Morgunblaðið - 23.06.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.06.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 21 Björgunarþyrla varnarliðsins komin á slysstaðinn. Morgunbla»i9/RAX sinnis áður komið að flugvélar- flökum og ekki nærri alltaf orðið vitni að kraftaverki. Kraftaverk, það var eina orðið sem gat lýst því, er þeir upplifðu í morgunsól- inni á jökulbungunni. Þeir eyddu þó ekki dýrmætum tíma i að hugsa | um eigin tilfinningar, mestu máli skipti að koma mönn- unum tveimur undir læknishend- ur. í sama mund var Gæsluþyrlan að hefjast til flugs eftir að hafa sett af sér þrjá síðustu björgun- arsveitarmennina. Frá slys- staðnum var haft talstöðvarsam- band við þyrluna og gleðifréttirn- ar færðar. í bækistöðvum björg- unarmanna við jökulræturnar var læknir, sem þegar í stað var flutt- ur með þyrlunni beint á slysstað- inn. Hann kannaði líðan mann- anna og áfram var hlúð að þeim. Suður á Keflavikurflugvelli var björgunarsveit varnarliðsins köll- uð út til að flytja mennina á sjúkrahús í Reykjavík. Sá glaði græni Á meðan var hafist handa við að ná þeim Dukes og Sikora úr flak- inu. Skrokkurinn aftan við flug- mannssætið var heillegur og hafði skýlt þeim fyrir norðannæðingn- um. Fyrstu menn voru með járn- sög í pússi sínu og hófust handa við að saga sundur hurðarstaf og fleira, sem gat gert erfiðara fyrir þegar slösuðu mennirnir voru tek- nir úr flakinu. Björgunarmennirn- ir „flýttu sér hægt“ með það í huga að kapp er best með forsjá. Búið var að klæða Englendingana tvo í úlpur, ullarvettlinga, sokka og húfur og veita þeim þá lækn- ishjálp, sem hægt var að veita við aðstæðurnar á slysstaðnum. Björgunarþyrlan af Keflavíkur- flugvelli, Jolly Green Giant, var komin að jöklinum laust fyrir klukkan sjö. í talstöðinni mátti heyra flugmanninn spyrjast fyrir um aðstæður á slysstað, hversu harður snjórinn væri og hvaða möguleikar væru á að lenda. Hann flaug í sveig um jökulbunguna og lækkaði síðan flugið rétt austan við flakið. Snjórinn rauk upp og björgunarsveitarmönnunum þar niðri fannst þeir vera í stórhríð og tólf vindstigum. Þyrluflugmaður- inn tyllti sér síðan á „blátærnar" og setti út tvo menn með sjúkra- börur. Nokkurn tíma tók að ná þeim Dukes og Sikora úr flakinu og setja á börurnar en þegar því var lokið lenti sá „glaði græni" á staðnum og mennirnir voru settir um borð. Klukkan var að verða hálf átta. Tæpir sex tímar voru liðnir síðan flakið hafði fyrst sést úr TF ÓLI og ekki nema hálfur þriðji tími síðan fyrstu björgun- arsveitarmennirnir komu á stað- inn. Örfáum mínútum eftir klukk- an átta í gærmorgun var Englend- ingunum ekið inn á Borgarspítal- ann í Reykjavík — heimtir úr helju. Björgunarmennirnir á jöklinum fóru að tygja sig niður skömmu síðar. Eftir að hafa svo oft orðið vitni að sigri dauðans yfir lífinu leið þeim nú vel. Þreytan og syfjan gleymdist alveg. Lífið hafði sigrað dauðann. - ÓV. „Hvarflaði ekki að nokkrum að menn- irnir væru á lífi“ — sagði Sigurður Böðvarsson úr björgunarsveitinni Ingólfi Hluti félaga úr björgunarsveitinni Ingólfi skammt norðan fjallsins Strúts. Sigurður Böðvarsson er annar frá hægri í aftari röðinni. Morjfunblaðið/Júlíus Leitarmenn bera saman bækur sínar á jeppaslóðum skammt vestan Eiríks- jökuls snemma í gærmorgun. „ÞAÐ hvarflaði ekki að nokkrum okkar, að mennirnir væru á lífi, ekki síst eftir að við höfðum heyrt það í talstöðinni að vélin væri svo illa far- in, sem raun bar vitni,“ sagði Sig- urður Böðvarsson, einn meðlima björgunarsveitarinnar Ingólfs, þegar blm. Mbl. náði tali af honum á leit- arsvæðinu vestan Eiríksjökuls snemma í gærmorgun. Sigurður var þá var nýkominn ofan af jöklinum. Hann var í hópi þeirra fyrstu sem komu að flakinu af bresku vélinni, þar sem hún hafði brotlent í um 1500 m hæð vestanvert í Eiríksjökli. Jökullinn er 1675 m hár, þar sem hann er hæstur. Auk björgunarsveitarmann- anna var Jón Baldursson, læknir, sem jafnframt er formaður Hjálp- arsveitar skáta, með í hópnum. Vegna erfiðra skilyrða var ekki hægt að lenda við flakið, en menn- irnir voru ferjaðir eins nærri slysstaðnum og kostur var af þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- GRO. Síðasta spölinn urðu þeir að ganga. Voru þeir um 20 minútur á leiðinni. Alls fóru 32 menn frá björgun- arsveitinni Ingólfi til leitar í fyrrakvöld. Sögðu þeir í samtali við blm., að þeir hefðu verið til- búnir til brottfarar um miðjan dag, en ekki lagt upp fyrr en um kvöldmatarleytið. Töldu þeir sig hafa verið komna á leitarsvæðið um kl. 22 og voru að eigin sögn með fyrstu mönnum á vettvang við rætur jökulsins. Rænulitlir „Þegar við komum að vélinni voru báðir vængirnir brotnir af henni og hún lá á hliðinni. Ekkert lífsmark var sjáanlegt fyrr en mennirnir komu auga á okkur. Þá reyndu þeir, aðallega þó annar, að gera sig skiljanlegan en það var lítið að marka það sem hann sagði. Orðin voru sundurlaus," sagði Sig- urður ennfremur. „Annar mann- anna var orðinn afar kaldur á fót- um og stoðaði lítið þótt hann væri í 5 pörum af sokkum. Það var enda mjög kalt á jöklinum í nótt, 11 stiga frost og vélin veitti þeim lít- ið skjól. Hinn virtist talsvert meiddur í andliti, var orðinn mjög þrekaður og rænulítill." Að sögn Sigurðar var það fyrsta, sem björgunarmenn gerðu, að koma plastdúk yfir vélina þannig að mynda mætti eitthvert skjól fyrir mennina tvo. Síðan tóku tveir menn strax við að nudda lífi í fætur þeirra, en sem fyrr sagði var annar orðinn illa kaldur. Báðir voru fremur illa búnir, aðeins í skjóllitlum flíkum. „Þegar við komum á svæðið var augljóst að annar hvor mannanna, hugsanlega báðir, hafði verið á vappi við vélina, sennilega til þess að koma neyðarsendinum fyrir. Hann virkaði ekki þegar til átti að taka,“ sagði Sigurður er blm. innti hann eftir því hvort þetta hjálp- artæki hefði verið um borð. „Ég held að þetta hafi verið það sem við köllum venjulega gúmbáta- sendi, en kveikja þarf sérstaklega á þessum tækjum, þ.e. þau fara ekki sjálfkrafa í gang við óhapp.“ Þyrla varnarliðsins kom á jök- ulinn rétt fyrir kl. 7 í gærmorgun, eftir að óskað hafði verið eftir því að hún kæmi til hjálpar. Um hálfri klukkustundu síðar, kl. 7.34, tilkynnti flugmaðurinn þyrlunnar, að báðir Bretarnir væru komnir um borð og stefnan hefði verið tekin á Borgarspítalann. Þar var áætlað að lenda um kl. 7.55 í gærmorgun. Félagar úr björgunarsveitinni Fiskakletti: í # MorgunblaðiÖ/Júlíus Félagar úr Fiskakletti horfa upp á Eiríksjökul, þar sem þeir eru á flugvellinum við Húsafell. Allar aðstæður til leitar voru erfiðar „ÞEIR, sem voru komnir hæst voru komnir í 8—900 metra hæð, þ.e. voru enn í hlíðum jökulsins þegar vélin fannst,“ sögðu félagar úr björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði er blm. Mbl. ræddi við þá um kl. 7 í gærmorgun, þar sem þeir voru að snúa heimleiðis eftir leitina við Eiríksjökul. Fiskaklettur var með 22 af 29 meðlimum sínum við leitina. Sögðu Hafnfirðingarnir, að all- ar aðstæður til leitar hefðu verið slæmar er þeir komu uppeftir um kl. 23 i fyrrakvöld. Þeir lögðu af stað um kl. 19 en höfðu þá beðið átekta í nokkrar klukkustundir. Félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni, sem blm. ræddi við skammt norðan fjallsins Strúts, tóku undir þau ummæli Fiskaklettsmanna, að aðstæður hefðu verið erfiðar. Þá gerði það leitarmönnum ekki auðveldara fyrir, að jeppaslóðirn- ar á þessum slóðum eru torfarnar. Önnur liggur upp með Norðlinga- fljóti, þaðan sem farið er inn á Arnarvatnsheiði, en hin norðan Strúts í austurátt að Eiríksjökli. Lentu margir bílanna i erfiðleik- um og sumir festust. Félagarnir í Fiskakletti sögðust hafa verið með tvo snjósleða til taks ef þyrfti, en þeir voru ekki komnir í notkun þegar flakið fannst laust fyrir kl. 2 í fyrrinótt. „Það var eiginlega ekki fyrr en þá að loksins sást eitthvað til á efsta hluta jökulsins," sagði einn úr hópnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.