Morgunblaðið - 19.06.1984, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984
íslenskir þing-
menn til Rúmeníu
SENDINEFND íslenskra þing-
manna heldur í dag, þriðjudag,
áleiðis til Rúmeníu í boði rúmenska
þingsins og mun heimsóknin standa
dagana 20. til 27. júní.
Formaður sendinefndarinnar er
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti sameinaðs þings, en aðrir
sem fara eru Ingvar Gíslason, for-
seti neðri deildar, Salóme Þor-
kelsdóttir, forseti efri deildar Al-
þingis, Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, og Magnús
H. Magnússon, varaformaður Al-
þýðuflokksins.
Að því er Þorvaldur Garðar
Kristjánsson tjáði Mbl. bauð Al-
þingi íslendinga rúmenskum þing-
mönnum til íslands árið 1973, en
síðast fór íslensk þingmannanefnd
til Rúmeníu árið 1970 og er hér um
hefðbundnar vináttuheimsóknir
að ræða.
Þorvaldur sagði að gert væri ráð
fyrir, að þingmennirnir hittu að
máli ýmsa forystumenn Rúmena,
þ.á m. forseta landsins, Ceausescu,
forseta þingsins, utanríkisráð-
herra og utanríkisviðskiptaráð-
herra og ræddu við þá um sam-
skipti iandanna og horfur í heims-
málum.
Fundur afrískra og
norrænna ráðherra
Á MIÐVIKUDAG og fimmtudag, 21.
og 22. júní, verður haldinn í Stokk-
hólmi fundur utanríkisráðherra Noró-
urlanda og starfsbræðra þeirra í sex
ríkjum í sunnanverðri Afríku þar sem
rætt verður um ástandið í þessum
heimshluta og aukna efnahagsaðstoð
við rfkin sex.
Geir Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra íslands, situr fundinn og fer
hann utan í dag.
Ríkin, sem um ræðir, eru Angóla,
Botswana, Mósambik, Tanzanía,
Zambía og Zimbabwe.
Það er Lennart Bödström, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, sem býður
til fundarins og segir hann, að þar
muni norrænu ráðherrarnir sitja og
hlýða á málflutning Afríkumanna.
Ekki er um neina formlega dagskrá
að ræða og því unnt að taka upp
hvaða mál sem er.
Albert féllst
ekki á dómsátt
Ráðherrann kom við í sýningarsalnum Háholti í Hafnarfirði í gær og skoðaði sýninguna „Saga skipanna". Við
hlið hans stendur Matthías A. Mathiesen, viðskiptaráðherra og honum á hægri hönd stendur Jón Gunnarsson,
forstöðumaður Sædýrasafnsins, en har.n gekk með ráðherranum um sýningarsalinn og fræddi hann um líkönin.
Viðskiptaráðherra Noregs f opinberri heimsókn:
Ræðir við 3 ráðherra
Viðskiptaráðherra Noregs, As-
björn Haugstvedt, kom hingað til
lands í gær í opinbera heimsókn í
boði Matthíasar Á. Mathiesen,
viðskiptaráðherra.
Á leið frá Keflavíkurflugvelli
síðdegis í gær skoðaði ráðherr-
ann varmaorkuver Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi ásamt
fylgdarliði sínu og var þaðan
haldið í sýningarsalinn Háholt í
Hafnarfirði þar sem sýningin
„Saga skipanna" var skoðuð.
f dag mun ráðherrann ræða
við Matthías Á. Mathiesen,
viðskiptaráðherra, Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráðherra,
og Steingrím Hermannsson, for-
sætisráðherra.
Ráðherrann heldur af landi
brott á fimmtudagsmorguninn
en áður en hann fer mun hann
ræða við forseta íslands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, og einn-
ig mun hann fara til Vest-
mannaeyja og að Gullfossi og
Geysi.
Flugvél hlekktist á á Bíldudal:
„Ég tók ekki dómsátt þar sem dóm-
arinn sagðist ekki geta tryggt það, að
ég þyrfti ekki að borga sektina á nýjan
leik ef ég yrði kærður aftur og mér
dettur ekki í hug að sættast á það að
borga 6.500 krónur reglulega," sagði
Albert Guðmundsson, fjármálaráð-
herra, en hann kom fyrir dómara í gær,
vegna kæru fyrir að halda hund og var
boðin dómsátt, sem hann hafnaði.
„Dýrið er til og hefur verið það í 13
ár og verður svo lengi sem það lifir.
Það er ósanngjarnt að ég þurfi að
greiða sekt aftur og aftur vegna
sama dýrsins. Ef ég hefði verið að
skipta um hund þá skildi ég þetta.
Ég get ekki litið á það sem neina
sátt, ef ég hef þetta áfram yfir höfði
mér og ef ég greiddi sektina vildi ég
fá tryggingu fyrir því að ég væri
kvittur við guð og menn vegna þessa
máls,“ sagði Albert ennfremur.
„Ég vildi gjarnan taka dómsátt, en
það væri þá um virkilegar sættir að
ræða. Dómarinn treysti sér ekki til
að staðfesta það að það væri um
sættir að ræða vegna þessa dýrs og
þá er þetta ekki nein dómsátt. Ég er
allur af vilja gerður til að taka
dómsátt en það verður þá að vera
það sem orðið þýðir,“ sagði Albert.
Albert sagði að málið færi nú aft-
ur til ríkissaksóknara til nánari
ákvörðunar.
Fékk á sig hnút og
lenti í niðurstreymi
Flugvél frá Flugfélagi Norður-
lands með 7 manns innanborðs
hlekktist á á Bíldudalsflugvelli í
gærmorgun. Fékk vélin á sig hnút og
lenti í niðurstreymi er hún kom yfír
Nýnorskan blómstrar
í meðförum Ödegaards“
Osló, 18. júní. Frá fréturiura Mbl.
Jan Erik Laure.
KNUT Ödegaard, nýráðinn for-
stjóri Norræna hússins í Reykja-
vík, voru í gær afíient hin virðu-
legu Bastian-þýðingaverðlaun fyrir
þýðingu sína á bókinni „Fljótt,
fljótt, sagði fuglinn", eftir Thor
Vilhjálmsson. Við afhendingu
verðlaunanna var lögð sérstök
áhersla á frábært vald Ödegaards
á málinu, en hann skrifar á ný-
norsku.
Þýðingin á bók Thors Vil-
hjálmssonar kom út í Noregi í
fyrra undir nafninu „Fort, fort,
sa fuglen". Verðlaunin fékk
Knut Ödegaard í samkeppni við
23 aðra þýðendur.
„Nýnorskan blómstrar í með-
förum hans. Málið, sem hann
beitir, er safaríkt og kraftmikið
og hann nýtir sér uppsprettur
tungunnar af miklu listfengi,"
sagði m.a. i áliti dómnefndar
norska þýðendasambandsins.
í þakkarræðu sinni sagði Öde-
gaard m.a. að í bókinni „Fljótt,
Fljótt, sagði fuglinn" yrðu tungu-
Símamynd/NTB.
Knut Ödegaard með Bastian-verðlaunin, sem veitt eru fyrir beztu þýð-
ingu í Noregi ár hvert.
tak og söguþráður ekki aðskilin.
„Að miklum hluta er málið og
beiting þess sjálfur söguþráður-
inn og í því hefur falist helsta
ögrunin við þýðingu þessarar
bókar, sem ég hófst handa við
fyrir mörgum árurn," sagði öde-
gaard og lýsti yfir ánægju sinni
og þakklæti vegna verðlaun-
anna.
fíugbrautarendann til lendingar að
sögn fíugmannsins og rakst þá
vinstra hjól hennar niður og laskað-
ist. Rann fíugvélin síðan 200 metra
eftir flaugbrautinni og skemmdist
nokkuð en engan um borð sakaði.
Flugvélin, sem ber einkennis-
stafina TF-JMG, var í beinu leigu-
flugi frá Akureyri til Bíldudals
með sex iðnaðarmenn frá Akur-
eyri. Heldur leiðinlegt veður var á
leiðinni. Stakk hún sér niður í
Patreksfjörð, flaug út fyrir nesið á
milli fjarðanna og inn Arnarfjörð
til Bíldudals. ókyrrð var inn fjörð-
inn og gengu dimmir rigningar-
skúrir yfir að sögn flugmannsins,
Baldurs Þorsteinssonar. Þegar
vélin kom inn til lendingar á
Bíldudalsflugvelli og var komin
alveg að brautarendanum fékk
hún á sig hnút og lenti í niður-
streymi, er rigningarskúr gekk yf-
ir, með þeim afleiðingum að hún
lenti fyrr en flugmaðurinn ætlaði.
Þrem til fimm metrum frá braut-
arendanum er þverhníptur bakki,
og lenti hún með vinstra lend-
ingarhjólið á honum, þannig að
það lagðist aftur. Skrúfan vinstra
megin fór strax í jörðu og vængur-
inn skömmu síðar en flugmannin-
um tókst með bremsum og beygj-
um að halda henni á flug-
brautinni, en eftir henni rann vél-
in um 200 metra. Er hún stöðvað-
ist var hún nokkurn veginn í réttri
stefnu en út við brautarjaðarinn,
skrokkurinn 3 til 5 metra inni á
brautinni en vinstri vængurinn
stóð þrjá metra út fyrir brautina.
„Þetta var mikill skellur," sagði
einn farþeganna, Gunnar Berg
yngri á Akureyri i samtali við
blm. Morgunblaðsins. „Þetta var
búið að vera slæmt inn fjörðinn en
við gerðum okkur ekki grein fyrir
neinu fyrr en flugstjórinn brems-
aði mjög snöggt, því vélin datt
ekki straks niður á vænginn. En
þetta fór allt vel og kom í sjálfu
sér ekkert við okkur.“ Flugvélin er
mikið skemmd. Stél, skrúfa og
vinstri vængur er skemmt auk
hjólsins, en búkurinn virðist
óskemmdur. Vélin var ekki flutt
frá Bíldudal í gær en það er í
ákvörðunarvaldi tryggingarfélags
vélarinnar hvað gert verður við
hana. TF-JMG er tvegggja hreyfla
vél, af Piper Chieftain-gerð. Þetta
eru tíu mann vél sem Flugvélag
Norðurlands keypti frá Bretlandi
fyrir tæpum tveimur mánuðum í
stað „Rauðku", sem hlekktist á á
ólafsfjarðarflugvelli í vetur.
Fundir í læknishéruöum
FJÓRIK fundir um heilbrigðis- og
tryggingamál, sem Matthías Bjarna-
son, heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra gengst fyrir í læknishéruðum
landsins, hafa þegar verið haldnir á
Vestfjörðum og Vesturlandi.
Næstu fundir eru fyrirhugaðir á
Norðuriandi vestra, miðvikudaginn
20. júnf á Sauðárkróki í Safnahúsinu
og fimmtudaginn 21. júní á Blöndu-
ósi í Félagsheimilinu.
Auk ráðherra verða framsögu-
menn á þessum fundum Davíð Á.
Gunnarsson, forstjóri, sem ræðir um
sjúkrahússmál, Guðmundur Þor-
geirsson, læknir, sem talar um
hjartarannsóknir og hjartasjúk-
dóma og Ingibjörg R. Magnúsdóttir,
deildarstjóri, sem ræðir um heilsu-
gæslumál og málefni aldraðra.
I Reykjaneslæknishéraði eru svc
fyrirhugaðir fundir í Keflavík 25
júní og í Hafnarfirði 26. júní og í
Suðurlandslæknishéraði eru fundit
fyrirhugaðir á Selfossi 27. júní og I
Vestmannaeyjum 28. júní.