Morgunblaðið - 23.06.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1984
31
Sól-hús og Snyrti-hús
SelrotHÍ 18. iúní.
NÝVERIÐ hófu starfsemi sína tvö
ný fyrirUeki hér á Selfossi, Sól-
Húsið og Snyrti-Húsið, en þessi
fyrirtæki munu starfa f tengslum
hvort við annað.
Sól-Húsið býður upp á sólböð í
mjög fullkomnum sólbekkjum
með stillanlegri kælingu og and-
litsljósum. Einnig er hægt að fá
Slenderton nudd. Aðstaða til
snyrtingar eftir sólböð er sérlega
góð og fullkomin, þar sem hár-
þurrkur og krullujárn eru til af-
nota fyrir viðskiptavini ásamt
kremi og snyrtivörum sem
Snyrti-Húsið lætur ókeypis í té.
Í Snyrti-Húsinu er boðið upp á
mjög gott úrval af snyrtivörum
fyrir dömur og herra, einnig býðst
frítt make-up á afgreiðslutíma.
Snyrtiþjónusta s.s. andlitsböð,
handsnyrting, fótsnyrting, litanir
o.fl. er líka fyrir hendi. Þórhildur
Karlsdóttir snyrtifræðingur veitir
Snyrti-Húsinu forstöðu, en Drífa
Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur og Bryndís Tryggvadóttir
sjúkraliði veita Sól-Húsinu for-
stöðu.
Fyrirtækin eru til húsa að Eyr-
arvegi 20, Selfossi.
Haukur.
Mótmæla fullyrðing-
um um skordýravarnir
FUNDUR var haldinn að Garðyrkju-
skólanum á Reykjum 30. maí sl. og var
fundarefni framkvæmd garðúðunar og
bæklingurinn „Um skordýravarnir",
sem nýlega var dreift til allra heimila
á höfuðborgarsvæðinu.
Fundurinn gerði eftirfarandi
ályktun: Góð upplýsingastarfsemi,
sem veitir hlutlausa fræðslu er
nauðsynleg, enda sé hún byggð á
þekkingu og reynslu þeirra sem
hafa gert ræktun og umhirðu gróð-
urs að ævistarfi sínu.
Fundurinn mótmælir eindregið
vissum fullyrðingum og óvísinda-
legum vinnubrögðum sem fram
koma í bæklingi „Um skordýravarn-
ir“, sem gefinn er út af Heilbrigðis-
ráði og Umhverfismálaráði Reykja-
Sumarflug
til Kulusuk
FLUGLEIÐIR hófu 18. júní sl.
sumarflug sitt til Kulusuk á
Grænlandi, og verður haldið uppi
reglubundnu flugi þangað til 30.
ágúst. Flogið verður frá Reykja-
víkurflugvelli þrisvar í viku,
mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga, og lagt verður af
stað kl. 11.30.
Að sögn Árna Sigurðssonar,
sölufulltrúa hjá Flugleiðum, er
þetta flug fyrst og fremst hugs-
að fyrir skoðunarferðir og um
er að ræða dagsferðir undir
leiðsögn fararstjóra. Flugið tek-
ur tvær klukkustundir og í
dagsferðunum lendir vélin aft-
ur á Reykjavíkurflugvelli kl. 20.
Ennfremur sagði Árni að á út-
leiðinni, þ.e. til Kulusuk, verði
flogið útsýnisflug fyrir farþega.
víkur og fleiri aðilum, undir umsjón
Kristínar Þorkelsdóttur og sam-
kvæmt ráðgjöf frá Jóni Gunnari
Ottóssyni skordýrafræðingi og Haf-
liða Jónssyni garðyrkjustjóra.
Óviðunandi er að opinberir aðilar
gangist fyrir sllkum málflutningi
eins og birtist i þessum bæklingi án
þess að leita fyrst umsagnar sér-
fróðra aðila. Siðar verður gerð grein
fyrir einstökum atriðum.
Einnig er bent á að viss atriði í
reglum um garðaúðun eru ófram-
kvæmanleg og þurfa endurskoðunar
við, en um leið skal það undirstrikað
að ákveðnar og skýrar reglur um
framkvæmd garðaúðunar eru nauð-
synlegar.
Fundinn sátu eftirtaldir aðilar:
Axel V. Magnússson og Óli Valur
Hansson frá Búnaðarfélagi íslands,
Grétar J. Unnsteinsson, skólastjóri
Garðyrkjuskóla ríkisins, og kennar-
ar skólans, þeir Guðmundur Sig-
urðsson, Sigurður Þráinsson og
Þórhallur Hróðmarsson, Magnús
Ágústsson sérfræðingur og garð-
yrkjustjórarnir Guðni Tómasson og
Holger Hansen, Halldór Sverrisson
plöntusjúkdómafræðingur og f.h.
Félags skrúðgarðyrkjumeistara
Markús Guðjónsson og Þór Snorra-
son, skfuðgarðyrkjumeistarar og
f.h. Félags garðplöntuframleiðenda
Pétur N. Ólason garðyrkjubóndi.
Kristrún er forstöðu-
kona Gefnarborgar
ÞAU mistök urðu í frétt úr Garðin-
um sl. fimmtudag, þar sem sagt var
frá bát sem settur var niður á
leikskólalóðinni, að Kristrún Guð-
mundsdóttir var sögð gjaldkeri
kvenfélagsins Gefnar. Hið rétta er
að Kristrún er forstöðukona leik-
skólans Gefnarborgar. Þetta Ieið-
réttist hér með.
_ ___ ® Rístarefni
ELABID og þrep
ir viö erfióar aöstæöur
Heitgalvaniserað ristarefni úr gæðastáli. Bætt vinnu-
aðstaða og aukið öryggi starfsfólks er allra hagur.
Nyjung!
Þrep með sérstakri hálkuvörn
Aukiðöryggi við erfiðar
aðstæður
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, símar: 27222 & 21684
Nýr lóran frá K0DEN
Verð 28.000
Breidd 14,6 sm
Hæö 16,0 sm
Dýpt 8,7 sm
Sjálfvirkur
meö 60 minnum
LITLA TROMPIÐ FRÁ K®DEN
radiomidun
Grandagaröi 9. Sími 23173.