Morgunblaðið - 23.06.1984, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984
KOMDUVID
HJÁESSO
IFOSSVOCI
NÆST!
Ekki verður annað séð á þessari mynd en að sýningin hafi verið skemmtileg.
Börnin á Gæsluvellinum á Vesturgötu ásamt fóstrum og foreldrum, fylgjast
með sýningu Brúðubflsins.
„Brúöubíllinn
kemur“
„BRÚÐUBÍLLINN kemur“, hrópuöu börnin á Gæsluvellinum á
Vesturgötu, er Brúðubílinn bar þar að garði í gær. Var ekki annað að
sjá en að þau skemmtu sér konunglega og sum tóku jafnvel undir og
sungu.
Brúðubíllinn mun hafa sama
háttinn á og sl. sumar og vera með
sýningar á öllum gæsluvöllum
borgarinnar. Þátturinn sem sýnd-
ur verður í sumar heitir „Gestir
frá Afríku" og brúður af öllum
stærðum og gerðum „koma fram“.
Þær eru búnar til af Helgu Steff-
ensen, sem sér um sýningarnar
ásamt Sigríði Hannesdóttur. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Nú er búið að stór-
bæta aðkeyrsluna að
bensinafgreiðslu
okkar i Fossvogi
þannig að nú geturðu
hæglega rennt við á
leið úr Reykjavík i
suðurátt.
Þar færðu auk
bensíns og oliu alls
konar smávörur í bil-
inn s.s. kerti, platinur,
viftureimar, o.fl., o.fl.
Einnig hreinsivörur og
ferðavörur i miklu
úrvali. - Svo geturðu
þvegið bílinn á þvotta-
planinu.
Við hliðina er Nesti
með allt í ferðanestið.
- Komdu við hjá ESSO
í Fossvogi næst þegar
þú átt leið suður úr.
Þessi litli snáði réði sér ekki fyrir kæti.
^SSO ER í LEIÐINNI-ÞÚ MANST ÞAÐ NÆST
Borgarstjórn:
Olíufélagslóðin
aftur í borgarráð
LÓÐAÚTHLUTUN til Olíufé- ferðar borgarráðs með atkvæð-
lagsins hf. við Stekkjarbakka, um 13 borgarfulltrúa.
sem frestað var á fundi borgar-
stjórnar fyrr í þessum mánuði í maí sl. var lóðinni úthlutað til
var á borgarstjórnarfundi á Olíufélagsins athugasemda-
fimmtudag vísað til frekari r.-eð- laust í borgarráði.