Morgunblaðið - 23.06.1984, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.06.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 45 Námsmönnum fækkað Háskóli tslands. Ncmandi í Háskólanum skrifar: Nýlega fékk ég staðfest að Lánasjóður íslenskra náms- manna lánar nú námsfólki að- eins 60% af þeirri upphæð sem nemur framfærslukostnaði þess. Það setti óneitanlega að mér ugg, því þetta hefur þær afleið- ingar fyrir okkur hjónin, sem eigum eins árs gamalt barn, að við sjáum okkur ekki fært að halda áfram námi. Ríkisstjórnin virðist ekki sjá ástæðu til að út- vega nægt fé til lánasjóðsins, svo standa megi við skuldbindingar við námsfólk, jafnvel þótt lánin séu nú verðtryggð. Ástæða þess að við sjáum okkur ekki fært að halda áfram námi er einfaldlega sú að 60% af framfærslueyri nægir ekki fyrir okkur og barnið, jafnvel þótt að þessi 60% þýði um tuttugu þús- und krónur fyrir okkur bæði og barnið. (Námsmenn hafa reynd- ar aldrei fengið lán fyrir fullri framfærslu.) Matarreikningur- inn á mánuði er tíu þúsund krón- ur, barnagæsla um fjögur þús- und, húsaleiga sjö þúsund, orkureikningur 1.500 og strætó- ferðir um 800 krónur. Þessir gjaldaliðir gera samtals kr. 23.300. Þá er ótalinn símakostn- aður, fatnaður, ritföng, dagblöð, afnotagjöld af útvarpi og sjón- varpi, og fleira. Við hreinlega sjáum okkur ekki fært að láta þá upphæð duga fyrir brýnustu nauðsynjum sem yfirvöld menntamála ætla okkur í lán. Þess vegna erum við þegar farin að leita fyrir okkur um vinnu, en það er ekki hlaupið að því með fárra mánaða fyrirvara. Mér skilst að fáein þúsund námsmanna eigi rétt á námsláni og nýtti sér þann rétt. Ég get ekki skilið að aðstaða þeirra sé svo mjög frábrugðin okkar, þótt fjölskylduaðstæður séu mismun- andi. Það er f fáum tilvikum sem hægt er að vinna með námi, sök- um námsálags, og sárafátt námsfólk kemst f uppgripavinnu yfir sumarið (togaraplássin eru ekki mörg). Ef þetta er rétt met- ið má búast við því að fjölmargir nemendur úr Háskólanum, úr ýmsum sérskólum og sem eru í námi erlendis, leiti fyrir sér um vinnu i haust. Með þessari lánaskerðingu er ekki eingöngu vegið að rétti til menntunar. Þetta getur leitt til atvinnuleysis og samkeppni námsmanna og annarra um ým- is störf. Námsmenn verða að láta þessi mál til sín taka, þótt dreifðir séu og þótt skólahald liggi niðri. Við verðum að kynna málstað okkar og berjast gegn því óréttlæti sem á okkur dynur. Með samstilltu átaki tekst okkur að knýja á um leiðréttingu mála okkar. Hvad amar eiginlega að? Árni Helgason skrifar: Það er margt skrýtið sem mætir manni á hverjum degi. Menn kvarta yfir lækkandi launum, en það sést ekki á lifnaðarháttum. Einn fólksbíll á hverja 2,5 íbúa landsins að smábörnum meðtöld- um. Vörurnar hækka á meðan verðbólgan minnkar og eiga marg- ir erfitt með að skilja þetta. Út- gerðin tapar og bátar að sigla í land, en aldrei fleiri en nú sóla sig f suðrænum löndum. Ferðaskrif- stofurnar hafa ekki við að láta menn skrifa upp á víxla sem svo að sjálfsögðu eru vistaðir í bönk- um landsins, meðan afurðalán eru skorin við nögl. Viðskiptabank- arnir eru píndir af Seðlabankan- um sem þarf meira eigið fé til arðbærrar fjárfestingar í fast- eignum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hæst hafa launin hóta verkföllum ef þeir fái ekki ennþá meira. Alþýðusambandið þarf að horfa í allar áttir og er að verða litblint. BSRB, sem á undanförn- um árum hafa safnað félögum í massavís, og ríkisstjórnir, sem keppast við að spara, hafa hjálpað þeim um nokkur stykki á hverjum mánuði. Nú eru böndin þar að bresta, því allir vilja í frelsið sem enginn veit hvað er. Og þegar blessuð ríkisstjórnin er að reyna að hætta við að taka lán, byrja bankarnir að taka þau, sérstak- lega erlend, án þess að spyrja nokkurn. Bankarnir sem eru í dag einn arðvænlegasti atvinnurekst- urinn, hamast við hver í kapp við annan að fjölga útibúm og hefir sumum gengið svo vel að bréf- hausarnir ná niður á miðjar síður. Hús verslunarinnar teygir sig mót himni sem vottur þess hve mikil gróska er 1 þessum verslunar- rekstri og það er aum bílasala sem selur ekki 1.000 nýja bíla á ári, að maður tali nú ekki um þær sem eru að bisa við eldri bílana. Þá má ekki gleyma olíufélögun- um blessuðum sem alltaf eru að græða og gætu fyllt upp í fjárlaga- gatið ef vilji væri fyrir hendi, en í þess stað beðið um hækkanir án hagræðinga og olíuhallirnar rísa út um borg og byggðir, til auglýs- ingar og aukinnar þjónustu, jafn- vel stutt á milli afgreiðslustaða. Bankabyggingar rísa. Við Snæ- fellingar sjáum best flottheitin þegar við heimsækjum Ólafsvík og Hellissand. Þar byggir aðalbank- inn tvær hallir og með nýja vegin- um er aðeins 7 mínútna keyrsla á milli, þ.e.a.s. á löglegum hraða. Þá bjóða þeir hver í kapp við annan sérstök vaxtakjör og fá ráðgjafa til að hjálpa mönnum að leggja inn og ávaxta sem mest. Skemmti- iðnaðurinn er í fullu fjöri, 80—100 veitinga-, gisti- og skemmtistaðir á Reykjavíkursvæðinu opnir alla daga og öU kvöld og komast færri að en vilja, sem sagt allir gera það gott. Þá talar maður nú ekki um brennivínsflóðið og sá hópur er stór sem þar er í snörunni. Allir hafa þá nóga peninga og biðröð út á mitt malbik. „Glaður í kvöld, en ég græt að morgni," eins og þar stendur. Og hvað amar þá að þeg- ar allir hafa það svona gott? Og hvers vegna þarf ríkið að vera að slá peninga út um allt þegar svona gróska er í atvinnulífinu. Maður talar nú ekki um þessa bleðla sem hanga uppi hjá þeim sem hæst eru settir. Menn leita að friði, með ófriði, leita að frelsi en enda í snörunni. Fríðindin vaða uppi og sérstaklega þar sem þeirra er minnst þörf. Menn leita í gruggugu lindunum, en gleyma að þvo sér. Hvað amar svo að. Er nema von að menn spyrji? Árni Helgason Þessir hringdu .. . Eiga dagskrár- stjórar sjón- varps mynd- bandaleigur? Auður Einarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja. Ég hringi útaf blessuðu sjón- varpinu okkar. Mig langar að spyrja þá hjá dagskrárstjórn sjónvarpsins hvort þeir eigi ekki einhverjar myndbandaleigur hér í bænum. Sjónvarpið er svo lé- legt, að ekki nokkur maður horf- ir á það, nema ef til vill um helg- ar. Við getum tekið þætti eins og „Berlin Alexanderplatz" eða alla fræðsluþættina, sem við vitum fyrirfram, að enginn horfir á. Því hlýtur að liggja í augum uppi að þessir menn styðja ein- hverja aðra starfsemi en sjón- varpið, og þá dettur manni myndböndin fyrst í hug. Það er alltaf verið að tala um hvað almenningur sé heimskur og að hann hafi ekki vit á hvað sé hollt að horfa á, og þess vegna séu allir þessir þættir á dagskrá, en dagskrárstjórarnir virðast gleyma því að það er ekki hægt að pína mann til að horfa á hvað sem er. Ég bara slekk og mér finnst hart að borga afnotagjöld af tæki sem ég horfi aldrei á. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! EG SE ÞIG EFTIR AR — EF ÞÚ LIFIR — Átta ára barátta Kristjönu Kjeld viö hvítblæði GETUR ORÐIÐ LANGUR OG STRANGUR VINNUDAGUR — Á ferö meö Hreini Þorvaidssyni, vörubíl- stjóra HJÓNABALLIÐ í PLITVICE — Brotabrot Gísla Ástþórssonar frá Júgó- slavíu VAR JÓHANNESI PÁLI PÁFA I BYRLAÐ EITUR? HÚSIÐ SKORAÐI MIG Á HÓLM — Litiö inn í Laxdalshúsiö á Akureyri GUÐMUNDUR — DRAUMA- PRINS DAGSINS í GÆR? — Nýtt verk Stúdentaleikhússins Á SLÓÐUM OLIVER TWIST VIÐ DREPUM EKKI FLUGUR — Rætt viö Björn Sigurbjörnsson í Vín ÍSLENZKAR LISTAKONUR í KAUPMANNAHÖFN SKRÍMSLIÐ í KLEIFARVATNI — Spjallaö viö Einar í Ertu HVERNIG VERÐUR ORGEL TIL? STÓRT OG VANDAÐ ORGEL í HALLGRÍMSKIRKJU CRAXI, FORSÆTISRAÐ- HERRAÍTALA — Svipmynd á sunnudegi MINNIÐ ER EKKI VÖÐVI LISTAKONAN STEINUNN ÞÓR- ARINSDÓTTIR í VIÐTALI VERÖLD — REYKJAVÍKUR- BRÉF — MATUR & MATGERÐ — Á DROTTINS DEGI — VEL- VAKANDI — ÚTVARP & SJÓN- VARP — MYNDASÖGUR — DAGBÓK — Á FÖRNUM VEGI — ÚR HEIMI KVIKMYNDANNA Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.