Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Mótmælaganga gegn stýrinaugum í Amsterdam í nóvember sl. Hollendinga fyrir stríð. En stjórnvöld hafa óttazt að upp- setning stýriflauga geti dregið úr möguleikum á samkomulagi um fækkun kjamorkuvopna. Frá gamalli tíð hafa Hollend- ingar átt erfitt með að leysa erf- ið vandamál fyrr en eftir ítarleg- Stýriflaugar tiTHollands Hollenzka þingió hefur samþykkt þá ákvörðun ríkisstjórnar Ruud Lubbers forsætisriðherra að stýrieldflaugum verði komið fyrir í Hol- landi. Hinn 1. nóvember 1985 verður ákveðið hve mörgum eldflaugum verður komið upp og uppsetningin hefst í árslok 1988. Stjórnin segir í bréfi til þings- ins að Hollendingar muni koma fyrir 48 stýriflaugum, eins og áformað hefur verið, „ef ekk- ert samkomulag hafi náðst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fyrir nóvember 1985 um tak- markanir langdrægra kjarn- orkuvopna og ef ljóst sé að Rúss- ar hafi komið fyrir fleiri SS-20- eldflaugum frá því hollenzka stjórnin tók ákvörðun sína (1. júní 1984), eða ekki fækkað eld- flaugum sínum, þannig að fjöldi þeirra sé sá sami og 1. júní 1984“. Lubbers, sem er leiðtogi kristilegra demókrata, segir að þetta þýði að ef Rússar sam- þykki „frystingu" eldflauga verði stýriflaugunum ekki komið fyrir. Ed Nijpels, leiðtogi þing- flokks Frjálslynda flokksins, hins stjórnarflokksins sem er harðari í afstöðu sinni, dregur það í efa. Upphaflega átti að koma flaugunum fyrir um mitt ár 1986. Lubbers segir að nauðsyn- legt hafi verið að samþykkja frest til að tryggja raunhæfa möguleika á samkomulagi í við- ræðum um takmörkun kjarn- orkuvopna. Þar með tryggði hann stuðning tvistígandi vinstrisinna í flokki sínum. Þeir og dr. Jacob de Ruiter land- varnaráðherra vildu að ákvörðun stjórnarinnar lýsti óbeit Hollendinga á kjarnorku- vígbúnaði. Nú er undir Rússum komið hvort Hollendingar koma fyrir stýriflaugum og hve mörgum. Ákvörðunin fer eftir því hvort Rússar og Bandaríkjamenn ná samkomulagi og hvort Rússar samþykkja „frystingu". Líklega gerist hvorugt og hollenzka stjórnin mun því trúlega koma öllum flaugunum fyrir 1. nóv. 1985. Stjórnin ætti þá að losna við þrýsting frá öflugri friðarhreyf- ingu, sem hefur ekki áhrif á lokaákvörðunina. Lubbers hefur lagt áherzlu á að tryggja sam- stöðu í stjórninni, ekki talið hyggilegt að svo liti út að flaug- unum sé þröngvað upp á sundr- aða þjóð og reynt að afstýra stjórnarkreppu. Kristilegir demókratar hafa verið klofnir, en Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægrisinnað- ur, hefur stutt uppsetningu. Kristilegir hafa 43 þingsæti af 150, frjálslyndir 36. Ákvörðunin var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 71. A.m.k. átta kristilegir demókratar hafa verið á móti uppsetningu, en sex þingmenn smáflokka kalvínista stutt stjórnina. Aðstaða kristilegra hefur ver- ið erfið. Flokkurinn myndi tapa 10 þingsætum ef kosið væri nú skv. skoðanakönnunum. Hann var stofnaður fyrir nokkrum ár- um með þátttöku ósamstæðra hópa, sem eru tengdir kirkjunni og höfðu verið saman í stjórn í einni eða annarri mynd síðan 1917. í flokknum snýst allt um sættir og málamiðlanir. Utanríkisráðherra flokksins, Hans van den Broek, hefur stutt stýriflaugar af hörku. Dr. de Ruiter landvarnaráðherra tók lengi enga opinbera afstöðu, var almennt talinn andvígur flaug- unum, en virtist svo skipta um skoðun. Leiðtogi þingflokksins, Joep de Boer, hefur verið andvíg- ur uppsetningu nema NATO sýni að uppsetning tengist fækkun kj arnorku vopna. Frjálslyndir hótuðu að hætta í stjórn ef Hollendingar stæðu ekki við skuldbindingar sínar, en voru til viðtals um fækkun flauga. Aðalandstöðuflokkurinn, Verkamannaflokkurinn, hefur 47 þingmenn og nýtur stuðnings 24 óháðra og smáflokkkaþing- manna. Talsmaður Verkamanna- flokksins í varnarmálum hefur sagt að áhrif Hollendinga í NATO muni aukast ef flaugun- um verði hafnað. Stuðnings- menn flauganna sögðu að slíkt yrði skref í hlutleysisátt og óttast að Hollendingar verði álitnir óáreiðanlegir bandamenn og glati áhrifum sínum í NATO. Verkamannaflokkurinn og verkalýðshreyfingin standa í tengslum við friðarhreyfinguna IKV, sem menn úr kirkjum kaþ- ólskra og mótmælenda stofnuðu 1969. í nóvember tóku 500.000 manns þátt i útifundi IKV gegn stýriflaugum. Skv. skoðanakönn- un í febrúar voru 63% á móti uppsetningu, þar af 80% jafnað- armanna, 45% kristilegra og 34% frjáíslyndra. Hreyfingin er sökuð um að þjóna hagsmunum Rússa, en neitar því. „Við teljum að öll Evrópa ætti að vera kjarnorku- vopnalaus og einhliða afvopnun i Hollandi gæti kallað fram við- brögð í austri," segir talsmaður IKV. IKV neitar ekki að sterk rök mæli með kjarnorkuvörnum og leiðtogi IKV, Mient Faber, telur NATO-aðild nauðsynlega öryggi Hollands með vissum skilyrðum. Hollenzk stjórnvöld hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við NATO, en ekki verið eins tor- tryggin i garð Rússa og Banda- ríkjastjórn. Andúð á stýriflaug- unum er líkt við hlutleysisstefnu Ruud Lubbers. ar umræður. Samkvæmt því hef- ur stjórn Lubbers ekki aðeins frestað ákvörðun i óvinsælu máli, en einnig er sagt að stjórn- völd hafi haldið illa á málinu, ekki kynnt það vel. Stjórnin hefur lengi reynt að finna málamiðlunarlausn til að geta sagt að hún hafi staðið við allar skuldbindingar án þess að hún félli. Ein hugmyndin var sú að Hollendingar tækju við öllum flaugunum, en afsöluðu sér kjarnorkuvopnum, sem fyrir eru. Þá var lagt til að flaugunum yrði hafnað, þær yrðu geymdar í V-Þýzkalandi eða Bandaríkjun- um og sendar til Hollands þegar hættu bæri að höndum. Banda- ríkjamenn sögðu að þá mundu Hollendingar bregðast skuid- bindingum sínum og valda erfið- leikum í Belgíu. Ef stýriflaugar yrðu sendar til Hollands á hættutímum yrði því líkt við að hella olíu á eld. Hik Hollendinga hefur valdið áhyggjum í NATO. óttazt hefur verið að ef Hollendingar yrðu fyrstir til að hafna akvörðuninni frá 1979 hleypti það nýju lífi í friðarhreyfinguna í Evrópu, einkum í Belgíu og V-Þýzka- landi. Rússar ynnu áróðurssigur, því slík ákvörðun yrði fyrsta áþreifanlega sönnunin um ólíka varnarstefnu Evrópu og Banda- ríkjanna. Caspar Weinberger land- varnaráðherra fór til Hollands til að hvetja til uppsetningar, en hefur forðazt opinberar yfirlýs- ingar af ótta við að valda stjórn- arkreppu og efla Verkamanna- fiokkinn. Leiðtogar NATO-ríkja hafa lagt að Hollendingum að samþykkja. Nú virðist þeim ugg hafa verið eytt að málið grafi undan NATO og liðveizlu Hollendinga. En Joop de Uyl, leiðtogi Verka- mannafiokksins, hefur sagt að hann muni hafna stýriflaugun- um ef hann kemst til valda í kosningum 1986. Það getur þýtt að kosið verði um stýrifiaugarn- ar, en yfirlýsing de Uyl verður líklega til þess að flokki hans verði haldið utan næstu stjórn- ar. 17. júní Hátíðahöld á vegum HÁTÍÐARHÖLD á 17. júní verða á vegum skáta um land allt eins og verið hefur undanfarin ár. Dagskrá skáta verður sem hér segir: í Reykjavík Kl. 10.00, standa skátar heiðursvörð við leiði Jóns Sigurðssonar í Kirkju- garðinum við Suðurgötu. Fánaborg skáta gengur síðan frá kirkjugarð- inum og niður á Austurvöll, þar sem staðinn er heiðursvörður við minn- isvarða Jóns Sigurðssonar, á meðan á hátíðardagskrá stendur. Kl. 14.00—18.00, sýna skátar tjaldbúð- ar- og útistarf í Hljómskálagarðin- um, borgarbúum er þar gefin kostur á að reyna þrautabraut, stunda refaveiðar, grilla sér pylsur, o.fl. o.fl. Skátar stjórna og leiða skrúð- göngu frá Hlemmtorgi og niður á Arnarhól. Gangan hefst kl. 15.20. Æskulýðsráð verður með barna- gæslu í strætisvagni framan við stjórnarráðið. Á Akranesi Fánaathöfn á Akratorgi kl. 09.00. Eftir hádegi er hátíðarathöfn á Akratorgi, þar sem skátar standa heiðursvörð. Að því loknu fer fána- borg skáta niður á íþróttavöll til skemmtidagskrár. Þar verður sett upp stórt og mikið skátatívolí, bæj- arbúum til skemmtunar. í Borgarnesi sjá skátar um skrúðgöngu frá kirkjunni og niður í Skallagríms- garð, en þar verður hátíðar- og skemmtidagskrá fyrir alla aldurs- hópa. Á Akureyri leiðir fánaborg skáta, göngu frá Ráðhústorgi inn á íþróttavöll, þar sem hátíðardagskráin fer fram. Á Dalvík standa skátar heiðursvörð á meðan hátíðardagskrá fer fram. Síðan hefst skemmtidagskrá þar sem meðal annars verður sett upp skátatívolí og um kvöldið standa skátar fyrir unglingaballi. í Garðabæ sjá skátar um fánaathöfn við Safn- aðarheimilið og ganga síðan fyrir skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu við Gagnfræðaskólann, þar sem þeir standa heiðursvörð á meðan á há- tíðardagskrá fer fram. f Hveragerði leggur skrúðganga af stað kl. 10.30, frá íþróttavellinum og gengur til skáta kirkju, þar sem nýliðar verða vígð- ir inn í skátafélagið. Kl. 13.30, fara fánaborgir skáta fyrir göngu frá Heilsuhælinu og frá Laufskógum. Göngumar sam- einast við Breiðumörk og ganga sem leið liggur að Sundlauginni, þar sem hátíðar- og skemmti- dagskrá fer fram. Á Ólafsfirði taka skátar þátt í hátíðar- og skemmtidagskrá bæjarins og sjá meðal annars um leikja- og skemmtidagskrá fyrir yngri bæj- arbúana. Verður þar farið í víða- vangsleiki og settar upp þrautir fyrir börnin við skátaheimilið. í Neskaupstað verður hátíðardagskrá við sund- laugina og skátar stefna að því að setja upp tívolí og skemmtidagskrá fyrir börnin í skrúðgarðinum. Á Þórshöfn Kl. 13.30, verður skrúðganga frá Hafnarlæknum til íþróttavallar- ins. Á og við íþróttavöllinn verður fyrst hátíðardagskrá og síðan þrauta- og leikjadagskrá fyrir yngri bæjarbúana. Skátafélagið ætlar einnig að setja upp tjaldbúð- ir og sýna tjaldbúðarvinnu. Á ísafirði er dagskrá 17. júní alfarið í hönd- um skáta og verður hún óvenju fjölbreytt að þessu sinni. Kl. 11.00 hefst víðavangshlaup og að því loknu verður sýning á Rally-kassa- bílum. Kl. 13.30 leiða skátar skrúðgöngu frá Silfurtorgi að hátíðarsvæði sjúkrahússins. Þar fer fram hátíð- ardagskrá og að henni lokinni skemmtidagskrá. Meðal skemmti- atriða verða skátasöngvar og leik- þættir, þjóðdansar, skátatívolí og leikir með almennri þátttöku bæj- arbúa. Kl. 17.00 ræsa skátar fyrsta bíl- inn í kassabílarallinu og að því loknu verða sigurvegurum afhent verðlaun. Kl. 21.00 verður slegið upp tjaldballi í tjaldi sem skátafélögin fengu að láni frá sýslunni og er það BG flokkurinn sem spilar og skemmtir bæjarbúum til kl. 01.00 e.m. í Kefiavík Kl. 14.00 standa skátar heiðursvörð við hátíðarguðsþjónustu í kirkj- unni. Kl. 15. leiða skátar skrúðgöng- una úr kirkjunni niður í skrúðgarð, þar sem fram fer hátíðar- og skemmtidagskrá. Hátíðahöld 17. júní í Mosfellssveit Kl. 9.00 Hátíðarmessa Lágafellskirkja Séra Guðmundur Örn Ragnarsson predikar. Kl. 10.00—12.00 Afmælishátíð — sundlaug 20 ára íþróttasvæðið að Varmá Barnakór Varmárskóla. Afmælis- ræða: Jón M. Guðmundsson. Barna- kór Varmárskóla. Sundkeppni Vinnuskólans. Hreppsnefnd og sveit- arstjóri etja kapp við morguntrimm- ara. UMFA — vfðavangshlaup. Verðlaunafhending. Flugklúbburinn Tungubakkar Sýning á flugvélum og aðstöðu á Tungubökkum. Kl. 13.00 Skrúðgöngur. Gengið: Álfholt — Byggðarholt — Skeiðholt — Þverholt — Skólabraut. Gengið: Jónsteigur — Reykjavegur — Þverholt — Skólabraut. Kl. 14.00—14.30 Hátíðardagskrá Hátfðarsvæði — íþróttahúsið að Varmá Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Karlakórinn Stefnir. Hátíðarræða. Salóme Þorkelsdóttir alþingismaður. Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Karlakórinn Stefnir. Ávarp fjallkon- unnar: Sigrún Guðmundsdóttir Fenger. Þjóðsöngurinn. Danssýning — Ból. Hundasýning — Hundarækt- arfélag íslands. Break-dans — Ból. Varmárskóli Sýning á tillögum úr samkeppni um deiliskipulag miðbæjar f Mosfells- sveit. Kl. 15.00—18.00 UMFA — fjölskyldudagskrá Hlégarður Kaffisala, fjölskylduleikir, barna- dansleikur, tfvolíþrautir. Tungubakkar Flugklúbburinn. Útsýnisfiug (ef veð- ur leyfir) kl. 15.00—20.00. Kl. 21.00-22.00 Kvöldskemmtun íþróttahúsið að Varmá Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Karlakórinn Stefnir. Söngur, glens og gaman. Kl. 22.00—01.00 Dansleikur. Hlégarður Dansleikur f Hlégarði. Diskótekið Dfsa sér um fjörið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.