Morgunblaðið - 19.06.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984
47
Morgunblaðií/Kristján Ari Einarsson
Þessi gafst upp í raidri keppni. Fyrst brotnaði drifskaftið og síðan gáfu
upphækkunarfestingar sig að framan eins og sjá má.
Torfærukeppnin á Hellu um helgina:
Þorsteinn sigraði í
flokki sérbúinna bfla
ÞORSTEINN Guðjónsson á Willys-
jeppa, árgerð 1946, bar sigur úr být-
um í flokki sérbúinna bfla í hinni
árlegu torfærukeppni Flugbjörg-
unarsveitarinnar á Hellu um helg-
ina. Hlaut hann 925 stig, en Sigurð-
ur Vilhjálmsson, sem varð í öðru
sæti, hlaut 751 stig. Bfll sigurvegar-
ans er m.a. búinn Volvo turbo-vél
auk annarrs styrktarbúnaðar.
Að venju var keppt í tveimur
flokkum í þessari keppni, sem nú
var háð í 11. sinn. f almennum
flokki sigraði Björn Breiðfjörð á
Willys, árg. 1974. Hlaut 352 stig.
Annar varð Þorvarður Jónsson,
einnig á Willys. Hlaut hann 313
stig. Þriðji varð Sigurjón Eiríks-
son á Bronco, árg. 1974. Hlaut
hann 295 stig.
Um 1500 áhorfendur fylgdust
með keppninni í fremur óhag-
stæðu veðri á Hellu á laugardag.
Einn bílanna heltist úr lestinni
þegar drifskaft í honum brotnaði
Sigurvegarinn í flokki sérbúinna
bfla, Willys 1946. Þorsteinn Guð-
jónsson við stýrið.
en aðrir bílar sluppu óskemmdir
frá þessari þolraun.
Sarnafil
VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI
Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR
FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7. 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230
r- þegar blómin þurfa
. / Jk- m m
Reykjavik
S.85411
Höfðabakka 9
Við týá Völundi eigum hin vönduðu Junckers
reglulegu viðarstykki felld saman í gólf úr aski, eik og
beyki, 12 og 22 millimetra þykk.
Ennfremur bjóðum við allt sem til þarf við
gólflagninguna; undirleggspappa, lím lista og lakk.
Reglulegu viðarstykkin felld saman í gólferu afgreidd á
Klapparstígnum, en sýnishom eru einnig í Skeifunni 19.
Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar.
W'
TIMBUKVERZLUNIN VÖLUNDUR HF.
KLAPPARSTfG 1, SÍMI 18430 - SKEIFUNNI 19, SlMI 687999
* í orðabók Menningarsjóðs, annarri útgáfu Reykjavík 1983 bls. 727, er orðið parket
talið vont mál, sem forðast beri í íslensku. Þess í stað er gefin hin ágæta skýring:
„regluleg viðarstykki felld saman í gólf‘.