Morgunblaðið - 24.06.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.06.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 23 Keflavíkur voru það þrjár ferðir í viku. Svo keyrir maður einu sinni á viku á veturna, en það geta orðið strembnar ferðir. Einu sinni vor- um við 30 bílar stopp á Holta- vörðuheiðinni. Við lögðum upp frá Fornahvammi á hádegi en vorum ekki komnir upp að sæluhúsinu fyrr en um miðnætti. Venjulegast er þetta ekki meira en 20 mínútna keyrsla. Það var iðjulaus grenj- andi stórhríð. Við suðum okkur hafraseyði og svo var hlaupið út í bílana og náð í kex. Það voru svo há snjógöngin að hægt var að stíga ofan af snjónbrúninni ofaná bílþökin. Og það var svo þröngt í sæluhúsinu að einhver sagði að það væri hægt að sofa standandi í því. Maður var orðinn helvíti slappur þegar maður kom niður af heiðinni. Oft kom það fyrir að maður var stopp í marga daga í Forna- hvammi vegna ófærðar um vetur en menn gerðu sér aldrei neina rellu út af því. Ég held að það fari engin langt í þessu ef hann lætur þetta fara í skapið á sér. 1 fyrravetur kom ég í Forna- hvamm og hitti umsjónarmann heiðarinnar, sem sagði að það væri komið stólpaóveður á heið- inni og ekkert vit væri að leggja í hana. Hann sagðist þó ekki banna mér að fara yfir ef ég setti keðjur undir og lofaði honum að ég færi ekki frá bílnum ef ég yrði strand. Það var farþegi með mér og við náðum i Stað í Hrútafirði þar sem margir bíla biðu eftir því að kom- ast á heiðina en urðum svo strand hjá Vatnshorni í Húnavatnssýslu. Farþeginn, sem var með mér gat ekki verið úti nema stutta stund vegna þess að veðurhæðin var svo mikil að honum fannst hann vera að kafna. Við biðum í bílnum frá því klukkan tvö um nóttina til há- degis næsta dag en þá skriðum við að bænum. Stormurinn var slíkur og hríðin að við réðum okkur ekki.“ Af draugum Hreinn hefur ekið þessa leið frá Sauðárkróki og suður til Reykja- víkur í um 18 ár með hléum og ég spurði hann að því hvar honum þætti fallegast á leiðinni. „Alltaf finnst manni fjörðurinn fallegur þegar maður kemur á Vatnsskarðsbrúnina. En það er líka alltaf gaman að keyra í Borg- arfirðinum og það er ægilegur munur síðan brúin kom.“ „Mörgum þykir leiðinlegt að aka Hvalfjörðinn." „Mér finnst aldrei leiðinlegt að keyra Hvalfjörð. Hann er oft erf- iður á veturna og þar er svipti- vindasamt, en aldrei leiðinlegt." Sögur um samskipti bílstjóra og drauga hafa gengið manna á með- al frá því bílferðir um landið hóf- ust en Hreinn trúir ekki á slíkt. Ég hef oft verið að berjast marga klukkutíma yfir heiðina al- einn á öllum tímum sólarhrings- ins og á öllum tímum ársins en ég hef aldrei fundið fyrir myrkfælni. Þótt ég hafi þurft að fara út í kolniðamyrkri og slæmu veðri hef- ur hún aldrei hvarflað að mér. Ég hef heyrt um drauga á Holta- vörðuheiðinni en aldrei orðið var við nokkurn skapaðan hlut. Sumir hafa verið að tala um að þeir hafi séð einhvern mann á veginum, sem síðan hafi gufað upp. Eg hef aldrei orðið var við svoleiðis lag- að ... og þó.“ „Nú?“ „Það var í eitt skipti, sem ég hélt að ég væri að mæta draug. Það var nú skritið maður. Með í þeirri ferð voru tveir farþegar og það var leiðindaveður. Við ákváð- um að stoppa ekkert í Forna- hvammi heldur drífa okkur yfir heiðina þótt útlitið væri ljótt og sýnilegt væri að veður myndi versna. Við tókum sénsinn. Þegar við vorum komnir þar að sem heit- ir Krókalækir, sáum við bílljós í örstutta stund í gegnum sortann en svo hvarf það og fórum að tala um hverskonar bíll þetta hefði verið. öllum bar okkur saman um að við hefðum séð ljósið. Þegar við sáum það ekki aftur sagði annar farþeginn, sem var frá Sauðár- Stundum rabba menn í rólegheitum ef ekki er mikil umferð i vegunum. króki að líklega hefði þetta bara verið draugabíll. Ég segi við hann að ég trúi því ekki, því allir hefð- um við séð ljósið, en frekar haldi ég að eitthvað hafi hent bílinn. Þegar ég var kominn á gömlu Norðurárbrúna verður mér litið niður í gilið og mér sýnist glitta í eitthvað. Ég hálfstoppa og held að ég hafi séð einhverja hreyfingu niðri. Við erum að virða þetta fyrir okkur þegar allt í einu stígur skuggaleg vera upp á vegarkant- inn hjá okkur, allófrýnileg, blaut og drullug. Það er í eina skiptið, sem ég hef verið á báðum áttum um tilveru drauga. Þá höfðu bílljósin, sem við sáum, verið á jeppa, sem í voru þrír menn, er hafði steypst ofaní gilið og einn af þeim hafði fallið í ána og það var hann, sem klifrað hafði upp á veginn. Bílstjórinn hafði lent undir jeppanum og þriðji maðurinn var að bisa við að velta bílnum ofan af honum. Ég selflutti mennina niður í Forna- hvamm og það tók sex tima en ég er viss um að sá blauti hefði króknað úr kulda ef við hefðum ekki komið þarna að. Þetta var óhugguleg reynsla." Við erum komnir þar á leið okkar sem Fornihvammur áður stóð, en nú hefur húsið verið brennt og jafnað við jörðu. „Það er voðalegt að sjá þetta,“ sagði Hreinn og benti þar sem húsið stóð og er nú bara dökkur blettur. „Það er fast að því að maður kannist bara ekkert við sig síðan að húsið hvarf. Djöfull er maður lengi að ná áttum þegar svona hverfur, sem maður er bú- inn að horfa á í mörg ár.“ Framúrakstur Skömmu áður en við komum á Holtavörðuheiði ókum við hjá vörubíl en á palli hans var heldur illa farinn, nýlegur BMW, sem steypst hafði útaf veginum og niður i skurð þarna rétt hjá. Það hafði verið lítil umferð á vegunum fram að þessu en nú var eins og hún hefði aukist og Hreinn varð æ oftar að víkja út í kant og hleypa framhjá sér hraðskreiðari bílum. Hreinn sagði að oft kæmi það fyrir að hann þyrfti hreint og beint að keyra í veg fyrir bíla svo þeir ækju ekki framúr honum á blindhæð. „Það er svo skrítið með suma að þeir halda að maður vilji ekki hleypa sér framhjá. Það er heilmikið verk að passa þá vitleys- inga.“ „Þið eruð þá svolítið eins og götuljós hérna á vegunum." „Já, það má kannski segja það. Maður hleypir ekki bílum framúr sér á blindhæð. það væri eins og morðtilraun. Þegar mikil umferð er á vegunum kemst maður heilu tímana ekkert inn á veginn heldur þarf að halda sig á kantinum á meðan langar strollur af bílum fara framúr." Við höfðum lagt seint af stað úr Reykjavík og nú var dagur að kvöldi kominn. Stutt var í Blöndu- ós eftir sex tíma keyrslu með stuttu stoppi í Staðarskála í Hrútafirði. „Sjáðu stikurnar hérna," sagði Hreinn og benti á prikin með endurskinsmerkjunum, sem raðað er upp við vegarkantinn með reglulegu millibili. „Þær eru bíl- stjórum mikil hjálparhella. Maður tekur stundum svo mikla djöfuls sénsa þegar maður þarf að grísa á það að maður sé á veginum. Þá er stundum eins og ekkert nema for- sjónin leiði mann áfram.“ Trúir þú þá á forsjónina?" „Maður verður stundum að reikna með henni.“ „Er það ekki lýjandi starf að vera vörubílstjóri?" „Þetta er helvítis, bölvað puð við pakka og það getur orðið langur og strangur vinnudagur. Maður lest- ar bíla og losar sama daginn og keyrir svo heim um nóttina. Manni finnst oft bara afslöppun í því þegar maður er kominn undir stýrið og er búinn að lesta. Jafnvel þótt að átta eða tiu tima keyrsla sé framundan. Stundum er maður alltof harður við sig og keyrir þetta í einum rykk út í Krók þegar maður er einn, en það er alltof erfitt. Maður þarf að stoppa tvisv- ar og jafnvel þrisvar til þess bara að hreyfa sig.“ Einmanalegt starf „Og hvað hugsa menn þegar þeir eru einir á langri leið?“ „Það kemur margt upp í hug- ann.“ „Er þetta ekki einmanalegt starf?" „Víst er það einmanalegt. Mað- ur drepur tímann með því að hlusta á útvarpið. Það er ólíkt skemmtilegra þegar maður lendir í samfloti með öðrum og við setj- umst inn á leiðinni og ræðum mál- in. Það eru allt úrvalsmenn í þessu. Ef það þarf að standa í ein- hverjum stórræðum þá hjálpast allir að. Við treystum á hvern annan.“ Veðrið hafði verið eins og best var á kosið alla ferðina, sólskin og hlýja og aðeins stöku ský á lofti. „Skemmtilegast er að keyra á þessum árstíma þegar er svona bjart,“ sagði Hreinn. “Skammdeg- ið er versti tíminn. Þá leggur mað- ur af stað í myrkri, keyrir að mestu í myrkri og kemur á áfangastað í myrkri. En mér hefur alltaf þótt gaman að vera á ferð- inni á kvöldin og næturnar á þess- um tíma þegar það eru stillur og fallegt veður.“ „Geristu þá jafnvel rómantískur í hugsun?“ „Ja, fast að því.“ „Hvernig er með puttalinga. Tekur þú þá venjulega uppí?“ „Ég er ekki mikið fyrir það en ég vorkenni þeim í vondum veðr- um. Sumir taka þá með, aðrir ekki. Einu sinni ók ég fram á stúlku rétt fyrir utan Reykjavík á leiðinni norður. Það var bandvit- laust veður, stúlkan var illa klædd og ég hélt að hún væri að fara á milli bæja. En hreint ekki. Hún var á leiðinni til Akureyrar. Þegar við komum til Varmahlíðar í Skagafirði skildu leiðir. Það var kolniðamyrkur og hún spurði mig í hvaða átt Akureyri væri. Þá fór mér nú ekki að standa ekki alveg á sama um þetta og fékk hana á endanum til að hringja i vinkonu sína, sem kom og náði i hana. Mér þótti þetta frekar groddalegt." Og þá vorum við komnir í Skagafjörðinn og áttum stutt eftir á Sauðárkrók. Ferðin hafði í allt tekið um níu tíma, enda var hlass- ið þungt, eitthvað um 23 tonn og það hafði tekið í, i stórum brekk- um. Það rifjaðist upp fyrir mér að ekki tekur nema um 40 minútur að fljúga þessa leið. Fyrir mig var þetta heillangt og þreytandi ferða- lag langt uppí sveit. Fyrir Hrein var aðeins langur starfsdagur á enda. —ai. Slysin gera ekki boð á undan sér. Hér er nýbúid ad koma bifreið fyrir á vörubflspalli. Hún var mikið skemmd eftir útafakstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.