Morgunblaðið - 23.06.1984, Side 25

Morgunblaðið - 23.06.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 25 Afreksmennirnir samankomnir í gardi vestur-þýska sendiráösins ásamt vestur-þýska sendiherranum. Ekki gátu ailir þeir er heiöraöir voru verið við athöfnina en þeirra nánustu tóku við orðunum fyrir hönd þeirra. ssins: mætasta ur átt“ slysstaðinn hefði vakið mikla at- hygli, bæði á íslandi og í Þýska- landi. fslendingarnir og Banda- ríkjamennirnir hefðu sýnt mikinn dug og lagt sig alla fram við björg- un mannslífa við þær erfiðu aðstæð- ur sem voru á slysstaðnum. Sagði hann að orðurnar væru veittar í því skyni að leggja áherslu á að á öllum tímum væri sjórinn sjómönnum af ölium þjóðernum ögrun, en væri jafnframt tákn sameiningar þeirra á hættustundu. Þá sagði sendiherrann að þeir sem hefðu bjargað mannslífi myndu bera minninguna um það til æviloka því það væri ein sú dýrmætasta endurminning sem nokkur gæti átt. Að loknu ávarpi sendiherrans voru orðurnar afhentar og fengu eftirtaldir íslendingar viðurkenn- ingu fyrir afrek sitt: Jens Óskars- son, skipstjóri, Hópsnesi GK 77, Jó- hannes Jónsson, skipstjóri, Kóp GK 175, Guðjón Einarsson, skipstjóri, Skarfi GK 666, Kjartan Berg- steinsson, loftskeytamaður Vest- mannaeyjum, Þórður Rafn Sigurðs- son, skipstjóri, Dala-Rafni VE 508, og ómar Einarsson, skipstjóri, Skúmi GK 22. Þá var eftirtöldum varnarliðsmönnum veitt orða: Jos- eph M. Nall, undirofursti, Steven A. Saunders, major, Steven R. Shields, höfuðsmaður, Bruce C. Johnston, höfuðsmaður, Peter J. Thomas, yfir- liðþjálfi, Paul P. Saucedo III, lið- þjálfi og Scott A. Morrison, lið- þjálfi. Að lokum var síðan Hannes Haf- stein heiðraður fyrir sína hlutdeild í björgunarstarfinu og þakkaði hann fyrir sig með stuttri ræðu þar sem hann þakkaði öllum þeim er ávallt eru reiðubúnir til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannslífum. Sagði hann að sá heiður sem hann yrði aðnjótandi væri ekki síður heiður fyrir alla þá sem lagt hefðu björgunarstarfi lið í gegnum árin. MorgunbliAM/KEE Sikora fluttur frá borði varnarliðs- þyrlunnar á þyrlupallinum við Borgarspítalann kluttan átta í gærmorgun. Þakkir til björg- unarmanna Morgunblaðinu barst í gær eftirfar- andi frá brezka sendiráðinu í Reykjavík: Björgun af Eiríksjökli. Við í brezka sendiráðinu viljum votta aðdáun okkar á frábæru af- reki björgunarmanna við að bjarga lífi landa okkar í nótt. Ekki þekkj- um við alla söguna ennþá, en það er augljóst að aðstæður allar voru erf- iðar og hættulegar. Innilegt þakklæti til Flugmála- stjóra svo og til allra þeirra fjöl- mörgu sem aðstoðuðu við leit og björgun. Peter Fluck, scndifulltrúi. íð fréttirnar um r minn lifði“ Mt annars mannanna sem björguðust á Eiríksjökli sem hann varð fyrir getur hann ekkert talað og mun ekki geta það næsta mánuðinn að því er mér skilst. Annars er ég að bíða eftir upplýsingum frá spítalanum um hverjar framfarirnar hafa verið í dag,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að þeir vinirnir hefðu farið til íslands í sumarfrí í 3—4 daga, enda heyrt að ísland væri fallegt um þetta leyti árs. Sonur hans hefði flogið í nokkur ár, en vinur hans í 20 ár og ætti hann flugvélina. „Breska sendiráðið hringdi í mig í gærkvöldi og tjáði mér að vélin væri týnd. Mér varð mjög mikið um, enda var léttirinn mik- ill í morgun þegar mér bárust fréttirnar um að þeir hefðu fund- ist lifandi, væru komnir á spítala og ekki taldir í lífshættu. Ég vildi fara til íslands, en sendiráðið kvað þess ekki þörf og kvaðst myndi sjá um flutning hans til Englands eins fljótt og mögulegt væri. Ég vona að af því geti orðið í næstu viku,“ sagði Frank Sikora að lokum. „Dukes er mjög reyndur flug- maður og hefur haft flugvél sína hér í allmörg ár,“ sagði Mitchell Parsons, yfirmaður á Beacon Hill-flugvellinum í Englandi, en þar lögðu þeir Dukes og Sikora upp. Parsons sagði að íslands- ferðin hefði átt að standa í 4 daga og vera til undirbúnings ferðar til Kanada, sem þeir félagar hafi fyrirhugað síðar. „Mér skilst að Mike hafi upplif- að mikla erfiðleika, en hann er harður af sér og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna," sagði Thirza Whorth í gær, tengdamóð- ir Michael Dukes. „Hann er mikill flugmaður og hafði mikinn áhuga á að fara þessa ferð. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé lán yfir honum, hann er lánsamur að vera yfirleitt á lífi og við erum öll þakklát fyrir það. Þetta hefur verið okkur öllum mikið áfall, hann hefur aldrei orðið fyrir slysi sem þessu áður,“ sagði Thirza Worth að lokum. „Ómerk eru ómagaorðin“ — segir Jón Sigurðsson, skólastjóri Sam- vinnuskólans, um gagnrýni á nemendur skólans í GREIN Morgunblaósins um Samband íslenskra samvinnufélaga sem birtist sl. fimmtudag, var haft eftir einum viðmælanda blaðsins að Samvinnuskólinn „væri í rauninni að drepa Sambandið því þangað færu nemendur sem hefðu orðið utangátta í námskertinu — væru í rauninni litlir námsmenn, sem væru svo beinlínis aldir upp á Bifröst í tvö ár með það að leiðarljósi að þeir væru upprennandi forysta SÍS. Þetta sagði heimildarmaður Morgunblaðsins að myndi enda með ósköpum, því reksturinn myndi hægfara stefna beint til andsk ... enda gæti ekki öðru vísi farið þegar eintómir meðalskussar væru við völd, og ekkert benti til þess að breyting yrði þar á. Morgunblaðið snéri sér til Jóns Sigurðssonar, skólastjóra Samvinnuskólans, og spurði hann álits á þessari lýsingu. Jón hafði þetta að segja: „Þennan huldumann, sem væntanlega er í forystusveit Sambandsins, og fær þarna út- rás á síðum Morgunblaðsins með lasti um nemendur Samvinnusk- ólans, lýsi ég ósannindamann. Eg særi hann að ganga fram í dagsljósið og skýra þennan til- hæfulausa þvætting sinn. Ég get með engu móti skilið hvað hon- um gengur til að fara slíkum orðum um hóp ungra kvenna og karla sem ekki hafa til sakar unnið. Enn um sinn mun ég telja þennan mann ómerkilegan. Hér er nefnilega um óvenju- legt aðkast að ræða, að hópi ungra karla og kvenna — að nú- verandi og fyrrverandi nemend- um Samvinnuskólans, sem yfir- leitt hafa staðið sig ágætlega í námi við skóla sem orð hefur á sér fyrir vinnuhörku og miklar kröfur. Ég gæti skilið árásir á mig eða aðra ábyrga starfsmenn skólans, eða á skipulag eða starfsháttu stofnunarinnar, en þennan róg um nemendurna fæ ég ekki skilið. Enn um sinn mun ég telja þennan huldumann öf- undsjúkan. Satt að segja sárnar mér að Morgunblaðið getur Samvinnu- skólans í yfirlitsgrein um sam- vinnumál aðeins með orðum þessa dularfulla aukvisa og voru þó tök á því á aðalfundi Sam- bandsins fyrir blaðamann að leita fyllstu upplýsinga um skól- ann og nemendur hans, en ég veit að hægara er um störf blaðamanna að tala en í að ganga. Ástæða er til að taka það sér- staklega fram að Samvinnuskól- inn er stoltur af því að hafa lið- sinnt ýmsum efnismönnum bæði fyrr og síðar, sem til skólans leituðu, eftir að hafa öðlast mik- ilvæga reynslu í atvinnulífinu, fjarri skólabekk. Reyndar tel ég að þetta sé í fullu samræmi við vilja yfirmanna menntamála og skóli lífsins hefur ekki skilað okku slakari nemendum en frá skólakerfi rikisins koma. Það er einmitt ánægjuleg umbót i skólamálum upp á síðkastið að reynt er að greiða menntagötu vinnandi fólks, en þetta hefur Samvinnuskólinn gert um langt árabil. Lastyrði huldumannsins um þessa nemendur tel ég að sinni menningarlausan hroka hans. Ég vísa því öldungis á bug, að Samvinnuskólinn reki nemendur sína með einum eða öðrum hætti til starfa fyrir samvinnuhreyf- inguna. Nemendurnir eru frjáls- ir menn og hverfa til þess náms eða þeirra starfa sem þeim bjóð- ast og þeir kjósa sjálfir. Ef til vill á Samvinnuskólinn þó, með vinnuhörku sinni og festu, ein- hvern þátt í því, að nemendun- um hefur yfirleitt gengið vel að fá vinnu við sitt hæfi og jafnvel að ná frama í starfi. Ástæða er til að vekja athygli á því að almenn kennslustörf við Samvinnuskólann lúta skilmál- um menntamálaráðuneytisins, enda er daglegur rekstur að mestu leyti kostaður af ríkis- sjóði í samræmi við lög um við- skiptamenntun á framhalds- skólastigi. Ég lýsi undrun og skömm á þeim óþverra um ungt efnisfólk og sómafólk, sem í Morgunblað- inu er tilefni þessara orða. Ég endurtek áskorun mína á huldu- manninn sem þessu sletti, en meðan hann kýs að vera í felum hef ég það fyrir satt að ómerk eru ómagaorðin." Morgunbladið/ Agnes Jón Sigurðsson skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst fyrir framan skóla- stjórabústaðinn á Bifröst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.