Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 Sjávarútvegur í Reykjavík í tilefni Reykjavíkurbréfs 10. júní — eftir dr. Ágúst Einarsson I Reykjavíkurbréfi 10. júní síð- astliðinn er m.a. fjallað um útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík af slíkri vanþekkingu gagnvart því fólki, sem vinnur við sjávarútveg í höf- uðborginni, að ekki verður hjá komist að upplýsa lesendur Mbl. um staðreyndir mála. Reykjavík er ein stærsta ver- stöð landsins og hefur undanfarin ár verið í efsta sæti, ofan við Vest- mannaeyjar, Grindavík, Þorláks- höfn og fleiri staði, sem eru stórir í fiskvinnslu. Samt er sú spurning vakin upp í fullri alvöru, „hvort það sé yfir- leitt nokkurt vit í því að nota alla þá fjárfestingu, sem liggur í tog- urum og frystihúsum Reykvíkinga til þess að veiða og vinna aðallega karfa.“ Mesta verðmætið er í Reykjavík Ef teknir eru fyrstu 4 mánuðir þessa árs, þá sýnir eftirfarandi tafla heildarafla togara í Reykja- vík og heildarverðmæti þess afla. 15 togarar eru gerðir út frá Reykjavík og af þeim var tveimur BÚR-skipum lagt á tímabilinu. Taflan sýnir samanburð við aðra landshluta. Fjöldi Afli í Heildarverð- togara þús. tonna mæti í m. kr. Reykjavík 15 16 239 Austfiróir 14 13 166 Akureyri Norðurland 4 6 58 utan Akureyri 20 16 187 Vestfiröir 14 17 182 Vesturland Suóurland og 7 9 83 Vestmannaeyjar Suöurnes og 7 8 86 Hafnarfjöröur 17 12 135 Eins og skýrt kemur fram í töfl- unni er meira aflaverðmæti á tog- urunum í Reykjavfk, en til að mynda á öllum Vestfjörðum, öll- um Austfjörðum og reyndar meira en í nokkru öðru kjördæmi. Við veiðar og vinnslu starfa um það bil 1.500 manns í Reykjavík. Höfundi Reykjavíkurbréfs er hollt að hafa í huga, að starf konu, sem vinnur við að snyrta fisk í Hrað- frystistöðinni í Reykjavík, er jafn mikils virði og sama starf hjá konu til að mynda á Raufarhöfn. Þessir 1.500 einstaklingar í frumvinnslu sjávarútvegs í Reykjavík eru orðnir langþreyttir á þeirri sífelldu fyrirlitningu á störfum þeirra, sem fram kemur í opinberri umræðu. Við í sjávarútvegi í Reykjavík skilum drjúgum hluta gjaldeyris- tekna þessarar þjóðar og slíkt ætti að vera hægt að virða. Mikilvægi sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar er ómetanlegt eða um % af öllum gjaldeyrinum. Mönnum ætti að vera ljóst, að það eina sem skiptir máli, er að þessa gjaldeyris sé aflað á hag- kvæman hátt og annarleg byggð- arsjónarmið eiga ekkert heima í sjávarútvegi. Byggðarsjónarmið geta alþing- ismenn leyst á sínum fjárlögum ef þeir vilja, en látið vera að íþyngja heilli atvinnugrein með óskum sínum. Siglingar í umræddu Reykjavíkurbréfi kemur einnig fram mikill ókunn- ugleiki á siglingum togara til Vestur-Þýskalands. Þar segir meðal annars: „enda fá skipin stundum hærra verð fyrir aflann, en ef þau leggðu hann upp í frysti- húsi hér. Þess eru jafnvel tiæmi, að verð á ferskum fiski, sem siglt hafi verið með, hafi verið hærra en verð, sem fengist hefur fyrir unninn frystan fisk.“ Til upplýsingar má nefna, að fiskverð er alltaf hærra úti en hér, og í langflestum tilvikum mun hærra en fyrir unninn frystan fisk. Ferskfiskmarkaðurinn úti er allt annar markaður en markaður fyrir frystan fisk. Þessi fersk- fiskmarkaður borgar mjög hátt verð, sem Islendingar hafa nýtt í áratugi. Einnig njóta sjómenn góðs af þessu háa verði, eða er það ef til vill skoðun höfundar Reykja- víkurbréfs, að sjómenn á skipum frá Reykjavík séu of hátt launaðir, Ágúst Einarsson „Við veiðar og vinnslu starfa um það bil 1.500 manns í Reykjavík. Höf- undi Reykjavíkurbréfs er hollt að hafa í huga, að starf konu, sem vinn- ur við að snyrta fisk í Hraðfrystistöðinni í Reykjavík, er jafn mik- ils virði og sama starf hjá konu til að mynda á Raufarhöfn.“ þegar talað er um „hvort það sé nokkuð fjárhagslegt vit í sigling- um togaranna til markaðsland- anna.“ BÚR Höfundi Reykjavíkurbréfs læt- ur sér tíðrætt um Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem vonlegt er. Þetta fyrirtæki nýtur algerrar sérstöðu á Islandi. BÚR fær frá eigendum sínum, þ.e. borgarbúum, 60 milljónir í ár. Þessi fjárhæð nægir langleiðina til að greiða alla olíu á togara Bæj arútgerðarinar. Önnur útgerðarfélög í Reykja- vík njóta engra slíkra framlaga, þótt störf þeirra séu jafn mikil- væg borginni og væntanlega sams konar Reykvíkingar, sem vinna hjá þeim fyrirtækjum. Samkvæmt einföldum hlutfalla- reikningi þá ætti það fyrirtæki, sem undirritaður starfar við að fá úr borgarsjóði í ár 20 milljónir og fsbjörninn 30 milljónir til að standa jafnfætis Bæjarútgerðinni. Það ætti að vera hverjum manni augljóst, að slík mismunun innan sama sveitarfélags er með öllu óréttlætanleg. Þess má geta, að á meðan borg- arstjórn færir 60 milljónir til BÚR, þá er eytt á þessu ári af hálfu borgarinnar í rekstur leik- skóla 45 milljónum, til íþrótta- mála 32 milljónum og til listamála 27 milljónum. Slíkrar velvildar nýtur ekkert útgerðarfyrirtæki á landinu. Ekki man undirritaður eftir neinum umræðum um að breyta þessum niðurgreiðslum úr borgarsjóði og ekki þótt nýr meirihluti fari með málefni borgarinnar. Reyndar er undirritaður þeirrar skoðunar, að fyrirtæki eins og BÚR, sem er vel rekið stórfyrir- tæki, hafi lítið gott af slíkum ölm- usugjöfum. Að slá skjaldborg Það á að vera markmið í sjálfu sér fyrir forsvarsmenn Reykjavík- ur, hvort sem er í borgarstjórn eða á Alþingi, að slá skjaldborg um allan sjávarútveg í Reykjavík. Mikilvægi sjávarútvegsins í Reykjavík er ómælt. Fjölmörg fyrirtæki f þjónustu, viðgerðum, veiðarfærum, orkusölu o.fl. o.fl. eiga allt sitt undir, að sjávarút- vegurinn í Reykjavík skipi áfram þann stóra sess, sem hann hefur gert hingað til. Dr. Ágúsl Einarsson er fram- kvæmdastjóri Hradfrystistöðvar- innar hf. í Reykjavík. Sjötugur: Lúðvík Jósepsson fyrrum ráðherra Fyrst kynntumst við Lúðvík Jósepsson lítillega í skóla norður á Akureyri fyrir rúmri hálfri öld. Kynnin urðu meiri þegar hann varð þingmaður og dvaldi lang- dvölum hér í Reykjavík en þá var ég í Viðskiptaráði. Allar götur síð- an höfum við haft samstarf en mest þó og nánast eftir að ég varð aðstoðarmaður hans 1971 þegar hann varð ráðherra í síðara skipt- ið. Lúðvík hefur mestan part ævinnar unnið að þjóðmálum. Hann var bæjarfulltrúi í Nes- kaupstað 1938—70, alþingismaður 1942—79, sjávarútvegs- og við- skiptaráðherra 1956—58 og 1971—74. Þá hefur hann verið stjórnarformaður í atvinnufyrir- tækjum, setið í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda, í stjórn Framkvæmdasjóðs og Atvinnu- jöfnunarsjóðs, í bankaráðum Út- vegsbankans og Landsbankans og er margt enn ótalið af því sem hann hefur haft fyrir stafni — því víða hefur maðurinn komið við sögu. Lúðvík er ákaflega vinnusamur maður og getur ef svo ber við verið hin mesta hamhleypa til verka. Það liggur því í augum uppi að hann hefur komið mikiu í verk á ævinni. Nokkrar ákvarðanir hans hafa veriö ákaflega örlagaríkar fyrir þjóðarheildina. Þegar huganum er rennt yfir starfsferil Lúðvíks á undanförn- um áratugum þá er Ijóst að hann hefur verið farsæll verkmaður. Honum hefur auðnast að taka réttar ákvarðanir á örlagastund- um þjóðarinnar, ákvarðanir sem hafa haft mikil áhrif á framvindu þjóðarsögunnar. Tvennt er mér einkum í huga þegar ég segi þessi orð. Þátt hans í sigri sósíalista í Neskaupstað þeg- ar þeir fengu hreinan meirihluta í bæjarstjórninni og í öðru lagi þátt hans í útfærslu fiskveiðilögsög- unnar 1956 og 1971. Á fjórða tug aldarinnar var heitt í kolunum í Neskaupstað, þar var kreppuástand, atvinnuleysi og hálfgerð örbirgð. Þá stjórnuðu þrír ungir menn baráttu verka- lýðsins þar í bæ. Þessir þremenn- ingar voru þeir Lúðvík, Jóhannes Stefánsson og Bjarni Þórðarson. Þegar flokkur þeirra hlaut meiri- hlutaaðstöðu í bæjarfélaginu urðu mikil umskipti. Atvinnuuppbygg- ing hófst af miklum krafti og al- þjóð er kunnugt um árangurinn. Landhelgismálið hafði mikið verið til umræðu áður en Lúðvík varð sjávarútvegsráðherra 1956, enda engin furða því erlendir tog- arar höfðu um langt árabil stund- að fiskveiðar af miklu kappi hér við land og stundum togað allt úpp í landsteina. Eitt árið öfluðu Bret- ar því nær sama magn af þorski og landsmenn sjálfir. Islensk stjórnvöld höfðu sem von var haft af þessu miklar áhyggjur en höfðust lítið að. Þeg- ar Lúðvík varð ráðherra tók hann til hendinni. I Öldinni okkar 1957 segir svo: „Dagana 12. og 13. apríl var að frumkvæði Lúðvíks Jósefs- sonar sjávarútvegsráðherra hald- in í Reykjavík ráðstefna um að- gerðir í landhelgismálinu ... Á fundinum var einkum rætt um stækkun landhelginnar í 12 míl- ur...“ . Þessi fundur varð upphafið að aðgerðum Islendinga en þeim lauk með því að Lúðvík undirritaði 30. júní 1958 reglugerð um útfærslu landhelginnar í 12 milur, Eins og alþjóð veit beittu Bretar einir allra þjóða Islendinga feikilega miklum þvingunarráðstöfunum, sendu herskip á íslandsmið og dráttarbáta, og æ ofan í æ voru gerðar tilraunir til að sökkva varðskipum okkar íslendinga. Þessu fyrra þorskastríði lauk eins og allir vita með því að Bretar urðu að láta í minni pokann. Síðara þorskastríðið hófst 1971 þegar Islendingar vildu enn færa út fiskveiðilögsöguna, að þessu sinni í 50 mílur. Bretar beittu aft- ur herskipaflota sínum en án árangurs. Urðu þeir að lúta I lægra haldi og höfðu lítinn sóma af. f báðum þessum þorskastríðum stóð þjóðin einhuga að baki stjórnvöldum sínum. Mikið mæddi á Lúðvík á meðan á baráttunum stóð, enda var hann í forsvari þar sem hann var sjávarútvegsráð- herra. Var þá vel að hann er ró- lyndur maður að eðlisfari en um l.eíð skjótráður og harður í horn að taka. Enginn má skilja orð mín svo að hér hafi verið um að ræða einleik Lúðvíks, því fer víðs fjarri, en hann bar mikið af hita og þunga dagsins. Ég vil í þessu sam- bandi geta þess að miklar kempur voru forsætisráðherrar á um- ræddum árum, þeir Hermann Jón- asson og ólafur Jóhannesson, báð- ir þéttir í lund. Það sem mér finnst einkenna Lúðvík mest er hversu raunsær hann er, hann er svo yfirmáta glöggur á að gera greinarmun á veruleika annars vegar og hugar- burði eða ímyndun hins vegar. M.ö.o. hann er óvenju hlutlægur í hugsun og athöfnum. Þetta kemur vel í ljós ef hugað er að pólitískri skoðun Lúðvíks. Hann er einlægur sósialisti og þar af leiðandi harður andstæðingur hins kapitaliska hagkerfis. En Lúðvík er laus við alla draumóra, hann gerir sér ljóst að það er hvorki hægt né rétt að bylta skip- an þjóðfélagsins í einu vetfangi, heldur verður að vinna markvisst að því að auka hlut þeirra sem raunverulega skapa verðmætin í þjóðfélaginu, efla lýðræðið í reynd. Raunsæi Lúðvíks kemur einnig vel í ljós þegar hann er að meta efnahagslegar og atvinnulegar að- stæður okkar Islendinga. Við byggjum kostaríkt land, fiskimið- in í kringum landið eru ein hin fengsælustu í víðri veröld, heitt vatn vellur í iðrum jarðar, orkurík fljót renna til sjávar. Þetta eru helstu náttúruauðæfin. Þjóðin er vel gerð, dugleg og menntuð. Af þessu leiðir að þjóðin á að geta lifað góðu lífi í landinu, allir Is- lendingar, af eigin rammleik. Lúð- vík sem hefur tröllatrú á hefð- bundnum íslenskum atvinnuveg- um hefur því hina mestu ímugust á stóriðju. Hann vill hagnýta orku landsins og orku fólksins til hags- bóta fyrir landsmenn sjálfa, ekki til þess að mala gull til handa er- lendum auðhringum ... Eitt af því sem ég tel mér til happs á lífsleiðinni er að hafa orð- ið samferða Lúðvík Jósepssyni. Fyrir samfylgdina og vinskap hans þakka ég um leið og við Guð- rún sendum honum og hans góðu konu Fjólu innilegar hamingju- óskir. Haukur Helgason Eurocard: Ekki ráðgert að veita skyndi- bankaþjón- ustu erlendis EKKI er ráðgert að gerfa Euro- card-korthöfum hér á landi kost á skyndibankaþjónustu erlendis á næstunni. Hér er um að ræða skyndibanka eða sjálfsala, þar sem korthafar geta fengið peninga í seðlum út á greiðslukort, en ís- lenskum VISA-korthöfum verður gert kleift að notafæra sér þessa þjónustu erlendis á næsta ári. Að sögn Gunnars Bærings- sonar, framkvæmdastjóra Kred- itkorta sf., sem gefa út Euro- card-greiðslukort hérlendis, eru ekki áform uppi um að veita slíka þjónustu hjá fyrirtækinu, enda vægi hún ekki þungt á metunum erlendis því að unnt væri að taka út peninga í venju- legum bönkum með því að fram- vísa greiðslukortum. Ófaglærðir á sjúkrahúsum samþykkja ÓFAGLÆRT starfsfólk á sjúkra- húsunum á Blönduósi, Hvamms- tanga, Sauðárkróki og Siglufírði samþykkti samninga þá sem það gerði við viðsemjendur sína á fostudaginn var. Efni samninganna var kynnt á laugardaginn og samþykkt á vinnustöðunum einróma á þriðjudaginn, 12. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.