Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 16. JÚNÍ 1984 29 Námstefna um eldvarna- eftirlit NÁMSTEFNA um eldvarnaeft- irlit verður haldin að Hótel Loft- leiðum dagana 19. til 21. júní nk. Námstefnan verður haldin á vegum Brunamálastofnunar ríkisins og í samvinnu við Verk- fræðingafélög Noregs og íslands og Brunabótafélag Islands. Félagsmálaráðherra, Alex- ander Stefánsson, setur nám- stefnuna og sérfræðingar í brunavarnaeftirliti og bruna- tryggingastarfsemi, innlendir og erlendir, flytja erindi og leið- beina við framkvæmd bruna- varnaeftirlits. Námstefnugögn verða bæði á íslensku og norsku. í fréttatilkynningu Bruna- málastofnunar ríkisins segir að tilgangurinn með námstefnu þessari sé að ræða fyrirkomulag eldvarnaeftirlits i landinu og að reyna að gera sér grein fyrir skiptingu verkefna og ábyrgðar milli þeirra aðila, sem þar koma við sögu, auk þess að leiðbeina um framkvæmd eldvarnaeftir- lits. Mótmæla byggingu bensínstöðvar MIÐVIKUDAGINN 13. júní sl. var borgarstjóranum í Reykjavík, Davíd Oddssyni, afhent mótmæli vegna fyrirhugaðrar byggingar bensín- stöðvar við Stekkjarbakka gegnt Gróðrarstöðinni Alaska. í mótmælum, sem 158 íbúar í götum sem liggja næst Stekkjar- bakka undirrituðu, er þess getið að engin þðrf sé fyrir bensínstöð á umræddum stað og er vilji ibú- anna að borgarstjórn taki fullt til- lit til vilja þeirra, sem er ekki ann- ar en sá að borgaryfirvöld haldi sig við fyrri ákvörðun og breyti á engan hátt frá því sem þau hafa áður kynnt, að svæðið verði ein- göngu notað sem íþrótta- og úti- vistarsvæði. Ljósmynd Mbl./ Emilia. J.T. Sugimato, yfirsjóliðsforingi í bandarísku strandgæslunni og aðalleið- beinandi á námskeiðinu, ávarpar þátttakendur á útskriftardegi. Björgunarmenn NÁMSKEIÐ í grundvallaratriðum leitar og björgunar á vegum Land- helgisgæslunnar og bandaríska sendiráðsins lauk nýverið. Leið- beinendur voru sérfræðingar fengnir frá bandariskum björgun- ar- og leitarskóla „The National Search and Resque School“, sem rekinn er af bandarísku strand- gæslunni og bandaríska flughern- um. Námskeið þeirra eru haldin um allan heim og skólinn hefur útskrifað fleiri en 6.000 nemend- ur. Kennd voru undirstöðuatriði í skipulagningu leitar og leitar- tækni jafnt á sjó sem landi. Námskeiðið stóð í 3 vikur í Sjómannaskólanum. Gunnar Bergsteinsson, yfir- maður Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við blm. Mbl. að megintilgangur þessa nám- skeiðs hefði verið tvíþættur: Að auka samvinnu og samræmingu þeirra aðila sem vinna að björg- unarmálum hér á landi, en einn- ig til að halda námskeið þar sem öll björgunarfélög í landinu gætu notið sömu kennslu. „Hingað til hefur verið sendur einn og einn nemandi héðan til höfuðstöðva skólans í New York, en sú menntun kemur að litlu gagni þegar á reynir," sagði Gunnar. 24 tóku þátt í nám- skeiðinu, frá Landhelgisgæsl- unni, flugmálastjórn, Slysa- varnafélagi Islands, Pósti og síma, Sjómannaskólanum og varnarliðinu í Keflavík. 19. júní kominn út 19. JÚNÍ ársrit Kvenréttindafélags íslands er komió út í blaðinu er tekin til umfjöllunar jafnréttisbar- átta og áhrif hennar á samskipti kynjanna. Nefnist þessi þáttur „Jafnrétti frá getnaði til grafar“. Þar er rætt við fólk sem hefur m.a. stöðu sinnar vegna haft sérstaka aðstöðu til að fylgjast með jafnrétt- isumræðunni og áhrifum hennar á samskipti karla og kvenna. „Eru tölvurnar ógn eða nýir möguleikar,“ er spurning sem varpað er fram í 19. júní að þessu sinni. Fjallað er um tölvur og konur og tölvufræðslu í skólum og hættuna sem ófrískum konum kann að stafa af tölvunum. í tímaritinu eru einnig viðtöl við konur í ábyrgðarstörfum: Salóme Þorkelsdóttur forseta efri deild- ar Alþingis, Helgu Jónsdóttur aðstoðarmann forsætisráðherra og Sólrúnu Jensdóttur skrif- stofustjóra í menntamála- ráðuneytinu. Einnig er talað við listakonurnar Ragnheiði Stef- ánsdóttur myndhöggvara og Nínu Björk Árnadóttur, rithöf- und og Ónnu Sigurðardóttur for- stöðumann Kvennasögusafnsins. Samtök kvenna á vinnumarkaði og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna fá umfjöllun í blaðinu og loks má geta greinar um fóstureyðingar í ljósi nýrrar löggjafar, en í henni eru tölu- legar upplýsingar um fóstureyð- ingar síðustu árin. Sitthvað fleira er í þessu blaði. Það er 88 síður og ritstjóri er Fríða Björnsdóttir. ForsíAa 19. júní, ársrits Kvenréttind- afélags íslands. Osóttir happdrættisvinningar sem kom á dagatal nr. 11899, hef- ur enn ekki verið vitjað. Sá vinn- ingur er flug og gisting í ellefu daga fyrir alla fjölskylduna á sól- arströndinni Rimini á Ítalíu. Vinningana ber að vitja á aðal- skrifstofu Samvinnuferða- Landsýnar í Austurstræti 12, Reykjavík eða hjá umboðs- mönnum. DREGIÐ hefur veriö f annað sinn f dagatalahappdrætti Samvinnuferóa- Landsýnar 1984. Vinningurinn, tveggja vikna dvöl í sæluhúsi í Kampervennen eða Eemhof í Hollandi auk bíla- leigubíls í eina viku, kom á happ- drættisdagatal nr. 7362. Vinningsins úr fyrsta drætti Þjóðhátíðarkaffi- sala Fríkirkjunnar SUNNUDAGINN 17. júní verður þjóðhátíðarguðsþjónusta í Fríkirkj- unni í Reykjavík og hefst kl. 11.00. Leikið verður á selló og orgel í 20 mínútur á undan messu. Safnað- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Fríkirkjukórinn syngur und- ir stjórn organistans, Favels Smíd. Að lokinni athöfninni hefst kaffisala Kvenfélags Fríkirkj- unnar á stéttinni utan við kirkjudyr og stendur allan dag- inn. Við vonum, að margir leggi leið sína í Fríkirkjuna þennan morgun að hlýða á messu, kaupi sér síðan kaffi og vöfflur, áður en þeir fara heim og minnist hins fornkveðna, er þeir setjast að þjóðhátíðarsteikinni, að ekki er ket, nema kaffi á undan renni. Aðra vegfarendur, seinna um daginn, bjóðum við einnig hjart- anlega velkomna. Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur. útskrifaðir smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VEROBRÉFAMARKAOUR Huai VERSUUNAniNNAR SlM SS77TO SIMAT1MAR Ki. 10-12 OO 16-17 KAUPOeSAlA VC9SKUL DABRÍFA Hagabeit Tökum hross í hagabeit. Upplýs- ingar í síma 99-6941. Verslun og þjónusta Minka-. muskrattreflar, húfur og slár. Minka- og muskratpelsar saumaöir eftir máli. Viögeröir á pelsum og leöurfatnaöi. Skinnasalan, Laufásvegi 19, síml 15644. islenskar lopapeysur og lopi isienskar lopapeysur og lopi i stórum og litlum pöntunum óskast keyptar af norsku fyrir- tæki. Vinsamlegast sendiö sýn- ishorn í póstkröfu. Skrifiö á norsku eöa ensku tll: Stein Finstad, Uranienborgveien 23, Oslo 3, Norge. • húsnæöi : { i boói J Kalifornía — hús til leigu Hver ætlar á Ólympiuleikana f Los Angeles? Til leigu lítiö ein- býlishús meö svefnpláss fyrir 6 ' manns. Öll þægindi. Stutt á leikvanginn. Qöngufæri á ströndina o.fl. Upplýsingar f sima 17959. Sunnudagur 17. júní KL 13. Elliöavatn — HjaHar — KakUrsel. Létt ganga f. alla. Verö 150 kr. Frftl f. bðrn m. full- orönum. Brottför frá BSl bensin- sölu. Sjáumst. Feröafélagiö Utivist. Laugardagur 16. júní kl. 20. Þjóðhátiðarganga á Esju. Geng- iö á Þvertellshorn. Brottför frá BSl bensínsölu. Verö 200 kr. Þátttakendur geta elnnig komiö á eigin bíl inn aö Mógilsá. Heim- koma um 01-leitiö e. mlðnætti. n UTIVISTARFERÐIR Fimmtudagur 21. júnf. Sóimtöóuferö f Viöey. Leiösögu- maöur Örlygur Hálfdánarson o.fl. Verö kr. 150, frítt f. börn m. fullorönum. Brottför frá Sunda- Laugard. 23. júnf kl. 20.00. Tf- unda Jónsmassunæturganga Úfivistar. Brottför frá BSl bens- insölu. Sjáumst. Feröatélagiö Utivist. ÚLFAR JACOBSEN Feröaskrifstofa Austurstræti 9. Símar 13499 og 13491. í sumar bjóöum viö eftirtaldar feröir: 12 daga hálendisteröir með léttum gðngum Landmannalaugar — Mývatn — Heröubr.llndir — Askja — Hljóöakiettar — Skagafjöröur — Laugarvatn — Reykjavik. Verö 12.000 kr. 12 daga farðir um suðaustur- land og Sprsngisand Þórsmörk — Skaftafell — Þör- isdalur — Hallormsstaöur — Heröubreiöalindir — Askja — Hijóöaklettar — Mývatn — Landmannalaugar — Reykjavík. Vorö 12.000 kr. • daga forö um Fjallabak Þingvellir — Landmannalaugar — Klrkjubæjarklaustur — Jök- ullón — Skaftafell — Þórsmörk. Verö 6.000 kr. 19 daga langferð með láfum gðnguferðum Lýsuhóll (Snæfellsnesi) — Þing- vellir — Þórsmörk — Skaftafell — Þórisdalur — Hallormsstaöur — Heröubreiöalindir — Askja — Hljóöaklettar — Mývatn — Landmannalaugar — Reykjavík. Verö 19.000 kr. 12 daga gönguferð um Suðurtand Þórsmörk — Eldgjá — Land- mannalaugar — Veiöivötn. Verö 12.000 kr. Brottfarir alla mánudaga frá 2. júlí. Fullt fæöi, tjaid, dýna og leiösögn er innifaliö í veröl allra teröa. Leitiö nánari upplýsinga á skrifstofunni. ULFAR JACOBSEN Ferðaskrifstofa Austurstræti 9. Símar 13499 og 13491. 12 daga gönguferðir um Suðurland 2.—3. júlí og 16.—27. júlí Mrsmðrk — Eldgjá — Land- mannalaugar — Vsfðivðtn. Gist veröur i tjöidum 2—4 nætur á hverjum staö og þaöan lagt upp í daglangar göngur um svæöiö. Verö 12.000 kr. Fíladelfía Almenn bænasamkoma kl. 20.30. Bæn, lofgjörö og pakk- argjörö. ftFerðaklúbbur aranda Skagafjöröur — kynningar- og skemmtiferö 29. júni (2 dagar). Brottför kl. 20 frá Vesturgðtu 4. Gisting á Húnavöllum og á Hól- um. Fariö í Drangey. Fararstjóri Haraldur Bessason, prófessor. Færeyjar um Ólafsvöku. Brott- farir 24. júlí og 28. júlí. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR1179S og 19533. Helgarferðir 15.—17. júní: 1. Þjórsárdalur — BurteH Gist á tjaldstæöinu v/Kriöufell. Göngu- feröir um nágrennlö. 2. Þórsmörk. Glst í Skag- fjörösskála. Gönguferöir um Mörkína. Farmióasala og upp- lýsingar á skrifstofu Ff, Öldugötu 3. Dagsferðir um helgina 16.—17. júní: 1. 16. júní kl. 13.00: A slóöum Kjalnesingasögu. Fararstjórl: Jón Böóvarsson. Verö kr. 350. 2. 17. júni (sunnudag). a) kl. 10.30. Botnssúlur (1086 m). Verö kr. 350. b) kl. 1300. Eyóibýlin i Þingvallasveit. Verð kr. 350. Fimmtudag 21. júni kl. 20.00. Miönæturganga á Esju (sumar- sólstööur) Verö kr. 200. Feröafélag Islands FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferöir — Ferðafélags íslands: 23.-28. júnf (< dagar): Skaftafefl, gist á tjaldstæöinu og gengíó um þjóógaröinn. ÞægHeg gistiaðstaöa og fjöibreytt um- hverfi. 29. júnf — 3. júlf (5 dagar): Húnavellir — Lltla Vatnsskarö — Skagatjöröur. Gist í húsum. Gengiö um Lltla Vatnsskarö til Skagafjaróar. Farlö aö Hólum, Hegranesi og noröur fyrir skaga. 5 —14. júlf (10 dagar): 1. Hornvík — Hornstrandir. Tjaldaö i Hornvík. Gönguferöir frá tjaldstaó. 2. Aöalvík — Hornvik, Göngu- ferö meö viöleguútbúnaö. 3. Aöalvík. Tjaldað aö Látrum, gönguferöir (dagsferö eöa tvelr dagar) Leitiö upplýslnga og tryggiö ykkur farmiða tímanlega. Feröafélag fslands Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík A morgun, sunnudag, veröur al- menn samkoma kl. 11.00. Verlö velkomin. Krossinn Samkoma i kvöld kl. 20.30 aö Alfhólsvegi 32, Kópavogi. Allir velkomnlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.