Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SÍMI 11340
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SlMI 11633
LAUGARDAGUR 16. JUNI 1984
VERÐ I LAUSASOLU 25 KR.
Aukafundur stjómar LIU:
Fiskverð hækki
og olía lækki
— Útgeröarmenn lýsa ábyrgð á hendur stjórnvöld-
um veröi rekstrargrundvöllurinn ekki lagfærður
Á AI'KAFUNDI stjórnar LÍÚ, sem haldinn var í gær vegna útgerðarinnar,
voru engar ákvarðanir teknar um að stöðva riskiskipaflotann. „Niðurstaða
fundarins var sú að ekki er um samræmdar stöðvunaraðgerðir að ræða, en
menn létu í Ijós miklar áhyggjur af stöðu útgerðarinnar," sagði Kristján
Kagnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við blm. Mbl. í gær. Því eru
það einungis útgerðarmenn á Austfjörðum og Akranesi sem ákveðið hafa að
sigla skipunum til hafnar á næstunni.
Á aukafundinum í gær varð
gerð samþykkt þar sem kemur
m.a. fram að stjórnin leggur
mesta áherslu á að fiskverð hækki
og olía lækki í verði. „Samhliða
þessum aðgerðum kemur skuld-
breyting að gagni, en ekki ein sér,“
segir í samþykkt stjórnarinnar.
Þar segir ennfremur að stjórnin
lýsi „ábyrgð á hendur stjórnvöld-
um ef þau láta við svo búið standa,
því að það muni leiða til ófyrirsjá-
anlegra afleiðinga fyrir sjómenn
og verkamenn um allt land“. Þá
lýsir stjórnin stuðningi við að-
gerðir útgerðaraðila á Austfjörð-
um, og væntir þess að lausn þess-
ara mála verði fundin á næstu
dögum. Loks segir í samþykktinni
að frestað sé að boða til almenns
fundar um vandamál útgerðarinn-
ar meðan óvissa sé um viðbrögð
stjórnvalda.
Sjá nánar á miðopnu.
Vladimir Ashkenazy:
Vill koma fram
til styrktar tón-
leikahúsi hér
„ÞAÐ GLADDI mig ákaflega að
heyra um áform Fílharmóníusveitar
Lundúna um að halda tónleika til
styrktar byggingar tónlistarhúss í
Keykjavík," sagði Vladimir Ashken-
azy í samtali við blm. Mbl. í gær.
„Einu tengsl mín við Fflharmóníu-
sveitina eru þau að ég stjórna henni
stöku sinnum. En sjálfur vildi ég
gjarnan koma fram á íslandi til
styrktar þessu málefni og til þess að
vekja athygli á þvi, eftir eitt eða tvö
ár.
íslandsferð okkar fjölskyldunnar
var allt of stutt í þetta sinn en
svona er þetta alltaf á hljómleika-
ferðalögum með stórum hijóm-
sveitum. Það er of dýrt að staldra
lengur við á hverjum stað en einn
eða tvo daga. En hvað listrænu
hliðinni viðvíkur," bætti hann við,
„þá held ég að hljómsveitin hafi
haldið tvo af sínum bestu tónleik-
um til þessa í Reykjavík á dögun-
um og ég er afar ánægður með
frammistöðu hennar."
Ljósm. Mbl. Jútius.
Athafnasamt við Austurvöll
Austurvöllurinn iðaði af lífi í gærkvöldi. Skátar æfu skrúðgöngu, kvik-
myndatökur fyrir „DalaliT* voru í fullum gangi og verslunarmenn unnu
við að skreyta búðarglugga í þjóðhátíðarstfl.
Útflutningur ístros til Bandaríkjanna:
Fluttu út 800 tonn
af ísfíski í fyrra
Flugfreyju-
félagið
semur við
Flugleiðir
SAMNINGAK tókust um aðal-
kjarasamning með Flugfreyjufélagi
Islands og Flugleiðum upp úr mið-
nætti í fyrrinótt. Enn er eftir að
semja við Arnarflug og voru við-
ræður ekki hafnar í gær. Samning-
ana á eftir að bera undir félags-
fund í Flugfreyjufélaginu og verður
það ekki gert fyrr en samist hefur
við bæði flugfélögin.
Margrét Guðmundsdóttir,
formaður Flugfreyjufélagsins,
sagði að engin bylting hefði átt
sér stað með þessari samninga-
gerð, mið hefði verið tekið af
samningum flugmanna við flug-
félögin og samningurinn væri
innan hins svokallaða ASl/VSÍ
ramma.
FYRIRTÆKIÐ fstros í Keflavík hef-
ur síðastliðin 8 ár flutt út ýsu, karfa
og grálúðu til Boston í Bandaríkjun-
um með áætlunarflugi. Flutti fyrir-
tækið út 800 tonn á síðastliðnu ári og
hefur flutt út nær 400 tonn það sem
af er þessu ári. Gott verð hefur feng-
ist fyrir fískinn hjá viðskiptavinum
fyrirtækisins.
„Þessi útflutningur hefur komið
vel út fyrir framleiðendur að því ég
held,“ sagði Eiríkur Hjartarson hjá
fstros í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er nákvæmlega samskonar
útflutningur og Sölumiðstöðin er
nú að byrja á og þykir fréttnæmur.
Aðalútflutningstíminn er frá því í
september og fram í maí og sann-
ast sagna þá hefur það háð mest,
að ekki hefur fengist nóg pláss um
borð i vélunum, því við hefðum get-
að flutt út meira á þessu tímabili.
Það eru ekki nema þrjár ferðir á
viku til Bandaríkjanna á veturna
og það pláss sem hefur fengist á
tímabilinu frá því í janúar og fram
í maí hefur verið nýtt að fullu,"
sagði Eiríkur.
Kaupendur eru fiskkaupmenn í
Boston. Uppistaðan í útflutningn-
um er ýsa, en fyllt er upp með
karfa, að sögn Eiríks. Hann kvað
varla grundvöll fyrir því að leigja
vélar sérstaklega undir þennan út-
flutning, þar sem það vantaði
flutninginn heim, en hann væri
sannfærður um að það kæmi að því
að það yrði loftbrú á milli íslands
og Bandaríkjanna og þá væri þetta
grundvöllurinn fyrir fiskflutning-
unum vestur.
Eiríkur sagðist fá aflann víða að,
hann keypti hann ekki, heldur
flytti hann út og tæki sín umboðs-
laun. „Ég held að þetta hafi komið
alveg skínandi vel út fyrir alla að-
ila. Greiðsla fæst fljótt fyrir þessa
vöru, eða strax í vikunni eftir að
varan fer vestur, og verðið er til-
tölulega gott. Cif-verð á pundinu af
ýsu hefur verið 1.45 dollar og karf-
inn á 1.05 dollar. Það hefur orðið
mikil aukning á útflutningnum á
þessu og síðasta ári og gæti hafa
orðið meiri, ef flutningsgetan hefði
leyft það,“ sagði Eiríkur.
Valur Arnþórsson:
„Sækist ekki
eftir starfi
forstjóra“
„MÉR ER mikill vandi á höndum
að takast á hendur ábyrgðarstarf
sem samvinnuhreyfingin kann að
vilja fela mér. Það hafa margir
lýst áhuga sínum á því, að ég taki
við starfi forstjóra Sambandsins,
en sem svar við þinni spurningu —
ég sækist ekki eftir því — ég hef
ekki hug á því,“ sagði Valur Arn-
þórsson, formaður stjórnar Sam-
bandsins m.a., er blaðamaður
Morgunblaðsins spurði hann að
loknum aðalfundi Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga að Bifröst
í fyrrakvöld hvort hann hygðist
gefa kost á sér í forstjórastólinn,
eða sækjast eftir honum, þegar
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins, lætur af störfum
eftir tvö ár.
Sjá nánar á bls. 31.
Fyrirtæki
frá 20 þjóð-
um á útvegs-
sýningu ’84
— Sýningarrými þre-
faldað í Laugardalshöll
YFIR 100 fyrirtæki frá rúmlega 20
þjóðum kynna vörur sínar og starfsemi
á Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni
’84, sem haldin verður í Laugardals-
höllinni í Reykjavík 22.—26. septem-
ber í haust. Gert er ráð fyrir að yfir
1.000 erlendir gestir komi á sýninguna,
þar sem sýnt verður „allt sem nöfnum
.tjáir að nefna er varðar sjávarútveg",
að því er Þórleifur Ólafsson, ristjóri
Fiskifrétta, sagði í samtali við blaða-
mann Mbl.
„Sjávarútvegssýningin í haust
verður margfalt stærri en upphaf-
lega var áætlað," sagði Þórleifur,
„enda hefur áhuginn bæði hér heima
og erlendis verið miklu meiri en
menn gerðu sér grein fyrir. Þegar
hafa yfir sextíu erlend fyrirtæki til-
kynnt um þátttöku og þeim gæti enn
fjölgað. Þetta átti í fyrstu að verða
sýning af meðalstærð og við héldum
aö aðalsalurinn í Laugardalshöllinni
myndi duga. Um miðjan vetur var
séð að svo yrði ekki og þá var ákveð-
ið að reisa 2.400 fermetra sýningar-
hús austan við höllina. Nú er ljóst að
það dugar ekki heldur og í næstu
viku verður byrjað að reisa annað
hús, 1.000 fermetra, á svæðinu."
Kennsluskylda minnk-
uð hjá barnakennurum
f bréfí sem Kennarasambandi íslandi barst í fyrradag, hefur fjármálaráðherra
gefíð samtökunum fyrirheit um minnkun kennsluskyldu um hálfa klukku-
stund á viku hjá kennurum sem kenna á forskóla og barnaskólastigi til og með
6. bekk. Þessi hópur kennara hefur lengsta kennsluskyldu kennara, 30'A
klukkustund á viku, fyrir þessa breytingu, en kennarar sem kenna 7.—9. bekk
grunnskóla, hafa 29 stunda kennsluskyldu.
.Valgeir Gestsson, formaður
Kennarasambandsins sagði þetta
atriði hafa verið mikið baráttuat-
riði kennara í samningunum í vet-
ur, en Kennarasambansdið er inn-
an BSRB. Þá hefði breyting á þessu
ekki fengist fram og ekki heldur í
sérkjaraviðræðum, en formlega séð
tilheyrðu vinnutímaákvæði aðal-
kjarasamningi. Hann sagði að
kennarar teldu sig hafa óuppfyllt
vilyrði fyrir að þetta yrði jafnað
frá því í samningunum 1982, en þá
hefði kennsluskyldan verið minnk-
uð um hálfa klukkustund, sem
fyrsta skref til samræmingar.
„Við höfum sótt það fast að
áfram yrði unnið að þessari jöfnun,
enda engin rök fyrir mismunandi
kennsluskyldu í grunnskólanum,"
sagði Valgeir. Hann tók það fram
að þarna væri ekki um vinnutíma-
styttingu að ræða, því kennarar
hefðu sömu viðveruskyldu í skólum
áfram.
Valgeir sagði að bréf fjármála-
ráðherra innihéldi einnig annað at-
riði sem til samræmingar horfði
hjá kennurum innan BSRB og hins
vegar hjá BHM. Þeir byrjendur í
kennarastétt sem þiggja laun eftir
launataxta BHM geta í sumum til-
fellum verið á hærri byrjendalaun-
um, en þeir sem eru innan BSRB.
„En þetta atriði átti einungis við
ákveðin aldurshóp byrjenda og
bara fyrsta árið,“ sagði Valgeir
Gestsson að lokum.