Morgunblaðið - 24.06.1984, Side 22
22
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984
Það var afar mikiö að gera á Vöruflutningamiðstöðinni í
Reykjavík einn sólskinsdaginn í byrjun júní og var mesta
furða hvernig stórir vörubílarnir, sem margir voru með
aftanívagn, komust um planið án teljandi óhappa. Drunur í
aflmiklum vélum vörubílanna fylltu loftið, bensínlykt, hróp
og köll. Ég fann fljótlega bílinn frá Kristjáni og Jóhannesi
Hansen á Sauðárkróki og heilsaöi upp á bflstjórann, Hrein
Þorvaldsson, Hreinsi kallaður. Hann ætlaði að leyfa mér að
sitja í með sér á leiöinni norður í Skagafjörð. Annan farþega
ætlaði hann að taka uppí hjá Nesti á Ártúnshöfða en hann
mundi sitja í til Borgarness.
„Vigtararnir“
Farþeginn, sem kom inn hjá
Nesti er góðvinur Hreins, Jóhann
Pétursson sölumaður hjá MAN og
þeir þurftu margt að spjalla. Þeim
varð m.a. tíðrætt um „vigtarana",
eftirlitsmenn hjá Vegagerðinni,
sem fylgjast með því að lestin sé
ekki yfir leyfilegum mörkum.
Hreinn sagðist engar áhyggjur
hafa yfir þeim í þessari ferð, hann
væri undir mörkunum, en hann
hefði áður verið gripinn með meiri
þyngd en gott þótti.
„Eg slapp í vor,“ sagði hann.
„Var svona hundheiðarlegur. Það
eru tveir, þrír eftirlitsbílar á leið-
inni til Akureyrar. Þeir sleppa
manni ef maður er svona 200 til
300 kílóum yfir mörkin en ef þau
eru 500 eða 600, þá verður að losa
þau á staðnum og finna hús fyrir
umframþyngdina, þvt fyrr megum
við ekki halda áfram. Sektirnar
fara eftir því hvað menn er mikið
yfir mörkunum, hvað menn eru
óforskammaðir og það getur orðið
þónokkur upphæð. Það er aldrei
að vita hvar „vigtararnir" eru en á
meðan á þungatakmörkunum
stendur á vorin, eru þeir með
stanslausar vaktir."
„Er mikið um að menn séu með
ólöglega þyngd?“
„Það er alltaf eitthvað um það.
Nauðsyn brýtur lög því það verður
alltaf að reyna að gera öllum til
geðs. Allir heimta sitt. Þannig
hefur það verið í þau skipti, sem
ég hef verið tekinn."
„En eru það ekki óhemju erfið-
leikar fyrir bílstjóra ef hann lend-
ir í „vigturunum"?
„Það getur orðið mikið basl.
Maður stendur eiginlega ráðþrota
gagnvart því. Og það er óþægilegt
að vera sífellt að passa uppá
þyngdina af því að maður þarf oft
að keyra tvisvar, þrisvar á vigt til
að hafa hana í lagi.“
Og áfram var ekið. Við stoppuð-
um stutt í Ferstiklu í Hvalfirði en
þegar við ókum áfram út fjörðinn
munaði litlu að illa færi. Það var
verið að lagfæra veginn á stuttum
kafla og þegar Hreinn sneiddi hjá
vegavinnutæki, rann trukkurinn
út í lausborinn vegarkantinn, sem
var nokkuð hár og í nokkur andar-
tök hélt ég að bíllinn myndi renna
útaf og færi veltu. Hreinn og Jó-
hann voru hinir rólegustu en ég
hallaði mér í gagnstæða átt, eins
og til að hægja á skriðinu. Og
loksins stoppaði trukkurinn. Það
höfðu varla liðið nema ein eða
tvær sekúndur.
„Jæja,“ sagði Hreinn og skipti
um gír. Hjólin grófu sig í mölina
og trukkurinn mjakaðist lengra
inn á veginn.
„Hvað með aftanívagninn?"
Að mörgu þarf að hyggja á langri leið.
Á ferð með Hreini Þorvaldssyni
frá Reykjavík til Sauðárkróks
^ ^ r alltaf svona mik-
’ ið um að vera
11 j hérna?" spurði ég
JL~Æ þegar vörubíllinn
liðaðist eins og áll út á götu en auk
þess að vera fullhlaðinn dró hann
aftanívagn sem á var dráttarvél,
sem bóndi í Skagafirði hafði fest
kaup á.
„Nei,“ sagði Hreinn. „Það er
auðvitað mest um að vera yfir
sumartímann, en svo minnkar það
á veturna þegar Vestfirðir detta
út.“
spurði Hreinn eins og hann hafði
gleymt honum.
„Hann eltir," sagði Jóhann og
eftir stutta stund var trukkurinn
aftur kominn á góða ferð.
Hrakfallasögur
Það var gerður stuttur stans í
Borgarfirði þar sem Jóhann
kvaddi og svo var ferðinni haldið
áfram. Það var engin talstöð í
trukknum og ég spurði Hrein út í
það atriði.
„Við vorum með venjulegar
þriggja eða fjögurra rása stöðvar
og það var hægt að kalla hvert
sem maður vildi en svo var það
orðið svo flókið að menn hættu við
þetta. Ég sakna ekki talstöðvanna.
Þetta var oft helvítis þvarg þegar
allir voru á rásinni í einu en mað-
ur sparaði sér oft ef maður gat
haft samband við bíla, sem voru
komnir yfir Holtavörðuheiði til
dæmis og fengið upplýsingar hjá
þeim um færð og aðstæður. Því er
ekki að neita að auðvitað var mik-
ið öryggi í talstöðvunum ef maður
var einn að þvælast upp til heiða í
vondum veðrum."
„Hvað ekur þú þessa leið frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur oft í
mánuði?"
„Það eru venjulega svona fjórar,
fimm ferðir. Þegar ég var að flytja
rækjur í fyrra frá Sauðárkróki til
Hreinn Þorvaldsson vönibflstjóri við trukkinn í plani Vöruflutningamiðstöðvarinnar.
Morgunbladið/ — ai.
„Getur orðið langur og
strangur vinnudagur“