Morgunblaðið - 23.06.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984
35
Guðmundur Sveins-
son — Minning
Fsddur II. desember 1926
Dáinn 15. júní 1984
Hvaö bindur vorn hug við heimsins
glaum
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss meg'i ei saka.
Þessar ljóðlínur Einars Bene-
diktssonar komu mér f hug þega.
mér barst sú fregn að mágur
minn, Guðmundur Sveinsson,
vörubílstjóri í Borgarnesi, hefði
látist á Sjúkrahúsi Akraness
kvöldið áður, þann 15. júní sl.
Þessi orð Einars geta víst átt
við okkur flest. Okkur finnst dauð-
inn svo fjarlægur og forðumst að
leiða hugann að þeirri hlið lífsins
sem að honum snýr. En einn dag-
inn erum við vakin upp af draum-
um okkar, hinn slyngi sláttumað-
ur hefur gengið um garð og fellt
einhvern sem okkur var kær,
okkur að óvörum. Sjaldan erum
við sátt við hans verk en ekki þýð-
ir um að sakast.
Guðmundur hafði ekki gengið
heill til skógar sl. 7 ár en þó grun-
aði fáa utan hans nánustu að hann
ætti svo skammt eftir ólifað.
Hann var jafnan æðrulaus og bar
sig vel og okkur fannst að hans
dagsverki gæti ekki verið lokið
strax.
Guðmundur Sveinsson fæddist í
Borgarnesi þann 11. desember
1926. Hann var sonur hjónanna
Sigríðar Kristjánsdóttur og
Sveins Skarphéðinssonar. Hann
var þriðja barn foreldra sinna sem
varð 6 barna auðið, fjögurra dætra
og tveggja sona. Systurnar lifa
allar bróður sinn.
Það er nú svo að í þessu lífi
skiptast á skin og skúrir og ekki
fór Guðmundur varhluta af því
frekar en aðrir. Hann ólst upp í
Borgarnesi i glöðum systkinahópi,
en varð fyrir þeirri sorg á við-
kvæmum aldri að missa yngri
bróður sinn. Það var honum mikið
áfall, eftir því sem hann sagði
sjálfur frá, og hefur hann vafa-
laust búið lengi að þvf. Annað
áfall fékk hann svo seinna er faðir
hans lést í bílslysi á efri árum,
ásamt öðrum manni, og varð öll-
um sem til þekktu mikill harm-
dauði.
En sólskinsstundirnar voru sem
betur fer fleiri. Hann var gæfu-
maður í einkalífi sínu, lifði í góðu
hjónabandi í 35 ár og naut nær-
veru ástvina sinna. Hann kvæntist
árið 1949 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Vilborgu Ormsdóttur, og
settu þau bú sitt í Borgarnesi.
Voru þau hjón samhent og byggðu
sér þar fallegt heimili og búnaðist
vel. Þau eignuðust einn son, Svein
Ágúst, sem kvæntur er Þorbjörgu
Svanbergsdóttur. Þau eiga tvö
börn, Sigríði Helgu og Guðmund
Svanberg, sem voru augasteinar
afa síns. Þau hjón eiga sitt heimili
í næsta húsi við hús Guðmundar
og Vilborgar. Áttu börnin ófá spor
í afa- og ömmuhús og er nú skarð
fyrir skildi þegar afi er horfinn
sjónum þeirra.
Fyrir hjónaband eignaðist Guð-
mundur son, Halldór Ármann,
sem búsettur er á Akranesi. Hann
er kvæntur Þórdísi Árnadóttur og
eiga þau þrjú börn, Árna Þór,
Guðmund Bjarka og Kristínu ósk.
Ævistarf Guðmundar var vöru-
bílaakstur. Hann átti jafnan vöru-
bíl sem hann ók sjálfur. Starfaði
hann m.a. jafnan að sumrinu fyrir
Vegagerð ríkisins meðan heilsan
entist.
Hann bjó allan sinn aldur i
Borgarnesi, þótti mjög vænt um
þann stað og gat ekki til þess
hugsað að setjast að annars stað-
ar.
Guðmundur Sveinsson var geð-
ríkur maður en dagfarsprúður.
Úti frá gat hann virst hrjúfur og
hann bar ekki tilfinningar sínar á
torg og var ekki allra. En hann var
traustur vinur vina sinna og ákaf-
lega vinmargur. Hann var gestris-
inn svo af bar og nutu þess margir
á fallega heimilinu þeirra hjóna.
Hann var glaðlyndur og óspar á
græskulaust gaman í vinahópi.
Hann var líka einstaklega barn-
góður og nutu bæði barnabörnin
hans sem og börn vina og frænd-
fólks þess.
Að leiðarlokum vil ég þakka
honum langa og trausta vináttu,
allt frá því að ég á unga aldri var
heimagangur á heimili þeirra
hjóna í kjallaranum hjá foreldr-
um okkar systra. Það er stór vina-
og frændahópur sem kveður Guð-
mund Sveinsson með söknuði og
trega í dag. Megi Guð styrkja eig-
inkonu hans og ástvini aðra í
þeirra sáru sorg. Fari hann í friði.
Gróa Ormsdóttir
í dag verður til moldar borinn í
Borgarneskirkju Guðmundur
Sveinsson, bifreiðastjóri í Borg-
arnesi.
Hann var fæddur í Borgarnesi
11. desember 1926, sonur hjón-
anna Sigríðar Kristjánsdóttur og
Sveins Skarphéðinsssonar. ólst
hann upp í foreldrahúsum ásamt
þremur systrum.
Mundi, en svo var hann ætíð
nefndur af vinum og kunningjum,
hreifst ungur af bifreiðum, sem á
þeim árum voru í vaxandi mæli að
taka við af fyrri flutninga- og
ferðamáta.
Hans aðalstarf var bifreiðaakst-
ur, sem hann stundaði allt til
dauðadags. Mundi var gætinn og
góður ökumaður og átti góðar og
vel hirtar bifreiðir.
Ég var á barnsaldri er við
kynntumst, en þá stunduðu þeir
akstur í vegavinnu saman, hann
og faðir minn. Einnig var ég til
húsa hjá Munda og Vinu er ég á
unglingsárum fór að stunda vinnu
í Borgarnesi tíma og tíma.
Síðar lágu leiðir saman í starfi
og leik. í 14 ár stundaði ég vöru-
bifreiðaakstur og átti þá meira
samstarf við Munda en nokkurn
annan vinnufélaga í þeim hópi.
Þau ár eru mér af ýmsum ástæð-
um mjög eftirminnileg. Samstarf
og félagsandi í vinnuhópi sem ekki
er einungis saman þann tíma
dagsins sem vinnan stendur, held-
ur heilu vikurnar, getur oft orðið
þvingað og þrúgandi. Þar gerir
gæfumuninn ef einhver í hópnum
heldur uppi húmor og slær á létta
strengi. Mundi var sá sem öðrum
fremur kunni þetta fag. Hann var
fyndinn og einstaklega orðhepp-
inn, en hans grín var þó ætíð svo
að engan meiddi. Mundi var einn
af stofnendum Vörubílstjórafé-
lags Mýrasýslu. Hann tók alla tíð
virkan þátt í störfum þess og setti
aldrei eigin hagsmuni ofar hags-
munum heildarinnar.
Það eru orðin allmörg ár síðan
Mundi kenndi fyrst þess sjúkdóms
er varð honum að aldurtila. Oft
fannst að hann var kvíðinn, er
hann þurfti að fara í erfiða vinnu,
enda heilsufar hans þá orðið
þannig að hann var illa fær um að
takast á við það sem upp getur
komið í vörubifreiðaakstri við
slæmar aðstæður.
Ekki varð þetta þó til að glettni
og grín hans væru ekki efst á
baugi er í hópinn var komið. Þeir
verða daufari matar- og kaffitím-
arnir í vegavinnunni fyrst um
sinn, en félagarnir geta yljað sér
við minningar um hina góðu
gömlu daga, þegar Mundi hélt
uppi glaðværð og góðum anda í
vinnuflokknum.
Mundi var gæfumaður í einka-
lífi. Hann gekk að eiga eftirlifandi
konu sína, Vilborgu Ormsdóttur,
23. júlí 1949. Þau áttu fallegt
heimili, sem meðal annars nýtur
fagurra hannyrða hennar.
Einn son eignuðust þau Mundi
og Vina, Svein Ágúst, búsettan í
Borgarnesi, kvæntan Þorbjörgu
Svanbergsdóttur og eiga þau tvö
börn. Son átti Mundi fyrir hjóna-
band, Halldór Ármann, búsettan á
Akranesi, kvæntan Þórdísi Árna-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
Mundi lét sér mjög annt um
syni sína og þeirra fjölskyldur og
voru barnabörnin augasteinar
hans. Hann var og hjálparhella
allra vina og vandamanna.
Nú er leiðir skilur um sinn er
mér efst í huga þakklæti til þessa
góða vinar fyrir ángæjulega og
góða samfylgd. Blessuð sé minn-
ing hans.
Ég votta ástvinum hans öllum
innilegustu samúð okkar á Böðv-
arsgötu 6.
Halldór Brynjúlfsson
„Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír
deyr aldregi
hveim sér góðan getur.”
(Hávamál.)
Það voru þungar og sárar frétt-
irnar á laugardagsmorguninn.
Hann Mundi frændi er dáinn.
Sláttumaðurinn slyngi hafði hrif-
ið hann með sér alltof fljótt.
Minningarnar þustu fram í hug-
ann. Mundi frændi var einn af
þeim, sem oftast sáu skemmtilegu
hliðina á hlutunum og þvi eru
minningarnar margar og bjartar.
Hann var fljótur að snúa hlutun-
um upp í spaug og mörg gullkorn-
in heyrðust, þegar hann var með í
hópnum. Mundi frændi var alveg
sérstaklega laginn að umgangast
alla aldurshópa, það var ekkert til,
sem heitir kynslóðabil, þegar við
sátum og spjölluðum um alla
heima og geima og alltaf var það
þannig að við gleymdum stund og
stað. Hann hafði alveg sérstakt
lag á að hrífa okkur með sér i frá-
sögnum sínum, sem margar eru
ógleymanlegar.
Rikur af reynslu var hann og
alltaf tilbúinn með góð ráð og
leiðbeiningar og ævinlega var gott
að biðja hann bónar, því aldrei var
annað en sjálfsagt að hlaupa til
hjálpar, hvað svo sem gera þurfti.
Elsku Vina, við sendum þér
innilegar samúðarkveðjur og megi
góður Guð styrkja þig.
„Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú,
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.“
(M.J.)
Hafi Guðmundur þökk fyrir allt
og allt.
Óli, Þóra og Stefán.
t Ástkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, t Sambýliskona min og móöir okkar,
ÁRNI JÓHANNSSON, MARTA S. ÞORSTEINSDÓTTIR,
vélstjóri, Faxatúni 3, Garöabæ, lést í Landspitalanum 21. júni.
lést í Landakotsspítala þann 21. júní.
Fyrir hönd vandamanna, Guörún N. Jónsdóttir, Þóra Jónsdóttir.
Björg Helgadóttir.
t
MATTHÍAS HILDIGEIR GUÐFINNSSON
frá Litla-Galtardal,
Reykjahlíö 10,
andaöist í Borgarspítalanum 14. júní.
Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Vandamenn.
t
Sonur okkar og bróöir,
ÞORVALDUR STEINGRÍMSSON,
Laugalæk 16,
lést af slysförum fimmtudaginn 21. júní.
Steingrímur Þorvaldsson, Helga Sigurjónsdóttir,
Bjarki Steingrímsson,
Sigurjón örn Steingrímsson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma.
UNNUR JÓNSDÓTTIR,
Silfurgötu 32,
Stykkishólmi,
veröur jarðsungin frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 25. júní kl.
14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á minningasjóö St. Fransiskussþítala í Stykkishólmi.
Auöur Eirfksdóttir,
Nína Eiríksdóttir,
Helgi Eiríksson,
Sesselja Eirfksdóttir,
Þorsteinn Eirfksson,
Aóalheiður Eirfksdóttir,
barnabörn og
Benedikt Sigurósson,
Þorvaldur Ólafsson,
Elfnborg Karlsdóttir,
Óli Jósefsson,
Jóhanna Gunnarsdóttir,
örn Alexandersson,
barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát
og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
FRIÐNÝJAR STEINGRÍMSDÓTTUR,
Álfhóli 6.
Húsavfk.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og öllu ööru starfsfólki á deild
11-G á Landspítalanum.
Jónas Geir Jónsson,
Olga Jónasdóttir, Heimir Daníelsson,
Gunnur Jónasdóttir, Guöjón Bjarnason,
Bergsteinn Karlsson, Jónasína Kristjónsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu sem á einn eöa
annan hátt vottuöu okkur samúö sína viö fráfall
SYLVÍU SIGGEIRSDÓTTUR,
Öldugötu 8.
Ingibjörg Jónasdóttir,
Helga Jónasdóttir, Jóhann Indrióason,
Haukur Jónasson, Þórunn Steinarsdóttir,
Reynir Jónasson, Elfn Þórhallsdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir til ættingja og vina fyrir auösýnda samúö viö
andlát og útför móður minnar,
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Örlygsstööum.
Björn Arason.