Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1984 27 Stykkishólmur: Lúðrablástur á þjóðhátíðardaginn Slvkki.shólmi, 15. júní. 17. JÚNÍ verður að venju hald- inn hátíðlegur í Stykkishólmi og hefjast hátíðarhöldin við Dval- arheimili aldraðra með leik Lúðrasveitar Stykkishólms und- 1034» Nýtt tímarit um gróður og garðyrkju NÝTT tímarit hefur hafið göngu sína og ber það heitið „Gróandinn**. Rit- stjóri Gróandans er Hafsteinn Haf- liðason garðyrkjumaður, en eins og nafnið bendir til er ritið um gróður og garðyrkju. Auk þess er fjallað um ýmis önnur efni tengd útihTi og frí- stundum. Meðal efnis í Gróandanum er grein eftir ritstjórann, Hafstein Hafliðason, um allt sem lýtur að rósum. Þá eru greinar eftir Hall- grím Indriðason, skógfræðing á Akureyri, Hafliða Jónsson, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, og Harald Þ. Skarphéðinsson skrúð- garðafræðing. Af öðru efni má nefna umfjöllun um snjóbræðslu- kerfi og greinar um útisundlaugar og gæludýr. Gróandinn er 96 bls. að stærð í venjulegu tímaritsbroti og útgef- andi þess er útgáfufélagið Fjölnir hf. Hringskonur með sölu- tjald á 17. júní HRINGSKONUR hafa ákveðið að verða með sölu- tjald í Lækjargötu á 17. júní. Þar verður til sölu meðal annars pylsur, sælgæti, blöðr- ur og rellur. Opið verður frá hádegi til miðnættis og er von- ast til að góðhjartaðir borgar- ar líti við. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins. e> INNLENT ir stjórn Daða Þórs Einarssonar. Þaðan verður gengið í Hólmgarð, útivistarsvæði Hólmarar við Aðalgötu en þar fara hátíðarhöldin fram og verður ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. Meðal annars koma fram hjónin Sigelinde Kalman og Sigurður Björns- son. Klukkan hálf fjögur býð- ur Stykkishólmshreppur bæj- arbúum til kaffidrykkju í fé- lagsheimilinu. Um kvöldið verður barnadiskótek fram undir miðnætti. — Árni Eiríkur Kjalar einbeitir sér allt hvaö af tekur er hann innir af hendi hið mikil- væga starf. Dregið í ferða- happdrætti Úrvals FYRIR skömmu var dregið í ferða- happdrætti Úrvals en allir þeir sem höfðu greitt ferðir til Ibiza, Mallorca, Noregs og Daun Eifel áttu möguleika á að fá ferð sína ókeypis. Eiríkur Fjalar sá um að draga og voru þeir heppnu: Ragnar H. Hall, Nesbala 82, Seltjarnarnesi, (fékk frítt til Mallorca), Einar Hjálmtýs- son, Kleppsvegi 136, Reykjavík, (fékk frítt flug og bíl til Noregs) og Sævar Jónsson, Hæðarbyggð 2, Garðabæ (fékk fría ferð til Daun Eifel). Á annað þúsund kvefaðir í apríl A ANNAÐ þúsund manns fengu það slæmt kvef í aprílmánuði á þessu ári að þeir þurftu að leita læknis. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist frá skrifstofu borgarlæknis kom fram að samkvæmt skýrslum 10 lækna og lækna- vaktar í Reykjavíkurumdæmi hefðu 1.116 fengið kvef, há- lsbólgu og lungnakvef í apríl. Fjöldi þeirra sem fékk lungna- bólgu var 48 og Streptó- kokka-hálsbólgu og skarlatss- ótt fengu 49 einstaklingar. Þá herjaði inflúensa á 484 íbúa á þessu svæði samkvæmt skýrslunni. Hettusótt fengu fjórir, rauða hunda, tólf, hlaupabólu 16, og einn fékk mislinga. Kristalssalur Loftleiða í MYNDATEXTA undir mynd með frétt um sprengjugabbið í bresku þotunni á Keflavíkurflugvelli sem birtist á miðopnu blaðsins í gær mis- ritaðist nafn hótelsins sem um var rætt. Var starfsfólk Hótels Loftleiða að taka saman rúmföt í Kristals- sal Hótels Loftleiða en ekki Hótels Sögu eins og misritaðist. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Úlfar Þormóðsson í húsnæði nýja gallcrísins í Pósthússtrætinu. Lifandi gallerí — segir Úlfar Þormóðsson, sem opnað hefur nýtt gallerí í miðborginni „Við ætlum að vera hér með lif- andi gallerí. Ég segi ekki að það verði breytilegt frá degi til dags hvað hér verður á boðstólum, en við stefn- um að því að það verði það næstum því og fólk verði helst að koma á hverjum degi til að kynna sér hvað er að gerast," sagði Ulfar Þormóðs- son, forsvarsmaður gallerísins Borg- ar, sem opnaði í Pósthússtrætinu í vikunni. „Nú stendur hér yfir sýning nokkurra félaga úr félaginu ís- lensk grafík og auk þess erum við með keramik og glerskúlptúra til sýnis og sölu. Þessi sýning sem hangir á veggjum núna stendur að minnsta kosti næstu tvær helgar, en hvað þá tekur við er að mestu óráðið," sagði Úlfar. Galleriið verður opið virka daga frá kl. 10—18 og um helgar 14—18. Starfsmaður með Úlfari í gallerí- inu er Edda Óskarsdóttir. Um breytingar á húsnæði gallerísins fyrir opnunina sáu arkitektarnir Magnús Skúlason og Sigurður Harðarson. Úlfar sagði að þau myndu leggja áherslu á að hafa gott yfirlit yfir íslenska grafik á boðstólum. Þá hefði hann uppboðsleyfi og myndu í framtíðinni verða haldin uppboð í galleríinu, auk þess sem komið yrði upp bókahorni með íslenskum listaverkabókum. „Við lítum björtum augum til framtíðarinnar. Ef það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir gallerfi í miðborginni þá er hann ekki til annars staðar," sagði Úlfar. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! HLJOTUM AÐ HORFA MEÐ ÞAKKLÆTI TIL ÞESSARA 40 ÁRA — rætt viö frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands JÓN SIGURÐSSON, FORSETI — SAGAN OG SAMTÍMINN RÍS ÞÚ ÍSLANDS UNGA MERKI — saga íslenzka fánans FJALLKONULJÓÐ EFTIR DAVÍÐ STEFÁNSSON 5 ÁRA AFMÆLI LÝÐ- VELDISINS, LJÓÐ TÓMÁSAR GUÐ- MUNDSSONAR REIÐSKÓLI ROSEMARIE ALHEIMSMÁLIÐ ESPERANTO ÉG ER BJARTSÝNN UM NOKKURN ÁRANGUR — rætt viö Árna Böðvarsson, málfarsráöunaut UNESCO OG EIN- VALDURINN VARGURINN SNÝR AFTUR BANNAÐ AÐ KÁFA ÁKONUM — stefnumörkun jafnaöarflokks- kvenna í Svíþjóö LÍKAMLEG VELFERÐ OKKAR VELTUR Á YFIR- MANNINUM ÍSLENZKAR LISTAKON- UR í KAUPMANNAHÖFN FLOTAFORINGINN, SEM STJÓRNAÐI EIGIN AFTÖKU SPURT OG SVARAÐ UM GARÐYRKJU |H$r0ðiiti!hIaÞiÞ Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.