Morgunblaðið - 19.06.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 19.06.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNl 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Y firlýsingar á þjóðhátíð 17. júní-dansleikur og lok Listahátíðar f Laugardalshöll: „Held þetta hafi geng- ið ótrúlega vel mið- að við mannhafið“ — sagði Arnþór Ingólfsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Athyglisvert er að íhuga eftir 40 ára afmælisdag lýðveldisins að bæði frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, lögðu megin- áherslu á verkmenningu og at- vinnulífið í því sem þau sögðu á þjóðhaííðinni. í viðtali við Morgunblaðið sagði forseti íslands meðal annars, að fyrir utan verk- menningu og skapandi hugsun væri vinátta við aðrar þjóðir mikilvægur auður í storma- sömum heimi og forsetinn bætti við: „í öllum frjálsum þjóðfélögum er endalaus ný- sköpun. Þar sem hugur manns- ins er frjáls leitar hann ávallt fram á við og þjóðfélagið hlýt- ur því alltaf að vera breyting- um undirorpið. Til allrar ham- ingju, því annars er hætta á stöðnun. Við hér á íslandi höf- um orðið að aðlaga okkur heimsmenningunni í auknum mæli. Við höfum nýtt okkur þekkingu og tækniþróun í já- kvæðustu mynd. Hugvit mannsins hefur komið okkur til góða og það ber okkur að þakka.“ í þjóðhátíðarræðu sinni komst Steingrímur Hermanns- son svo að orði: „Að sjálfsögðu verður áfram byggt á gæðum lands og sjávar. I nýrri fram- farasókn er þó óhjákvæmilegt að renna fleiri stoðum undir hið íslenska efnahagslíf. Og kostirnir eru margir og góðir. Landið býður upp á fjölmarga möguleika, sem ekki eru enn nema að litlu leyti nýttir, og þjóðin sjálf hefur öðlast þekk- ingu, sem mun reynast einn hennar mesti auður." Forseti íslands og forsætis- ráðherra nefna bæði hugvitið og þekkinguna. Þau þjóðfélög sem nýta sér þessar samtvinn- uðu auðlindir til hlítar geta skapað borgurum sínum best lífskjör. Fjarskipta- og sam- göngutækni á eftir að valda því að fjarlægð íslands frá öðrum löndum eða fjarlægðir innan lands verða ekki sama hindrun og áður. En forsetinn drepur einnig á aðra lykilþætti þess að góð og samkeppnisfær verk- menntun fái dafnað hér á landi: að við ræktum vináttu við nágrannaríki og njótum frelsis til orðs og æðis, það er að segja höldum aftur af þeim öflum sem vilja hneppa þjóðir heims í fjötra alræðisins. I hin- um frjálsu ríkjum heims verða framfarirnar en hins vegar afturför í fátæktarríkjum al- ræðisaflanna. Forsætisráðherra lét þess ekki getið í ræðu sinni að standa þyrfti vörð um sjálf- stæði þjóðarinnar í samvinnu við vinveitta nágranna. Hvort þögn ráðherrans um þetta atriði ber að skilja á einhvern sérstakan hátt skal ósagt látið en hún hlýtur að vekja athygli þeirra sem fylgjast náið með þeim orðum er leiðtogar þjóð- arinnar láta falla á hátíðar- stundum sem þessari. Án slíkr- ar varðstöðu gætum við ekki þess frelsis sem forseti Islands nefndi. Hverju mannsbarni á íslandi er ljóst hvaðan mesta ógnin við frelsi og frumkvæði einstaklinga kemur nú um stundir. Skemmtan á þjóðhátíð Til þjóðhátíðarhalda er efnt með hefðbundnu sniði um landið allt. Eðlilegt er að slíkar hátíðir séu í föstum skorðum svo sem eins og athöfnin á Austurvelli við styttu Jóns Sig- urðssonar. Víða um land hafa menn fundið hið rétta meðal- hóf sér til hátíðabrigða og það- an berast sjaldnast mikil tíð- indi. Öðru máli gegnir um skemmtunina í höfuðborginni eftir að komið er fram á kvöld og talið tímabært að stíga dans til heiðurs lýðveldinu og Jóni Sigurðsson, að þessu sinni bættist það við að til dansleiks- ins var efnt til að slíta lista- hátið. Frægasta bjórhátíð heims er svonefnd „Oktoberfest" í Munchen. Hún stendur í nokkra daga og jafnvel vikur. Af lýsingum að dæma var at- gangurinn í Laugardalshöllinni að kvöldi 17. júní jafnvel meiri en þegar mest er um að vera í Múnchen. Það er alvarlegt um- hugsunarefni ef ekki er unnt að efna til þjóðhátíðar í höfuð- borg íslands án þess að skipu- leggja skemmtanir af þessu tagi. Fyrir nokkrum árum voru starfsmenn bandarískrar sjón- varpsstöðvar hér á landi 17. júní og sýndu afrakstur vinnu sinnar í vinsælum fréttaþætti heima hjá sér. Enn minnast Bandaríkjamenn er sáu þátt- inn á drykkjuskap unglinga þegar þeir hitta Islendinga. Þessar kvöldhátíðir í Reykja- vík 17. júní eru ósamboðnar því sem minnst er þennan dag. Nauðsynlegt er að leggja rækt við það sem er í senn menning- arlegt og hátíðlegt. „Ég held að þetta hafi gengið ótrú- lega vel fyrir sig, ekki síst ef miðað er við mannhafið, sem þarna var saman komið," sagði Arnþór Ingólfsson, yfir- lógregluþjónn, er Mbl. ræddi við hann í gær um 17. júní-dansleikinn í Laug- ardalshöllinni, sem jafnframt var lokaball Listahátíðar í Reykjavík, á sunnudagskvöld. Arnþór hafði yfirumsjón með löggæslu við Höllina um kvöldið. Sagðist hann ekki treysta sér til að segja með nokkurri vissu hversu margir hefðu verið saman komnir í og við Höllina en það hefði vart ver- ið undir 5.000 manns. Aðrir, sem voru á svæðinu, töldu fjöldann hafa verið á bilinu 6.500—8.000. „Ölvun var hverfandi í þessum stóra hópi, en það voru hins vegar mikil ærsl eins og verða vill hjá unglingunum," sagði Arnþór. Fjöldinn flykkist að Það var strax um kl. 23.30 að mannfjöldann tók að drífa að Laug- ardalshöllinni í strætisvögnum, sem sáu um að aka fólki frá ýmsum stöð- um, m.a. úr miðbænum, þar sem kvöldskemmtun var nýlokið. Var talið, að þar hefðu verið um 3—4.000 manns saman komin. Fólki, sem blm. Mbl. ræddi við, bar saman um að hægagangur við aðgöngumiða- sölu við innganginn hafi verið helsta orsökin fyrir því hve mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan Höllina á skömmum tíma, en önnur skýring var sögð sú, að aðeins einar aðgöngudyr hefðu verið opnar. Fór enda svo, að rúður í anddyrinu létu undan þrýstingnum og brotnuðu. Slys urðu lítil á fólki en þrír voru fluttir á slysadeild af svæðinu um kvöldið. Þegar komið var talsvert fram yfir miðnætti var gripið til þess ráðs að opna allar dyr i Laug- Á Austurvelli 17. júní. Þótt það rigndi áður en þjóðhátíðarhöldin byrjuðu við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli var iétt yfir þeim sem þar var skipað til sætis. Á myndinni sjást frá vinstri viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherrafrú Erna Finnsdóttir, utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson, biskupsfrú Sólveig Ásgeirsdóttir og herra Pétur Sigurgeirsson, biskup. MorgunblaðiÖ/RAX. Ránið viö Landsbankann fyrir Sakadómi: Ætlaði að hjálpa fjölskyldu sinni úr fjárhagskröggum ÁSTÆÐAN fyrir því að William James Scobie ákvað að ræna peningum af tveimur starfsmönnum Áfengis- og tóbaksverslunar rikisins við Landsbankaútibúið við Laugaveg 17. febrúar sl. var sú, að hann ætlaði að veita fjölskyldu sinni og fjölskyldu unnustu sinnar fjárhagsaðstoð. Vitorðs- maður hans, Ingvar Heiðar Þórðarson, hugðist nota sinn hluta ránsfengsins m.a. til að geta heimsótt vinstúlku sína í Svíþjóð. Faðir Williams, Griffith David Scobie, haföi ákveðið með sjálf- um sér að koma syni sínum úr landi svo hann kæmist hjá handtöku og refs- ingu. Þeir voru handteknir á Keflavík- urflugvelli skömmu áður en þeir stigu um borð í flugvél til Bandaríkjanna viku eftir ránið. Tveimur dögum síðar játaði William afdráttarlaust. Ráns- fengurinn var alls 1.839.134 krónur og hefur því fé verið skilað að undanskild- um liðlega 112 þúsund krónum, sem ekki hafa fundist. Þetta kom m.a. fram er munnlegur málflutningur fór fram fyrir Sakadómi Reykjavíkur í gær. Ákæra á hendur þeim William, Ingvari og Griffith var gefin út 27. mars sl. Hún er í fjórum liðum. I fyrsta kafla hennar er William Jam- es einum gefið að sök að hafa aðfara- nótt 16. febrúar brotist inn í verslun- ina Vesturröst og stolið þaðan hagla- byssu og skotfærum. William og Ingvari er í 2. og 3. kafla gefið að sök að hafa sameiginlega og eftir fyrir- framgerðri áætlun rænt leigubíl; William tók sér far með bílnum og ógnaði bílstjóranum með hálstaki og byssunni til að yfirgefa bílinn. Willi- am ók bílnum síðan einn að útibúi Landsbankans en þeir Ingvar eru báðir ákærðir fyrir að hafa í samein- ingu staðið að ráninu eftir fyrir- framgerðri áætlun. Griffith D. Scobie er í fjórða kafla ákærunnar sakaður um hylmingu; hann hafi fengið fulla vitneskju um ránið síðan þetta sama kvöld og falið peningana á heimili fjölskyldunnar í Reykjavík og síðan tekið þátt í að flytja Ingvari hans hlut, alls 360 þúsund krónur. Samkvæmt því, sem fram kom í sóknarræðu Jónatans Sveinssonar, saksóknara, er flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, var það um miðjan janúar sem William fór að hugleiða í alvöru að láta til skarar skríða. Fór hann m.a. á fund starfsmanns í Verslunarbankanum, er áður hafði unnið við afgreiðslustörf hjá ÁTVR, og hann hafði kynnst i ferð með ms. Eddu í fyrrasumar. Spurðist hann nákvæmlega fyrir um flutningsmál fjár úr útsölum ÁTVR, hugsanlegar fjárhæðir og fleira. Starfsmaðurinn sagði frá eftir bestu getu án þess að láta sér detta nokkuð ljótt í hug. Hugmyndin tók síðan á sig æ fastara form og föstudagskvöldið 10. febrú- ar, viku áður en ránið var framið, gerði William sér ferð að Lands- bankaútibúinu og fylgdist með starfsmönnum ÁTVR leggja afrakst- ur dagsins í næturhólfið. Þá varð honum ljóst, að ekki væri nægilega gott að vera einn á ferð og hafa ekki annað en hendurnar til að kljást við tvo unga og fríska menn. Þar kvikn- aði hugmyndin að því að hafa með sér skotvopn og nota það til að ógna mönnunum. Um þetta leyti kviknar einnig hug- myndin að því að stela bíl — sú hugmynd þróaðist út i ránið á leigu- bílnum. Og William komst að þeirri niðurstöðu, að hann þyrfti aðstoð- armann. Á sunnudagskvöldinu 12. febrúar fór hann í Broadway og hitti þar kunningja sinn, Ingvar Heiðar Þórðarson. Hann sagði honum frá áformum sínum í öllum meginatrið- um og samkvæmt því, sem fram kom við rannsókn málsins, tók Ingvar hugmyndinni fremur vel en vildi ekki gefa afdráttarlaust svar. Um þetta leyti var hann að hefja störf í Landsbankaútibúinu á Laugavegi 77 og hittust þeir þrisvar næstu daga og ræddu málin frekar. Nokkuð var þjarkað um hverja þóknun Ingvar ætti að fá — m.a. ræddu þeir hvort þeir ættu að standa að ráninu að öllu leyti saman og skipta fengnum jafnt eða hvort Ingvar myndi taka að sér að útvega hluta af dulargervi, bil og annast aksturinn fyrir 20—25% ránsfengsins. Daginn fyrir ránið ákvað Ingvar endanlega að slá til og taka seinni kostinn. Átti ekki fyrir fargjaldinu Þetta kvöld var William staddur á heimili unnustu sinnar í Fellahverfi- þegar Ingvar kom til að færa honum úlpu og vettlinga. Þá var William langt kominn með að dulbúa sig, hafði Ifmt á sig falskt skegg, barta og þykkar augabrúnir, málað á sig ör og gert sig gamallegan á ýmsan hátt, eins og saksóknari orðaði það i málflutningnum. Þegar þeir óku af stað var byssan hlaðin, líklegast með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.