Morgunblaðið - 23.06.1984, Page 37

Morgunblaðið - 23.06.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 37 FræÖsluþættir frá Geðhjálp Við erum einstaklingar Laugardaginn 28. apríl geng- ust sálfræðinemar fyrir náms- stefnu um geðlæknismeðferð út frá siðfræðilegu sjónarmiði. Námsstefnan var haldin í húsa- kynnum Háskólans, húsfyllir varð og urðu margir frá að hverfa. Fyrirlesarar voru Arnór Hannibalsson, Páll Skúlason frá heimspekideild Háskólans og Ingólfur Sveinsson geðlæknir, þrír fulltrúar mættu frá félaginu Geðhjálp, einn kynnti félagið, annar talaði frá sjónarhóli að- standenda og sá þriðji frá sjón- arhóli geðsjúklings, fyrirspurnir voru á eftir erindunum. Góður rómur var gerður að framlagi aðstandenda og geðsjúklings, og með leyfi geðsjúklings ætla ég að birta það. Andrea Við erum einstaklingar Ég hef verið beðinn að segja frá minni reynslu af spítalavist sem geðsjúklingur. Mér er það sérstök ánægja að fá þetta tæki- færi frammi fyrir þessum hópi hér, þar sem ég geri ráð fyrir að hér sé fjöldi tilvonandi og núver- andi starfsfólks geðsjúkrahúsa. Sérstaklega er það ánægjulegt að mér finnst ég tala hér sem jafningi með mína reynslu en ekki sem einhverskonar sýnis- hom, „specimen", þess fjölskrúð- uga hóps er kallast geðsjúkl- ingar. Og hér er ég strax kominn að mikilvægu atriði, hver einstakl- ingur vill að hann sé virtur per- sónulega sem einstaklingur með ákveðna reynslu, ákveðna þjóð- félagsstöðu, ákveðna sjálfsvirð- ingu, tilfinningar, en ekki bara sem stór hluti stærri hóps án sérstöðu. Ég tel að margir sem dvelja á geðsjúkrahúsum verði varir við eða finnist að þeir séu meðhöndlaðir sem geðsjúkling- ar, það er talað niður til þeirra líkt og við þekkjum að talað er til barna og gamals fólks. Ég vil skipta geðsjúklingum í tvo hópa; í fyrsta lagi þá sem veikjast, en eru þó rétt eins og ég og þú. Þetta fólk er veikt ein- hvern tíma en lagast og tekur aftur sinn sess í þjóðfélaginu. En svo eru það þeir. Hópurinn, sem ég kýs að nefna þeir, eru hinir svo að segja ólæknandi geðsjúkl- ingar. Þeir eru annaðhvort inni á stofnunum eða úti í þjóðfélaginu og hafa þá lífsviðurværi sitt oftast af almannafé. Þetta eru hinir krónísku og þá hræðist fólkið, og sá sem veikist á geði afneitar þessum hópi algjörlega. Ég er ekki einn af þeim, en þegar ég veikist og kem inn á deild er mér skellt með látum í gólfið og mér sagt að ég sé einn af þeim. En ég veit þó betur. Ég er ólíkur hinum. Sjálfur hef ég verið lagður inn á geðdeild fjórum sinnum á tæp- um sjö árum, en mér finnst ég ekki vera einn af þeim og á móti því berst ég af öllum mætti, að vera álitinn einn af þeim. Starfsfólk á geðsjúkrahúsum Til að sleppa málalengingum, finnst mér að frekar sé tilhneig- ing hjá ófaglærðu starfsfólki að sýna sjúklingum lítilsvirðingu, og eftir því sem fólk starfar lengur á geðdeildum versnar það. Háskólamenntað fólk finnst mér sýna sjúklingum meiri virð- ingu, og er það ef til vill vegna þess að það býr við minna álag, og hefur minna daglegt sam- neyti við sjúklingana. Sjúklingur á geðdeild vill hafa lækni á staðnum, hvort sem þetta er rökrétt eður ei, þá er þetta staðreyndin. Læknirinn er aftur á móti sá maður sem dvelst stystan tíma á deildinni, þó að hann eigi að stjórna öllu varð- andi meðferð og lyfjagjöf. Sjúklingur á geðdeild á erfitt með að aðlaga sig ýmsum regl- um sem gilda á deildinni. Síma- tímar eru takmarkaðir, ýmsar reglur gilda varðandi útivist sjúklinga. ókunnugleiki nýs sjúklings er kemur inn á deild sviptir hann oft á tíðum venju- legum tengslum við umheiminn og annað fólk. Þarna þarf að vera meiri sveigjanleiki, því fólk hefur mismunandi þarfir. Lokaorð Annars er það merkilegt að þegar maður leggst inn á geð- deild, og er mikið ruglaður verð- ur maður miklu verri þegar inn á deild er komið. Ég held að sjúkl- ingar hafi örugglega áhrif hver á annan, oft neikvæð áhrif, vegna undarlegrar hegðunar. Það sagði líka maður við mig, þegar ég lýsti fyrir honum lífinu á geð- deild, að það væri nánast krafta- verk að ég hafi haldið fullum sönsum. Þar sem hér eru sálfræðinem- ar og koma ef til vill til með að vinna á geðsjúkrahúsum, vil ég segja þetta. Þegar ligg ég böls á bing brjálaður og fleira, sendu á mig sálfræðing svo ég ruglist meira. Olav Einar Lindveit. Þórarinn St. Sigurðsson, sveitarstjóri Hafnahrepps. Hafnir á Reykjanesi: Enginn vandi fyrir duglegt og hraust fólk að fá vinnu Vogum, 16. júní. í HAFNAHREPPI á Reykjanesi, fá mennasta sveitarfélagi á Suðurnesjum, með liðlega 130 íbúa, getur nýting jarðhita valdið straumhvörfum á nsstu árum. Á Reykjanesi hafa verið boraðar afkastamiklar holur, og orkan nýtt til raforkuframleiðslu, auk efnaiðnaðar á vegum Sjóefnavinnslunnar hf. og við fiskimjölsframleiðslu á vegum Stranda hf. „Það getur ekki farið framhjá neinum að orkan verði mikil lyfti- stöng hérna," sagði Þórarinn St. Sig- urðsson, sveitarstjóri í Hafnahreppi. „Það er afar mikilvægt að orkan verði nýtt skynsamlega. Frumorkan verði nýtt til raforkuframleiðslu og í efnaiðnaði, en afgangsorkan t.d. við fiskeldi." Fyrr á þessu ári lagði hreppsnefnd Hafnahrepps til við stjorn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, að stofnuð yrði þriggja manna nefnd til að kanna áhuga ein- staklinga og félaga fyrir fiskeldi á Reykjanesi. Þórarinn er formaður nefndarinnar sem vinnur I þessum málum. Hann sagði að ef áhugi reyndist jákvæður, yrði athugað hvort áhugi væri á að leggja fjár- muni í slíkt fyrirtæki. Þórarinn sagði engan vanda fyrir duglegt og hraust fólk að fá vinnu í Hafnahreppi. Fólki væri ekið tii vinnu I Hafnir úr nágrannabæjum og út á Reykjanes. Hreppsnefnd hefur ákveðið að athuga með opnun á dag- heimili til að auðvelda húsmæðrum að vinna úti, og ákveðið er að gera tillögur að byggingu íbúða, sem síðan yrðu seldar, þannig reynt að örva íbúafjölgun í hreppnum. Hreppurinn hefur lausar til úthlutunar bygg- ingalóðir nú þegar sem kosta nánast ekki neitt. Flestar götur í Höfnum eru lagðar varanlegu slitlagi. Þrátt fyrir það hefur afkoma sveitarfélagsins verið góð. Sagði Þórarinn hreppsnefnd hafa farið varlega í fjárfestingar vegna spádóma um verðlagsþróun á síðasta ári. Þá sagði hann að afkoma sveitarfélagsins hefði alltaf verið góð. A næstunni verður Seljuvogur undirbyggður og lagður varanlegu slitlagi. Margir telja að hundahald sé með öllu frjálst í Höfnum, m.a. vegna um- fjöllunar í ýmsum fjölmiðlum. Þór- arinn sagði að I Hafnahreppi giltu sömu reglur um hundahald og í öll- um öðrum sveitarfélögum á Suður- nesjum, þar sem hundahald væri bannað, en veittar undanþágur með skilyrðum. Hann sagði það hafa komið til tals að draga sig útúr sam- starfinu, en frá því hefði verið horfið. E.G. r. VERSLUNARTIMAR I SUMAR: Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.