Morgunblaðið - 23.06.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984
15
Höphnershús Ljósmynd/Hallgrlmur Einarsson.
landi. Smiðjan nýlegur staður en
Hótel KEA með húsgögn og inn-
réttingar aðeins eldri en lýðveld-
isstofnunin. f ódýrari flokknum
eru Bautinn og Súlnaberg, en fyrir
þá sem eru enn á Skeiðaréttastig-
inu hentar Sjallinn best. Mikil og
góð viðbót er svo Laxdalshús, þar
sem meðal annars má panta Eyja-
fjarðarbotn með Rjómaframburði,
svo eitthvað sé nefnt úr matseðl-
inum. Er þetta svar Akureyringa
við veitingahúsum Reykvíkinga,
Torfunni og Lækjarbrekku.
Ekki má gleyma Lystigarðinum
á Akureyri, hann er einstakur í
sinni röð. Stofnaður árið 1912 af
konum á Akureyri undir forystu
frú Önnu Schiöth, en i dag er for-
stöðumður garðsins Jóhann Páls-
son grasafræðingur.
í Kjarnaskógi er nú komin af-
bragðs útivistaraðstaða og er þar
mjög skemmtilegt að koma, enda
menn farnir að koma þangað um
helgar með útigrillið sitt og fara í
gönguferðir um þennan ævin-
týraskóg. Þann 1. nóvember 1901
þjuggu á Akureyri 1.370 manns.
Arið 1936 bjuggu þar 4.519 manns.
Þann 1. desember 1983 bjuggu þar
13.742 (Glerárhverfi nú sameinað
bænum).
Það er langt síðan hjón ein hér á
Akureyri sneru sér að okkur
bræðrum skammt frá sundlaug-
inni að haustlagi 1936 og spurðu:
„Getið þið sagt okkur hvar þau
eiga heima hér á Akureyri, hann
Jón og hún Gunna?" Síðan eru 48
ár. f fyrra voru beinar flugferðir
til Kaupmannahafnar frá Akur-
eyri. Svo stórt er stökkið frá 1936.
Ég lýk þessu bréfi með sögu frá
Akureyri, sem sýnir, að Akureyr-
ingar hafa alltaf kunnað að svara
fyrir sig. Þetta var skömmu fyrir
stríð. Ungur Akureyringur, Jó-
hannes Snorrason (Billi), síðar
flugstjóri, kemur akandi á mót-
orhjóli sínu niður á Höphners-
bryggju, þar sem enskur tundur-
spillir lá. Vinurinn skoðar skipið í
krók og kring, en ætlar síðan að
ræsa hjólið og aka á brott. En það
vildi ekki í gang. Tóku þá hásetar
um borð að hlæja að Jóhannesi.
Gekk hann þá til þeirra, benti á
hjólið og sagði: „Made in England"
(ensk framleiðsla).
Akureyri á hvítasunnu 1984,
Leifur Sveinsson.
Keppendur fslands í Ólympíuleikum { eðlisfræði ásamt fararstjórum sínum,
t.f.v. Hans Kr. GuAmundsson, eðlisverkfræðingur, Vilhjálmur Þorsteinsson,
Finnur Lárusson og Viðar Ágústsson, eðlisfræðingur.
Ólympíuleikarnir í eðlisfræði:
íslendingar þátt-
takendur í 1. sinn
15. Ólympíuleikarnir i eðlisfræði
verða haldnir í ár í borginni Sigtuna
í Svíþjóð. fslendingar taka þátt í
keppninni að þessu sinni og er það í
fyrsta sinn.
Keppendur verða frá 17 þjóðum
auk íslands: Austurríki, A-Þýska-
landi, Bretlandi, Búlgaríu, Finn-
landi, Hollandi, Júgóslavíu, Kúbu,
Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Svfþjóð,
Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi,
V-Þýskalandi og Víetnam.
Fyrstu leikarnir af þessu tagi
voru haldnir í Varsjá í Póllandi,
árið 1967, og hafa þeir síðan verið
haldnir á ári hverju að undan-
skildum árunum 1973, 1978 og
1980, en keppni var haldin nú síð-
ast í Búkarest í Rúmeníu.
Fyrir fslands hönd keppa þeir
Finnur Lárusson, 17 ára nemandi
við MH, og Vilhjálmur Þorsteins-
son, 18 ára stúdent frá MH. Þeir
urðu hlutskarpastir i landskeppni
í eðlisfræði sem haldin var fyrr á
þessu ári á vegum Eðlisfræðifé-
lags fslands og Félags raungreina-
kennara.
Með í förinni til Svíþjóðar verða
tveir fararstjórar, þeir Hans Kr.
Guðmundsson, eðlisverkfræðingur
við Raunvísindastofnun Háskól-
ans, og Viðar Ágústsson, eðlis-
fræðingur, en hann hefur annast
þjálfun íslensku keppendanna.
Hans Kr. Guðmundsson, farar-
stjóri, sagði á blaðamannafundi að
aðalatriðið með þátttöku íslands í
keppni sem þessari væri fyrst og
fremst að taka þátt og geta borið
saman hvar við stæðum í eðlis-
fræðikennslu. Keppni af þessu
tagi veitti íslensku menntakerfi
aðhald og stuðning og gæti þannig
stuðlað að auknum gæðum þeirrar
menntunar, sem hér væri veitt.
íslensku keppendurnir halda
utan til Svíþjóðar á sunnudag
ásamt fararstjórunum, en keppnin
mun standa yfir frá 24. júní til 1.
júlí. Allur dvalarkostnaður kepp-
endanna verður greiddur af
Sænska eðlisfræðifélaginu og
fræðsluyfirvöldum Svíþjóðar. Þá
hefur íslenska keppnisliðið þegið
aðstoð til fararinnar frá mennta-
málaráðuneytinu, Eðlisfræðifélagi
íslands, Félagi raungreinakenn-
ara og Stáltækjum sf., en þeir gáfu
keppendum reiknivélar til notkun-
ar í keppninni.
NISSAN SUNNY
ÓTRÚLEGA SPARNEYTINN OG FRÁBÆRLEGA SKEMMTILEGUR í AKSTRI
AUK ÞESS MEÐ ÖRYGGIFYRIR ÞIG
SEM HNITMIÐUÐ OG HÁÞRÓUÐ TÆKNI EIN GETUR TRYGGT
FRÁ NISSAN - AÐ SJÁLFSÖGÐU
NISSAN SUNNY
Þaö er ekki fyrir tilviljun aö á fimmtíu árum
hafa Nissan-verksmiðjurnar oröið þriöji
stærsti bifreiðaframleiöandi heims.
Árangur þennan er að þakka einbeitni Nissan
við aö ná fram bestu hugsanlegu hönnun í
framleiðslu á bílum. Til þess mótuöu þeir nýj-
ustu aðferðir og háþróaða tækni sem hefur
orðiö öörum til fyrirmyndar um allan heim og
eftirbreytni í útliti, sparneytni og endingu.
Nissan hefur ætíö hannað bifreiðar sínar á
þessum háleitu forsendum enda hafa bifreiðar
þeirra getið sér frábæran oröstír.
Sunny, sem er einn af nýrri kynslóð framhjóla-
drifinna fjölskyldubíla frá Nissan, gefur hug-
takinu „fjölskyldubíir nýja og víöa merkingu.
Hann er ekki bara rúmgóður eins og hinn
hefðbundni fjölskyldubíll, heldur er hann einnig
ótrúlega sparneytinn, ódýr og sérstaklega
endingagóður.
Fyrirmynd fjölskyldubílsins er bíll meö sport-
legu útliti sem gaman er að aka. Sunny passar
ekki aðeins inn í þann ramma heldur bjó hann
til enda ósvikin Nissan.
Fullkomnun náö meö NISSAN-tækni
OjMISSAN
INGVAR HELGASON HF. Sýnlngarsalorlnn V/Raa&ager6i - Reykjavlk, Siml 91-33560.