Morgunblaðið - 23.06.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 23.06.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 7 77/ SÖLU m SMKJJUVEG, KÓPAVOG! Verslunar- og lagerhúsnæöi 562 m2 á jaröhæö. Skrifstofuhúsnæði 202 m2 á 2. hæö. Húsiö er fullbúiö aö utan og innan, möguleikar fyrir margskonar starfsemi. Malbikuð bílastæöi. Uppl. veittar í síma 72530. Bladburöarfólk óskast! Lindargata 6—39 \ Skipholt 1—38 Skipholt 40—50 Aksturshraöa skal miöa viö aöstæöur Skólinn og atvinnulífið f viótali sem BHM-blað- ió átti fyrir skömmu við dr. Ingjald Hannibalason, for- stjóra Iðnta'knistofnunar, er þeirri .spurningu varpað fram hvers vegna hlutur háskólamanna í atvinnulíf- inu sé eins lítill og raun ber vitni. Svar Ingjalds er áhugavert og leiðir hugann að þeim ógöngum sem ís- lenska skólakerfið er kom- ið í: „Fjármagnsskortur á ef- laust sinn þátt í því. Menn eru þreyttir eftir strangt nám og með þungar námsskuldir á bakinu. Flestir treysta sér ekki út I áhettusamar fjárfestingar. Erlendis þekkist það að menn séu á launum í tvö ár hjá ríkinu á meðan þeir eru að koma undir sig fótunum og stofna ný fyrirtæki. En skólakerfið á hér einnig hlut að máli. Menntunar- stefna okkar er ekki rétt Við höfum sniðið hana eftir erlendri fyrirmynd en vinnumarkaðurinn hér er gjörólíkur því sem gerist erlendis. Ef við tökum mat- vælafræðinga sem dæmi þá byggist þeirra menntun á því að þeir fari að vinna við stór framleiðslufyrir- tæki þar sem sérhæHng er mikil og þeir sinna ein- göngu rannsóknarstörfum. Hér á íslandi eru aftur á móti flest matvælafyrir- tæki það Iftil að matvæla- fræðingur sem ráðinn er við slfkt fyrirtæki verður að geta sinnt alhliða stjórnun- arstörfum jafnhliða rann- sóknum. Við verðum að laga skólamenntunina að at- vinnuliTinu á ölhim stigum. Iðnfræðslan hér á landi er td. ekki f neinu samræmi við þarfír þjóðfélagsins. Hún er enn byggð upp á handverki og hér eru stór- ar iðngreinar sem skóla- kerfið vanrækir alveg. Sem dæmi má nefna plastiðnað. Ef við ætlum ekki að drag- ast langt aftur úr öðrum þjóðum verðum við að hyggja að menntuninni. Góð almenn menntun er grundvallarskilyrði fyrir því að menn geti tileinkað sér nýja tækni og fylgst | ÞRÁINN ÞORVALDSSON með framfonim. Það verð- ur að kenna fólki að lesa, skrifa, reikna og hugsa. Við eigum UUsrert af rel menntuðu fólki hér i fs- landi. Nýtist þessi þekking sem skyldi? Það er langt því frá. Hér hefur ekki gerst sú breyt- ing sem þarf til þess að nýjungum sé sinnt Fisk- eldi hefúr Ld. mikið borið á góma undanfarið. Við höfum geysimikla mögu- leika á því sviði og nú þeg- ar hafa nokkrir einstakl- ingar lagt út f þessa atvinnugrein, hjálparlaust og án undangenginna rannsókna. Danir hafa einnig sýnt fiskeldi mikinn áhuga, en þeir hafa sett á stofn rannsóknarstofnun í fískeldi, þar sem starfa nú um 90 manns og tæpur helmingur þeirra er há- skólamenntaður. Við höf- um aftur á móti lítið gert Það má búast við þvf að INGJALDUR HANNIBALSSON innan nokkurra ára verði Danir komnir langt á und- an okkur í þessari atvinnu- grein þrátt fyrir hagstæð náttúruskilyrði hér á landi. Það er fyrir löngu orðið tímabært að flytja áhersl- urnar úr landbúnaði og sjávarútvegi og yfir í nýjar atvinnugreinar og veita fé til rannsókna á nýjum iðngreinum." Markaðs- starfsemin er vanmetin Á tímum vaxandi sam- keppni í alþjóðaviðskiptum verða markaðs- og sölu- starfsemi æ mikilvægari. Flestar þjóðir Vestur- Evrópu og margar þjóöir Asíu hafa á þessu skilning I og hafa reynt að aðlaga | menntunarkeiTi sfn breytt- um aðstæðum — oft með góðum árangri í þessu efni eni íslendingar eftir- bátar þessara þjóða, með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Þráinn Þorvaldsson, for- stjórí Hildu hf., gerir mik- iKægi markaðsstarfsins að umtalsefni f grein er hann ritaði f síðasta tbl. BHM-blaðsins. Þar segir meðal annars: „Markaðsstarfið er erf- itt starf og ekki öllum gefið að stunda það. Markaðs- maðurínn þarf að hafa ýmsa þá hæfileika sem aflasækinn skipstjóri á fiskiskipi þarf að hafa til að bera. Þrátt fyrir alla þá tækni, sem skipstjórinn ræður yfir, er það tilfinning hans, hugboð og rétt mat á aðstæðum, sem ræður því, hvort hann er aflamaður eða ekki. Markaðsmaður- inn þarf að hafa til að bera réttan hugsanagang, við- horf og aðlögunarhæfni. Slíkt fæst ekki nema með míkílli reynslu og þjálfun. Sú sókn, sem framund- an er í nýjum framleiðslu- háttum, verður að eiga sér stað út frá þörfum markað- arins. Sú rannsóknarstarf- semi, sem rætt er um að hefja í því sambandi, verð- ur að hafa markaðinn f huga. Annars eyðum við kröftunum um of til ónýtis. Tækifærin eru mörg, en við verðura að takmarka okkur við þann hluta markaðarins sem okkur finnst líklegt að við getum náð árangri á. Við eigum mikið af vel hæfu vísinda- og tækni- fólki sem tilbúið er til stór- átaka. En liðsstyrkurinn markaðsmegin er lítill. Úr þvf þarf að bæta og það strax. Benda þarf á mikil- vægi markaðsþáttarins og laða fólk til náms og starfs á þessu sviði. Koma þarf ungu fólki til starfa erlend- is í markaðsdeildum stór- fyrirtækja, sem versla á sviðum sem við hyggjumst fara inn á. Umfram allt þarf að hvetja ungt fólk til dvalar á erlendri grund og til náms á sviði markaös- mála. Við höfum skamman tíma og þurfum aö fara þróunarhrautina í stórum I skrefum." íslenska skólakerfiö í ógöngum í Morgunblaöinu hefur oft veriö bent á þá staöreynd aö skólakerfi íslendinga sé í ógöngum. Því miöur hefur menntastofnun- um hér á landi ekki auönast aö tengja þaö starf sem þar fer fram atvinnulífinu. í Stak- steinum í dag er vitnaö í viðtal sem BHM-blaöiö átti viö dr. Ingjald Hannibals- son, forstjóra, en þar er m.a. fjallaö um tengsl atvinnulífsins og skólanna. Þá er birt- ur kafli úr grein sem Þráinn Þorvaldsson, forstjóri, ritaöi í sama blaö og fjallaöi um mikilvægi markaðsstarfsins. Húsavík: Karlakórinn Hreimur í söngferð til Færeyja Húsivílt. 21. júní. KARLAKÓRINN Hreimur frá Suð- ur-Þingeyjarsýslu fer í söngferð til Færeyja þann 28. júní næstkomandi. Söngmenn kórsins eru úr fimm hreppum S.-Þing. auk Húsavikur- kaupstaðar. Kórinn hefur aðstöðu og aðsetur í Hafralækjarskóla i Aðaldal. Kórinn hefur haldið fjölda söngskemmtana víða um Norður- land, tekið þátt i Heklumóti, (Hekla er samband norðlenskra karlakóra) og næsta ár mun karla- kórasambandið verða 50 ára og mun afmælishátfðin fara fram á starfsvettvangi Hreims, sem verð- ur 10 ára um líkt leyti. Söngstjóri Hreims er Guðmund- ur Norðdahl tónlistakennari, pían- óleikari Úlrik ólason skólastjóri Tónl.sk. Húsavikur, einsöngvarar með kórnum þeir bræður Baldur og Baldvin Baldvinssyni frá Rangá. Kórinn gaf út hljómplötu sfðastl- iðið ár með þingeyskum lögum ásamt fleiru. söngskrá kórsins er afar fjöl- breytt en í Færeyjum mun kórinn flytja ísienska tónlist ásamt fær- eyskum lögum og lögum frá ýmsum löndum. í Færeyjum mun kórinn syngja á fimm stöðum: tvisvar á Suðurey, Klakksvfk, Oyrabakka og í Norrönahúsinu í Þórshöfn. Fréttaritari A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.