Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 23 Seldi Bofors írönum vopn? Stokkhólmi, 15. júní. Frá Krik Liden fréttaritara Vopnaframleiðslufyrirtækiö Bof- ors í Karlskoga hefur verið ásakað fyrir ólöglega vopnasölu, í þetta sinn til íran, gegnum fyrirtæki í Júgóslav- íu. Vopnin, sem um ræðir, eru loft- varnarbyssur fyrir herskip írana. Ásakanirnar eru bornar fram i> tímariti, sem út kemur næstkom- andi mánudag, og eru þær byggð- ar á frásögnum starfsmanna Bof- Reagan vill sparnað Washington, 15. júní. AP. Ronald Keagan Bandaríkjafor- seti ítrekaði á blaðamannafundi í gærkvöldi kröfu um að fulltrúa- deild þingsins ákveði frekari sparnaðaraðgerðir ellegar neiti hann að staðfesta lög um skatta- hækkanir er mæta eiga halla á ríkisfjárlögunum. Reagan kvaðst því aðeins myndu fallast á skattahækkanir að hann fengi tryggingu fyrir því að sparnaðaraðgerðir fylgdu í kjölfarið. Ágreiningur er milli þingdeildanna um leiðir til að mæta fjárlagahalla, og einnig um hvort gera skuli það með niðurskurði útgjalda. Mbl. ors. Forsvarsmenn fyrirtækisins og sérstök nefnd hins opinbera, sem fjallar um mál af þessu tagi, kveðast enga vitneskju hafa um málið. Því er haldið fram að skömmu eftir að átök írana og traka brut- ust út hafi íranir keypt 40 57 millimetra loftvarnarbyssur af Bofors án þess að sænsk yfirvöld hafi veitt leyfi viðskiptunum, sem hljóðuðu upp á rúmar 50 milljónir sænskra króna. Vopn þessi hafa síðan verið notuð í Persaflóastríð- inu, að sögn ritsins. Fyrir skömmu var tilkynnt til lögreglunnar að Bofors hefði selt sjálfvirkan loftvarnarbúnað til Bahrein og Sameinuðu fursta- dæmanna fyrir um 60 milljónir sænskra króna. Lögreglurannsókn er hafin en niðurstöðu er fyrst að vænta með haustinu. Danski knattspyrnumaðurinn Allan Simonsen ásamt konu sinni Anette á sjúkrahúsi í Árósum, þar sem hann jafnar sig af fótbroti sem hann hlaut í leik Dana og Frakka í Evrópukeppni knattspymulandsliða. Leik- urinn var sýndur í beinni sjónvarpssendingu í íslenzka sjónvarpinu. Allan Simonsen var á hátindi ferils síns er óhappið henti og ólíklega leikur hann knattspyrnu framar. Verðmæt málverk sem rænt var í Osló finnast í V-Þf zkalandi w: k.j • c 4 ii v Wiesbaden, 15. júní. AP. SJÖ listaverk, þar á meðal verk eftir Picasso, Rembrandt og Van Gogh, sem stolið var úr ríkislistasafninu í Osló fyrir tveimur árum, fundust í gær í bifreið í bænum Hanau, nærri Frankfurt. Eftirhreytur Kiessling-málsins: Skipt um yfirmenn leyniþjónustunnar Áætlað verðmæti listaverkanna er 5,5 milljónir dollara og er haft eftir saksóknaranum í Wiesbaden, Albert Farwick, að málverkin séu meðal 12 eftirsóttustu listaverka heims. Yfirsafnvörður ríkislistasafns- ins í Osló, Leif Plahter, sagði að listaverkin væru lítilsháttar skemmd. Eins verkanna átta, sem stolið var úr safninu 11. október 1982, er enn saknað, „Blómakörf- unnar" eftir franska listmálarann Paul Gauguin. Handtekinn hefur verið einn maður í V-Þýskalandi grunaður um að hafa tekið við hinum stolnu verkum. Á blaðamannafundi sagði Al- bert Farwick að 21. maí sl. hefði þýskumælandi maður hringt í ríkislistasafnið í Osló og boðist til að skila myndunum gegn 1,5 millj- óna marka greiðslu. Fleiri hring- ingar gáfu lögreglunni til kynna að verkin væri að finna í V-Þýska- landi. Gerðu síðan 40 lögreglu- menn áhlaup á Mercedes Benz í Hanau um hádegisbilið í gær. Fundust verkin sjö í bílnum og var bílstjórinn handtekinn. Víetnamar kalla heim herlið frá Kambódíu Bonn, 15. júní. AP. MANFRED Wörner varnar- málaráðherra kvaðst í dag mundu gera breytingar í æðstu stöðum innan leyni- þjónustu hersins í framhaldi af hneykslismáli í fyrravetur, þegar Giinter Kiessling hers- höfðingi hjá NATO var rek- inn úr starfi fyrir meinta kynhverfu. Sagði Wörner að nýir menn yrðu skipaöir í stöðu Helmuth Behrendt yfir- manns leyniþjónustunnar og aðrar helztu stöður innan þjónustunnar. Jafnframt lofaði hann yfir- gripsmiklum breytingum á starf- semi og skipulagi leyniþjónust- unnar, sem bar Kiessling þeim sökum að hann væri kynhverfur. Leiddi það til þess að Wörner vék Kiessling frá á þeirri forsendu að hneigð hans til karlkynsins varð- aði öryggi. Síðar kom í ljós að ásakanir leyniþjónustunnar reyndust tilhæfulausar og Kiessl- ing, sem á sínum tíma var næst- æðsti maður herafla NATO, fékk stöðu sína í þýzka hernum að nýju. Sagðist Wörner myndu setja „háttsettan mann innan þýzka hersins" yfir leyniþjónustuna og breyta stöðutákninu úr því að vera yfirmaður stórdeildar í herfylk- ishöfðingja. Þingið þarf þó að samþykkja þá breytingu. Wörner kvaðst ennfremur mundu skipa sérstakan fulltrúa innan varnarmálaráðuneytisins til þess að fjalla um ásakanir á hendur háttsettum mönnum til þess að tryggja betur að réttar ákvarðanir verði teknar. Jafnaðarmenn fögnuðu fyrir- huguðum breytingum Wörners á leyniþjónustu hersins, en kváðu þær þó tæpast ganga nógu langt til að tryggja að mál á borð við Kiesslings-málið endurtækju sig ekki. Kröfðust jafnaðarmenn af- sagnar Wörners á sínum tíma vegna Kiesslings-málsins. Bangkok, Thailandi, 15. júní. AP. VÍETNAMAR munu kalla heim nokkrar herdeildir frá Kambódíu í næstu viku, að því er áreiðanlegar heimildir hermdu í dag. Er það í þriðja skipti á þremur árum sem slík heimkvaðning á sér stað. Tuttugu fréttamönnum hefur verið boðið að fylgjast með brottflutningunum, sem hefjast eiga í Phnom Penh nk. fimmtu- dag. Einnig kvað vera ráðgert að flytja samtímis á brott hermenn frá héraðinu Siem Reap í norð- vesturhluta Kambódíu, að því er sömu heimildir herma. Víetnamar hafa heitið því að kalla allt herlið sitt heim frá Kambódíu, en þeir réðust inn í landið síðla árs 1979. Víetnamar berjast nú við um 50.000 skæruliða þriggja flokka samsteypustjórnar Kambódíu. Bardagarnir hafa hrakið tæp- lega 75.000 Kambódíumenn frá heimkynnum sínum í flótta- mannabúðir í Thailandi, að því er tilkynnt var í dag. GROANDINN er H garðyrkjublaðið! Tímaritið Gróandinn er komið út, undir ritstjórn Hafsteins Hafliðasonar. Gróandinn er óvenju fallegt og vandað tímarit, þar sem finna má mikinn fróðleik um allt sem lýtur að gróðri og garðvinnu, ræktun pottablóma og gerð garðhýsa, svo dæmi séu nefnd. Auk þess flytur Gróandinn margvíslegt annað efni, svo sem greinar um antik, fugla, gæludýr, matreiðslu og fróðleiksmola af ýmsu tagi. Tryggió ykkur eintak í tíma, á morgun gæti það verið of seint! Gróandinn fæst í bókaverslunum, söluturnum og blóma- búðum um allt land, og er auk þess seldur í áskrift. Tekið verður á móti áskriftum í dag í símum 91-687474 og 91-687479 milli klukkan 10 og 16 og á morgun 17. júní milli klukkan 10 og 12. Gerist áskrifendur í dag, og Gróandinn verður póstlagður til ykkarstrax eftir helgi! Tímaritið Gróandinn Höfðabakka 9,110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.