Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 Schliiter greiðir skaðabæturnar Kaupmannahofn, 15. júní. Frá Ib Björnbak. frétlaritara Mbl. POUL SCHLtÍTER, forsætisráðherra, hefur boðist til að greiða manni nokkr- um er hann seldi hús sitt árið 1981 600.000 danskar krónur í skaðabætur. Kaupandinn samþykkti þessi málalok og er þar með lagt niður skaðabótamál gegn forsætisráðherranum. Mál þetta hefur verið mikið tll umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum að undanförnu, en skömmu eftir að kaupin áttu sér stað, fyrir þremur árum, uppgötvaði kaupandinn marga galla á húsinu. Schlúter hefur haldið fast við það, að hann hafi ekkert vitað um galla hússins. Hann bauðst til að kaupa húsið að nýju fyrir það verð sem kaupandinn hafði greitt fyrir það og greiða auk þess 220.000 króna við- gerðarkostnað. Þetta vildi kaupand- inn ekki fallast á. „Ég vil ekki taka þátt í málaferl- um sem geta tekið fleiri ár. Þess vegna hef ég ákveðið að greiða það sem kaupandinn hefur krafist, til að faliið verði frá skaðabótamáli," sagði Schlúter er málið var leitt til lykta í gær. Hann bætti við að hann væri þess fullviss að lyktir hefðu orðið aðrar ef málið hefði komið fyrir dómstóla. Hann sagðist verða að horfa framhjá þeim peningum sem færu í að greiða skaðabæturnar til að binda enda á þetta mál, sem blás- ið hefði verið upp í fjölmiðlum. Trudeau fer frá eftir sextán ár OtUwa. Kanada, 15. júní. AP. PIERRE Elliott Trudeau hélt í gær- kvöldi kveðjuhóf með félögum sínum úr FrjáLslynda flokknum, en hann læt- ur af störfum forsætisráðherra í næsta mánuði eftir sextán ára feril. Trudeau var vel fagnað í hófinu, og voni milli atriða sýnd brot úr fréttamyndum frá ferli hans sem forsætisráðherra. Trudeau gerði sér far um að nefna ekki neinn þeirra sem í framboði eru öðrum fremur í ræðu sinni, en fram- bjóðendurnir eru sjö talsins og hefur John Turner þótt þeirra líklegastur til að hljóta kosningu. Turner er fyrrverandi fjármála- ráðherra en sagði sig úr stjórn Trudeaus árið 1975. Sá sem hlýtur embætti leiðtoga flokksins tekur við embætti forsætisráðherra þegar Trudeau lætur af embætti síðar í þessum mánuði, en skal boða til kosninga fyrir næsta vor. Hljóti Turner kosningu, gæti hann þurft að setja saman ríkisstjórn án þess að eiga sjálfur sæti á þinginu, en ef svo færi er talið að hann muni reyna að vinna kosningarnar innan Pierre Elliot Trudeau nokkurra mánaða. Hinir sex fram- bjóðendurnir eru fulltrúar á þinginu og eiga allir sæti í stjórn Trudeaus. Norræn miðstöð á Álandseyjum Menntamálaráðherrar Norðurland- anna ákváðu á fundi á Suður-Jótlandi fyrr í þessari viku að stofna Norræna menningarmálamiðstöð á Álandseyj- um. Þessi miðstöð mun hafa það verk- efni að efla menningarlíf Álandseyinga og auka tengsl þeirra við önnur Norð- urlönd. Húsið verður rekið af Norrænu ráðherranefndinni og landsstjórn- inni á Álandseyjum í sameiningu. Áætlað er að rekstur menningarmið- stöðvarinnar hefjist 1. janúar 1985. Síkhar með brugðin sverð í mótmælagöngu í Lundúnum. Gengu síkharnir til sendiráðs Indiands í Lundúnum og mótmæltu þar áhlaupi indverska stjórnarhersins á Gullna musterið í Amrirsar, þar sem hundrað síkha féllu. Mikið magn fíkniefna í Gullna musterinu Dehlí, 15. júní. AP. Stjórnarherinn hefur gert upptækt „gífurlegt magn“ af heróíni og hassi í gullna musterinu. Fíkniefnin voru að verðmæti margra milljóna dollara og er hermt að sikhar hafi dregið þau að sér frá Pakistan til þess að fjár- magna vopnakaup. Jafnframt fannst gífurlegt magn af gulli, silfri, skartgrip- um, verðmætum gimsteinum og peningum. Fíkniefnin fundust í þeim hluta mustersins sem stuðningsmenn Jarnail Singh Bhindranwale héldu til í. Herma heimildir að musterið hafi með sanni verið fíkniefna- geymsla og dreifingarmiðstöð. Hafi hinir herskáu sikhar stund- að þaðan stórfellda fíkniefnasölu óáreittir. Mun það hafa verið trú þeirra að aidrei yrði ráðist inn í musterið. ■ ■■ \f/ ERLENT, Indversk yfirvöld halda því fram að sikhar hafi fengið vopn frá Pakistan og jafnframt hlotið þar þjálfun. Meðal vopna sem fundust í musterinu voru mörg með pakistönskum merkingum, en lögregla segir sum þeirra hafa náðst í stríði Indverja og Pakistana 1971. Pakistanar hafa neitað ásökunum þessum. Thatcher um yfírlýsingu Alfonsins og Gonzalezar: Frjálslega farið með staðreyndir London, 15. júní. AP. Margaret Thatcher forsætisráð- herra sagði að farið væri frjálslega með staðreyndir í sameiginlegri yf- irlýsingu Raul Alfonsins Argentínuforseta og Felipe Gonz- alezar forsætisráðherra Spánar, þar sem leiðtogarnir gera annars vegar tilkall til Falklandseyja og hinsvegar Gíbraltar. í yfirlýsingu leiðtoganna á mið- vikudag sagði að Argentína og Spánn væru fórnarlömb tíma- skakkrar nýlendustefnu. Thatcher sagði að í yfirlýsingunni væri staða Gíbraltars og Falklandseyja ranglega sett fram. Hét hún því að standa við heit brezkra stjórn- valda gagnvart íbúum Gíbraltar og Falklandseyja, sem óska að Thatcher vera áfram undir brezkum yfir- ráðum. Jóhannes Páll páfi I myrtur? JÓHANNES Páll páfi I, sem var páfi f 33 daga 1978, var myrtur, segir í nýútkominni bók eftir brezkan höfund, David Yallop, sem hefur rannsakað dauða páfa í þrjú ár. Yallop lýsir sök á hendur ít- ölsku frímúrarareglunni P2 og stofnanda hennar, Licio Gelli, sem nú er í felum í Suður- Ameríku. Yallop telur líklegt að páfanum hafi verið byrlað eitur. Yallop segir að kringumstæð- ur andláts páfa hafi verið dul- arfullar og nokkrir óskýranlegir atburðir hafi gerzt. Til dæmis: • Engin krufning fór fram. Páfi virðist hafa látizt af völdum hjartaáfalls, en var aldrei hjart- veikur. • Allir hlutir í svefnherbergi hans voru fjarlægðir, meðal ann- ars lyf hans og erfðaskrá, og síð- an hefur ekkert til þeirra spurzt. • Ekki liggur ljóst fyrir hvenær dauða páfa bar að höndum. • Opinberar upplýsingar um það sem páfi hélt á þegar hann lézt voru rangar. Yallop segir að fjöldi manna hafi haft ástæðu til að óttast að páfinn léti til skarar skríða gegn þeim. í þeim hópi voru: • Paul Marcinkus biskup, for- stöðumaður banka Vatikansins, sem páfi ætlaði að víkja frá störfum vegna viðskipta hans við Roberto Calvi, illræmdan yf- irmann Banco Ambrosiano. • Calvi sjálfur, sem hefði orðið fyrir meiriháttar áfalli ef Marc- inkus hefði verið settur af. • Licio Gelli, yfirmaður P2, sem reyndi að vernda Calvi. Jóhannes Páll páfi I • Michele Sindona, bankastjóri og fjármálaráðunautur Vatik- ansins, sem nú afplánar 25 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum. • John Cody kardináli, erkibisk- up í Chicago, sem var viðriðinn nokkur hneykslismál. • Jean Villot kardináli, páfa- ritari og raunverulegur forsætis- ráðherra Vatikansins þegar páfi lézt. Stjórn Muldoon missti meirihluta Wellington, Nýj» Sjálandi, 15. júní. AP. ROBERT Muldoon, forsætisráó- hcrra, boðaði í gær til kosninga eftir að stjórn hans missti eins atkvæðis meirihluta sinn á þingi. Muldoon til- kynnti að stjórn sín gæti ekki setið áfram við völd og boðaði til kosn- inganna þann 14. júlí nk. Niðurstöður skoðanakannana sem birtar voru í morgun sýna að þjóðernisflokkur Muldoons hefur 44% meirihluta kjósenda á bak við sig, Verkamannaflokkurinn fylgir fast á eftir með 43% atkvæða und- ir forystu David Lange. Muldoon hefur verið forsætis- ráðherra frá árinu 1975, þegar Þjóðernisflokkurinn vann mikinn kosningasigur undir hans forystu. Meirihluti hans minnkaði til muna 1978 og 1981, og á síðastliðn- um tveimur árum hefur stjórn hans einungis haft eins atkvæðis meirihluta á þingi. Fé til æsku- lýðsstarfs NORRÆNA ráðherranefndin (mcnntamálaráðhcrrar) lauk síðastlið- inn miðvikudag fundum sínum í Msgeltander í Suður-Jótlandi og var ákveðið að veita 925.000 danskar krón- ur til æskulýðsstarfs á næsta ári, en árið 1985 er alþjóðlegt æskulýðsár Sameinuðu þjóðanna. Ráðgert er að halda fund Norður- landaráðs í Reykjavík 1 mars 1985 og verður í sambandi við hann haldin sérstök æskulýðsráðstefna þar sem áformað er að hrinda í framkvæmd ýmsum aðgerðum í tilefni æskulýðs- ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.