að loka hurðinni má segja að hún gæti verið verkfærisþágufall = að loka dyrunum með hurðinni. * Næsta vandamál er merk- ingarmunur orðanna stjórn og stjórnun. Ég verð að viður- kenna hreinskilnislega að mér er þessi munur ekki full-ljós, enda gefa orðabækur hann óglöggt til kynna. Hitt er til- finning mín, að orðið stjórnun hafi stundum hin síðari ár sótt óþarflega fast á orðið stjórn. Stjórnun er rétt myndað af stjóma og eldra en ég hélt í málinu. Það kemur fyrir í þýð- ingu á Mynstershugvekjum og mætti vera komið frá Fjölnis- mönnum. Fyrir mér, og reynd- ar fleirum, er einn munur skýr á stjórn og stjórnun: Stjórn getur bæði merkt hugtakið að stjórna og menn sem það gera, sbr. rfkisstjórn, félagsstjórn og hússtjórn. Stjórn getur þannig verið sama sem stjórnarnefnd, en stjórnun (e. management) er alltaf huglegt (afstrakt) = það að stjórna. Mér skilst að stjórnunarfélag sé til þess að kynna skynsam- 247. þáttur legar aðferðir við það að stjórna og vísa þessu vanda- máli til Stjórnunarfélags ís- lands og bið stjórn þess liðsinn- is, sbr. fordæminguna á stagl- stílnum í síðasta þætti! * Sögnin að þróa hefur mjög góða merkingu: þroska, efla, auka, láta vaxa. Naumast ætti að vera þörf á því að þróa upp, eins og sjá má ritað og heyra sagt. Þróun er hreyfing á upp- leið, ekki niður. Þegar menn tala um að þróa upp aðferðir, finnst mér það heldur böngu- legt mál. Menn finna upp að- ferðir, bæta þessar aðferðir og æfa þær jafnvel. Ætli leiðinda- málið að þróa upp geti ekki ver- ið samruni úr finna upp og þróa? ♦ Hvort eiga menn heldur að segja og skrifa að lýsa yfir ein- hverju eða lýsa einhverju yfir? Ég hef grufíað út í þetta fyrr og síðar og komist að þeirri niðurstöðu að hvort tveggja væri jafngilt. Fjölmörg dæmi eru um það í fornu máli, að hafa fyrri orðaröðina, sem sumum málvísum mönnum þykir þó lakari. Hér eru aðeins tvö af mörgum: „Hann lýsir yfir því, at hann mun fara til íslands með Ingi- rnundi," segir í Vatnsdæla sögu, og í Eyrbyggju: „Lýstu þeir þá yfir því, að þeir mundu eigi troða skó til að ganga þar í útsker til álf- reks.“ * Mér var fengin í hendur klippa úr ritinu Hlynur. Þar er að finna þessa álappalegu línu undir mynd: „Það var þéttset- inn Svarvarðardalurinn á aðal- fundi Sf. KRON sem haldinn var í Hamragörðum." Nafn fæðingarsveitar minn- ar er Svarfaðardalur, og ef menn vita að KRON stendur fyrir Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, ætti að vera óþarfi að setja Sf. fyrir fram- an. Hvernig þætti mönnum Sf. KEA og Sf. SÍS? g usava FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Opið kl. 1—4 Raðhús — Bílskúr við Goöaland sem er boröstofa, dagstofa, hol, eldhús, 4 svefn- herb., baðherb. og gestasnyrt- ing. í kj. er stórt fjölskylduherb., snyrting meö sturtu, þvottahús og geymslur. Samtals 230 fm. Bílskúr 25 fm. Verð 4,5 millj. Laugateigur 4ra herb. rúmgóö og björt kjall- araibúö. Laus strax. Falleg lóö. Verð 1650 þús. Útb. 60%. Hverageröi Einbýlishús viö Laufskóga 4ra herb. 100 fm. Laust strax. Verð 1,2 millj. Félagasamtök — Hestamenn Hef í einkasölu jarðir í Ölfusi og Stokkseyrarhreppi. Heigi Ölafsson, löggiltur fasteignasali, kvötdsimi: 21155. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' sjöum Moggans' Grundarfjöróur Til sölu einbýlishús tæplega fokhelt á fallegri sjávarlóð. Skipti á íbúð á Reykjavíkursvæöinu koma til greina. Upplýsingar í síma 84840 eftir kl. 20.00. EINBÝLISHÚS VIÐ GARÐAFLÖT Sérlega vandað og fallegt 160 fm einbýlishús er til sölu. Tvöfaldur 50 fm bílskúr. 20 fm í kjallara. Upphit- uð innkeyrsla. Ræktaður fallegur garöur. Sérlega vönduð eign. Upplýsingar í síma 42481. HRAUNHAMAR__________Sími 54511 Þingvallavatn Sumarbústaðalóðir 1. Mjög falleg 3000 fm lóö í Miðfellslandi nálægt Kaldárhöföa. 2. 2000 fm lóð í Miöfellslandi. 3. 2000 fm lóö viö Stelkjarlund í Miöfellslandi. VJÐ ERUMÁ REYKJAVÍKURVEGI72, HAFNARFTRÐI, Bergur A HÆÐINNIFYRIR OFAN KOSTAKAUP „ , „ Magnus S. F/eldsted. Hs. 74807. Oliversson Garðastræti 45 Símar 22911-19255. Opiö í dag frá 1—4. Raðhús — Engjasel Um 150 fm endaraöhus viö Engjasel. Bilskyli. Einbýli — Garðabær Til sölu eldra einb. á einni hæö meö stórri og vel ræktaóri eignarlóó vió Faxatún. Hæöin er um 150 fm, 4 svefnh., 50 fm bílsk. fylgir Bein sala. Seljahverfi — einbýli Einbýli á einni hæö á eftirsóttum staö i Seljahverfi. Innb. bilsk. Mikiö rými i kjallara fylgir. Hæöin er um 150 fm. Skipti á raöhúsi, mætti vera í smióum, helst á svipuóum slóöum, möguleg. Kleppsvegur - 4ra herb. Um 117 fm íb. á 1. hæö. Bílskýlisróttur. Engjasel — endaraðh. Um 150 fm endaraöh. viö Engjasel. Bílskýli. Asparfell — 4ra herb. Um 125 fm rúmg. íb. á hæö í lyftublokk viö Asparfell. Gamli bærinn Hæð og ris Vorum að fá i sölu hæð og ris í eldra steinhúsi ca. 90 fm við miöborgina. A hæöinni er 3ja herb. ibúö og i risi er herb. m.m. Eignin þarfnast standsetn- ingar. Verö tilboö. Gamli bærinn Um 92 fm 4ra herb. ibúö á hæö í nýlegu húsi viö Leitsgötu M.a. 3 svefnherb Hólahverfi — 2ja herb. Um 60 fm 2ja herb ibúö á hæö viö Krummahóla M.a. Þvottahús á hæö- inni, víösýnt útsýni. Bein sala. Nokkrar glæsilegar eignir á sölu- skrá. Einungis í makaskiptum. Jón Arason lögmaöur, málflutnings og fasteignasala. Heimasími sölustjóra 76136. MH>BOR Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæö. Símar: 25590 — 21682. Opiö frá kl. 12.00—18.00 2JA HERBERGJA Eyjabakki Einstaklega rúmgóö íbúö. Stórt svefn- herb. og stór stofa. Frábært útsýni. Verö 1450 þús. Austurbrún Einstaklingsíb. á 6. hæö í lyftublokk á einum besta staó bæjarins. Frábært tækifæri fyrir eldra fólk. í skiptum fyrir stærri eign t.d. 3ja herb. íb. Verö 1,3 millj. Bólstaðahlíö Rúmgóö 60 fm ibúö á jaróhæö. Góö sameign. Ákv. sala. Verö 1350 þús. Blikahólar Góö 65 fm íbúó meö sérlega góöum innr. Ákv. sala. Krummahólar Falleg 65 fm íbúö. Stórar suöursvallr. Gott útsýní. Ákv. sala. Verö 1250—1300 þús. Þingholtsstræti Kjallari lítiö niöurgrafinn 45 fm. Ákv. sala. Veró 800 þús. 3JA HERBERGJA Furugrund í nýlegu fjölbýlishúsi. Aögangur aó bílskýli. íbúóin er á efstu hæö, lyfta í húsinu. Verö 1750 þús. Kjarrhólmi Á 1. hæð i fjölbýlishúsi, nýleg og falleg ibúö, þvottahús í íbúöinni. Verö 1,6 millj. Njálsgata Nýuppgerö, falleg (portbyggö), ris. Laus strax. Verö 1550 þús. Suöursv. Maríubakki Falleg 85 fm íbúö á 3. hæö Ný eldhús- innr. Nýtt gler. Ákv. sala. Verö 1650—1700 þús. 4RA HERBERGJA Áiagrandi Einstök ibúö í nýju fjölbýlishúsi á 3. hæö. Verö 2,5 millj. Óskum eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá Komum og skoöum, verðmetum samdægurs. Lækjargata 2 (Nýja Bió húsinu) 5. hæð. Simar: 25590 — 21682. Ðrynjólfur Eymundsson, hdl. Álftahólar ♦ bílskúr, frábært útsýni tll suöurs og vesturs. 3 svefnherb., stór stofa. Verö 2 millj. Laus strax. Asparfell 1 lyttublokk á 3. hæö. Verö 1,6 millj. Barónsstígur Sórstaklega hentugt fyrir fólagasamtök, vegna staösetningar. Einnig ágæt. Verö 1.8 millj. 5—6 HERBERGJA Skípholt 5 herb. ca. 135 fm + bílskúr á 1. hæö í þríbýllshúsl. Verö 2,9 millj. Háaleitisbraut 6 herb. glæsileg íbúö á 4. hæö. Vand- aöar innr. Akv. sala. Verö 2,7 millj. Kríuhólar Rúmgóö 136 1m ibúö í lyftuhúsl. G6Ö sameign Akv. sala. Laus strax. Skipti möguleg á minni. Verö 2050 þús. RAÐ- OG EINBÝLISHÚS Flúðasel Mjög vandaö raöhús 240 fm. Sauna í kj. Húsiö er í sórflokki. Ákv. sala. Verö 4,3—4,4 millj. Skólavöröuholt 2 X 50 fm, 3 svefnherb., 2 saml. stofur, 30 tm atvinnuhúsnæöi. Verö 2,3 mlllj. Digranesvegur Steinsteypt einbýii, ca. 85 fm aö grunnfleti, hæö og ris og kjallari + bíl- skúr. Hæö: 3 stofur, eldhús og baöh. Ris: 4 svefnherb., baöherb., skáli. Kjall- arí: einstaklingsíbúö. Stór og góóur bílskúr. Frábært útsýni, gróskumikill og fallegur garöur. Verö 3,9 millj. Seltjarnarnes Failegt 155 fm parhús á einni hæö ásamt góöum bílskúr. Húsíö sklptist í 3 svefnherb., 2 stofur, húsbóndaherb. Ákv. sala. Verö 3,9 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.