Morgunblaðið - 19.06.1984, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.06.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 19 Frískleg byrjun í Vatnsdalsá „Þetta hefur byrjað bráðvel, á hádegi voru komnir 23 laxar á land, en veiði hófst á laugardag- inn,“ sagði Snorri Hauksson, kokkur í Flóðvangi við Vatns- dalsá. Að sögn Snorra hafa laxarnir verið afar vænir, aðeins einn und- ir 10 pundum, 9 punda lax, einn 11 punda, en síðan eru allir hinir 12 til 14 punda að einum 18 punda undanskildum, en hann er stærst- ur. Laxarnir eru ekki með lús og hafa flestir veiðst á maðk, en fá- einir á flugu, einkum Þingeying. Drýgsti veiðistaðurinn er Hóla- kvörn og flestir laxarnir hafa veiðst neðarlega, nokkrir einnig í Hnausastreng. Góð urriðaveiði í Laxárdal „Þetta hefur gengið alveg ljóm- andi vel og það eru komnir um 350 urriðar á land sem náð hafa lág- marksstærðinni, 35 sentimetrum. Meðalþunginn er 2—3 pund og sil- ungurinn er feitur og fínn, sér- staklega sá smærri," sagði Hólmfríður Jónsdóttir, veiðieftir- litsmaður við efra veiðisvæði Lax- ár í Laxárdal, í samtali við blm. Mbl. í gær. Hólmfríður sagði að veiði hefði hafist 1. júní og fyrsta daginn veiddust 35 fiskar á 5 stangir, en veiða má á 18 stangir á svæðinu og hefur sjaldnast til þessa verið full- bókað. Stærsta fiskinn til þessa veiddi Guðjón Tómasson við Þúfu í Hofstaðaey, það var 6 punda fiskur og flugan Dimma. Vinsæl- ustu flugurnar eru að vanda straumflugurnar Þingeyingur og Hólmfríður, en einnig hefur Black Ghost gefist vel, auk þess sem urr- iðinn hefur gefið sig betur en oft áður að hefðbundnum silungaflug- um eins og Black Zulu. Einungis er um fluguveiði að ræða á þessum slóðum og sendi Hólmfríður tvo veiðimenn til síns heima um dag- inn eftir að hafa staðið þá að því að beita með slímugum maðkin- um. Vigfús Hallgrímsson, veiðivörð- ur við neðra svæðið, sagði í sam- tali að 120 silungar hefðu verið skráðir, en öll kurl væru ekki kom- in til grafar auk þess sem fremur fáar stangir hefðu verið í ánni þrátt fyrir 14 stanga leyfilegt há- mark. Hann sagði að vel hefði veiðst fram að hvítasunnu, en minnkað síðan. Stærsta fiskinn veiddi Hermann Brynjarsson í Ár- gilsstaðaflóa, 6,5 punda fisk á Þingeying, straumflugu. Þórir Magnússon veiddi tvo 6 punda, annars er meðalþunginn keimlík- ur og efra hjá Hólmfríði. Víðidalsá dræm Vignir Kristjánsson í veiðihús- inu Tjarnarbrekku við Víðidalsá sagði í gær, að 19 laxar væru komnir á land, en veiðin hófst þar á föstudagsmorguninn. „Þeir öfl- uðu strax vel, veiddu fyrstu laxana á fyrstu mínútunum og 14 fiskar veiddust þennan fyrsta dag. Á laugardaginn komu svo 4 iaxar á land, á sunnudaginn enginn og i morgun aðeins 1,“ sagði Vignir. Hann gat þess einnig, að laxarn- ir væru allir vænir, 10 til 12 punda og sá stærsti 14 punda. Flestir hafa veiðst í Fitjá og allir á „buff“. Veitt er á 8 stangir í Víðidalsá, 6 í nágrannaelfunni Vatnsdalsá. Við fallegan veiðistað. Edda Helgason: Viðskipta- og mark- aðsfulltrúi hjá Citybank EDDA Helgason hefur verið ráðinn viðskipta- og markaðsfulltrúi hjá Citybank of London í skipa- og Is- landsdeild bankans. í samtali við Mbl. sagði Edda að starfíð væri einkum fólgið í samskiptum bank- ans og viðskiptamanna og yfírsýn yf- ir þau viðskipti, auk þess sem hún sæi ura að kynna þær nýjungar sem bankinn hefur upp á að bjóða hverju sinni á sviði fjármálaþjónustu. Edda Helgason er fædd 14. apríl 1957 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1976. Hún lauk BA-prófi í hag- fræði frá Columbiaháskóla í janú- ar 1980 og MBA-prófi í rekstrarh- agfræði frá sama skóla réttum tveimur árum síðar. Edda starfaði hjá útflutningsmiðstöð iðnaðarins 1982—e3 og var síðan markaðs- ráðgjafi í eitt ár hjá fyrirtæki. sem skipulagði ferðir í Indlandi og Nepal. Starfinu hjá Citybank tók Edda við í febrúar sl. Citybank of London er hluti Cyticorp-fyrirtækisins og er tal- inn stærsti banki heims, sam- kvæmt alþjóðlegum staðli. Heild- arvelta bankans siðasta ár nam 1424 milljónum dollara, en eignir bankans eru metnar á rúmar 24 milljónir dollara. Club Méd er aðeins fyrirþá sem gera kröfur: Club Méd keðjan, sem rekur mörg hundruð sumardvalarstaði víðs vegar um heimmn, er eitt virtasta og frægasta fyrirtæki sinnar tegundar. Úrval hefurnú náð samningum við Club Méd, sem gera kleiftað bjóða í sumar dvöl á nokkrum hinna víð- frægu klúbbstaða. Club Méd erútaf fyrir sig á afmörkuðu svæði, oftast er sérstakt klúbbhús þar þar sem veitt er öll möguleg þjónusta og gisting er svo ýmist í íbúðum eða smáhýsum. Aðalatriðið er að allt er innifalið: Oisting, fulltfæði, borðvín, öll þjónusta (ekkert tips), tilsögn, aðgangur og afnot af alls konar íþróttaaðstöðu, s.s. tennis, golfi, siglingum, sjóskíðum, köfun, seglbrettum, bogfimi, boltaleikjum, hestamennsku, hjólreiðum, . . heilsurækt og jóga; aðgangur að skemmtunum og diskótekum, barnagæsla, skoðunar- ferðir og fjölmargt fleira. ísumum Club Méd stöðunum þarfþó að borga aukalega t.d. fyrir hestaleigu og golf. Hjá Club Méd á ókeypis ekkert skylt við ómerkilegt: Allt er 1. flokks og miðað við kröfur hinna vandíátustu. Pess vegna verður Club Méd heldur aldrei ódýrt, - en tölurnar eru samt ótrúlega lágar þegar litið er á allt það sem er innifalið. Club Méd St. Aubin Sur Gaillon í Normandy, klukkustundar akstur frá París. Flug og 2 vikur kr. 23.500. Club Méd Grand Hotel Vittel í Champagne 5 klst. akstur frá París. Flug og 2 vikur kr. 29.100. Club Méd Cargése á Korsíku 1 vika og 1 vika á Hótel Montparnasse Park í París. Kr. 29.300. Allt flug innifalið. Brottför: 1/7, 15/7, 29/7, 12/8. FBHOSKimrOHN ÚRVU. Ert þú ekki samferða f sumar? Síminn er 26900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.