Morgunblaðið - 24.06.1984, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984
Brotabrot frá
Júgóslavíu
Landinn í skrautlegum félagsskap.
Tvær milljónir Júgó-
slava — karlar, konur
og kornabörn — lágu í
valnum þegar skæru-
liðunum, sem svo voru
nefndir, auðnaðist loksins að reka
þýska innrásarherinn af höndum
sér, sem, jafnvel á mælikvarða
heimsstyrjaldarinnar síðari með
öllum sínum hörmungum og
hryðjuverkum, var geigvænleg
blóðtaka fyrir þjóð sem í dag, fjór-
um áratugum síðar, telur þó ekki
nema um tuttugu og tvær milljón-
ir sálna.
Frelsi er enda lykilorðið á þess-
um slóðum enn í dag: ekki ýkja-
langt frá þeim stað í Dubrovnik til
dæmis þar sem Hótel President
tyllir sporðinum í Adríahafið
kemur maður þar sem Hótel Lib-
ertas — Hótel frelsi — minnist við
skafheiðan sumarhimininn. Mað-
ur rambar jafnvel á verslanir og
þjónustufyrirtæki í þessu sólríka
heimshorni sem geyma þetta
magnaða orð í heiti sínu; og svona
til þess að ekkert fari nú á milli
mála hafa landsmenn að auki eig-
inlega gert hugtakið „uppgjöf" út-
lægt úr máli sínu: í stjórnarskrá
ríkisins er semsagt skýrt tekið
fram að ef landið verði fyrir vopn-
aðri árás hafi enginn af þegnum
þess, hvaða embætti sem hann
gegni og hverjum svo sem stríðs-
guðinn reynist hliðhollur, umboð
til þess að semja um uppgjöf við
fjandmanninn.
Þeim er líka mikið í mun að
frétta, Júgóslövunum, þá gesti ber
að garði, hvaða augum við Vestur-
landabúar lítum stefnu þeirra í al-
þjóðamálum: áttum við okkur
nógu vel á því, fýsir þá að vita, að
það er ættjarðarástin, þessi
brennandi sjálfstæðishvöt sem
þeir fórnuðu nánast öllu fyrir, sem
er kjarninn í afstöðu þeirra til
stórveldanna?
Ég hélt, þegar ég var spurður,
sem var oft, að við íslendingar að
minnsta kosti hlytum að skilja
þetta og vitnaði óspart til frelsis-
baráttu okkar sjálfra; og hlaut
raunar einn daginn að launum
rembingskoss á báða vanga sem
þrekvaxinn, eldhress og alskeggj-
aður kollega minn með ensku-
mælandi túlk uppá síðuna skenkti
mér að gömlum og góðum júgó-
slavneskum sið fyrir drengileg
viðbrögð.
Hann var að spyrja mig spjör-
unum úr nánast á barminum á
gryfjunni þar sem kokkarnir glóð-
arsteiktu griðungana með haus og
hala í þetta skiptið sem þeir pund-
uðu í okkur gestina undir furu-
trjánum. Það komst ekki hnífur-
inn á milli okkar Skeggja, enda
verður jafnvel Norðurlandabúinn
fjálgari og andríkari en ella í
svona fagnaði. Mér virtust Júgó-
slavarnir eftir á að hyggja örari
en við íslendingar, eins og er
raunar segin saga um fólkið í
þessum sólarlöndum, en þeir fara
einstaklega vel með það. Því er
fjarri að þeir kaffæri gestinn ef
svo mætti að orði komast, yfir-
þyrmi hann í gleði sinni. En ég
hygg samt að ég geri engum rangt
Dubrovnik: kraftaverk við Adriahafið.
til þó að ég slái því fram að all-
sgáður Júgóslavi sé eins hjartan-
legur og einlægur í viðmóti þegar
það á við eins og íslendingur á
þriðja glasi við svipaðar aðstæður.
Þessi fagnaðarfundur okkar
starfsbræðranna átti sér stað í
skógarferð sem lyktaði með einni
af veislunum sem júgóslavnesku
gestgjafarnir gerðu brúðunum og
brúðgumunum á einskonar alþjóð-
legri brúðhjónahátíð, sem er orð-
inn árviss atburður í Plitvice-
þjóðgarðinum þeirra. Hann er svo
sem tveggja stunda akstur frá
Zagreb: víðáttumikill fólkvangur
með skógi vöxnum ásum, djúp-
bláum veiðivötnum, tærum og
tignarlegum fossum sem steypa
sér niðrí litskrúðug árgljúfur; og
eins og til þess að kóróna ævintýr-
ið stinga þeir því að manni,
staðarmenn, að í myrkviðnum
uppí fjöllunum fari úlfar og skóg-
arþirnir.
Þetta er óskaland af því tagi
sem við hér í garranum sjáum í
hyllingum þar sem við grúfum
okkur yfir sumarleyfisbæklinga
ferðaskrifstofanna. Átta júgó-
slavnesk pör, hvert úr sínu lands-
horninu, voru gefin saman á há-
tíðinni: Aida og Aladin, Marina og
Miodrag, Dragana og Radomir,
svo að eitthvað sé tínt til af þess-
um framandi rómantísku nöfnum
sem manni finnst eiginlega helst
eiga heima í riddarasögum ungl-
ingsáranna. Fern erlend hjóna-
korn voru að auki gestir á hátfð-
inni og fylltu tylftina. Þau voru
frá Vestur-Þýskalandi, Hollandi,
Kuwait og svo í fyrsta skipti héð-
an frá Fróni.
Samvinnuferðir-Landsýn sáu
um að velja þau íslensku og ýta
þeim úr vör og fá hér með fyrstu
einkunn fyrir framtnistöðuna.
Sjálfur Knapp hefði ekki valið
ákjósanlegra landslið. Þau Stein-
hildur Hildimundardóttir og Leif-
ur Eysteinsson, sem bæði starfa í
stjórnarráðinu, gengu í það heil-
aga í mars sfðastliðnum og þetta
var því einskonar uppbót á hveiti-
brauðssæluna.
Það kann að hafa verið and-
rúmsloftið þarna, nema þjóðrækni
Júgóslavans sé beinlínis smitandi,
en að minnstakosti fannst manni
það einhvernveginn allt f einu
skipta töluverðu máli að ungu
hjónin íslensku kæmu vel fyrir
eins og það heitir, týndust að
minnstakosti ekki f hjónaskaran-
um af einskærri hógværð og hlé-
drægni.
Það var ástæðulaus ótti, og voru
þessir landar manns samt svo sem
ekkert að trana sér. Þó að þjóð-
búningar júgóslavnesku þjóðar-
brotanna séu litríkari en sjálfur
regnboginn og að þvf leyti eins
ólfkir þeim fslenska og sólin er
forsælunni þá fór því fjarri að
hann héldi ekki sinni reisn og
vekti ekki verðskuldaða athygli f
Plitvice-þjóðgarðinum.
.. og birnir til fjalla.