Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Verdsamkeppni í olíuviðskiptum Asumum sviðum viðskipta og athafnalífs hefur samkeppni verið nánast óþekkt fyrirbrigði áratugum saman. í sumum tilvikum vegna þess, að einokun hefur ríkt, að öðru leyti vegna sér- stakra aðstæðna og samstöðu viðkomandi aðila. Nú er þetta að breytast eins og áður hef- ur verið vikið að í forystu- greinum Morgunblaðsins. Samkeppni milli banka og sparisjóða hefur vaxið jafnt og þétt og viðskiptavinirnir fá nú betri þjónustu en áður. Raunar er samkeppnin í bankakerfinu athyglisverð- asta nýjung, sem rutt hefur sér til rúms í viðskiptalífi okkar árum saman. Þetta gerist á sama tíma og aukins frjálsræðis og samkeppni gætir milli banka á öðrum Norðurlöndum og er alveg ljóst, að ekki verður snúið við af þessari braut. A einu sviði viðskiptalífs- ins hefur hins vegar gætt mjög takmarkaðrar sam- keppni í áratugi, en það er í olíuviðskiptum. Olíufélögin keppa ekki sín í milli í verði. Öll olía og allt benzín er selt á sama verði hjá olíufélögun- um þremur. Nokkurrar sam- keppni hefur gætt um stóra viðskiptamenn í því formi, að olíufélögin hafa keppzt um að veita þeim góða lánafyrir- greiðslu. Að öðru leyti hefur samkeppni félaganna verið fólgin í þjónustu og ber það ekki að lasta í sjálfu sér. Samvinna þeirra í milli hefur verið margvísleg og er ekkert nema gott um það að segja. Að vísu getur sú sam- vinna gengið of langt t.d. ef rétt er það, sem haft var eftir einum af forráðamönnum Reykjavíkurborgar á dögun- um, að olíufélögin hafi komið sér saman um skiptingu benzínstöðva í Breiðholts- hverfi. Er það þeirra að koma sér saman um slíka aðstöðu? Verðsamkeppni er hins vegar engin en hún skiptir að sjálfsögðu mestu máli. Hvers vegna er engin verðsam- keppni milli olíufélaganna. Lýtur olían og olíuvörur öðr- um lögmálum að þessu leyti en aðrar vörur? Auðvitað er ljóst, að þær sérstöku að- stæður, sem olíufélögin hafa búið við um langt skeið við innkaup á olíu setja þeim ákveðinn ramma. En er hann óumbreytanlegur? Að þessu er vikið vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær, þar sem fram kemur, að umboðsmaður eins olíufélag- anna hafi tekið upp á því að selja benzín á lægra verði með því að hverfa frá um- boðslaunum sínum af benz- ínsölunni. Sjálfsagt hefur umboðsmaðurinn ekki gert það í góðgerðarskyni við bíl- eigendur, heldur hefur hann talið að þetta myndi auka viðskipti sín að öðru leyti. Þetta óvenjulega framtak vekur hins vegar upp spurn- ingar um það, hvers vegna engin verðsamkeppni ríkir milli olíufélaganna og hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu, að breyting verði þar á, eins og orðið hefur í bankakerf- inu. Innkaup okkar á olíu frá öðrum löndum skipta miklu máli fyrir þjóðarbúskapinn. Lengi hefur olía og benzín verið keypt fyrst og fremst frá Sovétríkjunum, en nú að nokkru leyti frá Portúgal. í hvert sinn, sem því hefur ver- ið hreyft að gera hér breyt- ingu á, er eins og komið sé við hjartað í ákveðnum hags- munahópum í þessu þjóðfé- lagi. Fyrir nokkrum árum varð gerð tilraun til þess að hefja olíukaup annars staðar frá. Hún mistókst, og af því varð enginn harmagrátur í viðskiptaráðuneytinu. Auð- vitað er ekki við miklu að bú- ast, ef forystumenn í við- skiptamálum þjóðarinnar eru öllum breytingum andvígir. En hvað um „olíukóngana" sjálfa? Geta þeir ekki hugsað sér einhverjar breytingar á þessu kerfi? Fyrir einu ári hefði engum komíð til hugar, að samkeppni mundi gæta í bankakerfinu í jafn ríkum mæli og orðið er. Þá mundu menn hafa talið, að það væri óhugsandi, að slíkt gæti gerzt. Það hefur hins vegar orðið og fengið jákvæðar undirtektir hjá viðskiptavin- um og bönkunum sjálfum. Það er engin ástæða til að ætla að hið sama gæti ekki gerzt í olíuverzlun. Auðvitað á samkeppni að aukast þar. Auðvitað eiga olíufélögin að fá aukið frjálsræði um inn- kaup á olíu. Ef verðið er lægst hjá Rússum kaupa þau frá Rússum. Það er orðið tímabært, að verðsamkeppni hefji innreið sína í olíuvið- skipti eins og önnur viðskipti. Umboðsmaðurinn í Hvalfirði, sem lækkaði allt í einu benz- ínverðið hjá sér hefur leitt athygli manna að þeirri stöðnun, sem alltof lengi hef- ur ríkt í þessum viðskiptum. Líkan af Ásubergsskipinu, en það er talið einn merkasti fornminjafundurinn frá víkingaöld. Líkan af togaranum Coot, en hann var fyrsti togari f eigu íslendinga. Hann var keyptur frá Skotlandi árið 1905. Háholt Hafnarfirði: Sýning um sögu skipanna SÝNING sem ber yfirskriftina „Saga skipanna, svipmyndir úr siglingum og sjávarútvegi“, hefur verið opnuð í Háholti í Hafnar- firði. Á sýningunni er að finna um 80 skipslíkön og hafa þau verið fengin að láni bæði hjá einstaklingum og út- gerðarfélögum landsins. Landhelgis- gæslan á 16 gripi á sýningunni, s.s. klippurnar sem notaðar voru gegn Bretum í þorskastríðinu, ásamt líkön- um af skipum þeirra. Einn merkasti gripur sýningarinnar er 3 metra langt líkan af norska víkingaskipinu Ásubergsskipi. Líkanið var fengið að láni hjá Víkingaskipasafninu á Bygd- öy með aðstoð norska sendiráðsins. Sædýrasafnið í Hafnarfirði stendur fyrir sýningu þessari og rennur ágóði af henni til uppbyggingar Sædýra- safnsins. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 22, en henni lýkur 8. júlí. Líkan af fyrstu hugmynd að skuttogara sem vitað er um. Hugmyndina átti íslend- ingur, Andrés Gunnarsson, rétt í lok síðari heimsstyrjaldar. Mbl / kee. Ráðning ellefu námsstjóra MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfar- andi frétt frá MenntamálaríAuneytinu: 63. gr. laga um grunnskóla nr. 63/1974 hljóðar svo: „Til að leiðbeina um kennslu í grunnskóla, fylgjast með árangri henn- ar og stuðla að kennslufræðilegum um- bótum skulu vera námsstjórar, eftir því sem þörf er á og fé veitt til þess á fjárlög- um. Námsstjórar þessir eru starfsmenn menntamálaráðuneytisins, og ræður það þá til allt að fjögurra ára í senn. Við ráðningu námsstjóra skal tekið tillit til kennslufræðilegrar menntunar og kenn- arareynslu." Núverandi námsstjórar höfðu á sínum tíma verið ráðnir til tveggja ára og ráðn- ingartími þeirra rennur út 1. september næstkomandi. Ljóst var að nokkrir námsstjórar yrðu ekki við störf í ráðu- neytinu næsta ár, svo sem Jón Hlöðver Áskelsson sem hugðist hverfa að sínu fyrra starfi sem skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri, en hann hafði haft leyfi frá því starfi til að sinna náms- stjórastarfi. Þá lá einnig fyrir að Erla Kristjánsdóttir yrði erlendis í ár frá næsta hausti vegna framhaldsnáms. Með því umfangsmikið verkefni þ.e. námsefnisgerð, flyst úr ráðuneytinu til námsgagnastofnunar, en hún hefur að mestu leyti verið í höndum námsstjóra, verða ekki ráðnir jafmargir námsstjórar og áður. Þeim er nú ætlað að einbeita sér að endurskoðun námsskrár og þeim verk- efnum sem greinir í 63. gr. grunnskóla- laga og áður eru talin. Með hliðsjón af því, svo og umfangsminni verkefna en áður, voru stöðurnar auglýstar með aug- lýsingu, dags. 10. aprfl, og umsóknar- fresti til 20. maí, til þess að umsækjend- um sem ekki hlutu stöðurnar gæfist svigrúm til að sækja um önnur störf fyrir næsta skólaár. Auglýstum námsstjórastöðum hefur verið ráðstafað sem hér segir frá 1. sept- ember nk. að telja: (sienaka Námsstjóri í íslensku hefur verið ráð- inn Guðmundur Kristmundsson BA. Aðr- ir umsækjendur: Örn Ólafsson cand. mag. Danska (hálf staða) Námsstjóri í dönsku hefur verið ráðin Sigurlín Sveinbjarnardóttir cand. pæd. Aðrir umsækjendur: Lovísa Kristjáns- dóttir BA og Jóna Björg Sætran BA. Enska (hálf staða) Námsstjóri i ensku hefur verið ráðin Jacqueline M. Friðriksdóttir B. Ed. Aðrir umsækjendur: Anna Patricia Aylett BA (hons). Stærðfræði Námsstjóri í stærðfræði hefur verið ráðinn Kristján Guðjónsson B. Eki. Aðrir umsækjendur voru ekki um stöðuna. Náttúrufræði Námsstjóri í náttúrufræði hefur verið ráðinn Þorvaldur Örn Árnason cand. re- al. Annar umsækjandi: Ágúst H. Bjarna- son fil. kand. hefur dregið umsókn sfna til baka. Samfélagsfræði Námsstjóri í samfélagsfræði hefur ver- ið ráðinn Guðmundur Hansen BA. Aörir umsækjendur: Tryggvi V. Lfndal BA, Haraldur Jóhannsson M.Sc (Econ.) og Erla Kristjánsdóttir BA, sem jafnframt sótti um ársleyfi frá störfum vegna fram- haldsnáms erlendis. Stöðunni er ráðstafað til eins árs að sinni. Fyrirhuguð er endurskoðun á stöðu samfélagsfræði á efri stigum grunnskóla og verður staðan auglýst að nýju að þeirri endurskoðun lokinni. Kristinfræði (hálf staða) Námsstjóri f kristinfræði hefur verið ráðinn Sigurður Pálsson BA. Aðrir sóttu ekki um stöðuna. Mynd- og handmennt Námsstjóri í mynd- og handmennt hef- ur verið ráðinn Þórir Sigurðsson mynd- menntakennari. Aðrir umsækjendur: Hildur Jónsdóttir, handmenntakennari. Heimilisfræði Námsstjóri í heimilisfræði hefur verið ráðin Bryndís Steinþórsdóttir, hús- mæðrakennari. Aðrar umsóknir bárust ekki um stöðuna. Tónmennt Námsstjóri f tónmennt hefur verið ráð- inn Njáll Sigurðsson, tónmenntakennari. Aðrar umsóknir bárust ekki um stöðuna. Byrjendakennsla Námsstjóri í byrjendakennslu hefur verið ráðin Sigríður Jónsdóttir, kennari. Aðrir umsækjendur: Elín K. Thoraren- sen, kennari. Allir námsstjórarnir eru ráðnir til tveggja ára, nema Guðmundur Hansen til eins árs og fær hann jafnframt árs- leyfi frá skólastjórastarfi við Þinghóls- skóla f Kópavogi. Frá undirskrift samnings ríkisins og Akureyrarbæjar um jarðhitaréttindi á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Fyrir hönd ríkisins undirrituðu Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Jón Helgason dóms- og kirkjumálaráðherra samninginn, en Helgi Bergs, bæjarstjóri af hálfu Akureyrarbæjar. Ríkið fær jarðhitaréttindi á Syðra-Laugalandi í 75 ár UNDIRRITAÐUR hefur verið samn- ingur á milli rfkisins og Akureyrar- bæjar um leiguafnot Akureyrarbæjar af jarðhita ríkisins að Syðra-Lauga- landi í Eyjafirði. f fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu um samning- inn segir, að af hálfu þeirra ráðuneyta, sem að þessum samningi standa fyrir hönd ríkisins, sé litið svo á að samn- ingurinn sé stefnumarkandi fyrir ríkis- valdið um meðferð og ráðstöfun jarð- hita sem það á víða um land. Akureyrarbær fékk árið 1975 heimild hjá dómsmálaráðuneytinu til að bora í landi rfkisjarðarinnar Syðra-Laugalands f Öngulsstaða- hreppi. Borunin bar góðar árangur og var ákveðið að virkja jarðhitann sem fékkst. Síðan 1977 hefur mestur hluti heita vatns Hitaveitu Akur- eyrar komið frá Syðra-Laugalandi. Samningur sá sem aðilar hafa nú gert felur í sér leiguafnot kaupstað- arins á jarðhitanum í 75 ár. Akur- eyrarbæ er veitt heimild til borana f landinu og hverskonar umferðar og lagningu leiðslna sem nauðsynlegt er í því sambandi. Rfkið heldur eftir 54 minútulitrum af 80 stiga heitu vatni til afnota á Syðra-Laugalandi, en öllu öðru vatni dælir hitaveitan til Akureyrar. Samið var um greiðslu fyrir afnot af jarðhitanum fyrir liðinn tíma og endurgjald frá og með 1. janúar 1984 sem er 4.000 krónur á ári fyrir hvern sekúndu- lítra sem hækkar árið 1990 í 5.500 krónur. Þessar upphæðir breytast f samræmi við lánskjaravísitölu. Ym- is fleiri atriði eru í samningnum, m.a. um bætur vegna tjóns sem um- svif hitaveitunnar hafa haft f för með sér á jörðinni, um gerðardóm sem hafi bindandi úrskurðarvald í ágreiningsmálum og einnig er endurskoðunarheimild beggja aðila að 20 árum liðnum ef sérstakar ástæður mæla með og líkur benda til að forsendur samningsins hafi breyst í verulegum atriðum. Frá athafnasvæði Eimskipafélags fslands í Sundahöfn. Móttaka fyrir Á fóstudaginn hélt Eimskipafélag íslands móttöku í Sundahöfn fyrir viðskiptavini sína og aðra gesti í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Flutt voru ávörp og var gestum boðið í hringferð um Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskipafélags íslands ávarpar gesti. T.h. er Hörður Sigurgestsson, forstjóri. yiðskiptavini athafnasvæði félagsins, þar sem sýnd voru tæki og ýmiss búnað- ur. Einnig var sýning á myndum og munum frá fyrri árum. Veitingar voru á boðstólum í einum af skálum Eimskipafélagsins. „Ótímabær olíuverðshækkun styttir tímann þar til flotinn stöðvastu Samþykkt stjórnar LÍÚ og útdráttur úr ályktunum útvegsmannafélaga víða um land Á AUKAFUNDI stjórnar LÍÚ, sem haldinn var í gær, vegna vanda útgerðar- innar, kom fram að Austfirðingar og Akurnesingar hyggjast sigla skipum sínum til hafnar á næstunni, en um engar samræmdar stöðvunaraðgerðir útgerðarmanna er að ræða. Á aukafundinum var gerð samþykkt og fer hún hér á eftir: Stjórn LÍÚ vekur athygli stjórn- valda á því alvarlega ástandi, sem sjávarútvegurinn á nú við að búa eins og tvo glögglega kemur fram í samþykktum útvegsmannafélaga um land allt. Þar hefur komið fram að fjár- hagsstaða útgerðarinnar er svo slæm að í algert óefni er komið. Verulegur samdráttur hefur orðið í tekjum vegna minnkandi afla. Á sama tíma hefur útgerð- arkostnaður vaxið m.a. vegna hækkunar á brýnustu rekstrarvör- um eins og olíu og veiðarfærum. Stjórn LÍÚ lýsir ábyrgð á hend- ur stjórnvöldjm ef þau láta við svo búið standa, því það mun leiða til ófyrirsjáanlegra afleiðinga fyrir sjómenn og verkafólk um allt land. í þessu efni leggur stjórn LÍÚ mesta áherslu á að fiskverð verði hækkað og olía, sem er langstærsti þátturinn í útgerðarrekstrinum, verði með opinberum aðgerðum lækkuð verulega í verði. Samhliða þessum aðgerðum kemur skuldbreyting að gagni, en ekki ein sér. Stjórn LÍÚ væntir þess að lausn þessara mála verið fundin á næstu dögum og lýsir stuðningi við að- gerðir útgerðaraðila á Austfjörð- um. Frestað er að boða til almenns fundar um vandamál útgerðarinn- ar meðan óvissa ríkir um viðbrögð stjórnvalda. Útvegsmannafélög víða um land hafa haldið fundi síðustu daga um stöðu útgerðarinnar. Hér birtist útdrattur úr þeim ályktunum sem þar hafa verið samþykktar, en hafa ekki áður komið í Morgun- blaðinu. Óhjákvæmileg stöövun blasir vid Á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, sem haldinn var sl. miðvikudag, var samþykkt ályktun þar sem tekið er undir þá ályktun forráðamanna sjávarút- vegsfyrirtækja á Austfjörðum, að grundvöllur rekstrar meðal fiski- skipa sé löngu brostinn, en fundur- inn „treystir sér ekki til þess að dagsetja stöðvun þess flota, sem félagsmenn eiga, enda sé sú dag- setning óþörf þar sem óhjákvæmi- leg stöðvun blasi við innan tíðar, verði ekki gerðar verulegar breyt- ingar á rekstrargrundvelli skip- anna.“ í ályktuninni segir, að ótímabær olíuverðshækkun nú hljóti að stytta þann tíma, þar til flotinn stöðvast. Þar segir enn- fremur að ástæður erfiðleika út- gerðarinnar séu margar, en ein sú helzta sé að sjávarútvegurinn hafi verið „blóðmjólkaður og mjólkinni verið spýtt út í æðar ýmissa ann- arra atvinnugreina". Þá telur fundirinn að „það sé lágmark af hálfu stjórnvalda að standa við þau loforð, sem gefin hafa verið við fiskverðsákvarðanir. Vill fund- urinn sérstaklega benda á skuld- breytingu, sem lofað var við sein- ustu fiskverðsákvörðun 1. febrúar sl., og endurgreiðslu á slysakaupi sjómanna sem lofað var við fisk- verðsákvörðun í ársbyrjun 1983“. „Um samræmdar stöðvun- araðgerðir varla að ræða“ Á almennum fundi í Útvegs- mannafélagi Reykjavíkur sl. fimmtudag var samþykkt ályktun þar sem segir m.a. að fjárhags- staða útgerðarinnar sé svo slæm og skuldasöfnun mikil að vafasamt sé um áframhaldandi rekstur. „Um samræmdar aðgerðir til stöðvunar verður þó varla að ræða, eins og sakir standa, en hins vegar blasir við, að einhver skip og vinnsla muni stöðvast fljótlega vegna greiðsluþrots, ef ekki verður að gert,“ segir í ályktuninni. Þar kemur einnig fram að fundurinn telji „það algjörlega óhjákvæmi- legt að meira af tekjum þjóðarinn- ar, sem sjávarútvegurinn á mestan þátt í að skapa, verði eftir hjá þessum atvinnuvegi, þannig að um hallalausan rekstur verði að ræða og að full atvinna haldist." Þá segir í ályktuninni að til að mæta rekstrarvanda útgerðarinn- ar verði að gera „hraðari og hag- stæðari skuldbreytingar. „Veru- legar tilfærslur verður að gera í efnahagslífinu útgerðinni í hag til þess að hún geti haldið áfram að gegna því hlutverki sínu að vera aðalundirstaðan undir velmegun þjóðarinnar." Loks segir, að síðan olíuverð hafi margfaldast hafi ýmsar ráðstafanir verið gerðar til að mæta þeim vanda. „Með minnk- andi og verðminni afla dugir þetta ekki lengur til, og verður ekki séð að hjá því verði lengur komist að þjóðin í heild, en ekki útgerðin ein taki að einhverju leyti á sig þá miklu byrði, sem olían er orðin." Meðaltap útgerðarinnar rúm 20% í ályktun, sem samþykkt var á fundi Útvegsmannafélags Suður- nesja í fyrradag, er lýst „fyllsta skilningi á aðgerðum Austfirðinga nú,“ enda hafði alltof stór veiði- floti og röng fjárfesting í sjávarút- vegi sem og offjárfesting í flestum öðrum atvinnugreinum þjóðfélags- ins hlotið að leiða í algjört strand. „Meðaltap útgerðar sfðustu ár hef- ur verið rúm 20% og ekkert bendir til þess að það verði minna í ár, fari fram sem horfir," segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að algjört ábyrðgarleysi sé að halda áfram rekstri fyrirtækja með neivkæða eignastöðu, og bent á að slíkt muni varða við lög. í greinargerð fundarins er undir- strikað, að Suðurnesjamenn hafi margsinnis bent á að röng fisk- veiðistefna, sem leiða myndi til aukinnar sóknar í smáfisk á upp- eldisslóðum þorsksins og byggða- stefna, sem grundvallaðist á auk- inni fjárfestingu í sjávarútvegi, myndi skerða arðsemi sjávarút- vegsins í heild. „Stjórnvöld undan- genginna ára bera fulla ábyrgð á þessari stefnu, og því hljóta þau að bera ábyrgð á því neyðarástandi, sem nú ríkir í sjávarútvegi," segir í greinargerðinni. Á almennum félagsfundi í Út- vegsmannafélagi Þorlákshafnar, sem haldinn var sl. fimmtudag, var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að flotinn stöðvist við óbreyttar aðstæður. „Staða sjávar- útvegsins í dag er slík að hvort sem menn vilja róa eða binda, blasir ekkert við fjölda útgerða annað en alger stöðvun vegna auk- inna skulda, sem ekki er lengur unnt að semja um. Það þarf því engar dagsetningar um heimsigl- ingar af miðunum," segir í álykt- uninni. Þar segir einnig að sambúð atvinnuveganna við sjávarútveg- inn verði að byggjast á jafnræði og réttlæti, en á þetta hafi mjög skort síðustu misserin. „Stjórnvöld hafa ekki tekið í tauma, eins og nauðsyn bar til, en látið undan þrýstingi hér valdahópa í verslun og þjón- ustu á kostnað sjávarútvegs með þeim afleiðingum að klárinn veld- ur ei lengur drápsklyfjunum," seg- ir í ályktun Útvegsmannafélags Þorlákshafnar. Fullur skilningur á aö- geröum Austfíröinga Á almennum félagsfundi Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, sem haldinn var í gær, var lýst fullum skilningi á aðgerðum útvegsmanna á Austfjörðum og skorar fundur- inn á stjórnvöld að bregðast hart við og skapa sjávarútveginum við- unandi rekstrarskilyrði hið fyrsta. Þá bendir fundurinn á, að nú þegar hafa þrír af togurum FÍB verið stöðvaðir og ljóst sé að verði ekki veruleg breyting á rekstrarskilyrð- um útgerðarinnar munu fleiri skip stöðvast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.