Morgunblaðið - 23.06.1984, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNl 1984
feoDeOal œíéD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 248. þáttur
í síðasta þætti urðu mér á
leiðinleg mistök, þegar ég
fjallaði um myndatexta í
klippu sem mér var fengin úr
blaðinu Hlyn. Ég gerði í fljót-
ræði ráð fyrir að Sf. væri þar
skammstöfun fyrir samvinnu-
félag, en það var hins vegar
skammstöfun á starfsmannafé-
lag. Sf. KRON og Sf. KEA er
þá sama sem starfsmannafé-
lög þessara kaupfélaga, og eru
þeir, sem hlut eiga að máli,
beðnir velvirðingar á þessum
klaufaskap.
Eysteinn Sigurðsson í
Reykjavík á heiðurinn af því
að leiðrétta þetta við mig og
láta hið rétta koma fram.
★
Nú skal gluggað í Pálsbréf
betur en gert var í næstsíðasta
þætti, þar sem tekin voru
dæmi af staglstílnum. Fer hér
á eftir sitt af hverju tagi úr
bréfi Páls Helgasonar með at-
hugasemdum og málalenging-
um umsjónarmanns: „Og
sjálfsagt hlakkar þá mikið til.“
Hér auðkenni ég orðmyndina
þá, af því að málkennd mín
krefst þarna nefnifalls. Ég
segði: Og sjálfsagt hlakka þeir
mikið til. Um leið og þolfaliið
þá breytist í nefnifallið þeir,
breytist og umsögn setningar-
innar. Hún verður ekki óper-
sónuleg lengur.
Þegar fólk tekur að segja:
Mig hlakkar til, í stað Ég
hlakka til, þá mun það vera
áhrifsbreyting frá Mig langar
til. Þessi áhrifsbreyting er
ekki „viðurkennd", og telst því
Mig hlakkar ekki rétt mál.
★
Hér í þáttunum hefur
nokkrum sinnum verið minnst
á beygingu sagnanna að una,
unna og vinna, svo að fólk rugl-
aði þeim síður saman. Einkum
er það títt um tvær þær fyrr
skráðu. Klausa ein í Pálsbréfi
var þannig: „Getum við unnt
þessu lengur?". Þarna mun
hafa átt að vera: Getum við
unað þessu lengur?
Sagnirnar að una og unna
eru náskyldar, en hafa mis-
munandi beygingu. Hin fyrri
er veik. Kennimyndir eru: Una,
undi, unað. Hin síðari er núþá-
leg. Kennimyndir: IJnna, ann,
unni, unnað (unnt). Kona hefur
unnað manni, þ.e. elskað hann,
og mér verður einhvers unnt,
sama sem forlögin (eða önnur
máttarvöld) láta það eftir mér.
Sögnin að vinna hefur svo
sterka beygingu: Vinna, vann,
unnum, unnið.
★
„Og erfiðleikarnir fara að
þyrma að þeim úr öllum átt-
um.“ Erfiðleikar þyrma ekki
að neinum, að réttu máli.
Sögnin að þyrma merkir að
hlífa, vægja. í ópersónulega
sambandinu að yfir einhvern
þyrmir merkir hún, að einhver
verður yfirkominn, gagntekinn
af einhverju (ekki góðu), eða
honum hrakar.
Bágt er að vita hvernig
málglöp eins og í tilvitnuðu
setningunni verða til. Kannski
eru þetta áhrif frá þyrpast að
eða styrma að (blása hvasst)
nema hvort tveggja sé.
★
„Án þess að menn færu
þeirra erinda að versla fóður
fyrir farskjóta sína.“ Látum
vera í bili, þó að hér sé notuð
hin sjaldgæfa stofnsamsetning
farskjóti í stað hinnar algeng-
ari fararskjóti = hestur. Hitt
mun Páli hafa mislíkað, að
nota sögnina að versla eins og
kaupa. Ég er honum öldungis
sammála að þessu leyti og vísa
til þess sem ég hef fyrir
skömmu sagt hér um mismun
þessara sagna. Til frekari
áréttingar skal þess getið, að
menn versla hvorki eitt né
neitt = kaupa það. Það er ekki
rétt mál að nota sögnina svo.
Versla þýðir að kaupa og selja,
eiga viðskipti af því tagi. Sögn-
in stýrir ekki einu saman þol-
falli. Menn versla við einhvern
og með eitthvað. Þeir versla
ekki einhvern hlut.
★
„Hinn draumspaki veður-
spámaður okkar hefur kveðið
sér hljóðs á ný.“ Mér liggur við
að segja, enn kvað hann, svo
algengur sem ruglingur af
þessu tagi sýnist vera orðinn.
Sögnin að kveða á hér ekki við,
sú sem beygist sterkt: Kveða,
kvað, kváðum, kveðið, heldur
veika sögnin að kveðja (kvaddi,
kvatt). Því átti þetta að vera að
hinn draumspaki veðurspá-
maður hefði kvatt sér hljóðs.
★
Hægt er að rækta lax og ala
hann. Verða þá til nafnorð eins
og laxarækt og laxeldi. En hvað
segja menn um þessa klausu:
„Veiðimálastofnun hefur und-
anfarin fimm ár staðið fyrir
laxeldisræktunartilraunum í
Hrútafjarðará"? Þykir ykkur
ekki, eins og okkur Páli Helga-
syni, að eitthvað sé bogið við
að rækta laxeldi?
Úr sama „blómagarði" hafði
Páll einnig: „Það er nú einu
sinni svo að öll skrif um Camp-
ari hljóta að vera af því góða,
þegar ekki má auglýsa þann
guðaveig.“ Látum ályktunar-
gáfuna í þesssum orðum liggja
milli hluta. En guðaveig
(kvenkyns) er heiti á víni, ekki
guðaveigur í karlkyni. Reynd-
ar er þetta víst nær einhaft í
fleirtölu: guðaveigar, sbr. kvæði
Jónasar Hallgrímssonar:
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að bestu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.
Umsjónarmaður notar svo
tækifærið til þess að rifja upp
fyrir mönnum það sem oftast
er annað sungið úr þessu ljóði
Jónasar, og feitletrar það sem
stundum er afbakað eða al-
rangt með farið:
Það er svo taept að trúa heimsins glaumi,
því táradaggir falla stundum skjótt,
og vinir berast burt í tímans straumi
og blómin fólna á einni hélunótt.
Því er oss best að forðast raup og reiði
og rjúfa brergi tryggð né vinarkoss;
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.
Geta má þess, að ekki eru þó
allar orðmyndir þær, sem hér
eru ekki auðkenndar, á einn
veg prentaðar í ljóðmælaút-
gáfum Jónasar.
P.s.
Jón Kr. Kristjánsson á Víði-
völlum í Fnjóskadal staðfesti í
samtali við mig að Sólin gyllir
væri eftir sr. Þorleif Jónsson.
Þetta hafði hann lært fyrir
löngu og kunni jafnvel tildrög.
Áætlunarferðir
milli Akureyrar
og Siglufjarðar
HAFNAR eru áætlunarferðir
milli Akureyrar og Siglu-
fjarðar og eru farnar 2 ferðir
í viku, en nú eru liðin 4 ár
síðan haldið var uppi áætlun-
um á þessari leið.
Ævar Klemensson
sérleyfis-
hafi.
Það er Ævar Klemensson sér-
leyfishafi á Dalvík sem tekið hef-
ur upp þessa þjónustu en hann
hefur nú í 15 ár annast akstur á
milli Dalvíkur og Akureyrar og á
fyrstu árunum ók hann einnig til
Siglufjarðar. Þegar sumaráætlun
tók gildi var ferðum fjölgað milli
Akureyrar og Dalvíkur og eru
farnar 2 ferðir daglega kl. 9 og 15
frá Dalvík og 11 og 17 frá Akur-
eyri. Auk þessa mun sérleyfishafi
bjóða upp á hópferðir.
Að sögn Ævars mun hann nú í
■snmar. ,aka .til. Siglufjaröar. .um
Dalvík og Ólafsfjörð yfir Lágheiði
en þetta er um 2V4 tíma akstur.
Sagði hann að í fyrstu yrði boðið
upp á 2 ferðir í viku. Farið er frá
Akureyri kl. 17 á mánudögum og
fimmtudögum og kl. 7.15 frá
Siglufirði á þriðjudögum og föstu-
dögum. Ferðir þessar eru tengdar
.rétUwmtt f niVyj'RftL Jií.
fólki líkaði þessi þjónusta yrði
jafnvel boðið upp á tíðari ferðir nú
í sumar.
Ástand vega á þessari leið er nú
mjög gott og sagði Ævar að hann
hefði sjaldan ekið þessa leið á jafn
góðum vegum og nú.
^ ^ ^ _ Fréttaritarar.
t Mk auhné wa fca ai »m im a* |«
43307
Opiö í dag kl. 1—4
2ja herb. íbúðir
viö Hraunbæ, Holtsgötu, Aust-
urberg, Vesturberg, Valshóla,
Vallartröö.
Engihjalli
Vönduö 3ja herb. íbúö ca. 96
fm á 7. hasö. Laus til afh. 1.
ágúst.
Kópavogsbraut
4ra—5 herb. 105 fm sérhæö.
Bílskúrsréttur. Verö 1800 þús.
Fífusel — Flúðasel
Höfum góöar 4ra herb. íbúö á
ofangreindum stööum.
Engihjalli
Góö 4ra herb. íbúö á 5. hæö.
Verð 1900 þús.
Ásbraut
Góö 4ra herb. íbúð ásamt bíl-
skúr. Verö 2,1 millj.
Þverbrekka
Góö 4ra—5 herb. íbúö á 4.
hæð. l aus strax. Verö 2050
þús.
Fiskakví&i
170 fm hæö + ris ásamt 30 fm
bilskúr. Afh. fokhelt strax.
Sérhæðir
viö Grenigrund, Digranesveg,
Kársnesbraut.
Hlíðarvegur
Mjög góö 5 herb. efri sér-
hæö ca. 120 fm ásamt 30
fm bílskúr. Verö 2850 þús.
Goðheimar
150 fm hæö ásamt 30 fm bíl-
skúr.
Einbýli
Digranesvegur, Vallartröð,
Hrauntunga, Reynihvammur.
Garðabær — lóð
Lóð á góöum staö ásamt sam-
þykktum teikn. Byggingarhæf
nú þegar.
KIÖRBÝLI
FASTEIGNASALA
Nýbýlavegi22 III hæð
(Dalbrekkumegin)
Sími 43307
Sötum.: Svuinbjörn Guömundnon.
Rafn H. Skúlason, lögfr.
Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæö.
Símar: 25590 - 21682.
Opiö virka daga
kl. 9—21
Sýnishorn úr söluskrá:
EINSTAKLINGS:
Sólvallagata, toppíbúö, laus fljótl. Veró
990 þ.
Hverfisgata, risibúö, þarfnast viögerö-
ar, laus strax. Útb. 400 þ.
Þmgholtsstræti, í kjallara ósamþ.
þarfn. viög.
Austurbrún óskast fyrir fjársterkan
kaupand, útb.
2JA HERBERGJA:
Vesturbarg, á 6. hæö i fjölbýlishúsi ca.
65 fm. Verö 1350 þús.
Hraunbœr, mjög falleg jaröhæöaríbúö
m. góöum innréttingum. Verö 1250 þús.
Stórholt, ca. 55 fm kjallaraíb. Verö
1200 þús.
Reynimelur, falleg á jaróhæö, veró
1380 þ.
Óóinsgata, sérhæö, þarfn. viög., stein-
hús. V. 1,3 m.
Krummahólar, gullfalleg, sólrík, 65 fm.
V. 1,3 m.
Klapparstígur, þarfn. viög., steinh. V.
1,15 m.
Hraunbær, m. bráóab. innr., þarfn.
viög. V. 1,2 m.
Gamli bærinn, i steinst. húsi, 3. hæö,
þarfn. viög. V. 1,05 m.
Frakkastígur, i nýju húsi, bílg., topp-
íbúö. V. 1,65 m.
Eyjabakki, á 1. h., s-svalir, stór og
björt, laus strax. V. 1,45 m.
Ðreióholt, góö og falleg 2ja herb.
óskast fyrir kaupanda sem hefur góöar
greiöslur og er tilbúinn aó kaupa strax.
ibúöin þarf ekki aó losna fyrir en i
haust.
Vesturbær, stór 2ja óskast í skiptum
fyrir 4ra á Alagranda.
3JA HERBERGJA:
Nýbýlavegur + bílskúr, i sérflokki hvaó
varöar frágang. þvottaherb. í íbúöinni,
s-v svalir. Verö 1850 þús.
Bárugata, snotur og rúmgóö kjallara-
íbúö, samþ. Verö 1400 þús.
Vesturberg, jaröhæö, hugguleg íb. V.
1,5 m.
Valshólar, sérlega góö. V. 1,7 m.
Teigahverfi, risíbúó, snotur. V. 1,4 m.
Njálsgata, risíbúö, s-svalir, parket,
björt, lagt f. þv.vél. V. 1,5 m.
Furugrund, lyfta, 7. haBÖ, flott íb. V.
1,75 m.
Ftfusel, stór jaróh., skipti á eldri vestan
Elliöaáa. V. 1,65 m.
Hraunbær, góö ibúö, óaöfinnanleg. V.
1,65 m.
Vesturbær, góö 3ja herb. óskast i
skiptum f. 4ra herb. á Alagranda, vönd-
uó eign.
Fossvogur, óskast fyrir kaupendur sem
eru tilb. aó kaupa.
4RA HERBERGJA:
Blöndubakki, á 2. hæö ca. 115 fm, góö-
ar innr. gesta wc. Verö 1950 þús.
Fífusel, á 4. hæö i mjög góöu ástandi,
s-svalir, toppklassaibúó. Verö 1950
þús.
Dvergabakki ♦ aukaherb , ca. 110 fm,
þvottah. innaf eldh. Góö eign. Verö
1950 þús.
Hringbraut, ca. 100 fm á 1. hæö.
steinsteypuhús. Verö 1700 þús.
Hraunbær, 2. hæö, ákv. sala, laus fljótt.
V. 1,85 m.
Kríuhólar, 4—5 herb. laus strax. Þv. i
ibúóinni, bein sala eöa skipti á 2—3
herb. góöri íbúö.
Fellsmúli, stór björt, 115 fm, 2 stofur, 2
svefnh. 1. hæö. V. 2,2 m. Laus strax.
parket á öllu.
Dalsel, 2. hæö, 117 fm, teppi, 3 svefnh.
V. 1,95 m.
Alagrandi, einstök ibúö, aóeins i skipt-
um fyrir 2ja eöa 3ja i vesturb. eöa miób.
V. 2.4—2,5 m.
Barónsstigur, i eldra húsi, tilvaliö fyrir
skrifstofuhúsnæöi. V. 1,8 m.
Neöra-Breióholt, óskast fyrir kaupanda
sem er tilbúinn aó kaupa strax. Góöar
r.
Iftahólar, ásamt bilskúr, fráb. útsýni,
laus strax. V. 2 m.
Stór-Reykjavík, vantar tilfinnanlega 4ra
herb. íb. á skrá fyrir kaupendur sem eru
tilbúnir aö kaupa, eöa hafa elgnir í
skiptum.
5—6 HERBERGJA:
Háaleitisbraut, endaibúó, bílsk.réttur, 4
svefnh.
Skipholt, bílskúr, 3 svefnh. þv. í ib..
ákv. sala. V. 2,9 m.
Hraunbær, ca. 120 fm óskast fyrir
kaup. sem getur keypt strax.
SÉRHÆÐIR:
Hafnarfjöróur, sérhæö viö öldurtún, ca.
150 fm. Stofa ♦ 5 svefnherb. 20 fm
bilskúr fylgir. Verö 2950 þús.
Kópavogur, viö Kársn.br., 110 fm, 2.
hæö, falleg + bilsk. V. 2,5 m.
Hlíöar, óskast i skiptum f. einbýlishús,
155 fm á Seltjn., Melabraut. V. 3,9 m.
RAÐH. + EINBÝLI
Árbæjarhverfi, 156 fm + bílsk., 3
svefnh., miklar stofur.
Óóinstorg, timburhús, gamalt, vel m.
fariö, kj., hæö + ris. 4 sv., 3 st., + 2ja hb.
ib. í kj. V. 3,5 m. Bílsk.
Seltjarnarnes, 155 fm viö Melabr., 3
sv., tv. herb., 2 stof. ♦ arinn.
Flúóasel, raóh., einfaldlega stórkost-
lega falleg eign.
Skerjafjöróur, 312 fm á 2 hæöum + 48
fm bílsk. V. 6 m.
Digranesvegur, hæö, ris & kj., + bílsk.,
4 svefnh., 3 stofur, einstaklingsíb. i
kjallara. V. 3,9 m.
Mosfellssveit, 140 fm + 70 fm bílsk. 3
sv., 2 st., nánast fullb. V. 3,3 m.
Bjarnhólastígur, hæó og ris, gullf.
garöur V. 3,8 m.
Silfurtún, óskast einbýli, stórt sem má
etv. skipta i 2 ib. Kaupandi getur keypt
strax, eöa/og sett ib. uppi.
Vesturbær — einbýli, veró ca. 5—7 m
óskast fyrir kaupanda sem getur keypt
strax. Má jafnvel vera V2 húseign.
Freyjugata, sambyggt einbýli, 2x50 fm
+ 30 fm atv.húsn. V. 2,4 m.
Hafnarfjöróur, óskast, sérhæö, raó-
eöa einbýlishús, ca. 150—160 fm.
VERSLUNARHÚSNÆÐI:
Vió mióbæinn, 65 fm jaröhæö m. stór-
um gluggum + 65 fm kj. V. 1,5 m.
Fjöldi annarra eigna á skrá.
Óskum eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá.
Komum og skoöum/verómetum samdægurs.
Lækjargata 2 (Nýja Bió húsinu) 5. hæó.