Morgunblaðið - 24.06.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1984
7
HUGYEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
1. sunnudagur eftir
þrenningarhátíð
Ritningartexti þessa helgi-
dags fjallar um ríka bóndann,
sem vildi hvíla sig, eta, drekka
og vera glaður eftir að hafa
stækkað hlöður sínar. Þessa
dæmisögu sagði Jesús eftir að
hafa neitað bón ungs manns að
skipta arfi með honum og
bróður hans.
Það hefur löngum búið i
hugum manna harla ströng
togstreita á milli verðmæta,
hveriu bæri að sækjast eftir og
hvað að láta afskipt. Ég minn-
ist þess að fyrir nokkrum ár-
um var haldin ráðstefna svo
sem einsog þykir tíðum hlíta.
Þar var meðal annars rætt sitt
af hverju um helgihald. Þá
sagði Haraldur ólafsson lekt-
or: „Það er ótrúleg hvíld að því
að rjúfa hversdaginn og hverfa
um sinn á vit hins heilaga. Mér
er nær að halda að mikilvæg-
asta hlutverk hátíða og helgi-
dagakerfis kirkjunnar, sé að
gefa lífi hvers og eins eðlilega
hrynjandi ... Oft kemur mér í
hug hún fóstra mín og sunnu-
dagarnir hennar. Frá því ég
man eftir mér, skipti hún ætíð
um föt á helgum dögum.
Önnum kafin sveitakona virt-
ist ekki hafa neina knýjandi
þörf fyrir að búa sig upp á
hvern sunnudag, en alltaf fann
hún sér tíma til að fara í upp-
hlut eða peysuföt. Og í hárri
elli sat hún hvern helgan dag
klædd silki og silfri og stafaði
frá henni friður og leyndar-
dómur hins heilaga. Hversdag-
urinn vék fyrir helginni." Og
Haraldur bætti við: „Þetta er
áminning um, að við hlið hinn-
ar sýnilegu veraldar er ósýni-
legur heimur, jafn raunveru-
legur og sannur og hversdags-
heimurinn."
Það kann að vera að við
hvert og eitt okkar myndum
vilja tjá okkur á annan veg, ef
við værum spurð um háttsemi
í skiptum við ósýnileg verð-
mæti, en mér er næst að halda,
sem betur fer, að við þekkjum
það flest, að rjúfum við aldrei
hversdaginn og stöldrum aldr-
ei við frammi fyrir því sem
hulið er sem ósjáanleg verð-
mæti, að þá erum við næsta
snauð. Og það væri óskandi að
helgidagurinn, kirkjugangan
og hlustun á Orðið, sem meðal
annars flytur dæmisöguna um
ríka bóndann, næði inní innstu
taugar þeirra mörgu sem ekki
hafa frið í sínum beinum, að
þeir mættu greina að akrarnir,
arðurinn og ævisporin sýni-
legu eru ekki nema partur af
veruleikanum, heldur sé önnur
ósýnileg stærð, óáþreifanleg
en engu að síður sönn, að baki,
sem ekki skiptir minna máli að
vita af og eiga hlutdeild í.
En víkjum þá aftur að hinu
áþreifanlega: Hversvegna vildi
Jesús ekki skipta arfi með
bræðrunum, sem greint er frá
í guðspjallinu? Er það ekki
þáttur í því að þekkja Guð að
kunna til verka samkvæmt
orðum hans? Bæði já og nei.
Helgidagurinn kemur ekki inn
í hversdagsverkin til þess að
við getum farið um hæl og sagt
í vissum tilvikum: Kæri bróðir,
Jesús sagði að ég ætti að fá
þetta og þú það sem eftir er.
Hann sagði ekki heldur: Þú ert
framandi ferðalangur á þess-
ari jörð, láttu bróður þinn fá
alla hluti og láttu þig engu
skipta þó að þú sjálfur sért
órétti beittur. Ég held aftur á
móti að það sem Jesús á við sé
þetta: Svona lagað er undir
ykkur sjálfum komið að leysa,
ég er ekki ný lögmálsbók fyrir
Auður
eða
örbirgð?
ykkur, ekki forskript upp á
breytileg atvik daganna. Örðið
boðar náð og miskunn og
starfandi elsku inn í hið marg-
lita og miður einfalda mannlíf
á jörðu, boðar það ríkidæmi
Guðs í hjörtu mannanna, er
geri þá bærari til þess að ráða
málum sínum en ekki til þess
að koma ábyrgðinni af ein-
stökum atvikum yfir á Guð.
Við erum sjálf ábyrg, frjáls að
því að eta, drekka og gleðjast
eins og dagarnir endast og án
tillits til allra sem í kringum
okkur eru og eins og enginn
veruleiki sé til, nema sá sem
verður látinn í munn og maga,
en við erum einnig frjáls að
því að leita stilli, hógværðar og
mannúðar við þá lind, sem
helgidagurinn boðar og heitir
Guðsorð.
Lögfræðingur einn spurði
skjólstæðing sinn um tiltekinn
mann, hversu mikið hann
hefði látið eftir sig. Svarið var
einfalt: Allt. Þannig fór líka
fyrir ríka bóndanum eins og
hverjum og einum sem kveðja
má að lokum það sem hvers-
deginum heyrir. Sagan var
ekki sögð til þess að sýna
hversu mikið hann missti af
því að hann hafði verið ríkur,
heldur af því að hann hafði
aldrei átt neinn helgan hug í
hvunndagsverkunum, hann
hafði aldrei eignast ríkidæmi
hins hulda heims. Og það ríki-
dæmi verður aldrei fangað
með græðgi, heldur gjöf, ekki
með meiru af neinu, nema
Guðs náð, sem veitist ókeypis.
Sagan um ríka bóndann og
ágirndina hefur ekki fallið að
gildi frá því að hún var sögð.
Heimurinn ber þess dapurlega
vitni hver ofurtök græðgin og
ójöfnuðurinn hefur. Vitaskuld
er það ekki lastvert að rífa
niður skemmur og byggja
stærri, því það er bæði auðna
og auður hverrar þjóðar að
eiga þá menn, sem bylta og
bæta af stórhug, en það er
jafnframt afskræmingin á öllu
því sem heitir að vera mann-
eskja, ef hugurinn er svo bund-
inn jarðneskri sældarleit að
hvaðeina sé lagt í sölurnar,
jafnvel níðst bæði á umhverfi
og fólki til að soga sem mest að
sjálfum sér, án tillits til þess
þó að granninn nær eða fjær
þjáist af skorti.
Ein löngun mann.sin.s
er að skapa auö
og ei sér láU
naegja daglegt brauó
Hann safnar fé
og safna vel hann kann
Um síóir fjármunirnir
eignast hann.
(G.Dal.)
Það er þráðurinn í sögunni,
sem Jesús sagði af ríka bónd-
anum, að við erum að eðlinu til
fljót að láta veröldina, fjár-
munina já allt sem hönd á
festir eiga okkur og ráða ferð-
inni. Það innra líf, sem grær í
samvistum við Drottin, þegar
hlustun eftir því sem helgar,
fær að eignast rúm þrátt fyrir
annríki hvunndagsins, það líf
minnir á, að ytri sæld er ekki
trygging varanlegrar giftu í
sjálfu sér, ef að vitneskjan um
helgan leyndardóm hulinnar
veraldar hefur aldrei náð að
merkja sál og sinni. Maður
kom á bæ og sá blindan öldung
sitja úti fyrir dyrum. Gestur-
inn gengur til hans og segir:
„Þú situr hér í sólinni." „Já,“
svaraði gamli maðurinn, „en
þó sit ég einn í myrkrinu."
Hvernig dó ríki bóndinn?
Hann dó mitt í allri þeirri
auðnusól sem yfir honum
skein. Og alfátækur var hann
af því að birta Guðs dásemda
hafði aldrei náð að upplýsa sál
hans og kenna honum að hann
ætti systkini í heiminum, og að
viðbrögð hans gagnvart þeim
gætu gert hann sjálfan að
manneskju. Hans björgun og
okkar, er að orð helgidagsins
liti hversdagsleikann, að við
leitumst við að lifa í ljóma
þess kærleika, sem spyr ekki
um stað eða stund verka okk-
ar, heldur um lifandi viðbragð
frá hjarta sem er auðugt í
Guði.
DSTÖD
VERÐBRÉFA-
IDSKIPTANNA
Sparifjáreigendur
Bankar — Sparisjóðir
Fjármálastjórar — Lífeyrissjóðir!
Er ráðstöfunarfé þitt örugglega tryggt fyrir hugsan-
legri veröbólguaukningu?
VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGAFÉLAGSINS
býöur uppá bestu fáanlegu ávöxtun í verðtryggðum
veöskuldabréfum og spariskírteinum.
Nú er á boöstólum:
□ Eldri spariskírteini með 5,8% ársvöxtum + verötr. frá
3 mán. til 4 ára.
□ Happdr.skuldabr. meö 6,0% ársvöxtum + verötr. frá 6
mán. til 3 ára.
□ Verðtr.veðskuldabréf meö 11 —12% ársvöxtum +
verötr. frá VA—10 ára.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
25. júní 1984
Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóði Veðskuldabréf — verðtryggð
Ar-flokkur Sölugengl pr. kr. 100 Avöxtun- arkrafa Dagafjöldl til innl.d.
1970-2 17 415,64 Innlv. i Seólab. 5.02.84
1971-1 15.765,06 5,80% 1 ár 80 d
1972-1 14.288,67 5,80% 1 ár 210 d.
1972-2 11.499,46 5.80% 2 ár 80 d.
1973-1 8.641,64 5,80% 3 ár 80 d.
1973-2 8.369,31 5,80% 3 ar 210 d.
1974-1 5.400,95 5,80% 4 ár 80 d.
1975-1 4.244,38 5,80% 195 d.
1975-2 3.168,67 5,80% 210 d.
1976-1 2.877,97 Innlv. í Seölab. 10.03.84
1976-2 • 2.372,03 5.80% 210 d.
1977-1 2.122,16 Innlv. i Seölab. 25.03.84
1977-2 1.805,83 5,80% 75 d.
1978-1 1.438,89 Innlv. í Seóiab. 25.03.84
1978-2 1.153,66 5,80% 75 d
1979-1 951,45 Innlv. í SeOlab. 25.02 84
1979-2 749,45 5.80% 80 d.
1980-1 645,81 5,80% 290 d.
1980-2 495.89 5,80% 1 ár 120 d.
1981-1 423,92 5,80% 1 ár 210 d.
1981-2 311,97 5,80% 2 ár 110 d.
1982-1 294,26 5,80% 246 d.
1982-2' 219,64 5,80% 1 ár 96 d
1983-1 169,00 5,80% 1 ár 246 d.
1983-2 109,70 5,80% 1 ár 156 d.
1974-D 5,319,50 Innlv. í Se ölab 20.03.84
1974-E 3.798,52 6,00% 156 d.
1974-F 3.798.52 6.00% 156 d.
1975-G 2.474,38 6,00% 1 ár 156 d.
1976-H 2.294.44 6,00% 1 ár 275 d.
1976-1 1.768,19 6,00% 2 ár 155 d.
1977-J 1 588,19 6,00% 2 ár 276 d.
1981-1.11. 337,84 6,00% 1 ár 306 d.
Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Ávöxtun umfram verðtr.
1 ár 95,46 4% 10,75%
2 ár 92,56 4% 10,87%
3 ár 91,27 5% 11,00%
4 ár 88,94 5% 11,12%
5 ár 86.67 5% 11,25%
6 ár 84,49 5% 11,37%
7 ár 82,36 5% 11,50%
8 ár 80,32 5% 11,62%
9 ár 78,34 5% 11,75%
10 ár 76,45 5% 11,87%
11 ár 74,61 5% 12,00%
12 ár 72,87 5% 12,12%
13 ár 71,17 5% 12,25%
14 ár 69,57 5% 12,37%
15 ár 68,03 5% 12,49%
Veðskuldabréf óverðtryggð
Sölug.m/v 1 afb a ári 18% 20% (Hlv) 21% Þak 20%
1 ár 84 85 86 82
2 ár 72 74 75 69
3 ár 62 64 65 58
4 ár 54 56 57 49
5 ár 48 51 52 43
Sölug.m/v 2 afb a ári 18% 20% (Hlv) 21% Þak 20%
1 ár 88 90 90 87
2 ár 78 80 80 75
3 ár 68 70 71 64
4 ár 60 62 63 56
5 ar 54 56 58 49
Daglegur gengisútreikningur
Góðan daginn!
Verðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavík
lónaöarbankahúsinu Simi 28566