Morgunblaðið - 23.06.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNl 1984
13
15—20 þúsund hafa séð „Ómar í aldarfjórðung“:
„Komið út yfir
öll velsæmismörk"
— segir Ómar Ragnarsson
„ÉG ÆTLAÐIST aldrei til að þetta
gengi srona lengi — það má segja að
við séum löngu komnir út yfir öll
velsæmismörk,“ sagði Ómar Ragn-
arsson fyrir helgina þegar hann lof-
aði því hátíðlega að skemmtanir hans
í Broadway um helgina — „Ómar í
aldarfjórðung" — yrðu hinar síðustu
af því tagi. Á sunnudagskvöldið verð-
ur sú tuttugasta og jafnframt hin síð-
asta.
„Ég reiknaði með að þetta yrði
3—5 sinnum í upphafi," sagði
Ómar. „Nú finnst mér að þetta
megi ekki ganga lengur enda ætla
ég að verða í skemmtibransanum í
nokkur ár enn. Það er því úr lausu
lofti gripið að ég muni á sunnu-
dagskvöldið segja skilið við þann
bransa í eitt skipti fyrir öll — ég
yrði þá að hætta í sjónvarpinu um
leið og fara að gera eitthvað allt
annað. Ég meina... ekki lifi ég á
tekjum mínum sem ríkisstarfs-
maður! Eftir fimm eða sex ár, þeg-
ar fjölskyldan er komin betur á
legg, hef ég kannski efni á að
hætta. Eins og er langar mig það
ekki.“
Á milli 15 og 20 þúsund manns
hafa notið kvöldstundar með
Ómari Ragnarssyni í vor — heyrt
hann og séð fara með brot af því,
sem hann hefur samið og flutt á
undanförnum aldarfjórðung. „Víst
hefur verið gaman að þessum
kvöldum þegar á hefur liðið og
hlutirnir hafa rifjast betur upp. Ég
hef byrjað á efni, sem mig hefur
svo rámað rangt í en það hefur
komið smám saman. Sumu hef ég
breytt og annað bætt — talsvert er
alltaf spilað eftir eyranu."
— Ætlarðu að gera einhverjar
sérstakar rósir um helgina þegar
þú klykkir út í Broadway?
„Nei, ætli það. I rauninni átti
þetta að verða búið með átjánda
kvöldinu enda fóru aðalundirleik-
arar mínir í gegnum árin, Magnús
Ingimarsson og Haukur Heiðar
Ingólfsson, þar með í sumarfrí. Nú
verður með mér Ingimar Eydal,
sem hefur spilað með mér í tuttugu
ár — en þó aðeins á Norðurlandi.
Ég sagði veitingamanninum að
eini maðurinn, sem gæti spilað
með mér heilt kvöld væri Ingimar
og hann hefði svo mikið að gera á
Akureyri, að þetta væri búið. Óli
Laufdal hringdi í mig síðar það
sama kvöld og sagði að Ingimar
hefði að vísu mikið að gera en ekki
svo mikið að hann gæti ekki komið
með hljómsveitina suður þessi tvö
kvöld. Og þá sló ég til.“
Svo tekur Sumargleðin við með
40—50 skemmtanir um allt land.
Þá eru menn sex tíma á sviöinu 1
einu — skemmtunin hefst kl. 21 að
kvöldi og út fara þeir félagar ekki
aftur fyrr en klukkan þrjú um
nóttina. Hlýtur að vera þræla-
vinna — eins og sést kannski best
á því, að í fyrrasumar léttist ómar
um sjö kíló meðan á þeirri vertíð
stóð og hann ætlar að ná einhverj-
um kílóum af sér I sumar. „Sumar-
gleðin er fínasta megrunaraðferð,"
sagði ómar, „fyrir okkur alla að
Magnúsi Ólafssyni undanskildum.
Það er heldur ekki ætlast til þess
að hann megrist — í Sumargleð-
inni er það nefnilega breiddin, sem
skiptir öllu máli, og Magnús sér
fyrir henni, ha ha!“
— Ein samviskuspurning að
lokum: Finnst þér alltaf jafn gam-
an að skemmta?
„Hver sagði að það væri gaman?
Ég er fyrir löngu orðinn hundleið-
ur á þessum bransa, líklega eru ein
fimmtán ár síðan ég varð það. En
það er ekki það, sem skiptir máli
— það er betra að ég sé leiður en
fólkið, sem kemur til að hlusta á
mig. Og svo lifi ég fremur á þvf að
skemmta en að vinna hjá sjónvarp-
inu.“
Ágæt byrjun í Laxá
„Það er ágæt veiði eins og er
að minnsta kosti og komnir um
70—80 laxar — allir vænir, eng-
inn undir 9 pundum en flestir 11
eða 12 pund, sagði Sigurður Sig-
urðsson í Stóra-Lambhaga, þeg-
ar hann var inntur eftir því á
fimmtudaginn var hvernig veiði
gengi í Laxá í Skilmannahreppi.
Veiði hófst 13. júní og hefur
mest verið veitt á maðk, en lítil-
lega á flugu. Að sögn Sigurðar er
laxinn genginn upp um alla ána
og er hann mun vænni en á sama
tíma í fyrra.
Sjö laxar veiddust sl. fimmtu-
dagsmorgun en á miðvikudaginn
komu 13 á land. Veitt er á fimm
stangir en verða sjö þann 25.
júní næstkomandi.
Heldur dauft hljóð
Að sögn Ólöfu Guðnadóttur,
ráðskonu í veiðiskálanum við
Grímsá, var heldur dauft hljóð í
veiðimönnum sl. fimmtudag og
höfðu þeir lítið veitt enda mikið
vatn í ánni. Ólöf hafði engar töl-
ur um veiði síðustu tvo daga.
Veiði í Grímsá hófst 18. júní
og er veitt í tveim hópum og eru
stangirnar átta talsins. Fyrstu
tvo dagana var veiði góð — 44
laxar veiddust bæði á maðk og
flugu. Laxarnir eru vænir, 9—15
punda og hafa þeir veiðst vítt og
breitt um ána.
Góð veiði í
Laugardalsá
Þegar Morgunblaðið hafði
samband við Sigurjón Samúels-
son á Hrafnabjörgum í gær-
morgun höfðu veiðst 19 laxar.
Tvær stangir eru í ánni og er
aðallega veitt á maðk. Þyngsti
laxinn vó 14 pund en flestir eru á
milli 8—14 pund.
Veiði hófst 15. júní og er hún
mun betri en í fyrra. Að sögn
Sigurjóns er laxinn genginn upp
um alla á, en nokkuð mikið vatn
er í henni og er vatnshitinn um
10 gráður.__________________
/ FOSSVOGI
FÆRDU FLEIRA
EN BENSÍN
OG OLÍU
Nú er búiö að stór-
bæta aðkeyrsluna að
bensínafgreiðslu
okkar i Fossvogi
þannig að nú geturðu
hæglega rennt við á
leið úr Reykjavik í
suðurátt.
Þar færðu auk
bensíns og oliu alls
konar smávörur í bíl-
inn s.s. kerti, platinur,
viftureimar, o.fl., o.fl.
Einnig hreinsivörur og
ferðavörur / miklu
úrvali. - Svo geturðu
þvegið bilinn á þvotta-
planinu.
Við hliðina er Nesti
með allt i ferðanestið.
- Komdu við hjá ESSO
i Fossvogi næst þegar
þú átt leið suður úr.
^sso ER í LEIÐINNI- ÞÚ MANST ÞAÐ NÆST
AUK hf. Auglýsmgastofa Kristinar 15.108